Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Side 29
nokkuð niður fyrir sig í aldri í 90210, eins og flestir kölluðu þætt- ina; var 24 ára og farið að örla á kollvikum þegar Dylan átti enn að vera á menntaskólaaldri. En það gerði hann bara dularfyllri og áhugaverðari í augum aðdáenda. Það má því segja að ferill Perrys hafi hafist á sama aldri og honum lauk hjá Dean, en sá síðarnefndi var aðeins 24 ára þegar hann beið bana í bílslysi. Í heilan áratug hverfðist líf Per- rys um Dylan McKay, en þætt- irnir gengu fyrst frá 1990 til 1995 og svo aftur frá 1998 til 2000, og enda þótt hann hafi leikið fjölmörg önnur hlutverk um dagana, nú síð- ast í hinum vinsælu þáttum River- dale, vissi hann ugglaust alltaf að hans yrði fyrst og síðast minnst fyrir þá rullu. Og mögulega syrgja nú fleiri Dylan McKay en Luke Perry, eins hart og ósanngjarnt og það kann að hljóma. Í nýju Tarantino-myndinni Í framhaldi af 90210 fékk Perry hlutverk í nokkrum kvikmyndum sem munað er eftir; til dæmis Buffy the Vampire Slayer og 8 Se- conds. Minna hefur þó farið fyrir honum á hvíta tjaldinu í seinni tíð, en í sumar fer hann þó með hlut- verk í nýjustu kvikmynd Quentins Tarantinos, Once Upon a Time in Hollywood. Leikur þar sjónvarps- leikarann Wayne Maunder, en sem kunnugt er fjallar myndin um Manson-morðin alræmdu sumarið 1969, þar sem leikkonan Sharon Tate og fleiri féllu fyrir hendi handbenda költleiðtogans Charles Mansons. Sjálfur lést Maunder fyrr á þessum vetri. Hver veit nema það verði eins með Perry og Dean – að hann vinni stærsta leiksigur sinn eftir dauðann. Dean var sem kunnugt er látinn þegar bæði Rebel Witho- ut a Cause og Giant voru frum- sýndar. Samstarfsmenn Perrys og vinir hafa minnst hans með hlýju undanfarna daga. Þannig tísti meðleikari hans um 90210, Ian Zi- ering: „Kæri Luke. Ég mun að ei- lífu orna mér við yndislegar minn- ingar sem við deildum undanfarna þrjá áratugi. Megi ferðalag þitt fram veginn verða baðað ljóma stórbrotinni sála sem á undan þér eru gengnar, líkt og þú hefur gert hér, fyrir þá sem þú nú skilur eft- ir.“ Eða eins og mætti orða það: Guð minn, Luke upp gleðihliðum! Blessuð sé minning Luke Perry. Myndin er tekin fyrir réttu ári. AFP 10.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 KVIKMYNDIR Nýja Captain Marvel- myndin heldur manni við efnið en samt vantar eitthvað upp á heildaráferðina. Þetta er niðurstaða kvikmyndagagnrýn- anda breska blaðsins The Guardian sem gefur myndinni þrjár stjörnur af fimm mögulegum. Gagnrýnandinn ber þó lof á aðalleikkonuna, Brie Larson, sem sé í banastuði í myndinni. Líkamstjáning henn- ar og fas sæmi ekta ofurhetju. „Hlutverk hennar hefði þó mátt vera meira afgerandi og hún að ósekju mátt fá einhverjar af fyndnustu línunum í handritinu, auk þess að berjast meira,“ segir í umsögninni. Larson ekta ofurhetja Brie Larson er sögð mjög góð í Captain Marvel-myndinni. BÓKSALA 27. FEB. - 5. