Morgunblaðið - 02.04.2019, Síða 21

Morgunblaðið - 02.04.2019, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 ✝ ValgerðurBjörnsdóttir fæddist í Kross- holti í Kolbeinsstaðar- hreppi 15. mars 1929. Hún lést á Landakoti 18. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Björn Benediktsson, f. 16. maí 1886, d. 30. janúar 1966, og Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 25. maí 1895, d. 6. júní 1983. Systur Valgerðar eru Ingibjörg Björnsdóttir, f. 10. desember 1930, og Kristín Björnsdóttir, f. 15. september 1935. Þann 30. desember 1956 giftist Valgerður Eiríki Brynj- ólfssyni, f. 24. janúar 1930. Foreldrar hans voru Brynjólfur Valdimarsson, f. 1. janúar 1896, d. 19. desember 1973, og Lilja Eiríksdóttir, f. 25. júlí 1909, d. 17. apríl 1993. Valgerður og Eiríkur eign- uðust átta börn. 1. Lilja, f. 1956, maki Halldór Laxdal, f. 1953, börn þeirra eru a) Hild- f. 1966, börn a) Júlía, f. 1996, b) Arnar, f. 2002, og c) Hildi- gunnur, f. 2004. 7. Sigrún, f. 1967, maki Stefán Már Krist- insson, f. 1967, börn þeirra a) Kári, f. 2001, b) Freyja, f. 2003, og c) Eiríkur, f. 2006. 8. Birgir, f. 1969, maki Berglind Snorra- dóttir, f. 1970, synir þeirra a) Matthías, f. 1997, b) Oliver, f. 2001, og c) Kristófer, f. 2007. Valgerður ólst upp í Kross- holti við almenn sveitastörf. Hún fór í Húsmæðraskólann á Staðarfelli á Fellsströnd í Döl- um veturinn 1946-1947. Fluttist til Reykjavíkur og fór í vist hjá Valgerði Guðmundsdóttur og Jóni Kolbeinssyni. Þar sá hún um heimilið. Síðan fór hún að vinna á Gamla garði og starf- aði í eldhúsinu. Þá leigði hún herbergi hjá Oddnýju skóla- systur sinni og hennar manni. 1954 kynnist hún Eiríki á balli í Alþýðukjallaranum. 1955 fóru þau að búa saman, fyrst í Heiðargerði, lengst af bjuggu þau í Álftamýri og síðar í Hóla- bergi. Meðan börnin voru yngri sinnti hún uppeldi þeirra og heimilisstörfum. Eftir að börn- in uxu úr grasi starfaði hún á Borgarspítalanum út starfs- ævina. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 2. apríl 2019, klukkan 13. ur, f. 1974, maki Ingvar Ágúst Ingv- arsson, f. 1970, dóttir þeirra Hel- ena, f. 1999, b) Hilmar, f. 1982, maki Guðrún Ágústa Sigurðar- dóttir, f. 1986, dætur þeirra Freyja Sif, f. 2012, og Ásta Lilja, f. 2016. 2. Björn, f. 1958, maki Ásta Guðrún Guð- brandsdóttir, f. 1967, dætur þeirra a) Valgerður, f. 1992, og b) Lísbet Sigurlaug, f. 2000. 3. Brynjólfur, f. 1960. 4. Anna, f. 1961, maki Páll Pálsson, f. 1966, börn þeirra a) Ágúst, f. 1991, maki Guðlaug Péturs- dóttir, f. 1991, dóttir þeirra Emilía Eir, f. 2018, b) Bryndís, f. 1997. 5. Örn, f. 1963, maki Bjarnfríður Elín Karlsdóttir, f. 1965, börn þeirra a) Arna Björg, f. 1984, maki Sigurdór Steinar Guðmundsson, f. 1984, sonur þeirra Aron Breki, f. 2013, b) Stefán, f. 1989. 6. Ingi, f. 1966, maki Hrönn Jónsdóttir, Elsku mamma er fallin frá eft- ir löng og ströng veikindi. Margar minningar streyma í hugann um sterka og hlýja konu sem var alltaf til staðar fyrir börnin sín og setti þau alltaf í forgang. Hún var einstaklega vinnusöm og féll aldrei verk úr hendi; hún saumaði, prjónaði, eldaði, sinnti garðyrkjustörfum ásamt því að sinna okkur systk- inunum, átta talsins, sem getur ekki hafa verið auðvelt verk en sem hún innti svo vel af hendi. Hún vildi að við systkinin menntuðum okkur og temdum okkur góða framkomu, ekki síst við þá sem minna máttu sín en hún mátti ekkert aumt sjá. Mamma var sérlega gestrisin kona og alltaf voru allir vel- komnir á heimili okkar þrátt fyr- ir að oft væri þröng á þingi. Hún ólst upp á sveitabæ, elst af þremur systrum, sérlega ósér- hlífin og