Morgunblaðið - 02.04.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.04.2019, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 Ráð undir rifi hverju Það getur verið erfitt að komast leiðar sinnar í borginni, en pósturinn veit hvað hann syngur og kemst allt það sem hann vill á vélhjóli. Kristinn Magnússon Á undanförnum ár- um hafa ríkisútgjöld og ríkisumsvif aukist á ógnarhraða án þess að framleiðni í opinberum rekstri hafi aukist á sama tíma. Laun emb- ættismanna og opin- berra starfsmanna virðast oft á tíðum hafa hækkað sjálf- krafa og eru á ein- hverskonar sjálfstýringu án skyn- samlegra röksemda. Embættismannakerfið hefur blásið út og verið upptekið við að setja upp gífurlegt kerfi reglugerða og eftirlitsstofnana vegna EES í því skyni að aðlaga Ísland að reglu- verki ESB sem felur í sér enn meira ríkisbákn. Launakostnaður embættismanna og opinberra starfsmanna hefur hækkað veru- lega á undanförnum árum án þess að áþreifanlegur árangur sé sjáan- legur. Þá hefur það gerst þrátt fyr- ir að skattgreiðendur telji mik- ilvægt að fari saman aukinn árangur og hækkun launakostn- aðar. Það sem einkennir yfirleitt slaka stjórnmálamenn, stjórn- málaflokka og embættismenn eru skattahækkanir, aukning útgjalda og skuldasöfnun. Sjálfstæð hugsun og hagsmunir Íslands eru oft á tíð- um ekki settir í önd- vegi. Áður en yfirbygging opinbers rekstrar á Ís- landi veldur meiri út- gjöldum er nauðsyn- legt að hefjast handa við kerfisbundna hag- ræðingu í rekstri rík- issjóðs á öllum sviðum. Framúrskarandi fyrir- tæki eru flest með klóka stjórnendur sem ná því besta út úr starfsfólki og skila arðsemi í sínum rekstri. Innleiða þarf leikreglur einkarekstrar í op- inberum rekstri þar sem stöðugt er horft til betri rekstrar, betri stjórn- unar og verðmætaskapandi þjón- ustu sem eykur hag þeirra sem eiga og greiða fyrir þjónustuna sem aug- ljóslega eru skattgreiðendur. Setja þarf af stað öfluga fjármálasveit og hagræðingarsveit ásamt fram- úrskarandi teymum sem fara um allt ríkiskerfið og veita því nauð- synlegt aðhald. Mikilvægt er hefja sölu ríkiseigna s.s. eignarhluti rík- issjóðs í Landsbanka Íslands og Ís- landsbanka. Einnig er mikilvægt að hefja sölu á Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og Íslandspósti sem eru í samkeppnisrekstri á einkamarkaði. Fasteignir sem eru í eigu ríkissjóðs og hýsa ríkistofnanir þarf að setja í söluferli og ná meiri hagkvæmni í rekstri. Taka þarf upp virka eigna- endastöð og framundan er hagræð- ing í opinberum rekstri á öllum sviðum og lækkun skatta. Það er öllum ljóst að undanfarin ár hafa ekki verið nýtt til hagræðingar. Nú er kominn tími á niðurskurð á öllum sviðum opinbers rekstrar þar sem óskað er eftir betri og hagkvæmari rekstri að hætti hinnar hagsýnu húsmóður. Taka þarf íslenska embættismannakerfið til gagn- gerrar endurskoðunar þar sem aug- lýst verður eftir öflugum stjórn- endum á öllum sviðum sem vilja ná árangri fyrir Ísland og umbjóð- endur sína, íslenska skattgreið- endur. Mikilvægt er að embættismenn sem ráðnir eru til starfa gæti hags- muna Íslands og íslenskra skatt- greiðenda. Minnimáttarkennd og undirlægjuháttur gagnvart öðrum þjóðum er ólíðandi og mikilvægt er að þeir sem starfa í opinberum rekstri hafi trú á Íslandi og framtíð Íslands. Hagræðing og verðmætasköpun í opinberum rekstri er aðkallandi á öllum sviðum. Það er augljóst að mikilvægasta aðgerð í hagstjórn á Íslandi á næstu árum er að lækka útgjöld ríkissjóðs, auka framleiðni í rík- isrekstri og greiða niður skuldir. Auka þarf framleiðni og samkeppni í heilbrigðismálum og mennta- málum og ná þannig fram hagræð- ingu og samkeppnishæfni. Setja þarf forstjóra yfir útgjaldamestu málaflokka ríkisins og reka þá með tilliti til árangurs og áætlana um framtíðarárangur með meiri tekjum og lægri kostnaði. Fjárfestingar í útgjaldamestu málaflokkunum, heilbrigðismálum, samgöngumálum og menntamálum gera þá kröfu að fjárfestingar séu arðsamar með verðmætaskapandi stefnumörkun til lengri tíma og embættismenn og opinberir starfsmenn fái viðeigandi örvun. Meðferð fjármuna skatt- greiðenda þarf meiri aga, skipulag og verðmætasköpun. Nú þarf að taka upp lögmál einkarekstrar á flestum sviðum opinbers rekstrar þannig að samkeppni og verðmæta- sköpun aukist. Ísland er ríkt land og tækifærin óendanleg en þau verða ekki nýtt ef opinber rekstur kæfir íslenska hagkerfið og einka- rekstur. Yfirbygging í opinberum rekstri á Íslandi er of dýr og mik- ilvægt að byrja hagræðingu strax. Nú þegar hagkerfið kólnar kem- ur í ljós hverjir eru naktir á strönd- inni þegar fjarar frá en fréttir af því munu berast á næstu misserum ef ekki verða teknar stefnumark- andi ákvarðanir á næstu misserum um verulegan niðurskurð í opinber- um rekstri. Eftir Albert Þór Jónsson »Hagræðing og verð- mætasköpun í opin- berum rekstri er aðkall- andi á öllum sviðum. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðngur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Er „ríkisbáknið“ að kæfa einkaframtak og einkarekstur á Íslandi? stýringu á eignum ríkissjóðs og markaðsvæða starfsemi sem einka- aðilar geta sinnt betur og með meiri hagkvæmni. Mikilvægt er að hefjast handa strax með því að taka upp verð- mætaskapandi stjórnun í öllum rík- isstofnunum en þannig er hægt að hagræða og bæta rekstur. Í kjölfar- ið er hægt að lækka skatta og auka samkeppni sem bætir þjónustu og lækkar verð. Besta aðferð við markaðsvæðingu er að hafa hana einfalda og hefjast handa strax. Með sölu á eignarhlutum ríkissjóðs í ríkisbönkum sem eru að markaðs- verði í kringum 300 ma.kr. er ein- faldast að senda hverjum Íslendingi hlutfallslega eign sína í pósti en þannig væru ríkisbankar komnir í beina eigu landsmanna sem myndi auka samkeppni og einfalda rekstur þeirra. Í mörg ár hafa ákveðnir stjórn- málaflokkar til hægri talað um „Báknið burt“ en ríkisútgjöld hafa aukist um 170 ma.kr. síðastliðin 5 ár. Fasteignagjöld í Reykjavíkur- borg hafa t.a.m. hækkað um 91% frá árinu 2011. Það er alveg ljóst að hækkun skatta á Íslandi er komin á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.