Morgunblaðið - 02.04.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta hefur verið virkilegagaman og ævinlega góð að-sókn. Á tímabili var alltaffullt út úr dyrum og við
þurftum að vísa fólki frá vegna pláss-
leysis. Svo kom að því að við slógum
met sem mest sótti einstaki við-
burður í sögu hússins, þá mættu um
200 manns,“ segir Gunnar Her-
sveinn, heimspekingur og rithöf-
undur, sem staðið hefur fyrir heim-
spekikaffi í Gerðubergi undanfarna
átta vetur. Í lok mars var afmæli
þegar fimmtugasta heimspekikaffi
Gunnars og Borgarbókasafnsins var
haldið, það síðasta á þessum vetri.
Gunnar segir að í heimspeki-
kaffi sé ævinlega fjallað um lífsgildin,
markmiðið sé að finna einhverja
þætti sem eru eftirsóknarverðir í líf-
inu.
„Ég hef fengið með mér fram-
úrskarandi fólk í framsöguna og um-
ræðuefnin hafa m.a. verið hamingja
og nægjusemi, hjálpsemi og vinátta,
kynjafræði og friðarmenning, svo
fátt eitt sé nefnt. Í síðasta heimspeki-
kaffinu fékk ég Auði Önnu Magn-
úsdóttur, framkvæmdastjóra Land-
verndar, til liðs við mig, og við
töluðum um hamingju næstu kyn-
slóða, en það hefur oft verið fjallað
um hamingjuna út frá ýmsum sjón-
arhornum á þessum kvöldum. Við
eigum samtal fyrst, ég og sá aðili
sem er með mér hverju sinni, en síð-
an erum við með umræðuspurningar
til gesta sem mæta. Við reynum að
lokka visku hópsins fram. Allir tala
saman við borðin og ég fer á milli og
heyri í fólki.“
Græðgin verið knýjandi afl
Í sínu síðasta heimspekikaffi
tóku Gunnar og Auður fyrir lofts-
lagsmálin og framtíð lífsins á jörð-
inni.
„Okkur fannst upplagt að skoða
loftslagsbreytingarnar og spyrja út
frá því á hvaða forsendum næstu
kynslóðir gætu orðið hamingju-
samar. Hverju þurfum við Vest-
urlandabúar að breyta í lífsháttum
okkar svo við drögum ekki úr mögu-
leikum komandi kynslóða til ham-
ingjuríks lífs? Jörðin er eitt vistkerfi
og allt sem við mannfólkið gerum
skiptir máli,“ segir Gunnar og bætir
við að hann hafi m.a. fjallaði um
græðgina og ýmsar hliðar hennar.
„Græðgin hefur verið knýjandi
afl í okkar samfélagi. Sumir segja að
hún sé hluti af lífinu, að allt líf sé í
eðli sínu gráðugt og græðgin hafi
orðið til þess að við lifðum af í upp-
hafi. En græðgin getur líka tortímt
okkur. Hin svokölluðu velmegunar-
lönd hafa verið knúin áfram með
græðgi. Það hefur birst í lífsháttum
okkar og í viðskiptaheiminum, því
græðgin vill alltaf meira, hún er
hömlulaus. En hamingjan sem fæst
með græðgi er skammvinn,“ segir
Gunnar sem kynnti á heimspeki-
kaffinu andstæðu græðginnar,
nægjusemina.
„Hófsemd hefur ekki verið hátt
skrifuð í nútíma vestrænum sam-
félögum, hún hefur jafnvel verið töl-
uð niður. En nægjusemi stefnir á
jöfnuð, og ég er nokkuð viss um að
nægjusemi og hófsemi séu það sem
muni snúa hinni slæmu þróun við.