mjög ábyrg kona alla tíð sem speglaðist vel í því hvernig hún og pabbi héldu alla tíð vel utan um allan hópinn að mestu ein og óstudd þar sem for- eldrar beggja bjuggu úti á landi og litla hjálp var að fá. Hún var alltaf fyrst á fætur og síðust í háttinn á kvöldin því mörg voru verkin á stóru heimili. Ég held í raun að ég hafi verið komin yfir tvítugt þegar ég sá mömmu mína sofandi í fyrsta sinn sem segir allt sem segja þarf um ein- staka vinnusemi og dugnað hennar. En aldrei heyrði ég mömmu kvarta yfir peningaleysi eða úrræðaleysi heldur var hún einstaklega snjöll að láta enda ná saman. Ég er þakklát fyrir öll árin með mömmu og allt sem hún gaf okkur systkinunum, endalausa þolinmæði, ást og um- hyggju sem er gott veganesti inn í lífið. Hafi hún þakkir fyrir allt, minningin um elsku mömmu er ljós í lífi okkar. Sigrún. Ég er yngstur átta systkina og hlífði mamma mér oft við sendiförum út í búð. Var ég stundum kallaður dekraður af hinum en krúttipútt af mömmu sem gaf okkur systkinum okkar eigin gælunöfn. Mamma var allt- af að, baka, elda, prjóna og sauma föt en gaf sér alltaf tíma fyrir okkur. Eitt skiptið kom ég heim og sagði að strákarnir í íþróttum hefðu strítt mér á síðu nærbuxunum mínum. Mamma sagði mér strax að segja að þetta væru mínar síðu nærbuxur sem ég og gerði í næsta íþróttatíma. Eftir það minntist enginn á þetta. Í annað skiptið fundum við yngsta systir frosna dúfu á leið í sunnudagaskólann og hlupum heim með dúfuna. Þar fékk hún vetursetu í pappakassa í eldhús- inu og var sleppt út í garð undir vorið. Sveitastelpan mamma mátti ekkert aumt sjá og var sérstaklega mikill dýravinur. Einnig var mamma mjög tækni- sinnuð og var með þeim fyrstu í hverfinu að kaupa litsjónvarp en einnig keypti hún fyrstu leikja- tölvuna. Þá hvatti hún okkur bræður í félagi að kaupa fyrstu tölvuna sem kom á markað. Stundum fórum við í ferðalög og tjölduðum við úti í náttúrunni og ég svaf hjá mömmu sem kallaði mig litla hitapokann sinn. Mamma tók þátt í að stofna Handprjónasambandið, var úr- ræðagóð hagsýn húsmóðir og heimavinnandi þar til ég varð táningur. Mamma stóð alltaf með lítilmagnanum og var með ríka réttlætiskennd og fór á kostum t.d. þegar hún sá eitt- hvert foreldri vera að tuska til börn í búðum, þá stillti hún sér upp á áberandi stað, og leit út undan sér, og sagði allhátt yfir búðina að sumir ættu ekki að eiga börn, viðkomandi hætti allt- af samstundis. Ég dáðist að mömmu og finnst mér ég líkjast henni æ meir. Mömmu þótti sér- staklega vænt um þegar menn fóru ekki í manngreinarálit og nafngreindi stundum slíka menn sem hún hafði mætur á. Mamma var alltaf tilbúin að hjálpa öðrum og passaði barna- börnin mikið og voru börnin hænd að henni. Þannig fengu strákarnir mínir að njóta þess ríkulega. Þá var mamma vinur vina sinna, óeigingjörn, fórnfús og hjálpsöm. Hún naut ferða- laga, sólarinnar, barnabarna og samgladdist öðrum af innileika. Seinni árin fórum við í garða- skoðanir í London og París og naut mamma sín mjög vel þar enda mikil garðyrkjukona. Og þó að mamma hafi alið mig upp á lýsi og hafragraut þá var það ekki fyrr en nýlega að ég upp- götvaði að mamma borðaði ekki slíkt. Nýlega var mamma spurð að því, hvað væri mikilvægast í lífinu. Heilsan auðvitað svaraði mamma snaggaralega eins og ávallt, það er hægt að kaupa allt annað. Aðspurð um væntingar til barna sinna svaraði mamma að bragði: mikilvægast er að þau séu almennilegar manneskjur. Alla ævi hélt mamma húmornum og var snögg til svars og oft hnyttin. Eitt sinn kom læknir til mömmu og sagði: „Mikið lítur þú vel út“ og mamma svaraði að bragði: „Það