Morgunblaðið - 02.04.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 02.04.2019, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 ✝ Hebba Her-bertsdóttir fæddist 14. júlí 1931 í Reykjavík. Hún lést 24. mars 2019. Foreldrar Hebbu voru hjónin Herbert M. Sig- mundsson prent- smiðjueigandi, f. 20. júní 1883, d. 14. apríl 1931, og Ólafía G. Árnadóttir, f. 24. mars 1890, d. 25. október 1981. Systkini Hebbu voru Haukur, Hrefna, Héðinn, Hákon, Geir og Gerða og eru þau nú öll lát- in og var Hebba þeirra yngst. 10. ágúst 1957 giftist Hebba lyf- og lungnalækningum. Börn þeirra eru Ólafur Már, Gerða María og Kristín Hebba Dís. Hebba og Gunnar byggðu sér hús á Tómasarhaga 35 árið 1955 og bjuggu þar í tæp 50 ár. Þá fluttu þau í Þorragötu 7 í Reykjavík og bjó Hebba þar síðan ein eftir lát Gunnars til æviloka. Hebba lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar (Ingimarsskóla) 1948. Um haustið bauðst henni vinna við Borgarfógetaembættið í Reykjavík, sem hún stundaði síðan megnið af sinni starfsævi. Enn fremur vann hún við ræðuritun á Alþingi í nokkur ár. Síðar á ævinni sótti hún nám í Hamrahlíðarskóla, aðallega tungumál, sem hún hafði mik- inn áhuga á. Útför Hebbu fer fram frá Neskirkju í dag, 2. apríl 2019, klukkan 14. Gunnari Zoega, löggiltum endur- skoðanda, f. 7. mars 1923, d. 17. febrúar 2017. For- eldrar Gunnars voru Geir G. Zoega vegamálastjóri og Hólmfríður Zoega. Synir Gunnars og Hebbu eru: 1) Gylfi, prófessor við Háskóla Íslands, kvæntur Mörtu Guðrúnu Skúla- dóttur hagfræðingi. Synir þeirra eru Tómas Gylfi, Gunn- ar Snorri og Einar Skúli. 2) Gunnar Már, sérfræðilæknir í augnlækningum, kvæntur Ingu Sif Ólafsdóttur, sérfræðilækni í Í dag kveð ég kæra tengda- móður mína, Hebbu Herberts- dóttur, sem féll skyndilega frá sunnudaginn 24. mars, á sam- eiginlegum afmælisdegi okkar móður hennar. Hebba var einstök kona, sann- kölluð ættmóðir sem hélt utan um fjölskyldu og vini. Hún sá til þess að öllum liði vel, engan skorti neitt og var ávallt reiðubúin að rétta fram hjálpar- hönd. Sonum okkar Gylfa var hún afar góð og ekki síður skemmti- leg amma sem þeir syrgja sárt. Hebba var dugnaðarforkur og mikill töffari sem vílaði fátt fyrir sér. Gekk óhikað í verk og lauk þeim með stæl. Hún var afar skemmtileg og var oft mikið fjör í kringum hana. Hvar sem hún kom lýsti hún upp umhverfið, með gleði og skondnum sögum. Já, það var sjaldan lognmolla í kringum Hebbu. Hún hafði sterkar skoðanir á hinum ýmsu málefnum, sem hún lét gjarnan í ljós með hnyttnum tilsvörum og oftar en ekki tókst henni að snúa skoðun viðmælenda sinna. Hebba kunni að njóta lífsins og má segja að það hafi verið hennar leiðarstef. Hún naut þess að hitta fólk og fara á manna- mót. Þau Gunnar ferðuðust víða, bæði innan lands og utan. Sól- ríkar strendur í Suður-Evrópu voru gjarnan heimsóttar enda var hlýr andvarinn í miklu uppá- haldi. Eftir að Gunnar féll frá fyrir tveimur árum hélt Hebba ferðalögunum ótrauð áfram og var hún nýkomin heim frá Kan- aríeyjum, sæl og hress, þegar hún lést. Á