Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Lang- vinsælastur hollusta í hverjum bita Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Transavia mun fljúga frá Schip- hol til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku frá 5. júlí næstkomandi og þannig fylla upp í það skarð sem varð til við brottfall WOW air fyr- ir helgi, að því er fram kemur í frétt sem Isavia sendi frá sér í gær. Flogið verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og mun fjöldi ferða aukast til fram- tíðar. Með þessu er Transavia að bregðast við aukinni eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi í kjöl- far gjaldþrots WOW air. Ákvörð- un um flug Transavia til Keflavík- urflugvallar er tekin með samstarfsaðilanum Voigt Trave. Fljúga einnig til Akureyrar „Við sjáum þetta sem gott tæki- færi fyrir báða aðila og er útvíkk- un á okkar samstarfi. Að auki mun Transavia fljúga til Akureyr- ar í samstarfi við Voigt Travel frá og með 27. maí og er við því að gera Ísland enn aðgengilegri,“ segir Cees van den Bosch, fram- kvæmdastjóri Voigt Travel, í frétt Isavia. Transavia Netherlands er hollenskt lággjaldaflugfélag, hluti af Air France KLM Group, og er annað stærsta flugfélagið í Hol- landi. Það flýgur til meira en 110 áfangastaða, aðallega í Evrópu og Norður-Afríku. Transavia flytur meira en 15 milljón farþega á ári. Isavia hafði samband við Trans- avia Netherlands þegar ljóst varð að WOW myndi hætta starfsemi. Hafði félagið áður sýnt Íslandi áhuga sem áfangastað. Transavia fyllir í skarð WOW Áætlun Transavia er hluti af samstæðunni Air France KLM Group.  Fljúga þrisvar í viku frá Schiphol til Keflavíkur í sumar Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Meginniðurstöður rannsókna á vörnum gegn krapaflóðum í Stekka- gili í Patreksfirði eru þær að unnt sé að verjast slíkum flóðum ofan byggð- ar á árangursríkan hátt með keilum ofan þvergarðs, til að brjóta flóðið upp. Verkefnið er enn á hönnunar- stigi og kynningar á endurskoðuðum varnartillögum í Vesturbyggð hafa ekki farið fram. Rannsóknir og til- raunir vegna varna gegn krapaflóð- um hafa staðið síðustu ár. Meðal annars voru gerðar líkana- tilraunir í húsnæði Vegagerðarinnar í Vesturvör í Kópavogi vegna hönn- unar slíkra varnarmannvirkja á Pat- reksfirði og á Bíldudal. Hermt var eftir krapaflóðum sem sprungið gætu fram og fallið niður brattar hlíðar víða á Íslandi í kjölfar leys- inga. Styrkt op með stálgrindum Kristín Martha Hákonardóttir, byggingarverkfræðingur og straum- fræðingur hjá verkfræðistofunni Verkís, segir að þvergarðurinn þjóni einnig sem snjóflóðavörn, því þurr snjóflóð geti líka fallið úr upptaka- svæði ofarlega í Stekkagili. Keilur ofan þvergarðsins brjóti krapa- flauminn og þvergarðurinn stöðvi síðan krapaflóðið. Styrkt op með stálgrindum verði á honum til að hleypa vatnselg í gegn. Virkni varn- argarða gegn krapaflóðum sé önnur en gegn þurrum snjóflóðum. Kristín Martha segir að önnur leið til að verjast krapaflóðum gæti verið að hanna þvergarðinn úr stórgrýti eins og í brimvarnargörðum þannig að krapinn gæti gengið inn í garðinn og fyrsta höggið yrði þannig demp- að. Verkefnið við Gilsbakkagil á Bíldudal er skemmra á veg komið, að sögn Kristínar Mörthu. Þar er miðað við minni krapaflóð og að nota annað hvort grjót eða keilur ofan þver- garðs. Tilraunirnar eru unnar fyrir Ofanflóðasjóð og eru samvinnuverk- efni Verkís, Veðurstofu Íslands, Há- skóla Íslands og siglingasviðs Vega- gerðarinnar. Hættumat fyrir 23 staði Kristín Martha gerir grein fyrir helstu niðurstöðum á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Verkfræðinga- félags Íslands og fleiri um snjóflóða- varnir 3.-5. apríl á Siglufirði. Til- gangur ráðstefnunnar er að miðla upplýsingum um uppbyggingu ofan- flóðavarna á Íslandi síðastliðin 20 ár og kynnast því nýjasta sem er að gerast á sviði ofanflóðavarna annars staðar í heiminum. Ráðstefnan er ætluð fólki frá sveitarstjórnum, stjórnsýslu, rekstraraðilum skíða- svæða, vegagerð, mannvirkjahönn- uðum, eftirlitsaðilum og fræðimönn- um. Þá mun töluverður fjöldi erlends fagfólks frá 13 þjóðlöndum sækja ráðstefnuna, þeirra á meðal færustu sérfræðingar í heiminum á þessu sviði. Frá 1996 hefur verið unnið hættu- mat fyrir 23 staði á landinu en hættumati er ólokið fyrir einn. Alls hafa verið reistar ofanflóðavarnir á 15 stöðum. Undirbúningur fram- kvæmda er langt kominn fyrir fimm til viðbótar. Þá er unnið að frumund- irbúningi verkefna á sjö stöðum. Alls hafa verið reistir 12 leiðigarðar, 17 þvergarðar og 2 fleygar sem verja stakar byggingar. Reistir hafa verið um 9,7 km af stoðvirkjum á hugs- anlegum upptakasvæðum snjóflóða, segir í fréttatilkynningu um ráð- stefnuna. ÓLI SJÚKRAHÚS KYNDI- STÖÐ ÍÞRÓTTAHÚS SUNDLAUG 17 19 21 23 23b 13 9 1 9 14 20 20 73 71a 71 69 67 65 2 4 7 63 61 59 57 55 62 60 Frumtillögur varna gegn krapaflóðum Teikning: Verkís Stekkagil PATREKSFJÖRÐUR Keilur Þvergarður Op til að hleypa vatni í gegn Unnt að verjast krapaflóðum með keilum  Rannsóknir og tilraunir síðustu ár  Ráðstefna um snjóflóðavarnir Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.