Morgunblaðið - 02.04.2019, Side 1

Morgunblaðið - 02.04.2019, Side 1
Morgunblaðið/Eggert Á Lækjartorgi Fjölgun ferðamanna hefur skapað mikla eftirspurn. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tuttugu og þrjú áberandi fyrirtæki í ferðaþjónustu skulduðu samtals um 80 milljarða króna í árslok 2017. Þar af skulduðu fimm bílaleigur um 30 milljarða. Skuldirnar kunna að hafa aukist en ársreikningar félaganna fyrir 2018 hafa ekki verið birtir. Umfang ferðaþjónustunnar hefur margfaldast á þessum áratug. Til að anna stóraukinni eftirspurn hafa fyrirtækin margfaldað framboðið. Sú fjárfesting kallaði á lántökur. Vilborg Helga Júlíusdóttir, hag- fræðingur hjá Samtökum ferðaþjón- ustunnar, segir ljóst að spá samtak- anna um 5% vöxt ferðaþjónustu í ár sé úr myndinni með falli WOW air. Hún bendir aðspurð á að útlit sé fyrir að árið 2018 hafi verið lakara rekstrarár en árið 2017. Uppsagnir í greininni séu óhjákvæmilegar. Greiningin ekki lengur í gildi „Upplýsingar um afkomuþróun á árinu 2018 liggja ekki fyrir en í októ- ber sl. kynnti endurskoðunarstofan KPMG greiningu sem hún gerði fyrir Ferðamálastofu. Þar kom fram að afkoma myndi sennilega batna í rekstri gististaða á höfuðborgar- svæðinu á árinu 2018 en versna úti á landi. Það er hætta á að þessi grein- ing sé ekki lengur í gildi eftir gjald- þrot WOW air,“ segir Vilborg Helga. Við þessa samantekt er ekki horft til eignastöðu félaganna. Misjafnt er hvernig eignirnar eru bókfærðar. Þá eiga t.d. sumar hótelkeðjurnar hluta hótelanna sem eru í þeirra rekstri. Íslandshótel skuldaði þeirra mest eða um 22,6 milljarða en skv. árs- reikningi 2017 voru eignir 37,8 ma. Höldur, eða Bílaleiga Akureyrar, var skuldsettasta bílaleigan en hún var með 13 milljarða í eignir en skuldaði á móti 12,74 milljarða. Kynnisferðir voru með 9,2 millj- arða í eignir en skulduðu 8 ma. »11 Þau stærstu skulda 80 milljarða  Mörg helstu fyrirtæki ferðaþjónustunnar hafa fjármagnað vöxtinn með lánum  Hagfræðingur SAF segir uppsagnir óhjákvæmilegar í ferðaþjónustu á árinu Þ R I Ð J U D A G U R 2. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  78. tölublað  107. árgangur  ÁSTÆÐA TIL ÞESS AÐ HLUSTA Á UNGA FÓLKIÐ GUGUSAR Í ÚRSLIT KOLBEINN KÁTUR HJÁ AIK OG BÝR SIG UNDIR AÐ SPILA MÚSÍKTILRAUNIR 30,33 KNATTSPYRNA ÍÞRÓTTIRGUNNAR HERSVEINN 12 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samningar virtust vera að nást í gærkvöldi á milli Samtaka atvinnu- lífsins (SA) og samflots sex stétt- arfélaga undir forystu Eflingar og VR. Búist var við að þeir yrðu kynntir í samninganefndum félag- anna í dag og tillögur um aðkomu stjórnvalda lagðar fyrir ríkisstjórn. Efling og VR aflýstu í gærkvöldi boðuðum verkföllum hjá tilteknum hótelum og hópferðafyrirtækjum. Verkfalli bílstjóra hjá Almennings- vögnum Kynnisferða sem aka á hluta leiða Strætó hefur ekki verið aflýst en starfsmenn þar munu funda með forsvarsmönnum fyrir- tækisins árdegis í dag. Samningafundir sem hófust klukkan 9.30 í gærmorgun