sumrin dvöldu þau hjónin á Hellishól, austur í Laugardal, þar sem þau ræktuðu landið með miklum myndarbrag með aðstoð sona sinna. Þau tóku á móti gest- um, nutu veðurblíðunnar og björtu sumarnóttanna. Þaðan eigum við fjölskyldan góðar minningar um ótal gleðistundir sem nú er gott að hlýja sér við. Síðastliðin tuttugu ár hef ég notið þeirrar gæfu að hafa Hebbu sem hluta af lífi mínu. Hún hefur kennt mér margt, ekki síst að lífið er til þess að njóta þess og með það að leiðar- ljósi held ég áfram veginn. Hvíldu í friði, elskulega tengdamamma. Marta Guðrún Skúladóttir. Hebba tengdamóðir mín, þessi lífsglaða, hressa kona sem gerði ekkert með hangandi hendi, er fallin frá. Hver hefði trúað þessu. Nýkomin frá Tene- rife, þar sem hún átti frábærar stundir með nánum vinum. Myndir af henni á tónleikum í Hörpu, hlæjandi í góðra vina hópi og kát með fjölskyldunni og barnabörnunum tala sínu máli. Hebba fæddist í miðborg Reykjavíkur 1931 og er ein af þessum hörkuduglegu Íslending- um sem lögðu grunninn að því þjóðfélagi sem við þekkjum í dag. Hún vílaði ekki fyrir sér að vinna hörðum höndum, hún gerði ávallt sitt besta og hvatti aðra til þess sama. Hún var fjöl- skyldumanneskja, frændrækin og vinmörg. Hún var skipulögð og vinnusöm og maður smitaðist auðveldlega af hennar einstaka dugnaði og eljusemi. Ég kynnist Hebbu og Gunnari 1992 þegar við Gunnar Már vor- um að slá okkur saman og tók Hebba mér strax opnum örmum. Minningarnar streyma fram þegar ég hugsa til þessara 27 ára. Ég man konu sem var alltaf til í að gera sér glaðan dag, hitta vini, ættingja eða koma í kvöld- mat. Hún var kát og hress Reykjavíkurdama, vel tilhöfð og glæsileg. Mér eru minnisstæðar tónleikaferðir, kaffihúsahitting- ar, ferðir á Jómfrúna sem og ótal matarboð á heimili Hebbu og í Hellishól. Ég man konu sem ræktaði vini sína vel. Hún tók virkan þátt í starfi Hringskvenna og átti vini úr ýmsum áttum sem nú sakna vinkonu sinnar. Ég man konu sem elskaði sumarbústaðinn sinn, Hellishól. Hún vann hörðum höndum að því að rækta landið, planta og sá og er gróðurinn þar engu líkur. En hún kunni líka að meta þegar landið var grisjað og falleg tré fengu að njóta sín. Síðustu ár vorum við oft með fellihýsið okk- ar á grasblettinum fyrir framan bústaðinn hennar og krakkarnir voru fljót að læðast upp í hús til ömmu á morgnana til að fá sér „ömmu-cheerios“ eða biðja hana að baka vöfflur. Ég man konu sem var alltaf til í ævintýri og þurfti ekki að skipuleggja slíkt með löngum fyrirvara. Eftirminnileg er dags- ferð frá Laugarvatni að Hlöðu- felli og línuveginn niður á Þing- velli þar sem Hebba reiddi fram heitt kakó, rúgbrauð með silungi og aðrar kræsingar. Einnig ótal helgarferðir með þeim hjónum og heimsóknir þeirra til okkar í Edinborg og Uppsölum og svo mætti lengi telja. Ég man konu sem elskaði að ferðast og lærði bæði þýsku og spænsku á efri árum til að geta nýtt sér á ferðalögum. Síðustu árin voru árlegar ferðir í sólina á Spáni, Kanarí og Tenerife henni kærar. Þar naut hún þess að slappa af og eiga góðar