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 BlóðhefndAngela Marsons 2 Húðflúrarinn í AuschwitzHeather Morris 3 KvikaÞóra Hjörleifsdóttir 4 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason 5 Hin ósýnileguRoy Jacobsen 6 Þar sem ekkert ógnar þérSimone van der Vlugt 7 FyrirmyndarmóðirAimee Molloy 8 Lífið í lit – Helgi Magnússon Björn Jón Bragason 9 Dóttir MýrarkóngsinsKaren Dionne 10 Barnið sem hrópaði í hljóðiJónína Leósdóttir 1 Krókódíllinn sem þoldi ekki vatn Gemma Merino 2 MatthildurRoald Dahl 3 Hulduheimar 5 – töfrafjalliðRosie Banks 4 Hulduheimar 6 – gliturströnd Rosie Banks 5 Risasyrpa – sögur úr Andabæ Walt Disney 6 Litli prinsinnAntoine de Saint-Exupéry 7 Geitungurinn 1 Árni Árnason / Halldór Baldursson 8 Dagsferð DepilsEric Hill 9 Límmiðafjör: dýr – með litabók 10 StormskerBirkir Blær Ingólfsson Allar bækur Barnabækur Bókin sem er búin að vera á nátt- borðinu mínu hvað lengst er Ferð höfundarins eftir Joseph Camp- bell í íslenskri út- gáfu. Hún fjallar um hvernig maður á að byggja upp kvik- myndahandrit og segja sögu. Þetta er ómetanlegt kennslurit að lesa þar sem farið er í gegnum alla þætti í söguuppbygg- ingu og kennir manni beinlínis að skilja betur grunnþættina um hvernig kvikmyndahandrit á að vera. Ég skrifa svo kvikmynda- handritin síðar. Önnur bókin sem ég las í einu vetfangi heitir 10 ráð til betra og lengra lífs eftir Bertil Mark- lund. Ég er mikil áhugamanneskja um heilsu eftir gerð þáttanna Lif- um lengur og þessi bók gefur manni einföld og raunhæf ráð til að breyta lífsstíl sínum og slæm- um venjum til hins betra. Allt frá mataræði, hreyfingu, svefni, hvíld og hvernig við getum haft áhrif á félagslíf okkar og styrkt fjölskyldu- og vinatengslin með því að breyta örlítið áherslunum. Því það er heilsufarsmál að hlúa að fé- lagslegum tengslum og maður þarf að leggja aðeins á sig til að sinna þeim. Það kemur svo marg- falt til baka í and- legri vellíðan. Síðasta bókin sem ég hef ekki get- að lagt frá mér heit- ir Milk & Honey og er ljóðabók eftir Rupi Kaur sem er kanadísk kona á þrítugsaldri af indverskum uppruna. Ég legg það ekki í vana minn að lesa ljóð en þessi bók hittir mig svo innilega í hjartastað. ÉG ER AÐ LESA Heilsa og handritagerð Helga Arnar- dóttir er fjöl- miðlakona og höf- undur þáttanna Lifum lengur í Sjónvarpi Símans. Bókin Girl, Stop Apologizing: A Shame-Free Plan for Embracing and Achieving Your Goals eftir Rachel Hollis hefur hlotið góðar viðtökur. Hollis vill með bók- inni hvetja konur til að hætta að skilgreina sjálfar sig út frá ótta við það hvað öðrum finnst. Í vandlega myndskreytti bók sem ber heitið Áfram konur! – 150 ára bar- átta fyrir frelsi, jafnrétti og systralagi segja rithöfundurinn Marta Breen og teiknarinn Jenny Jordahl sögu kvennabaráttu um heim allan. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. Lífið í lit er endurminningabók Helga Magnússonar og í henni er lýst miklum átökum í íslensku viðskipta- lífi. Björn Jón Bragason skráir. ÁHUGAVERÐAR BÆKUR Drykkjarkrukkur Ávaxtasýróp 4L krukka - Verð 5.600 kr. 8,5L krukka - Verð 6.900 kr. Mangó, ylliberja eða bláberja Verð 1.450 kr. Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Tilvalið fyrir veisluna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.