Morgunblaðið - 02.04.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 02.04.2019, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 Hægt væri að leið- rétta búsetuskerð- ingar strax hjá um 250 öryrkjum af þeim rúmlega 1.000 ör- yrkjum sem urðu fyr- ir ólöglegri fjárhags- skerðingu vegna búsetu erlendis. Rík- inu ber skylda til að leiðrétta þetta strax hjá um 250 öryrkjum sem eiga engan rétt erlendis. Þá ber ríkinu einnig að byrja að borga öllum hinum ör- yrkjunum strax, en ekki frá 1. jan- úar 2020 eins og til stendur að gera. Í áliti umboðsmanns Alþingis kemur fram að skerðing vegna bú- setu hafi verið ólögleg og ríkis- stjórnin hefur viðurkennt að Tryggingastofnun ríkisins og úrskurðarnefnd velferðarmála hafi brotið lög á þessum öryrkjum og það allt að tíu ár aftur í tímann. Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra sagði varðandi bú- setuskerðingarnar að fjármögnun bóta fyrir þær skipti í sjálfu sér engu máli því um lögbundin rétt- indi væri að ræða sem ríkinu bæri að uppfylla. Þetta er þá bara lof- orð sem stendur, sagði fjár- málaráðherra á Alþingi, og þetta er krafa sem fólk á á ríkið og það reiknast af ríkissjóði, hvort sem menn hafa fjármagnað það sér- staklega eða ekki. Tryggingastofnun skal kanna hjá erlendum stofnunum hvernig staða öryrkja er erlendis og hvernig greiðslum til þeirra frá út- löndum er háttað. Það er skylda hennar. Umboðsmaður Alþingis sagði um búsetuskerðingarnar að lagaheimildir vantaði og því væru þær ekki í samræmi við lög. En er flókið að endurgreiða þetta? Lög eru brotin á ör- yrkjum en Tryggingastofn- un og ráðuneytið segja að það sé svo flókið að reikna þetta út. Getur einstaklingur sem brýtur lög gagnvart Tryggingastofnun ríkisins eða skattinum sagt: nei, ég ætla ekki að borga næstu 18 mán- uði eða svo af því að það er svo flókið fyrir mig að reikna þetta út? Nei, það er ekki hægt. Hvers vegna í ósköpunum er þá hægt að setja þetta þannig upp gagnvart veiku fólki? Þetta eru öryrkjar sem ekkert hafa brotið af sér en komið er fram við á þennan öm- urlega hátt fyrir það eitt að veikj- ast eða slasast. Sumt fólk hefur um 18.000 krónur á mánuði til lifa á. Það lifir enginn á því, heldur sveltur. Af hverju sér ríkisstjórnin ekki sóma sinn og borgar strax í dag? Það er búið að svindla á þessu fólki áratug aftur í tímann og það á inni háar upphæðir hjá ríkinu. Því er engin áhætta fólgin fyrir ríkið að borga strax. Öryrkjar í svona ömurlegri stöðu svelta og glíma við vannær- ingu, þunglyndi og kvíða. Hvað annað þarf að gera? Eftir hverju er verið að bíða? Þetta eru öryrkjar með börn og það fólk sem hefur það verst í samfélag- inu. Króna á móti krónu-skerðingar Í ræðustól Alþingis sagði Ásmundur Frið- riksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, að undirritaður og Ör- yrkjabandalagið hefðu fundi í samráðshópi um endurskoðun almannatrygg- ingalaga neitað að taka við 1,4 milljörðum sem væru í ríkissjóði. Þessa peninga á að nota í að draga lítillega úr krónu á móti krónu- skerðingunum gagnvart öryrkjum. Sagði Ásmundur að það væri mér og ÖBÍ að kenna að þessir fjár- munir skiluðu sér ekki til að minnka skerðingarnar. Ég