Morgunblaðið - 02.04.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019
Stærðir: 18–24
Verð frá: 6.995
Margir litir
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin.
Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur
stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira
öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá.
í fyrstu skónum frá Biomecanics
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR
www.skornirthinir.is
ÖRUGG SKREF
ÚT Í LÍFIÐ
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Buxur
Kr. 12.900
Str. 36-48
3 litir
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Mörg helstu ferðaþjónustufyrirtæki
landsins skulduðu í árslok 2017
margfaldan hagnað fyrir fjármagns-
liði, afskriftir og skatta.
Rifja má upp að fjárfestingar í
greininni hafa verið miklar undan-
farin ár. Árið 2011 komu 566 þúsund
erlendir ferðamenn til landsins en
um 2,3 milljónir í fyrra. Eftirspurnin
hefur því stóraukist og fyrirtækin
brugðist við með auknu framboði.
Nú bendir hins vegar flest til þess
að ferðamönnum fækki í ár vegna
brotthvarfs WOW air. Með því snýst
áætluð aukning í samdrátt.
Ársreikningar áðurnefndra félaga
fyrir árið 2018 hafa ekki verið birtir.
Almennt var árið 2018 lakara
rekstrarár en 2017 og þá einkum
vegna hækkandi launakostnaðar. Þá
hefur aukin samkeppni þrýst niður
verði. Til dæmis eru fleiri bíla-
leigubílar, verslanir og afþreying-
arkostir á hvern ferðamann.
Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins
skulduðu 23 fyrirtæki í ferðaþjón-
ustu samtals um 80 milljarða króna í
árslok 2017. Þar af skulduðu fimm
bílaleigur alls um 30 milljarða króna,
enda hefur fjárfesting verið mikil í
nýjum bílum.
Tekið skal fram að listinn er langt
í frá tæmandi en fyrirtækin eru að-
eins valin í dæmaskyni.
Bakslag hefði áhrif á bankana
Til upprifjunar kom fram í fyrra
hefti Fjármálastöðugleika Seðla-
bankans í fyrra að hægt hafi á vexti
ferðaþjónustu og að bakslag muni
hafa áhrif á stöðu bankakerfisins og
þar með skuldir í greininni. Í lok árs
2017 hafi útlán til ferðaþjónustu
numið 9% af heildarútlánum stóru
bankanna. Með falli WOW air hefur
orðið bakslag í ferðaþjónustu.
Vilborg Helga Júlíusdóttir, hag-
fræðingur hjá Samtökum ferðaþjón-
ustunnar, segir aðspurð ljóst að spá
samtakanna um 5% fjölgun ferða-
manna í ár muni ekki rætast.
Það hafi orðið ljóst með falli
WOW air. Vegna samdráttar í
ferðaþjónustu muni fyrirtæki þurfa
að hagræða og jafnvel sameinast til
að halda velli. Uppsagnir séu
óhjákvæmilegar.
„Margt smátt gerir eitt stórt.
Benda má á að 86% fyrirtækja í
ferðaþjónustu er með færri en 10
starfsmenn, þannig að ef hvert
fyrirtæki er að segja upp einum
starfsmanni er það fljótt telja,“ seg-
ir Vilborg um möguleg áhrif af falli
WOW air á atvinnustig í ferðaþjón-
ustu.
Mikið högg til skamms tíma
„Það er ljóst að til skamms tíma
er þetta mikið högg. Ísland er
áhugaverður áfangastaður og til
langs tíma sjáum við ekki annað en
að eftirspurn eftir áfangastaðnum
Íslandi sé góð og að ferðamenn
haldi áfram að koma til landsins.
Árið 2016 var gott rekstrarár í
ferðaþjónustu. Á árinu 2017 fjölgar
erlendum ferðamönnum um 24%,
þrátt fyrir það lækkar hagnaður
fyrir arð, afskriftir, fjármagnsliði
og beina skatta í öllum helstu
greinum ferðaþjónustunnar. Það
sýnir að ekki er línulegt samband
milli fjölda ferðamanna og afkomu
fyrirtækja í greininni. Rekstr-
arskilyrðin breyttust til hins verra
2017 þegar saman fóru miklar inn-
lendar launahækkanir, hækkun á
olíuverði og ofursterkt gengi með
tilheyrandi viðskiptakostnaði, þ.e.
gengistapi.
Upplýsingar um afkomuþróun á
árinu 2018 liggja ekki fyrir en í
október sl. kynnti endurskoð-
unarstofan KPMG greiningu sem
hún gerði fyrir Ferðamálastofu. Þar
kom fram að afkoma myndi senni-
lega batna í rekstri gististaða á
höfuðborgarsvæðinu á árinu 2018
en versna úti á landi. Það er hætta
á að þessi greining sé ekki lengur í
gildi eftir gjaldþrot WOW air,“ seg-
ir Vilborg Helga um horfurnar.
Þurfa reglulega að endurnýja
Við samantekt blaðsins voru
skoðaðar lykiltölur í rekstri fimm
bílaleiga. Af þeim skuldaði Höldur,
eða Bílaleiga Akureyrar, mest í árs-
lok 2017 eða um 12,74 milljarða. Þá
skulduðu Avis og Hertz samtals um
11 milljarða á sama tímapunkti.
