Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Qupperneq 19
HönnunarMars fer fram íellefta sinn dagana 28.-31. mars 2019.
HönnunarMars er einskonar
uppskeruhátíð íslenskrar hönn-
unar þar sem hönnun er kynnt
sem atvinnugrein sem byggist á
traustum grunni og gegnir veiga-
miklu hlutverki í samtímanum, að
því er segir um viðburðinn á vefn-
um honnunarmars.is.
Hugmyndin er að Hönnunar-
Mars sameini allar greinar hönn-
unar; fatahönnun, arkitektúr, hús-
gagna- og innanhússhönnun,
grafíska hönnun og vöruhönnun.
Viðburðir hátíðarinnar eru
skipulagðir ýmist af íslenskum
hönnuðum og arkitektum, fyr-
irtækjum eða stofnunum, en þátt-
takendur hátíðarinnar eru um 400
ár hvert.
Álfrún Pálsdóttir, kynningar-
stjóri Hönnunarmiðstöðvar, segir
hátíðina hafa vaxið og dafnað jafnt
og þétt á síðastliðnum áratug.
„Þessi hátíð endurspeglar þá
miklu grósku sem er í hönnunar-
heiminum. Í fyrra var afmælisár
en núna ákváðum við að fylgja há-
tíðinni inn í nýjan áratug með
nýju einkenni. Í lok síðasta árs
leitaði Hönnunarmiðstöð til nokk-
urra öflugra hönnuða og hönn-
unarteyma um hönnun og þróun á
nýju einkenni og kynningarefni
fyrir hátíðina. Þau Arnar Freyr
Guðmundsson og Birna Geirfinns-
dóttir hjá StudioStudio urðu fyrir
valinu. Þetta eru mjög flottir
hönnuðir og gerðu meðal annars
margrómaða bókarkápu á nýjustu
bók Hallgríms Helgasonar svo
eitthvað sé nefnt.“
Nýverið tók Ástþór Helgason
við sem stjórnandi HönnunarMars
og hátíðin í ár verður sú fyrsta
undir hans stjórn.
Hátt í 100 viðburðir verða á
HönnunarMars í ár sem eru allir
opnir almenningi. Ekki þarf að
greiða fyrir aðgang að viðburð-
unum.
Eina undantekningin á því er
ráðstefnudagurinn DesignTalks
sem fer fram 28. mars og er hugs-
aður fyrir fagfólk jafnt sem
áhugafólk um hönnun. Hægt er að
kaupa sér miða á viðburðinn á
harpa.is eða tix.is.
„DesignTalks 2019 leggur til að
„eina leiðin sé upp!“ og varpar
ljósi á hlutverk og áhrifamátt
hönnunar á tímum stórfelldra
breytinga í heiminum. Fyrirles-
arar dagsins veita innblástur með
sögum sínum, viðhorfi og ævi-
starfi.“
HönnunarMars hefur jafnan
verið vel sótt hátíð og segir Álfrún
að nærri láti að 10% þjóðarinnar
sæki hátíðina með einum eða öðr-
um hætti. „Þetta tekur í raun yfir
borgina þessa daga sem hátíðin
stendur yfir og allir ættu að finna
eitthvað áhugavert við sitt hæfi.“.
Útlit HönnunarMars var endurnýjað og eiga hönnuðirnir Arnar Freyr Guð-
mundsson og Birna Geirfinnsdóttir hjá StudioStudio heiðurinn af nýju útliti.
Nýtt útlit fyrir nýjan
áratug HönnunarMars
Margt fólk sótti Hönnunarmars 2018. Hátíðin er nú haldin í ellefta sinn og dagskráin er fjölbreytt sem fyrr. Hátt í eitt-
hundrað viðburðir verða í Reykjavík dagana 28.-31.mars á vegum Hönnunarsmars.
Morgunblaðið/Eggert
10.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Ég verð að geta
unnið og lifað.
Laus við verki.
Fyrir góða líðan
nota ég Gold,
Active og gelið.
Erna Geirlaug Árnadóttir – innanhússarkitekt