Nægjusemi kemur ekki í veg fyrir
stórkostlegar uppgötvanir eða fram-
farir, en þess hefur gætt að fólk rugli
nægjusemi saman við aftur-
haldssemi. Nægjusemi er ekki kyrr-
staða, heldur aðferð til að lifa lífinu,
og kosturinn við hana er að ham-
ingjan sem hún veitir er nokkuð stöð-
ug, hún hverfur ekki jafnharðan, líkt
og afrek græðginnar. Nægjusemi er
líka tengd náttúruvernd, því hún er
dyggðin sem tónar við sjálfbærni.
Við mannkynið þurfum að stefna að
sjálfbæru líferni.“
Valdhafar logandi hræddir
Gunnar segir að honum finnist
mjög gaman að stúdera kapítal-
ismann og hvernig hann starfar.
„Það er ákveðinn hópur sem hefur
völd yfir of mörgu í heiminum, auð-
lindum og öðru sem er grundvöllur
lífs okkar. En hvers vegna gengur
svona erfiðlega að snúa af þessum
vegi? Allir vita að við verðum að gera
það. Það er vegna þess að þeir sem
hafa völdin vilja ekki sleppa þeim.
Þeir eru logandi hræddir við breyt-
ingar því þá missa þeir sína stöðu.
Þeir hafa enga hagsmuni af því að
breyta því sem verður að breyta og
standa fyrir endurúthlutun á verð-
mætum,“ segir Gunnar og bætir við
að eitt af því sem einkenni valdhafa á
heimsvísu sé skortur á samkennd.
„Þeim er sama um aðra, um
flestallt nema sjálfa sig. Annað sem
einkennir þá er óþrjótandi trú á
tæknilausnum. Þeir vilja bíða eftir
slíkri lausn og segja að við þurfum
fyrir vikið til dæmis ekki að hætta að
nota plast.“
Gunnar segir að þó svo að ofur-
auðugir reyni að bæta ímynd sína og
gera hana græna, þá sé tilgangur
þeirra alltaf að selja meira.
„Ríkir grænir milljarðamær-
ingar eru ekki að fara að bjarga okk-
ur,“ segir hann og vitnar í Naomi
Klein rithöfund og bætir við að hver
og einn jarðarbúi verði vissulega að
byrja á sjálfum sér, en staðreyndin
sé sú að ekkert muni breytist í stóru
myndinni fyrr en stjórnmálin og við-
skiptalífið breytist.
„Við verðum að hætta að miða
allt við aukinn hagvöxt því hann
krefst aukinnar framleiðslu og auk-
innar neyslu og þar af leiðandi auk-
innar mengunar. Þó að þessi stefna
hafi fyrir löngu beðið skipbrot heldur
allt áfram að miðast við hana. Við
jarðarbúar erum komin hættulega
langt í neyslubrjálæðinu, það er að
rústa náttúrunni og lífsskilyrðum
okkar. Við ættum fyrir löngu að vera
búin að taka á þessu.“
Kvóti á flug til útlanda
Gunnar segir að staðreyndin sé
sú að ef allir jarðarbúar hefðu sama
neyslumunstur og Íslendingar þyrfti
fjögur eintök af jörðinni til að standa
undir því.
„Við þurfum heldur betur að
taka okkur á og draga úr einkaneysl-
unni, hætta til dæmis að gefa hluti,
en gefa frekar upplifanir eins og bent
Vonin og
viskan er hjá
unga fólkinu
Hverju þurfum við Vesturlandabúar að breyta í lífs-
háttum okkar svo við drögum ekki úr möguleikum
komandi kynslóða til hamingjuríks lífs? Svo spyr
Gunnar Hersveinn sem staðið hefur fyrir heimspeki-
kaffi Borgarbókasafnsins fimmtíu sinnum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Heimspekingur Gunnar Hersveinn segir að hver og einn verði að draga úr einkaneyslu og huga að framtíðinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Austurvöllur 2019
Íslenskir unglingar létu
ekki sitt eftir liggja og
mótmæltu ástandinu í
loftslagsmálum nýlega.