Morgunblaðið - 02.04.2019, Page 10

Morgunblaðið - 02.04.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar „Við erum allir mjög ánægðir með stjórnvöld. Ráðuneytin eru á tánum og menn eru að vinna í þessum málum öllum. Það er ánægjulegt hvað stjórn- völdin hafa verið fljót til í viðbrögðum. Það munar miklu,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesja- bæ, eftir fund bæjarstjóra á Reykja- nesi í gær með ráðherrum vegna gjaldþrots WOW air. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra boðaði til fundarins með sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra og fulltrúum Reykjanesbæjar, Suður- nesjabæjar, Grindavíkur og Voga, auk fulltrúa fjármála- og efnahags- ráðuneytisins. Farið var almennt yfir stöðu mála í kjölfar falls WOW air hf. á fundinum og mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög vinni sameiginlega að viðbrögðum til skemmri og lengri tíma. Magnús segir þetta hafi fyrst og fremst verið upplýsingafundur. Þá séu ennþá margir óvissuþættir um áhrif gjaldþrotsins. Ekki er enn búið að greina hversu mikil áhrif fall fyrir- tækisins mun t.d. hafa á Suðurnesja- bæ. Spurður um hvort hann hafi áhyggjur af því að íbúar sem hafa misst vinnuna flytji til höfuðborgar- svæðisins í leit að vinnu, segir hann svo ekki vera. „Nei, í sjálfu sér höfum við ekki ennþá áhyggjur af því. Þetta er áfall núna, svo er bara spurning hvernig vinnst úr þessu. Varðandi flugumferðina og allt þetta. Við höf- um fyrst og fremst, sveitarfélögin, verið er að búa okkar kerfi undir það að eitthvað geti komið upp hjá íbúun- um í kjölfarið. Félagsþjónustuna, skólana og svo framvegis,“ segir Magnús. Vísa til Vinnumálastofnunar Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, segir fundinn einnig hafa gengið vel. Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um hversu margir íbúar í Reykjanesbæ hafi misst vinnuna og segir Kjartan að það skýrist á næstu dögum. Aðspurður segir hann fólk aðallega leita eftir upplýsingum og ráðgjöf hjá sveitarfé- laginu. „Við vísum þeim á Vinnumála- stofnun og stéttarfélögin til að byrja með. Þegar þau úrræði hafa verið nýtt til fulls, mun félagsþjónusta sveitarfélaganna væntanlega, ef þörf krefur, grípa inn í og styðja þá sem eiga rétt á því. Við erum ágætlega undir þetta búin held ég,“ segir Kjart- an. Haft er eftir Katrínu Jakobsdóttur á vef stjórnarráðsins að það sé gott að finna hve sveitarfélög á Reykjanesi séu samhent í viðbrögðum sínum. Á fundinum var m.a. rætt um mikilvægi þess að opinberar framkvæmdir sem gert er ráð fyrir á svæðinu og að verk- efni af hálfu hins opinbera haldi mark- visst áfram. „Í mínum huga er ekki síður mikilvægt að halda vel utan um fólkið, fjölskyldurnar og börnin sem þetta hefur áhrif á. Félags- og barna- málaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirbúa nú öll aðgerðir til að mæta auknu álagi á svæðinu. Við vorum ein- huga um að finna uppbyggilegar lausnir til skemmri og lengri tíma til að mæta þeirri stöðu sem upp er kom- in,“ segir Katrín. mhj@mbl.is Ráðuneytin á tánum eftir fall WOW Ljósmynd/Stjórnarráðið Stjórnarráðið Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sátu m.a. fundinn.  Fulltrúar sveitarfélaga á Reykjanesi áttu fund með ráðherrum vegna gjaldþrots WOW air  Rýnt í stöðuna og aðgerðir skoðaðar  Ánægja með viðbrögð stjórnvalda meðal bæjarstjóra á Suðurnesjum Lundar sáust við Tjörnes 30. mars að því er fram kom á Facebook- síðunni Birding Iceland. Þá sá Svaf- ar Gylfason í Grímsey fyrstu lund- ana um liðna helgi, samkvæmt vef Akureyrarbæjar. Þar er haft eftir Svafari að lundinn sé nú um viku fyrr á ferðinni en venjulega. Svafar hefur skráð komu lundans í 19 ár. „Búast má við að lundinn setjist upp í eyjunni um eða fyrir miðjan mánuðinn. Lundinn byrjar á því að finna holuna sína, tekur til við að fjarlægja rusl og laga holuna og not- ar þá gogginn til að grafa og fæturna til að moka frá. Talið er að það sé karlfuglinn sem mæti fyrst og sjái um tiltektina og að kvenfuglinn komi u.þ.b. viku síðar,“ að því er segir á vef Akureyrarbæjar. Fuglaathugunarstöð Suðaustur- lands greindi frá því í gær að um 30 hrossagaukar hafi sést á flugi ná- lægt Einarslundi á Höfn. Þá sáust tveir þúfutittlingar við Fornustekka í Nesjum og voru það fyrstu þúfu- tittlingarnir sem sést höfðu í vor. Þá hafði verið nær stanslaust flug heiðagæsa og grágæsa yfir Höfn í allan gærmorgun. gudni@mbl.is Morgunblaðið/RAX Lundar Lundinn hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðafólk og setur svip á náttúru Íslands á sumrin. Lundinn hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið. Farfuglarnir koma  Lundinn er kominn fyrir norðan  Farfuglar flykkjast til Hornafjarðar Landhelgisgæsla Íslands mun að óbreyttu vera komin með tvær ný- legar leiguþyrlur í sína þjónustu, en fyrri þyrlan kom til landsins 16. mars síðastliðinn. Reiknað er með seinni þyrlunni á næstu vikum. Er um að ræða bráðabirgðaend- urnýjun þyrluflota gæslunnar og bera leiguþyrlurnar einkennisstaf- ina TF-EIR og TF-GRO. Þær munu leysa leiguþyrlurnar TF-GNA og TF-SYN af hólmi. Verður gæslan áfram með þrjár þyrlur á sínum snærum þar sem TF-LIF er enn í eigu Landhelgisgæslunnar. Leiguþyrlurnar sem um ræðir eru af gerðinni Airbus H225 og eru í eigu norska leigusalans Knut Axel Ugland Holding AS. Tæki þessi eru tveggja hreyfla, 11 tonn að þyngd og eru þau aflmeiri en þær vélar sem leystar verða af hólmi. Samkvæmt upplýsingum frá Airbus taka þyrl- urnar 18 manns í sæti eða sex sjúkrabörur. „Í vélinni er nýrri búnaður og hún er hæfari en sú eldri að öllu leyti. Hún lítur mjög svipað út en er örlítið þyngri, stærri og öflugri. Öll sjálf- virkni og tæki um borð eru ný eða nýlegri og ættu að gefa okkur meiri getu til að nýta tækin til þeirra verka sem við notum vélarnar í,“ sagði Sigurður Heiðar Wiium yfir- flugstjóri við Morgunblaðið þegar TF-EIR kom til landsins í mars. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgunartæki Leiguþyrlan TF-EIR lendir á Reykjavíkurflugvelli við komuna til landsins 16. mars síðastliðinn. Sú seinni vænt- anleg á næstunni  LIF, EIR og GRO verða á vaktinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.