Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2019 E n áfram skröltir hann þó, söng Ómar forðum um skrjóðinn sem hafði sí- fellt færri hjól undir sér. Kári Stefánsson snillingsmenni var í viðtali við Loga Bergmann á dögunum til þess að sýna á sér hina hliðina og gerði hann það notalega eins og vænta mátti. Notalegri en hann vill vera láta Þeir, sem þekkja Kára helst af afspurn, ætla sumir að notalega hliðin hans sé sparlega notuð. Og það er líklegt að hún sé ekki á útsölu allt árið. Kári þekkir sjálfan sig vel og telur því ekki knýjandi þörf á að veifa elskulegheitum utan í alla í tíma og ótíma. Margur telur fleðulæti hluta af hönnun persón- unnar. Slíkir ættu þó að hringja aðvörunarbjöllum samferðafólksins. En það sem minnti bréfritara á skrjóð Ómars var það að Kári hafði „heimtað“ að sitja í hefðbundnu sæti spyrjandans. Hvers vegna, spurði sá. „Ég er blindur á hægra auga og vil hafa auga með spyrj- andanum og staðsettur með hliðsjón af því.“ Þá var spurt um ástæður augnskaðans og lýsti Kári því af karlmennsku og kankvísi en án þess að gera lítið úr. Sjálfhverfur bréfritari setti þá skólafélaga og vini í eina körfu. Sjálfur væri hann með eitt nýra, enga gallblöðru og engan skjaldkirtil svo nokkuð sé nefnt, eftir að læknar björguðu lífi hans forðum tíð og því ætti skrjóðssöngurinn við þá báða: „En áfram skrölta þeir þó.“ Missir Kára er mun tilfinnanlegri en hins og tæpt að trúa Ómari fullkomlega að skrjóður hans hafi skrölt með aðeins eitt hjól undir bílnum. En þeir sem sáu til skemmtiskáldsins á fjörugasta skeiði þess, sem var mjög langt, efast ekki al- gjörlega um að druslan hafi ekki skrölt á einu hjóli með Ómar undir stýri. Hann flaug jú einn inn í eld- gos á vél sem bundin var saman með spottum og tók um leið fantaleg myndskeið af öllu saman. Líkur stóðu gegn því að hann kæmi lifandi úr leiðangr- inum, en þegar stórbrotin afurðin sást á skjánum um kvöldið varð ljóst að Ómar hefði haft betur. „Djöfsi vill hann ekki,“ stundu áhorfendur, „því þar eru eymd og leiðindi ein á dagskrá.“ Og í para- dísarsælu himnanna vissu allir að hæpið væri að fara með flím innan um hvítskúraða engla, sem ekki vissu hvaðan á sig stæði veðrið enda þar samfelldar sól- skinsstillur. Bretar eiga betra skilið Pólitíska veðrið hjá nágrönnum okkar Bretum er annarrar gerðar. Brexit stjórnar því. Nú síðast sagði Theresa May á almennum fundi að yrði hennar út- gönguáætlun ekki samþykkt í þinginu mundi eitt af þrennu gerast: Að brexit yrði frestað um skamma hríð, að því yrði frestað um mun lengri tíma eða að það yrði ekkert brexit. Það furðulega er að sú áætl- un sem hún telur enn að sé forsenda þess að allt fari ekki illa var felld með svo miklum yfirburðum að annað eins hefur ekki sést þegar tillaga frá forsætis- ráðherra á í hlut. Frú May hafði í næstum tvö ár svarað spurningum um útgöngu á sama veg: Brexit þýðir brexit. Þetta svar rispaðrar plötu fór í fínustu taugar flestra en þeir héldu heilsu með því að sann- færa sig um að forsætisráðherrann teldi óþarft að ætla neitt annað en að Bretar hyrfu á brott úr þessu misheppnaða sambandi eins og þjóðaratkvæðið stæði til. En hinir nýju spádómar, og þó miklu fremur ógeð- felldu hótanir, segja allt annað. Fyrir utan