hef aldrei neitað að taka við þessum 1,4 milljörðum króna og frábið mér að vera kennt um fjár- hagslegt ofbeldi. Þessar ömurlegu skerðingar eru á ábyrgð rík- isstjórna frá 2009. Núverandi rík- isstjórn hefur legið eins og ormur á gulli frá áramótum á 2,9 millj- örðum króna sem átti að fara í að minnka krónu á móti krónu- skerðingarnar um 25%. Upphaflega voru þetta 4 millj- arðar króna en ríkisstjórninni tókst að klípa af þessu 1,1 milljarð í síðustu fjárlögum og lækka þetta í 2,9 milljarða króna, eins öm- urlegt og það er. Um 7.200 öryrkjar fá sérstaka uppbót og allar skattskyldar tekjur skerða hana, t.d. dán- arbætur, sjúkrabætur og lífeyr- issjóðslaun. Þá skerðir séreign- arsparnaðurinn sérstöku uppbótina og tekur krónu á móti krónu bara af öryrkjum. Eftir skatta og krónu á móti krónu- skerðingu verð- ur ekkert eftir ef öryrki tekur út eina milljón króna í séreignarsparnaði. Ekki króna. Ríkisstjórnin hefur sparað sér um 20 milljarða króna á því að af- nema ekki ólög um krónu á móti krónu-skerðingar af öryrkjum, eins og var gert fyrir rúmlega tveim árum hjá eldri borgurum. Það er einnig fjárhagslegt ofbeldi varðandi lífeyrissjóðsskerðingar gagnvart öryrkjum, en ekki hjá eldri borgurum frá sama tíma. Fyrstu 50 þúsund krónur lífeyris- sjóðslauna öryrkja skila engu, ekki krónu. Þessu verður ekki breytt hjá ríkisstjórninni nema öryrkjar sætti sig við starfsgetumat, sem öryrkjar treysta ekki. Er einhver hissa á því traust öryrkja sé ekk- ert gagnvart ríkinu, miðað við það fjárhagslega ofbeldi með keðju- verkandi skerðingum á lífeyris- launum þeirra frá TR, lífeyris- sjóðum og öðrum tekjum undanfarna áratugi? Búsetuskerð- ingar og króna á móti krónu Eftir Guðmund Inga Kristinsson Guðmundur Ingi Kristinsson »Eftir skatta og krónu á móti krónu- skerðingu verður ekkert eftir ef öryrki tekur út eina milljón króna í sér- eignarsparnaði. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Gudmundurk@althingi.is Það eru sorgleg tíð- indi að á síðustu fimm árum greindust 175 einstaklingar að með- altali á ári með krabbamein í ristli og endaþarmi og 67 ein- staklingar dóu. Jafn- framt er miður að ný- gengi (greind tilfelli á hverju ári) virðist ekki vera að lækka síðan 2010, eins og flestir vonuðu. Hins vegar er vísbending um að nýgengi sé heldur að hækka nú allra síð- ustu árin (Krabbameinsskrá Ís- lands 2019). Ítarlegar tilraunir Þetta eru slæmar fréttir fyrir okkar fámennu þjóð ekki síst vegna þess að þessi krabbamein er hægt að fyrirbyggja með réttum skim- unaraðferðum. Því miður, þrátt fyr- ir ítarlegar tilraunir, hefur okkur ekki tekist að sannfæra íslensk heilbrigðisyfirvöld um markvissar aðgerðir til að hindra framgang þessa sjúkdóms. Skýrsla ristilskimunar Gert er ráð fyrir, með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar, að þetta krabbamein muni nær tvöfaldast til ársins 2060, ef ekkert verður að gert, og kostnaður verður þá rúm- lega 200 milljarðar íslenskra króna. Vel skipulögð skimun með rist- ilspeglun, þar sem mögulegt er að fækka þessum tilfellum um minnst 50%, mun kosta um 14 milljarða til 2060. Slík forvarnaaðgerð gæti sparað þjóðfélaginu um