Morgunblaðið - 02.04.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 02.04.2019, Síða 13
var á í heimspekikaffinu. En það er erfiðast að breyta eigin neysluvenj- um, því fólk er ekki alltaf tilbúið til að fórna sjálft. Fólk verður til dæmis að setja sér kvóta í því að fljúga til útlanda. En þó að almenningur vilji draga úr neyslu sinni er viðskiptalífið ekki reiðubúið. Það hættir ekki fyrr en kúnninn hafnar því. Við höfum þekkingu á ógninni og vit- um af henni en þegar neysluhugsunin gegnsýrir allt þá hljómar falskur tónn. Þessi gamli úr- elti hugsunarháttur vill hafa allt óbreytt, en við verðum að breyta grunnhugsuninni í kerfinu,“ segir Gunnar og bætir við að réttu skila- boðin séu í mótmælum unga fólksins um víða veröld í tengslum við lofts- lagsmálin. „Hin sextán ára sænska Greta Thunberg segir við stjórn- málamenn: „Við erum ekki að biðja ykkur um að hlusta á okkur, held- ur á vísindamennina, sem vita hver hættan er. Ég nenni ekki að bíða lengur eftir að eitthvað gerist í þessu í efri lög- um stjórnunar því þar er hagsmunagæsla sem ræður för og allt tekur of langan tíma.“ „Af þessu sjáum við að vonin núna og viskan er svo sannarlega hjá unga fólkinu, hlustum á það,“ segir Gunnar. AFP AFP Nægjusemi er ekki kyrr- staða, heldur aðferð til að lifa lífinu. Berjast Hin þýska Luisa Marie Neubauer með Gretu á mótmælum í Berlín. Ræðumaður Hin sænska 16 ára Greta Thunberg heldur hér ræðu í Þýska- landi í mótmælum ungs fólks þar í landi. Verðlaun Greta Thunberg tók við verðlaunum um liðna helgi, Special Cli- mate Protection Aw- ard, á þýskri kvik- mynda- og sjónvarps- verðlaunahátíð, Golden Camera. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 Hin sænska 16 ára Greta Thunberg hóf baráttu sína á síðasta árið þegar hún tók sér stöðu fyrir utan sænska þinghúsið í Stokkhólmi með hand- skrifað spjald þar sem stóð: Skóla- verkfall fyrir loftslagið. Á hverjum degi, frá 20. ágúst til 9. september, þegar þingkosningar voru haldnar í Svíþjóð, stóð hún þar með skiltið sitt. Þessi mótmælastaða vakti athygli sænskra fjölmiðla og brátt vissu allir Svíar að ung stúlka neitaði að mæta í skólann og vildi heldur berjast fyrir umhverfið. Fleiri ungmenni bættust í hópinn framan við sænska þinghúsið og barátta þeirra tók flug á sam- skiptamiðum og barst til fleiri landa. „Þegar ég segi að þið hafið stolið framtíð minni og komandi kynslóða held ég að fullorðna fólkið skammist sín,“ segir Greta sem hefur verið til- nefnd til friðarverðlauna Nóbels, enda hefur hún hrundið af stað fjöldahreyfingu sem er afar þýðing- armikið framlag til friðarmála. (Morgunblaðið 16. mars 2019) Greta Thunberg lætur verkin tala í baráttu sinni „Þið hafið stolið framtíð minni og komandi kynslóða“ AFP Fyrirmyndin Greta Börn mótmæla. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is P22 Armstóll með eyrum Hönnun: Patrick Norguet Leður verð frá 625.000,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.