brexit- endurtekninguna hafði frú May sagt oftar en nokkur man að Bretar mundu fara úr ESB 29. mars og um það þyrfti þó enginn að efast. Nú er sá dagur orðinn að einum af þessum 365 dögum almanaksins sem sést ekki fyrir hinum. En með yfirnáttúrulegum kúnstum hefur henni tekist að snúast þrjá hringi um sjálfa sig og ná loks í þriðju umferð að bíta í skottið á sjálfri sér og ríg- halda í bitið. May kveinar sér þó ekki því hún virðist ekki enn þá alveg viss um að það sé örugglega henn- ar eigið skott sem hún hafi náð að bíta í. Þegar ein- hver sem hún treystir, og sá er vandfundinn, mun loks segja henni hvernig komið sé mun veinið vafa- laust heyrast um víða veröld. Corbyn fæst við brexit og gyðingahatur Í öllu umrótinu virðist helsti stjórnarandstöðuflokk- ur landsins ekki alveg vita hvar hann er staddur í þessu stóra máli. Hann, eins og systurflokkurinn, demókratar vestra, er upp fyrir höfuð í vandamálum með gyðingahatarana innan flokks hjá sér, og virðist ófær um að afgreiða það svo að lágmarks sómi sé að. Það er ömurlegt að verða þessa var. Gyðingahatur fer vaxandi í Evrópu. Jafnvel gætir þess í vaxandi mæli innan stjórnmálaflokka í álfunni. Þar taka menn opinskátt svari þjóða sem fyrirlíta lýðræð- islega skipan fram yfir eina lýðræðisríkið á svæðinu. Í því ríki verður forsætisráðherrann að sæta því að sæta ákærum sjálfstæðs saksóknara örskömmu fyrir kosningar. Slíkt væri óhugsandi í ríkjunum í kring. Ekki bara óhugsandi enda myndi sá saksóknari verða höggvinn með sverði á næsta torgi eftir lokað réttarhald. Bandarísk þingkona úr hópi demókrata þótti fara ítrekað með hatursboðskap gegn gyðingum. Hún spurði á móti: Er það gyðingahatur að gagnrýna Ísr- ael. Það er auðvitað ekki þar með sagt. En þingkon- an hafði gengið miklu lengra en það í sínu tali. Og hitt má vera augljóst að sé gagnrýni á Ísrael aug- ljóslega byggð á hatri á gyðingdómnum en ekki ein- stökum efnislegum atriðum þá flokkast sú gagnrýni undir gyðingahatur og hatursáróður. Að flétta málefnum Ísraelsríkis inn í hatursvefinn gefur því tali ekki lögmæti. Sumir telja það réttlæta árásir á Ísrael og tilveru þess að þjóðin hafi tekið sér land undir ríki sitt sem hún hafi ekki átt tilkall til. Þetta síðasta er vafasamt svo ekki sé meira sagt. Það gerðist nær strax eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari þegar að hörmung- arnar í útrýmingarbúðunum blöstu við öllum. Þá sagði hinn frjálsi heimur einni röddu: „Aldrei aftur.“ Undirbúningur að stofnun Ísraelsríkis var með vit- und og vilja þeirra þjóðríkja sem fóru með völdin í heiminum þá og var enda staðfest af S.þ. skömmu síðar. Útrýming tók lítinn tíma þá, engan nú Það tók Hitler og nóta hans aðeins örfá ár að láta myrða og „eyða“ 6 milljónum gyðinga. Íran með kjarnorkusprengjur sínar og óbreytta stjórn og stefnu ofstækismanna í einræðisríki þar sem þeir fara með öll völd þurfa ekki nema einn dag til að út- rýma 7 milljónum gyðinga nú. Samningur Obama forseta um að gerð yrði sátt Skröltir það? ’ Það er bölvað að horfa upp á hverja stórþjóð ESB af annarri breytast í þurfalinga. Það er svo mikill óþarfi og það ersíst af öllu fagnaðarefni fyrir neinn. Ekki heldur okkur. Reykjavíkurbréf08.03.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.