hlýtur að vera skuggsýnt hér inni“ við hlátur viðstaddra. Nú teljast niðjar mömmu og pabba 30 talsins og hlýtur það að teljast góð ávöxt- un. Minning um sterka konu lifir og mun ég berjast áfram fyrir aldrað fólk og að það fái þá virð- ingu sem frumbyggjar þjóð- félagsins eiga skilið. Birgir, Berglind og synir. Elsku besta mamma mín er dáin. Orð fá því tæpast lýst hvernig er að missa móður sína, vin og alfræðiorðabók. Mæður eru bara bestu í heimi og í einu orði sagt ómissandi. Já, þó mamma hafi náð 90 ára aldri er mamma alltaf mamma. Þó hún sé löngu orðin amma og langamma þá var hún ómissandi hlekkur fyrir alla meðlimi í fjöl- skyldunni. Já, mamma var einstök kona. Á allan hátt jákvæð og réttvís og alltaf til staðar með ráðlegging- ar og almenna leiðsögn út í lífið. Mamma hvatti okkur systkinin alltaf til að gera það sem okkur langaði til. Við systkinin átta ólumst upp í Álftamýrinni í öruggri höfn. Mamma var alltaf heima og pabbi að vinna eins og siður var á þeim tíma. Heimilið var alltaf fullt af börnum hvort heldur sem það voru vinir eða nágrann- ar. Og ef veðrið var skelfilegt var stundum laumast í fótbolta í stofunni þegar mamma fór í búðina. Þegar þrengdi svo að í Álftamýrinni fluttum við upp í Hóla þar sem ungarnir byrjuðu að yfirgefa hreiðrið. En ávallt var komið við í mat og kaffi, annað kom ekki til greina. Það verður mikill söknuður að skemmtilegu kaffispjalli um allt og ekkert, hlýlegu brosinu og óendanlegri jákvæðni. Móðir mín hafði mikið dálæti á blómum og gróðri almennt og hafði einstaka natni til að halda þessu öllu á lífi. Það eru sem betur fer til margar góðar minn- ingar um ferðalög á blómasýn- ingar eða bara að liggja í sólinni á Benidorm. Síðasta ferðin til Noregs fyrir nokkrum árum er mér þó minnisstæðust þar sem mamma reif sig upp fyrir allar aldir til þess að rölta út í garð, sjá sólina koma upp og tína ber af öllum sortum beint upp í munninn. Hlý höndin strýkur vanga minn og hjartað fyllist hlýju. Minning vermir enn um sinn uns hittumst við að nýju. (Ö.E.) Mamma, ég mun sakna þín. Takk fyrir allt. Þinn „gersem- islegur“ Örn Eiríksson. Ég vil minnast tengdamóður minnar, Valgerðar Björnsdóttur, með örfáum orðum. Valgerður var mikill dugn- aðarforkur sem féll aldrei verk úr hendi og ekki var úrræða- leysinu fyrir að fara. Það gilti hana einu hvort einn eða tuttugu gestir komu. Hvort sem var matur eða kaffi, það breytti engu enda ýmsu vön, búin að ala upp átta börn og hugsa um barnabörnin og barnabarna- börnin. Hún var mjög dugleg að fylgjast með unga fólkinu sínu sem hún var afar stolt af, enda fjölskyldan henni afar mikils virði. Tvisvar sinnum hef ég þurft að yfirgefa heimilið mitt, fyrst í gosinu í Eyjum 1973 og svo þeg- ar bruninn var í Hringrás 2004. Þá var auðvitað farið upp í Hóla- berg þar sem Valgerður og Ei- ríkur tóku á móti okkur, litlu fjölskyldunni. Það var ekki mik- ið mál hjá þeim að bæta nokkr- um við á heimilið sitt. Valgerður var mjög dugleg að ferðast bæði innanlands og utan. Þetta kom berlega í ljós þegar ég fór yfir myndir af Valgerði hvað hún hefur ferðast víða, sem og hversu mörgum slæðum, í öll- um regnbogans litum hún skart- aði við ýmis tækifæri. Þetta var eins og í ævintýrabókum. Val- gerður í Vestmannaeyjum, Val- gerður í Hrísey, Valgerður á Patreksfirði, Valgerður í Gríms- nesinu. Hér eru bara nokkrir staðir nefndir og ævintýrin héldu áfram erlendis. Valgerður á Spáni, Valgerður í Noregi, Valgerður í Englandi, með Win- ston Churchill, já! hvern annan hitti hún á Madame Tussaud, Valgerður í Frakklandi, auðvitað á Café Flora í París í anda blómakonunnar