stóðu enn seint í gærkvöldi þegar Morgun- blaðið fór í prentun undir miðnætti. Undir stjórnvöldum komið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var bjartsýnn á að niðurstaða næðist í viðræðunum við SA í gær- kvöldi. Sú vinna yrði borin undir samninganefndir félaganna í dag. Segir Ragnar að verið sé að setja saman pakka sem snúi að mörgum þáttum, meðal annars aðkomu stjórnvalda. Bjóst hann fastlega við því að hann yrði lagður fyrir rík- isstjórn í dag. „Ég er hóflega bjartsýnn á að við náum saman með stjórnvöldum. Ég get ekki lagt mat á það. Það er al- gerlega undir þeim komið hvert framhaldið verður,“ segir Ragnar Þór. Ekki fengust neinar upplýsingar um stöðu mála hjá talsmanni Sam- taka atvinnulífsins. Halldór Benja- mín Þorbergsson framkvæmdastjóri sagðist vera í fjölmiðlabanni. Verkföllum aflýst Morgunblaðið/Hari Kvöldfundur Fjölmiðlum var meinaður aðgangur að Karphúsinu í gærkvöldi. Fundað var fram á nótt.  Reiknað var með að afrakstur næturinnar í Karphúsinu yrði kynntur samninga- nefndum í dag  Tillögur um aðkomu stjórnvalda verða lagðar fyrir ríkisstjórn Seðlabanki Íslands seldi erlendan gjaldeyri fyrir um tvo milljarða í síð- ustu viku til að verja íslensku krón- una falli. Á þriðjudaginn seldi bank- inn gjaldeyri fyrir að jafnvirði 1,2 milljarða króna og á fimmtudag fyr- ir um 828 milljónir. Fyrra inngripið er talið tengjast útflæði aflands- króna. Síðara inngripið kom í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins WOW air sem féll um morguninn. Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, eru þessi inngrip í takti við stefnu pen- ingastefnunefndar Seðlabankans sem ítrekað hefur sagst hafa þann vilja og þau tæki til að halda verð- bólgu við markmið til lengri tíma. Krónan veiktist nokkuð en inngripin dugðu til að róa markaðinn. »16 Morgunblaðið/Golli Gjaldeyrir Seðlabankinn beitti stjórntækjum sínum á markaði. Tveggja milljarða inngrip  Raftækjaúr- gangur á hvern íbúa er meiri hér á landi en að meðaltali í Evr- ópuríkjum. Þetta sýna nýjar tölur frá Eurostat, Hagstofu Evr- ópu. Tölurnar benda til þess að raftækja- úrgangur í Evrópu hafi aukist um 25% á árunum 2011 til 2016. Meira en helmingur af þessum úrgangi er stór heimilistæki. Tölvur og símar eru um 15% úrgangsins. Mestur er raftækjaúrgangur í Svíþjóð, 16,5 kg á hvern íbúa. Minnstur er hann í Rúmeníu, 1,6 kg á íbúa. Hér á landi var hann 3.925 tonn árið 2016, en það gera 11,7 kg á hvern íbúa. 6 Raftækjaúrgangur nær 12 kg á íbúa Miklu er hent af raf- tækjum hér á landi.  Sala á fólksbílum hér á landi dróst saman um 41% í marsmánuði, frá því sem var í sama mánuði í fyrra. Í nýliðnum mars seldust 1.079 bílar, en 1.833 bílar í mars 2018. Séu fyrstu þrír mánuðir ársins teknir saman þá nam bílasalan 2.721 bíl en í fyrra seldust 4.615 bílar. Það er einnig samdráttur um 41%, líkt og í mars, skv. nýjum töl- um frá Bílgreinasambandinu. »16 41% samdráttur í bílasölu á árinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.