Morgunblaðið - 02.04.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 02.04.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Veður víða um heim 1.4., kl. 18.00 Reykjavík -1 snjókoma Hólar í Dýrafirði -2 skýjað Akureyri 3 léttskýjað Egilsstaðir 3 léttskýjað Vatnsskarðshólar 0 léttskýjað Nuuk -3 skýjað Þórshöfn 4 súld Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 5 heiðskírt Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 16 heiðskírt Dublin 10 skýjað Glasgow 6 rigning London 13 heiðskírt París 20 heiðskírt Amsterdam 13 heiðskírt Hamborg 10 heiðskírt Berlín 11 heiðskírt Vín 14 heiðskírt Moskva 2 snjóél Algarve 17 léttskýjað Madríd 10 skýjað Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 18 heiðskírt Aþena 16 léttskýjað Winnipeg 1 skýjað Montreal -2 léttskýjað New York 4 léttskýjað Chicago 4 skýjað Orlando 20 skýjað  2. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:43 20:21 ÍSAFJÖRÐUR 6:43 20:30 SIGLUFJÖRÐUR 6:26 20:14 DJÚPIVOGUR 6:11 19:52 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á miðvikudag Gengur í sunnan 10-18 m/s með rigningu eða slyddu, en hægari og þurrt norðaustan- og austanlands. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 6 stig síðdeg- is, mildast með suðurströndinni, en vægt frost A-til. Lægir síðdegis, bjartviðri S- og V-til, en styttir upp annars staðar og kólnar. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Fjölmiðlar hafa sagt frá þessu og flestir farþegarnir eru meðvitaðir um breytingar á áætlun,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upp- lýsingafulltrúi Strætó. Í gær var fyrsti dagur verkfalla Eflingar stéttarfélags hjá bílstjórum Al- menningsvagna Kynnisferða sem aka sem verktakar á tíu leiðum Strætó. Tvö verkföll eru á mestu anna- tímum virka daga á meðan ekki hefur verið samið. Verkfallið stend- ur yfir í tvo tíma á morgnana og aðra tvo tíma síðdegis. Til þess að farþegarnir komist leiðar sinnar er miðað við að vagnarnir stoppi á endastöð eða stórri biðstöð. Því fer meiri tími til spillis en nemur verk- fallinu og áætlar Guðmundur að klukkustund bætist við verkfalls- tímann þannig að truflun er á akstri í um það bil fimm tíma á dag. Rúmlega 300 ferðir falla út og segir Guðmundur að það skerði leiðakerfi Strætó mikið, á meðan á því stendur. Þannig skerðist þjón- usta við stór hverfi, til dæmis íbúða- hverfin við Sæbraut. helgi@mbl.is Fyrsti dagur verkfalls bílstjóra hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á mestu annatímum dagsins var í gær 300 ferðir féllu niður hjá Strætó Morgunblaðið/Hari Guðni Einarsson gudni@mbl.is Markmið með sameiningu sýslu- mannsembætta hafa ekki náðst nema að litlum hluta, að mati Rík- isendurskoðunar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu til Alþingis, Sýslu- menn – samanburður milli embætta. Sýslumannsembættum var fækk- að úr 24 í níu 1. janúar 2015. Um leið var löggæsla að fullu aðskilin frá þeim og ný lögregluembætti stofnuð. Markmiðið með sameiningu sýslu- mannsembætta var að efla þau og gera að miðstöð stjórnsýslu ríkisins í héraði. Þá átti breytingin að leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri. Ríkisendurskoðun segir að ekki hafi tekist að efla stjórnsýslu sýslu- manna með auknum verkefnum. Væntingar um slíkt virðist varla hafa verið raunhæfar. Reksturinn hefur einnig verið undir markmiðum. „Auka mætti hagkvæmni með meiri samvinnu og samlegð í rekstri. Til dæmis með samvinnu um sértæk verkefni, frekari sameiningum eða með því að fella alla sýslumenn undir eitt embætti. Þá munu rafrænar þinglýsingar og aukin rafræn þjón- usta hafa í för með sér hagræðingu til lengri tíma litið þótt gera megi ráð fyrir kostnaði í upphafi. Með þessum breytingum mun starfsmönnum sýslumannsembætta fækka frá því sem nú er og gæti umhverfi til frek- ari sameininga embætta skapast í nánustu framtíð,“ segir í skýrslunni. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að sýslumenn haldi hvorki verkbókhald með formlegum hætti né fylgist markvisst með málshraða. Því sé ekki hægt að mæla skilvirkni emb- ættanna með fullnægjandi hætti. Erfitt er að bera embættin saman vegna ólíkrar skráningar mála og verklags embættanna. Mikilvægt sé að auka samræmi milli þeirra. Rúmlega helmingur starfsfólks sýslumanna er með háskólapróf. Um fjórðungur þeirra starfar við stoð- þjónustu. Meirihluti starfsfólks embættanna er konur en sex sýslu- menn eru karlar og þrír konur. Starfsmannavelta hjá embættunum er lítil og meðalaldur starfsmanna nokkuð hár. Rekstur nýju sýslumannsembætt- anna hefur ekki verið í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarár þeirra. Ríkisendurskoðun segir að ekki hafi nógu vel verið staðið að fjárhagslegum undirbúningi breyt- inganna. Gerðar eru tillögur til úrbóta í fjórum liðum, sjá hnotskurn með fréttinni. Meðal annars segir Ríkis- endurskoðun vera mikilvægt að kanna kosti aukinnar samvinnu og/ eða frekari sameininga embætt- anna.“ Markmið hafa náðst að litlum hluta Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sýslumenn Sýslumannsembættunum var fækkað úr 24 í 9 í ársbyrjun 2015.  Ríkisendurskoðun skoðar árangur af sameiningu sýslumannsembættanna  Rekstur þeirra hefur verið undir markmiðum  Ekki var nógu vel staðið að fjárhagslegum undirbúningi breytinganna Tillögur til úrbóta » Bæta þarf málshraða og verkbókhald sýslumannsemb- ættanna. » Auka þarf rafræna stjórn- sýslu sýslumanna en nú er hægt að þinglýsa skjali raf- rænt. » Bæta þarf starfskerfi sýslu- manna, skilgreina verkefni og forgangsraða. » Skilgreina þarf hlutverk og þjónustustig svo tryggja megi rétta fjármögnun embætta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.