Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Síða 12
FRÆÐSLA 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2019 Þessir þættir fjalla um loftslagsmál frá einsmörgum sjónarhornum og maður geturhugsað sér og viðfangsefnið snertir okkur öll enda er plánetan okkar að breytast hratt af okkar völdum, mannanna. Þá er ég að tala um þætti eins og breytingar á veðurfari, súrnun sjáv- ar, bráðnum jökla og plastmengun, svo fátt eitt sé nefnt. Yfirskrift þáttanna er Hvað höfum við gert? en gæti alveg eins verið Hvað getum við gert? vegna þess að auk þess að greina vandann horfum við líka til lausna,“ segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og umsjónarmaður nýrra heimildarþátta í tíu hlutum, Hvað höfum við gert?, sem hefja göngu sína á RÚV í kvöld, sunnudagskvöld. Sævar Helgi segir mikla áskorun blasa við mannkyni vegna loftslagsbreytinga á jörðinni. „Við hefðum betur hlustað á vísindin fyrir þrjá- tíu til fjörutíu árum, þá væri þessi barátta ekki eins strembin og hún er í dag. Við höfum unnið mikið tjón á vistkerfi jarðar, oft og tíðum í þágu græðginnar. En betra er seint en aldrei og full ástæða til að fagna þeirri viðhorfsbreytingu sem orðið hefur vítt og breitt um heiminn á und- anförnum árum. Þess vegna koma þessir þættir á hárréttum tíma; fólk er loksins reiðubúið að hlusta og leggja sitt af mörkum. Margt er að breytast til batnaðar og nægir í því sambandi að nefna að dregið hefur jafnt og þétt úr brennslu jarðefnaeldsneytis. Það er til mikils að vinna svo gera megi lífið á jörðinni betra.“ Hefur meira milli handanna Þetta hefur Sævar Helgi reynt á eigin skinni. „Þær breytingar sem ég hef gert á mínu lífi til að leggja mitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum hafa allar verið jákvæðar; ég hreyfi mig meira, það er minna drasl í kring- um mig og ég sóa minni mat sem þýðir að ég hef meiri peninga milli handanna. Það er með öðr- um orðum ekki bara plánetan sem græðir, held- ur einnig ég sjálfur.“ Hann segir matarsóun stórt mál í þessu sam- bandi. Því betur sem við nýtum matinn okkar, þeim mun minna þarf að framleiða af honum og þar með drögum við úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Að sögn Sævars Helga er ekkert óeðlilegt að fólki finnist það hafa litla vigt í hinu stóra sam- hengi loftslagsbreytinga. „Fólk hugsar: Ég er svo agnarsmár að það sem ég geri breytir engu til eða frá. Það er svo sem alveg rétt, þannig lag- að, en hvað ef allir íbúar jarðar, sjö milljarðar, hugsuðu svona? Margt smátt gerir eitt stórt, höfum það ætíð í huga.“ Fámennri þjóð norður í ballarhafi kann á löngum stundum að þykja þessi risavaxna glíma fjarri sér en Sævar Helgi segir loftslagsbreyt- ingar koma okkur Íslendingum alveg jafn mikið við og risaþjóðum á borð við Bandaríkin og Kína. Einmitt þess vegna verður lögð sérstök áhersla á Ísland í þáttunum; hvar við stöndum og hvað við getum gert til að laga stöðuna. Hlustum á vísindamennina Meðal sérfræðinga sem talað er við í þáttunum eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Ragna Benedikta Garðarsdóttir neyslusálfræðingur; Brynhildur Davíðsdóttir auðlindafræðingur; Rannveig Magnúsdóttir spendýravistfræð- ingur; Guðni Elísson bókmenntafræðingur; Henry Alexander Henrysson heimspekingur; Stefán Gíslason umhverfisfræðingur; Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur og Helgi Björnsson jöklafræð- ingur, auk þess sem erlendir sérfræð- ingar eru fengnir að borðinu. Í um- ræðunni um loftslagsmál er gjarnan bent á að miklar sveifl- ur hafi áður átt sér stað í sögunni. „Það er alveg rétt,“ segir Sævar Helgi. „Á móti kemur að sömu menn og hafa upplýst okkur um það, vísindamennirnir, eru núna að biðja okkur lengstra orða að grípa til aðgerða. Fyrr á tímum þegar loftslag hlýnaði á jörðinni bjuggu hér ekki sjö milljarðar manna og stórborgir með milljónum íbúa höfðu ekki verið reistar við strendur. Þær verða fyrstu fórnarlömbin og það munar um hverja gráðu í hlýnun í þessu sambandi. Gleymum því ekki.