sextíu milljarða króna auk þess að minnka þjáningu, heilsumissi og dauðs- föll sem um munar (Skýrsla Ristilskim- unar 2015). Óskiljanleg tregða Ef flestar þjóðir heims koma slíkri fyr- irbyggjandi aðgerð í framkvæmd fyrir sitt fólk, sem byggð er á mörgum vísindalegum rannsóknum og telja hundruð þúsunda þátttakenda, þá á þetta ekki að vera vandamál fyrir okkur Íslend- inga. Það er erfitt að átta sig á þessari tregðu. Nefndarálit, þingsályktun- artillögur og álit nær allra sé- greinafélaga lækna og hjúkr- unarfræðinga í landinu hafa stutt aðgerðir í þessum efnum. Samt hefur ekkert gerst! Skimunarráð Skimunarráð hefur nú hafið störf og ber að fagna því. Nú í fyrsta skipti er vilji til að líta skimanir „alvarlegum“ augum í landinu, taka mið af alþjóðlegum leiðbeiningum og kröfum sem gerðar eru til skim- unaraðgerða hjá einkennalausum einstaklingum. Þær eru vandasam- ar og oft viðkvæmt inngrip í líf heilbrigðra einstaklinga. Þess vegna verður skimun að vera markviss, skilvirk og örugg aðgerð, þar sem þátttakandinn er aldrei skilinn eftir í óvissu. Ristilspeglun sem skimunaraðferð Í hartnær þrjátíu ár hefur verið rætt um skimun fyrir rist- ilkrabbameini á Íslandi. Stefnuleysi í þessum efnum hefur leitt til þess að ein skimunaraðferð hefur mark- visst þróast hér á landi og orðið að- gengileg fyrir fólk. Tæknileg upp- bygging hefur átt sér stað fyrir tilstuðlan lækna, þar sem vel þjálf- að starfsfólk (læknar og hjúkr- unarfræðingar) hefur sinnt kalli tímans. Á síðasta ári voru gerðar meira en sex þúsund skim- unarspeglanir hjá einkennalausum einstaklingum á landinu. Óhætt er að fullyrða að síðustu áratugina hafa flest krabbamein í ristli og endaþarmi svo og forstig þeirra (kirtilæxli) verið greind með ristilspeglunum. Skráning speglana og gæðavísar Óvissa um ábendingar, gæði og niðurstöður ristilspeglana er veru- leg, þar sem enn og aftur hefur ekki tekist að fá stjórnendur heil- brigðismála til að koma til móts við endurteknar óskir lækna um að skrá þessar rannsóknir á landsvísu. Tillögur um ábendingar, fram- kvæmd, eftirfylgni og gæðavísa hafa legið fyrir um langt skeið. Niðurlag Því hefur verið haldið fram að það sé í raun sama hvaða skim- unaraðferð sé notuð, þær séu allar gagnlegar. Besta aðferðin er samt sú sem fólk notar (góð þátttaka). Við erum engu að síðar að leita að betri aðferðum, þar sem saman fer mikil þátttaka og góður árangur. Það hefur orðið „vitundarvakn- ing“ hjá fólki varðandi forvarnir og heilsueflingu. Okkur ber skylda til að sinna þeirri vakningu af skyn- semi og kostgæfni. Máltækið „að hika er sama og tapa“ á vel við þegar fjallað er um þetta krabbamein. Látum hik ekki stöðva okkur. Ef þú ert um 50 ára eða eldri og hefur ekki farið í rist- ilskoðun, gerðu það fyrir þig og þitt fólk, sem þér er annt um. Vitund bjargar lífi Eftir Ásgeir Theódórs » Sorgleg tíðindi að á síðustu fimm árum greindust 175 ein- staklingar að meðaltali á ári með krabbamein í ristli og endaþarmi og 67 einstaklingar dóu. Ásgeir Theódórs Höfundur er læknir og sérfræðingur í heilbrigðisstjórnun. Það er ekki að ástæðulausu hversu óttinn um samdrátt í þjóðfélaginu er yf- irþyrmandi