Morgunblaðið - 02.04.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.04.2019, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ChristineLagarde,fram- kvæmdastjóri Al- þjóðagjaldeyr- issjóðsins, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi veikleika evr- unnar á fundi franska seðla- bankans í París í liðinni viku. Hún sagði að evran væri hættulega berskjölduð fyrir efnahagslegu fárviðri og bætti við að bankar á evrusvæðinu væru „ekki nógu öruggir“ fyrir hættunni af annarri fjár- málakreppu. Lagarde sagði að mörg heimili og fyrirtæki bæru enn „sársaukafull efnahagsleg ör“ eftir síðustu kreppu og það kynti undir ójafnræði. Veikleikar evrunnar eru margir og ber hún þess merki að forsendurnar fyrir því að koma henni á voru pólitískar og efnahagslega hliðin var lát- in liggja milli hluta. Þessir veikleikar blöstu við í banka- kreppunni fyrir áratug og það er rétt hjá Lagarde, sem var fjármálaráðherra Frakklands á þeim tíma, að enn svíður und- an örunum og mun jafnvel gera lengi enn. Nægir að líta til Grikklands í þeim efnum. Það er hins vegar athygl- isvert að sjá hvað býr að baki gagnrýni Lagarde á evruna. Hún notaði hana sem svipu til að knýja á um aukinn samruna í efnahagsmálum á evrusvæðinu. Þar vill hún ná því sama og náðst hef- ur í að búa til einn markað fyrir við- skipti og þjónustu í Evrópusambandinu. Með öðr- um hætti verði bolmagnið ekki nægt til að afstýra öðru efna- hagslegu óveðri, sagði hún, og sparaði ekki orðin. Hinn póli- tíska forgangsröð hafi farið úr skorðum og það sé að hennar mati óviðunandi. Lagarde talaði um einn markað í hvers kyns fjármála- starfsemi og nauðsyn þess að koma á sameiginlegum inni- stæðutryggingasjóði fyrir allt evrusvæðið. Það er kunnuglegt að áróður fyrir auknum samruna er rek- inn með því að reyna að vekja ugg og ótta. Fyrst er minnt á sárar afleiðingar kreppunnar fyrir tíu árum, síðan látið að því liggja að sagan gæti að óbreyttu endurtekið sig. Helsti veikleiki evrunnar er hins vegar að hún er notuð í löndum með ólík hagkerfi og hagsmuni. Á einum stað evru- svæðisins getur verið upp- sveifla, en niðursveifla á öðr- um. Hvaða hagsmunir eiga að marka peningastefnuna þegar ekki er hægt að jafna út áhrif- in? Miðjunnar eða jaðarsins? Á meðan svo er verður evran veik fyrir. Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins segir evru- svæðið berskjaldað} Veikleikar evrunnar Fyrri umferðforsetakosn- inga fór fram í Úkraínu um helgina. Skoð- anakannanir höfðu þá í marga mánuði bent til þess að gamanleikarinn Volo- dimír Zelenskí, sem þekkt- astur er fyrir að leika forseta Úkraínu í vinsælum gaman- þáttum, yrði hlutskarpastur allra frambjóðenda. Spurning væri svo hvort að sitjandi for- seti, Petró Porosjenkó, eða Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, myndu keppa við Zelenskí um for- setastólinn í seinni umferð- inni. Engu að síður vöktu úrslitin nokkra undrun, þar sem Ze- lenskí reyndist vera með nærri því tvöfalt fleiri atkvæði á bak við sig en Porosjenkó. Úrslitin eru skellur fyrir for- setann, sem hefur lagt mikið undir á síðustu árum, sér í lagi varðandi baráttuna gegn rúss- neskumælandi uppreisnar- mönnum í austurhluta lands- ins. Það er aldrei á vísan að róa í stjórnmálum, en miðað við fregnir frá Kænugarði þykir mörgum sem brekkan sem for- setinn þarf að klífa í seinni umferðinni sé heldur brött, og að öllu óbreyttu verði grínistinn, sem raunar er lögfræðimenntaður, næsti forseti Úkraínu. En hvernig forseti yrði Ze- lenskí? Hann hefur lagt áherslu á bætta stjórnsýslu og að áfram verði stefnt að aðild landsins að Evrópusamband- inu og Atlantshafsbandalag- inu. Þá hefur hann sagst vilja leysa Úkraínudeiluna með beinum samningum við Rússa, en óvíst er hvort hann fengi áheyrn í Kreml. Loks hyggst hann draga til baka umdeild lög sem hafa beinst