Það leiðir af eðli starfseminnar að
bílaleigur þurfa reglulega að fjár-
festa í nýjum tækjum. Fari vaxta-
kostnaður upp fyrir tiltekin mörk
getur það ógnað rekstrarhæfi.
Framboð notaðra bílaleigubíla
hefur aukist mikið síðustu ár. Á eft-
ir að koma í ljós hvaða áhrif slaki í
ferðaþjónustu hefur á framboð og
verð notaðra bifreiða. Lækki verðið
skerðast eignir bílaleiga.
Fjórar hótelkeðjur eru áberandi
á íslenska markaðnum: Íslands-
hótel, Icelandair-hótelin (Flugleiða
hótel), CenterHótelin og Keahótel.
Þessar keðjur, ásamt Hótel Frón og
Hótel Sögu, skulduðu rúma 30
milljarða 2017. Höfðu keðjurnar
fjórar þá allar verið að fjölga her-
bergjum.
Fjögur fyrirtæki sem gera út
hópferðabifreiðar skulduðu um 11
milljarða króna í árslok 2017. Þar af
skulduðu Kynnisferðir um 8 millj-
arða. Félagið sagði upp 59 starfs-
mönnum eftir fall WOW air.
Þá eru hér tekin dæmi af þremur
fyrirtækjum sem bjóða hvalaskoðun
og einu sem er með hestaferðir.
Félögin skulduðu í árslok 2017
um 2,8 milljarða sem var um hálfum
milljarði minna en tekjur það árið.
Loks skulduðu fjórar keðjur sem
selja fatnað og minjagripi til ferða-
manna 6 milljarða í árslok 2017.
Við getu félaga til að standa skil á
skuldum er gjarnan horft til hlutfalls
EBITDU og skulda. Gjarnan er
miðað við að það sé ekki hærra en 3.
Ferðaþjónustan safnaði skuldum
Mörg helstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins skuldsettu sig mikið í uppsveiflunni 23 þeirra
skulda um 80 milljarða Hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar segir uppsagnir í vændum
Afkoma nokkurra fyrirtækja í ferðaþjónustu árið 2017
Bílaleigur
Höldur Avis Hertz Blue Sixt
Tekjur 6.409 4.597 3.570 2.398 2.104
EBITDA* 2.750 1.421 1.561 897 646
Skuldir 12.740 6.239 4.856 2.927 3.136
Skuldir/EBITDA 4,6 4,4 3,1 3,3 4,9
Hótel
Íslandshótel
Flugleiða-
hótel CenterHótel Kea hótel Hótel Frón Hótel Saga
Tekjur 11.217 10.788 3.826 3.202 425 1.894
EBITDA* 2.954 895 696 587 -49 -14
Skuldir 22.594 3.382 3.446 423 178 220
Skuldir/EBITDA 7,6 3,8 5,0 0,7 -3,6 -15,7
Allir Bílaleigur Hótel Rútur Afþreying Verslun Samtals
Tekjur 19.078 31.352 15.510 3.298 10.122 79.360
EBITDA* 7.275 5.069 1.837 337 720 15.238
Skuldir 29.898 30.243 10.889 2.797 6.139 79.966
Skuldir/EBITDA 4,1 6,0 5,9 8,3 8,5 5,2
* EBITDA: Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta
Heimild: ársreikningar félaganna
Rútufyrirtæki
Allrahanda Kynnisferðir Hópbílar SBA
Tekjur 4.031 8.107 2.218 1.154
EBITDA* 86 1.114 521 116
Skuldir 1.959 7.988 474 468
Skuldir/EBITDA 22,8 7,2 0,9 4,0
Afþreying
Elding
hvalaskoðun Special tours Norður sigling Eldhestar
Tekjur 855 613 1.297 533
EBITDA* 81 123 49 84
Skuldir 405 792 1.158 442
Skuldir/EBITDA 5,0 6,4 23,6 5,3
Verslun
66° Norður Icewear Cintamani
Geysir
(samstæða)
Tekjur 3.863 2.984 757 2.518
EBITDA* 161 325 -80 314
Skuldir 2.930 1.260 466 1.483
Skuldir/EBITDA 18,2 3,9 -5,8 4,7
Björn Gíslason,
borgarfulltrúi
Sjálfstæð-
isflokksins,
hyggst leggja
fram tillögu á
fundi borg-
arstjórnar í dag
um að borgin
styðji íþrótta-
félögin í Reykja-
vík við að koma á fót rafíþrótta-
deildum innan félaganna. Snúast
rafíþróttir einkum um skipulagða
keppni í tölvuleikjum.
Að sögn Björns er markmiðið að
koma í veg fyrir félagslega ein-
angrun og auka félagsfærni barna
og ungmenna. Björn er jafnframt
formaður Fylkis og þar hefur félag-
ið farið af stað með verkefni tengt
rafíþróttum. Í tillögunni er einnig
lagt til að iðkendur rafíþrótta geti
nýtt sér frístundakort Reykjavíkur.
„Sú birtingarmynd að börn og
ungmenni fari ekki út úr húsi,
stundi enga skipulagða hreyfingu
og eiga nánast í engum mannlegum
eða félagslegum samskiptum leiðir
í mjög mörgum tilfellum til ein-
angrunar. Það getur haft alls konar
fylgikvilla í för með sér,“ segir m.a.
í greinargerð með tillögunni.
Borgin
styðji við
rafíþróttir
Björn Gíslason