“ Í fyrsta þætti verður fjallað almennt um lofts- lagsbreytingar á jörðinni. Hvað veldur þessum breytingum og hvenær byrjuðu þær? Hvaða áhrif hafa þær á jörðina og hvernig er hægt að bregðast við þeim? Sævar Helgi segir rökrétt að byrja þarna, á byrjuninni, og fikra sig svo áfram. Hann segir þættina misjafnlega sláandi eftir þemanu en mikill fróðleikur sé þarna dreg- inn fram í dagsljósið. „Fólki á eftir að bregða, til dæmis þegar við fjöllum um sorp. Sá þáttur er mjög áhrifamikill. Eins þættir þar sem við fjöllum um flugsamgöngur og landbúnað, svo dæmi sé tekið. Þetta kemur von- andi til með að hreyfa við fólki,“ segir hann. „Ég árétta þó að við horfum til lausna líka; vilj- um ekki bara skilja fólk eftir grátandi.“ Lærdómsríkt og sjokkerandi Hugmyndin að Hvað höfum við gert? er runnin undan rifjum Þór- halls Gunnarssonar og Elínar Hirst sem rit- stýra og framleiða ásamt Tinnu Jóhannsdóttur og Karólínu Stefánsdóttur. Þættirnir hafa verið í þróun í þrjú ár hjá Sagafilm sem framleiðir þá í samstarfi við RÚV. Sævar Helgi kom að verk- efninu fyrir um ári. „Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar mér bauðst að hafa um- sjón með þáttunum. Síðasta árið hefur farið í þetta verkefni og ferlið hefur í senn verið lær- dómsríkt og sjokkerandi. Ég hef lært mjög margt; ekki síst um vítin sem við þurfum að var- ast. Nýjasta dæmið um það er aumingja álftin sem festi gogginn í áldós á dögunum með þeim afleiðingum að hún hér um bil drapst. Þarna sjáum við hversu mikil áhrif augnabliks hugs- unarleysi getur haft á vistkerfið. Sjálfur vinn ég við vísindamiðlun og því lengur sem ég glápi upp í alheiminn þeim mun vænna þykir mér um jörðina okkar. Jörðin er stórkostlegur staður og við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum ekki að fara neitt annað ef við getum ekki lifað hér lengur. Þess vegna verðum við að hugsa vel um jörðina okkar.“ Á mína drauma Óskar Jónasson leikstýrir þáttunum og ber Sævar Helgi mikið lof á hann. „Það var frábært að vinna með Óskari. Hann býr að mikilli reynslu og er naskur á að finna skemmtilega vinkla, sérstaklega þegar kemur að þungmeltu efni.“ Það gildir raunar um aðra sem að verkefninu komu; valinn maður var í hverju rúmi, að dómi Sævars Helga. „Ég leyfi mér að fullyrða að þetta séu vönduðustu vísindaþættir sem gerðir hafa verið á Íslandi og það er mikill heiður fyrir mig að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni. Og tilgangurinn er göfugur – að reyna að gera heiminn aðeins betri.“ Spurður hvort hann geti hugsað sér að vinna frekara heimildarefni fyrir sjónvarp er Sævar Helgi fljótur til svars. „Ég á svo sannarlega mína drauma og aðaldraumurinn er að búa til alvöru heimildarefni um stjörnufræði og nátt- úrufræði fyrir íslenskt sjónvarp í anda BBC. Ég hef gaman af því að ögra sjálfum mér og miðla um leið til fólks. Ekki mun því standa á mér í framtíðinni verði slík verkefni í boði.“ Sævar Helgi á sorphaugunum. Hann segir þáttinn sem fjallar um sorp mjög áhrifamikinn. Móðir Jörð á undir högg að sækja og brýnt þykir að grípa til aðgerða. Fólk í ísklifri á Svínafellsjökli. Íslensku jöklarnir hopa hratt og vísindamenn hafa spáð því að þeir verði horfnir með öllu innan tveggja alda. Morgunblaðið/RAX Reynum að gera heiminn aðeins betri Ný íslensk heimildarþáttaröð, Hvað höfum við gert?, hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu í kvöld, sunnudagskvöld. Þar er í tíu þáttum fjallað um áskoranir mannkyns í loftslagsmálum og rýnt í afleiðingar og áhrif loftslagsbreytinga á lífríki og samfélög. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Fyrr á tímum þegar loftslaghlýnaði á jörðinni bjuggu hérekki sjö milljarðar manna og stór-borgir með milljónum íbúa höfðu ekki verið reistar við strendur. Álftin á Urriðakotsvatni sem festi gogginn í áldós með skelfilegum afleiðingum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.