að rúss- neskri tungu sem og banni við því að úkraínskir listamenn fái að flytja list sína í Rússlandi og öfugt. Zelenskí virðist því vera full alvara með þetta nýja hlutverk sitt, nokkuð sem ekki er hægt að segja um alla grín- ista sem gefa kost á sér til ábyrgðarstarfa. Zelenskí er full alvara með framboð sitt til forseta} Ekki hlægilegur Á rið 2008 var fyrirtækinu HS Orku skipt upp í HS Veitur og HS Orku. Þetta var m.a. gert í sam- ræmi við 2. orkupakka Evrópu- sambandsins en einnig til að gera fyrirtækið söluvænna. Árið eftir á fyrsta ári eftir hrun urðu síðan eigendaskipti að HS Orku. Þá keypti skúffufyrirtæki í Svíþjóð sem var í eigu kanadískra aðila meirihluta í fyrir- tækinu eftir að íslenskir lífeyrissjóðir höfðu hafnað þátttöku í kaupunum þrátt fyrir að ýmislegt væri gert til að reyna að fá sjóðina til að taka þátt. Fjórtán lífeyrissjóðir mynduðu síðar hlutafélagið Jarðvarma og keyptu u.þ.b. 25% hlut í félaginu af erlendum eigendum. Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn þess að líf- eyrissjóðirnir, eftirlaunasjóðir erfiðismanna taki þátt í samfélagslegum verkefnum sem mörg hver eru í senn líkleg til ábata fyrir sjóðina og til þess fallin að styrkja grunnstoðir samfélagsins. HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og hefur mikil tækifæri til þróunar og vaxtar. Eignarhald á fyrirtækinu skiptir því íslensku þjóðina miklu máli. Nýlega var hlutur Kan- adamanna 53% seldur fjölþjóðlegum fjárfestingarsjóði sem sérhæfir sig í kaupum á grunnfyrirtækjum. Líklegt er að nú þegar reynt er að troða þriðja orkupakkanum í gegnum þingið verði staða HS Orku notuð að pakkanum samþykktum til að pína Landsvirkjun til að selja eina eða fleiri virkjanir til þess að uppfylla skilyrði þriðja pakkans um samkeppni. Einnig er borðleggjandi að þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins sem auk þess er í einkaeigu getur á hvaða tíma sem er lagt sæ- streng milli Íslands og Evrópu án þess að spyrja nokkurn, nema þá sveitarfélögin þar sem strengurinn kemur á land og línan frá honum liggur. Öll von er þó ekki úti enn. Líf- eyrissjóðirnir fjórtán eiga nefnilega for- kaupsrétt að hinum nýselda hlut. Fjárfest- ingarþörf íslenskra lífeyrissjóða er rúmlega 100 milljarðar króna á ári. Sjóðirnir hafa átt í erfiðleikum með að fjárfesta innanlands og hafa því keypt hvert samkeppnisfyrirtækið af öðru s.s. í matvæladreifingu, olíu- og bens- ínsölu, tryggingum o.fl. Nú eiga lífeyrissjóð- irnir hins vegar leikinn. Á fréttaveitu Bloom- berg nýlega var hrein íslensk orka sögð arðvænlegasta fjárfestingartækifæri á Vest- urlöndum. Lífeyrissjóðirnir 14 geta því nú allt í senn, fjárfest í arðvænlegu fyrirtæki með bjarta framtíðarsýn, tryggt íslensk yfirráð yfir 3ja stærsta orkufyrirtæki landsins og tekið þátt í uppbyggingu og framtíðarþróun einnar af grunnstoðum íslensks þjóð- félags. Í leiðinni geta þeir bætt fyrir þau mistök að hafa ekki tekið þátt í kaupum HS Orku á sínum tíma. Ég skora á eigendur lífeyrissjóðanna, almenning, að krefj- ast þess að eftirlaunasjóðir í þeirra eigu nýti forkaups- rétt sinn að meirihluta í HS Orku. Ég skora einnig á sjóðina að þekkja nú vitjunartíma sinn og nýta þetta ein- staka tækifæri. Þorsteinn Sæmundsson Pistill Áskorun til lífeyrissjóðanna fjórtán Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Rekjavíkurkjördæmi suður. thorsteinns@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Það er ekki bara hér á landisem menn ræða hvort tak-marka eigi sölu og notkunflugelda. Í Noregi er nú rætt um það af fullri alvöru að banna með öllu sölu flugelda til almenn- ings. Áratugur er síðan Norðmenn stigu skref í þá átt með því að banna almenningi að kaupa og nota rak- ettur. Í maí hefur verið boðað til ráð- stefnu þar sem ýmsir norskir sér- fræðingar á sviði brunavarna og ör- yggismála