Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Side 20
Aðalréttur fyrir 4 800 g nautalund 4 msk. púðursykur 1 msk. engiferduft 1 msk. reykt paprikukrydd 1 tsk. chili-flögur 1 msk. svartur pipar 2 msk. gott sjávarsalt Skerið nautalund í fjórar steikur og þerrið kjötið. Blandið saman púðursykrinum og kryddunum í skál. Nuddið kryddið vel inn í kjöt- ið og leyfið því að bíða í 20 mín- útur við stofuhita. Þannig ná kryddin að fara inn í kjötið og kjötið nær stofuhita sem er nauð- synlegt áður en það er eldað. Hit- ið grill alveg í botn. Penslið svo kjötið með olíu og grillið í tvær mínútur á hvorri hlið. Takið kjötið af og hvílið á disk undir álpappír í 4 mín. Grillið aftur kjötið í tvær mínútur á hvorri hlið og hvílið aft- ur. Endurtakið í þriðja skiptið og hvílið kjötið alveg í 10 mínútur áð- ur en þið skerið það í þunnar sneiðar. MISÓMARINERAÐ BROKKOLÍ 2 hausar brokkolí 4 msk. misómauk 4 msk. mirin 4 msk. sykur 2 msk. sesamfræ salt Setjið mirin í pott með sykri. Náið upp suðu og slökkvið undir. Hrær- ið misómaukinu út í og blandið vel saman. Skerið brokkolíið í bita og sjóðið það í söltu vatni í fimm mínútur. Þerrið það og veltið því upp úr misómarineringunni og se- samfræjunum. Kryddið með salti. Krydduð nautalund með misómarineruðu brokkolí 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2019 LÍFSSTÍLL Þetta er fyrsti veitingastaðurinn minn og hann hefur gengið mjög vel, envið erum tvö sem eigum hann. Við byrjuðum með mjög asísk brögð enfærðum okkur svo út í íslenskan mat í bland við asískan. En við höfum alltaf haldið sushi á matseðlinum,“ segir meistarakokkurinn Hrefna Rósa Sætran. „Við eigum marga fastakúnna og það eru margir Íslendingar sem segja Fiskmarkaðinn sinn uppáhaldsstað,“ segir hún en Hrefna á og rekur einnig Grillmarkaðinn. Hún þurfti nýlega að loka nýjasta staðnum sínum, Skel- fiskmarkaðinum, og beinir nú kröftum sínum í að þróa nýja rétti og reka hina staðina tvo. „Það gekk ekki að hafa opið en við erum enn að skoða ýmsa möguleika,“ segir Hrefna. Nóg að gera á kvöldin Hrefna segir landslagið í bransanum hafa breyst mikið á þessum tólf árum síðan hún opnaði þennan fyrsta stað sinn. „Árið 2007 var ekki eins mikið af ferðamönnum og fólk fór ekki jafn mikið út að borða og nú. Þannig að við höf- um vaxið mikið síðan og þurft að breyta ýmsu; m.a. breyta eldhúsinu og stækka við okkur.“ Hrefna segir fullt út úr dyrum öll kvöld en lokað er í hádeginu. „Við vorum á tímabili með sushi-hádegi sem var mjög vinsælt en síðustu tvö ár höfum við aðeins haft opið á kvöldin, og við erum núna að gera það sama á Grillmark- aðinum.“ Japan var eins og heima Hrefna leggur mikla áherslu á japanska matargerð á Fiskmarkaðinum og hefur sushiið gjarnan verið valið besta sushiið í bænum af Reykjavík Grape- vine. Hrefna segist sjálf ekki fá leiða á sushi. „Ég elska sushi. Ég er mjög hrifin af Japan eftir að ég fór þangað í fyrra en við gerðum þar sjónvarpsþætti. Mér leið þar eins og ég væri heima. Þarna var allt í minni stærð, en ég er frekar lágvaxin,“ segir hún og hlær. „Ég hef alltaf notað brögð og svipuð hráefni og Japanir; ég veit ekki af hverju. Þegar ég hugsa um mat tengist það alltaf inn á brögð frá Japan,“ seg- ir hún og segir sushi alltaf standa fyrir sínu. „Vinsælast er að fara í níu rétta matseðil. En fyrir þá sem vilja ekki níu rétti höfum við búið til sushi-smakkseðil og þar er blandað sushi með temp- ura-rækjum og nautakjöti. Mjög góð blanda til að deila með borðinu, alveg heil máltíð,“ segir hún og bætir við: „Það er mjög spennandi kostur.“ Morgunblaðið/Ásdís Asísk brögð í Aðalstræti Fiskmarkaðurinn í Að- alstræti hefur verið starfræktur í 12 ár og á sér marga fastakúnna en auk þess eru ferðamenn hrifnir af íslenska fisk- inum sem er gjarnan undir asískum áhrifum. Fiskmarkaðurinn í Aðalstræti hefur boðið upp á kræsingar hafsins síðan 2007. Hrefna Rósa Sætran býður nú upp á nýjan sushi-matseðil og segir japönsk brögð ætíð heilla. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.isHrefna Rósa Sætran segist elska sushi. Ljósmynd/Björn Árnason DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.