Morgunblaðið - 02.04.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
um samningum og flytja því um 80%
raftækjaúrgangs síns til þróunar-
landanna. Fyrirtækin sleppa við að
greiða kostnað við förgun og hættan
sem fylgir tækjunum flyst úr landi.
Giskað er á að um 50 milljónum
tonna af raftækjum sé hent á hverju
ári. Þessi úrgangur geymir ýmis
hættuleg efni, svo sem blý og arsen-
ik sem berst auðveldlega í loft, vatn
og jarðveg. Stafar af því mikil um-
hverfisógn.
hagskreppuna 2008-2009. Raftækja-
úrgangur er sá flokkur sorps sem
hraðast eykst í heiminum eða fimm
sinnum hraðar en nokkur annar úr-
gangsflokkur, þar með talinn iðn-
aðarúrgangur. Samkvæmt tilskipun
Evrópusambandsins um meðferð
raftækjaúrgangs og Basel-samnings
Sameinuðu þjóðanna má ekki flytja
hættulegan úrgang til þróunarlanda
til endurvinnslu eða förgunar.
Bandaríkin eru ekki aðilar að þess-
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Nýjar tölur frá Eurostat, Hagstofu
Evrópu, benda til þess að raftæk-
jaúrgangur í álfunni hafi aukist um
25% á árunum 2011 til 2016.
Mjög er mismunandi eftir löndum
hve miklum fjölda raf- og raf-
eindatækja er skilað til endur-
vinnslu- og förgunarstöðva. Tölur
sem byggjast á fjölda kg á hvern
íbúa í löndum Evrópusambandsins,
sýna að raftækjaúrgangur er mestur
í Svíþjóð, 16,5 kg á íbúa, og minnstur
í Rúmeníu 1,6 kg á íbúa. Meðaltalið í
löndum ESB er 8,9 kg. Þegar EES-
löndin eru tekin með reynist raftæk-
jaúrgangur hvergi meiri en í Noregi,
19,6 kg á íbúa. Hér á landi var hann
samkvæmt þessum tölum 3.925 tonn
árið 2016, en það gera 11,7 kg á
hvern íbúa. Það er langt yfir með-
altali í Evrópulöndum.
Stór heimilistæki áberandi
Í frétt um málið á vef Eurostat
kemur fram að meira en helmingur
(55,6 %) af raftækjaúrganginum á
ofannefndu tímabili voru stór heim-
ilistæki. Tölvur og símar voru um
15% úrgangsins.
Á hverju ári kemur gífurlegt
magn raftækja á markað. Árið 2016
komu 10,1 milljón tonn af slíkum
tækjum og búnaði á markaðinn í
Evrópulöndunum. Stöðug aukning
hefur verið frá 2014, en talsverður
samdráttur varð fyrst eftir efna-
Raftækjaúrgangur
eykst verulega
Meiri hér á landi á hvern íbúa en að meðaltali í Evrópu
Morgunblaðið/Eggert
Raftæki Hér á landi er mikill raftækjaúrgangur. Greitt er sérstakt úr-
vinnslugjald vegna endurvinnslu og förgunar tækjanna.
Raftækjaúrgangur í Evrópu 2016
19,6
16,5
14,8
13,9
12,4
11,7 11,3 11,0 10,8 10,8 10,6
9,8 9,7 9,5 9,3 9,1 8,9 8,7 8,6
6,8
6,1 6,1 6,0 5,9 5,4 5,2 5,0 4,5
3,6
2,9 2,5
1,6
N
or
eg
ur
Sv
íþ
jó
ð
B
re
tla
nd
Li
ec
ht
en
st
ei
n
D
an
m
ör
k
Ís
la
nd
B
el
gí
a
Fi
nn
la
nd
Ír
la
nd
Fr
ak
kl
an
d
Lú
xe
m
bo
rg
Ei
st
la
nd
Au
st
ur
rík
i
Þý
sk
al
an
d
Kr
óa
tía
H
ol
la
nd
ES
B
Té
kk
la
nd
B
úl
ga
ría
Po
rt
úg
al
Íta
lía
Pó
lla
nd
U
ng
ve
rja
la
nd
Sl
óv
en
ía
Sp
án
n
Sl
óv
ak
ía
G
rik
kl
an
d
Li
th
áe
n
M
al
ta
Ký
pu
r
Le
tt
la
nd
Rú
m
en
ía
Heimild: Eurostat apríl 2019
kg á hvern íbúa, sem skilað var til úrvinnslu
3.925 tonn
árið 2016
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Atlantsolía er þessa dagana að
taka yfir fimm sjálfsafgreiðslu-
stöðvar fyrir eldsneyti sem Olís
rak til skamms tíma undir merkj-
um ÓB. Vegna kaupa Haga á Olís á
síðasta ári var sá áskilnaður gerð-
ur af samkeppnisyfirvöldum að
fyrirtækið seldi frá sér fimm stöðv-
ar í Reykjavík, það er við Starengi
í Grafarvogi, Kirkjustétt í Grafar-
holti, Knarrarvogi, Háaleitisbraut
og á Esjumelum í Grundarhverfi á
Kjalarnesi.