almennt munu bera saman bækur sínar um reynsluna af rakettubanninu og ræða hvort alls- herjarbann við flugeldasölu til al- mennings eigi að vera næsta skrefið. Norska ríkisstjórnin hefur ekki markað slíka stefnu heldur segir að tillögur í þessu efni þurfi að koma frá öryggismálastofnuninni DSB, Di- rektoratet for samfunnssikkerhet og beredskap. Þar á bæ útiloka menn ekki að gerð verði tillaga um bann. Í Noregi eru reglur um sölu og notkun flugelda nokkuð frábrugðnar því sem hér tíðkast. Aðeins er heim- ilt að selja almenningi flugelda (að rakettum undanskildum) dagana 27. til 31. desember ár hvert. Og aðeins er leyfilegt að nota flugeldana á gamlárskvöld og fram til klukkan tvö á nýársnótt. Hér á landi beinist gagnrýni á flugeldanotkum einkum að meng- unarþættinum. Aftur og aftur hefur það gerst að loftgæði á fjölmennum þéttbýlisstöðum hafa verið undir heilsuverndarmörkum. Og fjölmenn- ur hópur fólks, sem á við lungna- sjúkdóma að stríða, verður að halda sig innandyra þegar allir aðrir eru að skemmta sér. Þá hefur hávaðinn frá sprengingunum mjög slæm áhrif á dýr. Í Noregi er það slysahættan af flugeldum sem er í brennidepli. Árið áður en raketturnar voru bannaðar slasaðist 221 af völdum flugelda þar í landi, sumir alvarlega. Um síðustu áramót voru skráð 65 slys af völdum flugelda. Það er 20% aukning frá árinu áður. Tólf manns leituðu á bráðamóttöku vegna augnskaða sem í fjórum tilvikum reyndist mjög al- varlegur. Í Noregi eru flugeldar skil- greindir sem hættulegt sprengiefni og blátt bann lagt við sölu þeirra til almennings 360 daga ársins. Í ljósi þessa finnst gagnrýnendum ein- kennilegt að leyfa ótakmarkaða notkun flugelda á þeim tíma ársins þegar stór hópur fullorðinna er að skemmta sér undir áhrifum áfengis og börn nálæg þegar sprengt er. Umræður um hættur sem stafa af flugeldum eiga sér stað víðar á Norðurlöndum. Ekki eru nema tæp þrjú ár síðan þrír létu lífið þegar flugeldaverksmiðja sprakk í loft upp í Danmörku. Fleiri slys hafa orðið þar í landi við meðhöndlun flugelda í geymsluhúsnæði og í verksmiðjum. Árið 2004 varð sprenging í flugelda- verksmiðju í Kolding, einn lést og sex slösuðust, 350 hús skemmdust og flytja þurfti 2.000 manns frá heimilum sínum. Frá öðrum löndum berast árlega fréttir af slysum af völdum flugelda. Í fyrra varð sprenging á flugeldamarkaði í Mexíkóborg, 30 létu lífið og 70 slös- uðust. Einnig slys hér á landi Hér á landi hafa á síðustu tíu árum orðið þrjú alvarleg flugeldaslys. Að auki hafa orðið minni slys og flug- eldar hafa orsakað gróðurelda. Það gerðist t.d. sjö sínnum frá 2007 til 2008. Einn viðmælandi Morgun- blaðsins segir að sumir innflytjendur flugelda hér á landi (þó ekki björg- unarsveitirnar) geymi þá ekki á öruggum stöðum, heldur jafnvel í bílskúrum í íbúðarhverfum. Af því getur stafað mikil hætta. Víðar er geymslu flugelda ábótavant. Í janúar 2013 kveikti barn óvart í flugeldum í geymslu á skemmtistað á Siglufirði á meðan barnaskemmtun stóð þar yf- ir. 120 voru á staðnum, stór hluti börn niður í þriggja ára aldur. Með snarræði tókst að forða öllum á brott og koma í veg fyrir stórslys. Von er á tillögum frá starfshópi umhverfisráðuneytisins um flugelda innan tíðar. Hefði hópurinn skilað tillögum fyrir 15. febrúar eins og honum var fyrirlagt hefði verið hægt að breyta reglugerð um flugelda tím- anlega áður en björgunarsveitirnar pöntuðu áramótaskammtinn, en það er gert í mars ár hvert. Það stefnir því í óbreytta „flugeldaveislu“ með tilheyrandi mengun og slysahættu enn ein áramótin. En fróðlegt verður að sjá tillögurnar sem gerðar verða. Norðmenn íhuga að banna flugeldanotkun AP Hættuástand Slökkvilið berst við eld eftir sprengingu í flugeldaverksmiðju í Kolding í Danmörku í nóvember 2004. Einn lést og sex slösuðust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.