og svo mætti lengi halda áfram. Nú er þessum ævintýrum lokið hér á jörð en þau halda kannski áfram á öðr- um stöðum. Um leið og ég kveð með hlý- hug tengdamóður mína, vil ég votta Eiríki, sem nú hefur misst lífsförunaut sinn, mínar dýpstu samúð sem og öðrum ættingjum. Hennar verður sárt saknað. Páll Pálsson. Stuttu eftir andlát ömmu sett- umst við systkinin niður og rifj- uðum upp gamlar minningar. Eins margar og þær eru, þá stóðu nokkrar mikið upp úr. Við vorum mikið hjá ömmu og afa, þá sérstaklega á okkar yngri árum. Nokkur skipti vor- um við send í heimsókn, þá sér- staklega þegar systir mín, Bryn- dís, var óþekk. Mamma labbaði með okkur inn og kvartaði í ömmu hvað hún Bryndís væri óþekk og ómöguleg. En sama hversu illa hún lét kom alltaf sama svarið frá ömmu: „Nei, ekki hún Bryndís mín.“ Það var svaka sport að fá að gista hjá ömmu og afa og oft var vælt um að fá að gista. Alltaf kom sama svar frá ömmu og afa: „Auðvitað megið þið gista.“ En þau fáu skipti sem foreldrar okkar sögðu nei kom alltaf sama svarið frá ömmu: „Hvaða hvaða, auðvitað mega þau gista, hvað er þetta?“ Svo var það Mackintosh- dollan (fjarsjóðskistan), sem var geymd hátt uppi svo maður náði ekki sjálfur í hana. Í þessari kistu var alltaf til nammi, ekki bara Mackintosh heldur blanda af alls konar sælgæti. Alltaf sást í soðinn fisk í plastskál fyrir utan hurðina í Hólaberginu, það var fyrir hverfiskettina sem voru í miklu uppáhaldi hjá ömmu. Svo heyrði maður stundum að sumir ná- grannarnir voru ekki alltof sáttir yfir því hversu góðan mat þeir fengu hjá ömmu, því þeir litu ekki við matnum heima hjá sér, vitandi af betri mat hjá ömmu. Amma og afi voru mjög dug- leg að styðja okkur hvort sem það var að koma á tónleika, kaupa klósettpappír eða einn og einn 500 kall fyrir standa okkur vel í skólanum. Það var alltaf jafn gaman að segja þeim nýjar fréttir því þau voru alltaf svo stolt af okkur. En líklegast er skrýtnasta uppáhaldsminningin mín morgn- arnir eftir gistingu. Þá fékk maður sér Cocoa Puffs sem amma hafði blandað með Cheer- ios-i. Þaðan var farið í stofuna og horft á Cartoon Network sem enginn nema amma og afi hafði aðgang að. Ef ég þurfti svo á ömmu að halda fór ég upp til hennar sem sat eða lá í rúminu að hlusta á útvarpið. Segja má að Hólabergið hafi verið mitt þriðja heimili, á eftir Kleppsveginum og Vestmanna- eyjum og eignaðist ég vini á öll- um þessum stöðum. Það kom fyrir að strákarnir í hverfinu komu til ömmu að spyrjast fyrir um mig og ég ekki á svæðinu. Það stoppaði ekki ömmu sem bauð þeim oft inn í kökusneið. Það leið ekki á löngu þar til tveir í hópnum voru farnir að kalla hana ömmu sína. Amma mín. Farin er hún amma mín sem öllum vildi gott. Sauð hún fisk í feita ketti það telst nú frekar flott. Cocoa Puffs með serjós’í þótti skrýtin blanda. Fjarsjóðskista með sykri í á sínum stað að vanda. Á meðan lá hún amma mín að hlust’á útvarpsfréttir. Vá hvað ég mun sakna þín en þessi minning léttir. (Ágúst Pálsson) Ágúst og Bryndís. Það eru 72 ár síðan við Valla útskrifuðumst frá Húsmæðra- skólanum á Staðarfelli. Þar kynntumst við haustið 1946 og sá vinskapur hélst alla tíð. Hitt- umst minna meðan börnin voru lítil en meira í seinni tíð. Við vorum 32 stúlkur á aldrinum 16- 23 ára víðs vegar af landinu sem vorum þar veturinn 1946-1947. Þegar við komum að Staðarfelli eftir rútuferð var dregið um með hverjum maður yrði í herbergi. Síðan var okkur skipt í eldhús- flokk og handavinnuflokk. Við lærðum á prjónavél, allar teg- undir saumaskapar og vefnað, þar sem við ófum m.a. dúka og gardínur og margt fleira. Það að vera á Staðarfelli