Hringnum lokað
„Verkefnið er allstórt því við
þurfum að skipta út öllum dælum
og sjálfsölum þar sem við notumst
við annan búnað en ÓB. Við þurf-
um því nokkrar vikur í málið, en
fyrir páska ættu allar stöðvarnar
að vera komnar undir rekstur Atl-
antsolíu,“ segir Guðrún Ragna
Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri
Atlantsolíu, í samtali við Morg-
unblaðið.
Nú þegar eru stöðvarnar við
Knarrarvog og Starengi komnar
undir merki Atlantsolíu og Kirkju-
stétt átti að detta inn í dag, þriðju-
dag. Þar voru skilti sett upp í gær.
„Við sjáum ýmis tækifæri í
þessu. Atlantsolía hefur til þessa
ekki verið með starfsemi í Graf-
arvogi og Grafarholti, fjölmennum
hverfum sem þurfa þjónustu. Við
getum sagt að nú séum við í raun
að loka hringnum í þjónustuneti
okkar á höfuðborgarsvæðinu,“
segir Guðrún. Á Kjalarnesi tekur
Atlantsolía bæði við sjálfs-
afgreiðslustöð fyrir eldsneyti og
söluskála af Olís og verður stöðin
undir nýjum merkjum opnuð undir
lok líðandi viku.
Leigja verslunina á Kjalarnesi
Mun fyrirtækið sjálft hafa elds-
neytissöluna með höndum en
rekstur og húsnæði sjoppunnar
verður leigt út til fólks sem búsett
er á svæðinu. Verður Kjalnes-
ingum þannig séð fyrir verslun
með helstu nauðsynjar.
Atlantsolía kemur
í stað ÓB-stöðva
Tekur við fimm stöðvum af Olís
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Atlantsolía Unnið var að því í gær
að setja upp skiltin í Grafarholti.
Íslandsbanki
mun hætta að
gefa plast- og
gjafavörur til
barna- og ung-
linga á vormán-
uðum til að
sporna við meng-
un og sóun. Í til-
kynningu frá
bankanum segir að þetta sé liður í
innleiðingu á fjórum heimsmark-
miðum Sameinuðu þjóðanna.
Nýr og umhverfisvænn Georg
sparibaukur mun líta dagsins ljós
og leysa af hólmi plastbaukinn. Í
stað gjafavöru verður meiri áhersla
lögð á upplifun í útibúum og í gegn-
um stafrænar leiðir bankans, segir
m.a. í tilkynningu Íslandsbanka.
Íslandsbanki hættir
að gefa börnum
vörur úr plasti
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Það eru engar nærtækar fyrir-
myndir að þessu innan ASÍ, en það
er mikilvægt að hafa í huga að þetta
er ekki styrkur heldur lán með
kröfu í þrotabúi og eftir atvikum í
ábyrgðasjóði launa,“ segir Drífa
Snædal, forseti Alþýðusambands
Íslands, í samtali við Morgunblaðið.
Vísar hún í máli sínu til þess að
stjórn Flugfreyjufélags Íslands
(FFÍ) og ASÍ tryggðu starfsfólki
hins fallna flugfélags WOW air sem
félagar eru í FFÍ lágmarks launa-
greiðslu um sl. mánaðamót, en
WOW air gat ekki staðið undir
þeirri skuldbindingu sjálft. Til að fá
greiðslu þarf viðkomandi starfs-
maður að mæta á skrifstofu Flug-
freyjufélags Íslands og framselja
kröfu í þrotabú flugfélagsins.
35% félagsmanna FFÍ sagt upp
„Það sem við erum að gera er í
raun að aðstoða flugfreyjufélagið
við að fara sömu leið og VR og fleiri
félög – að flýta útgreiðslum úr
ábyrgðasjóði launa í gegnum stétt-
arfélagið,“ segir Drífa.
Spurð hvort ASÍ sé með þessu að
skapa fordæmi til framtíðar kveður
Drífa nei við.
„Við lítum ekki endilega á að
þetta sé fordæmisgefandi heldur
séu þetta mun frekar fordæmislaus-
ar aðstæður sem við stöndum
frammi fyrir. Með því á ég við að
fall WOW er mjög stór skellur og
að flugfreyjufélagið, sem er mjög
einsleitt félag, stendur nú frammi
fyrir því að 35% félagsmanna þeirra
hefur verið sagt upp störfum. Ég
veit ekki hvort það muni nokkurn
tímann gerast í öðru stéttarfélagið
sem á aðild að ASÍ. Í ljósi þessa og
þeirrar staðreyndar að flugfreyju-
félagið hefur ekki burði til að gera
það sem önnur stéttarfélög hafa
gert þá ákváðum við að koma því til
aðstoðar,“ segir Drífa.
Þak sett á ASÍ-aðstoðina
Upphæð aðstoðarinnar er að há-
marki 100 milljónir króna og segist
Drífa eiga von á því að heildar-
framlag ASÍ verði innan þess
ramma.
„Við lítum ekki á að þetta sé mjög
áhættusamt,“ segir hún spurð hvort
hún hafi einhverjar áhyggjur af því
að umrædd veð skili sér ekki þegar
þrotabú WOW air verður gert upp.
Fordæmislausar aðstæður
Alþýðusamband Íslands segir aðstoð sína við Flugfreyjufélag Íslands ekki
skapa fordæmi til framtíðar Aðstoð ASÍ er að hámarki 100 milljónir króna