nú, eftir síðustu atburði í ferða- þjónustunni. Einkum eftir fall annars stærsta flugfélagsins í landinu. Menn fara mikinn um allt þjóðfélagið og í fjöl- miðlum og gera sér grein fyrir því að það verður að bregðast við tíðindunum. Fólk miss- ir störf sín unnvörpum innan ferða- þjónustunnar og margir sýnast á barmi örvilnunar. Samdráttur er sýnilegur innan ferðaþjónustunnar og raunhæf við- brögð við honum eru ekki verð- hækkanir innan hennar, heldur verðlækkanir og það svo um munar. Eða dettur einhverjum í hug að við- brögðin í samdrætti þessa þjón- ustustigs leiði til verðhækkana? – Samdráttur og lækkun á verði á hvers konar þjónustu eru óumflýj- anleg. Sýnileg dæmi Einstaka aðilar hafa þegar sýnt skynsamleg merki hvað þetta varðar og lækkað verð í sínum rekstri. Þannig hafði einn af þekktari veit- ingastöðum í Reykjavík, Þrír frakk- ar, forystu um lækkun verðlags um 30% – og við það jókst aðsókn að staðnum sömuleiðis um 30% að því er greint var frá í fjölmiðlum. Alveg nýlega mátti einnig sjá auglýsingu frá einu af hótelum mið- svæðis í Reykjavík um verð á gistinótt hjá sér á um 13 þús. kr. Þetta er viðsnúningur frá þeirri verðlagningu sem tíðk- ast hefur í miðborginni, sem hefur náð tugum þúsunda króna fyrir gistingu yfir nóttina á þessu rándýra svæði. Von- andi fylgja aðrir þessu fordæmi. Það mun reyna á ferðaþjónustuna jafnt og aðrar greinar atvinnulífsins við áfall sem þetta í fluggeiranum og starfsfólk sem á um sárt að binda meðan það bíður eftir nýjum atvinnu- tækifærum er þess ekki umkomið að glíma við aukinn kostnað í daglegum rekstri, svo sem matarinnkaupum eða á viðskiptasviðinu. Það á einnig við um allan almenning í landinu. Markaðurinn mun refsa Það er því ekki seinna vænna að herða róðurinn í átt til sanngjarnrar verðlagningar á hinum frjálsa mark- aði, sem verður að finna möguleika, einn og óstuddur, til að koma til móts við fólk í landinu, hvað varðar verð á hinum ýmsu sviðum þjónustunnar. Óstöðugleiki, jafnvel þótt aðeins sé um stundarsakir, á ekki að raska hlutföllum í verslunum og þjónustu svo um munar. Markaðurinn mun refsa þeim ótæpilega sem verðleggja sig fram úr öllu hófi, líkt og alltof mörg dæmi sanna, bæði hvað varðar einkaaðila jafnt og í opinbera kerfinu. Það fer því best á því að allur almenningur taki höndum saman um að sniðganga þær greinar þjónustu sem hann sér og finnur að nota enn tækifærið til að „krafsa í bakkann“ (ef svo má að orði komast) og halda hinu háa verðlagi sínu óbreyttu, vitandi að hægt er að gera betur, öllum almenningi til hags- bóta. Það er komið í ljós, að slaki í efna- hagslífinu gerir sömuleiðis kröfu um slaka i verðlagningu, sem er einasta ráðið til að mæta núverandi að- stæðum sem skapast hafa svo skyndi- lega og eru nú til umræðu og úrlausn- ar. Það á við um einstaklingana jafnt og heildina. Þetta er samofið þjóð- arhag. Lækkum verðið – núna er tækifærið Eftir Geir R. Andersen » Það er komið í ljós, að slaki í efnahags- lífinu gerir sömuleiðis kröfu um slaka í verð- lagningu, sem er einasta ráðið til að mæta núver- andi aðstæðum. Geir R. Andersen Höfundur er fv. blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.