var eins og eitt stórt heimili. Ágætir kennarar. Þó vorum við dálítið innilokaðar, því við fórum ekki frá Staðarfelli nema tvisvar sinnum þennan vetur. Þarna var auðvitað ekkert sjónvarp. Ein og ein átti lítið út- varp með batteríum og heyrðum m.a. tilkynnt þegar Hekla var farin að gjósa 31. mars 1947. Sími var opinn 1-2 klst á dag og var hringt stöku sinnum, ekkert verið að liggja í símanum. Það var slökkt á ljósavélinni kl. 22 á kvöldin og síðan kveikt á henni kl. 7 á morgnana. Við notuðumst við vasaljós og kerti þess á milli. Á kvöldin var saumað, prjónað og talað saman. Dansað og stundum spilað á grammófón. Eftir útskrift hitt- umst við á ca 5-10 ára fresti, mismunandi margar. Og um tíma voru nokkrar saman í saumaklúbb. Þetta eru minning- ar sem hafa lifað með mér alla tíð. Í seinni tíð hittumst við Valla oftar, fórum á kaffihús og í bíl- túra þar sem Eiríkur keyrði, okkur til mikillar ánægju. Þetta var góður vinskapur milli okkar Völlu. Ekki má gleyma því að börnin hennar hjálpuðu mér oft. Takk fyrir allt. Margrét Ólafsdóttir. Nú þegar við kveðjum Val- gerði viljum við krakkarnir í Álftamýri minnast æskuslóða. Við bjuggum í Álftamýri 24-30, og það var mikið um barnafólk í þessum fjórum stigagöngum, en engin var með eins mörg börn og Valgerður og Eiríkur. Þau bjuggu í stigagangi 26 á fjórðu hæð. Fimm drengir og þrjár stúlkur, allir í hverfinu vissu hver Eiríksbörn voru. Það var eins og ævintýri að koma inn á heimilið hjá þessari frábæru fjölskyldu. Þar var alltaf líf og fjör, það var svo magnað að þó svo að þau væru svona mörg þá voru alltaf allir velkomnir heim til þeirra. Það var eitt stráka- herbergi og eitt stelpuherbergi. Valgerður var alltaf svo kát og glöð og hló manna hæst alveg eins og börnin eru þekkt fyrir gleði og hlátur. Það var svo skemmtilegt að hringja dyra- bjöllunni og spyrja hvort Sigrún væri heima og ef ekki bað mað- ur bara um næsta og næsta þangað til maður hitti á ein- hvern sem var heima, þá opn- aðist og manni var boðið inn – þangað fór maður aldrei í fýlu- ferð. Við munum eftir Valgerði í eldhúsinu, alltaf með svuntuna að elda eða baka. Við fengum heitar kleinur og djús. Fjöl- skyldan var með þeim fyrstu í blokkinni sem fékk sér litasjón- varp. Svo skiptust þau hjónin á að koma út á svalir og kalla „Prúðuleikararnir“. Þá geyst- umst við krakkarnir upp á fjórðu hæð og ef þú varst ekki nógu fljótur að hlaupa þá fékkst þú stæði fyrir aftan sóf- ann. Það var setið í hverju horni og veitingar voru popp og djús og stundum fengum við heimagerða frostpinna. Okkur er það minnisstætt hversu gott skipulag var á heimilinu t.d. var stór kommóða á ganginum, þar sem hver og einn átti sína skúffu. Þau áttu Skoda og við krakkarnir sögðum „Skodi ljóti spýtir grjóti“ en systkinin sögðu „Skodi flotti spýtir gotti“. Það var tekið eftir því hversu vel upp alin, kurteis, skemmtileg og vinamörg systk- inin voru. Við þökkum Valgerði fyrir góðar æskuminningar og að hafa alltaf tekið svo vel á móti okkur krökkunum í blokk- inni. Guð blessi minningu henn- ar. Halldóra Sjöfn og krakkarnir í blokkinni. Valgerður Björnsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SVANHVÍT ELSA JÓHANNESDÓTTIR, Faxabraut 63, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum, Hrafnistu í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 21. mars. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 5. apríl klukkan 13. Erlingur Jónsson Ásgeir Erlingsson María Kristín Jónsdóttir Jóhanna Erlingsdóttir Jón Guðmar Jónsson Svanhvít Ásta Jónsdóttir Guðrún Sunna Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.