stundir með vinum og kunningjum. Ég man konu sem var söng- elsk, spilaði á píanó og elskaði að hlusta á tónlist. Hún naut þess að fylgjast með tónlistarnámi barnabarnanna og hafði alltaf tíma til að hlusta á þau spila. Hún hafði gaman af lestri góðra bóka og missti ekki af sjónvarps- þáttum eins og Matador, Murder She Wrote eða Derrick. Ég man konu sem vildi gera hlutina vel. Hún átti fallegt heimili og hver hlutur átti sér sinn stað. Kveðjustundin var óviðbúin og okkur öllum þung- bær. Minningar um hugrakka og hjartahlýja konu lifa með okkur. Inga Sif. Í dag kveðjum við Hebbu sem var gift móðurbróður mínum Gunnari Zoëga, sem lést fyrir tveimur árum. Hebba var glæsileg, greind og skörp kona með ákveðnar skoð- anir, en ávallt var stutt í glettn- ina. Hún var Reykjavíkurdama sem ólst upp í Bankastræti, átti farsælt líf og dó á afmælisdegi móður sinnar. Það var alltaf hægt að hlæja með Hebbu. Ef maður hélt boð gætti maður að því að hún sæti nálægt píanóleikaranum, því hún elskaði tónlist og söng og fékk aðra gesti til að taka undir með sér. Þegar ég talaði við hana síðast ákváðum við að hittast og gera eitthvað skemmtilegt og það þyrfti að vera fyrir páska. Það verður mikill söknuður að Hebbu sem litaði umhverfi sitt af svo mikilli gleði. Sonum hennar, tengdadætr- um og barnabörnum vottum við hjónin okkar innilegustu samúð og þökkum fyrir allar okkar góðu stundir. Megi Hebba hvíla í friði. Bryndís Helga. Mig langar til að kveðja elsku- lega móðursystur mína með nokkrum orðum. Þar eð ég dvaldi stóran hluta ævinnar er- lendis, lágu leiðir okkar Hebbu allt of sjaldan saman. En þegar við hittumst fann ég ávallt frá henni óyggjandi velvilja og hlýju. Hið sama má segja um Gunnar, mann hennar. Ég er þakklátur fyrir þær góðu minn- ingar sem ég á um þau bæði. Samfundir okkar hin síðari ár voru oftar en ekki tengdir af- mælum eða veislum.Við slík til- efni var Hebba hrókur alls fagn- aðar og mikill gleðigjafi. Hún hafði auga fyrir hinu spaugilega og sagði skemmtilega frá. Og svo spilaði hún á píanó. Þá færðist nú fjör í leikinn! Það var aldrei lognmolla í kringum hana Hebbu. Hennar verður sárt saknað. Við Halla sendum Gylfa og Gunnari Má og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Herbert Haraldsson. Í dag verður jarðsungin góð kona, Hebba Herbertsdóttir. Ég var lánsamur að kynnast henni. Heimili þeirra hjóna var hlýtt og kærleiksríkt og var ég alltaf vel- kominn þangað, hvort sem það var í mat eða kaffi eða bara al- mennt spjall. Sögurnar voru skemmtilegar og eins voru þau áhugasöm um mína hagi, hvort sem það var um vinnuna eða um áhugamálin. Hebba hafði gaman af að ferðast og voru ferðasög- urnar sagðar með hlátrasköllum. Ég man vel eftir að koma fyrst á heimili þeirra á Tómasar- haganum og fá „the grand tour“. Stóru gluggarnir og húsgögnin heilluðu mig og svo náttúrlega risið, þar sem mágur minn Gunnar Már og páfagaukurinn Þröstur höfðu aðsetur. Útsýnið þar yfir Ægisíðuna og út á flóa var stórkostlegt. Ekki var síðra að koma í heimsókn eftir að þau fluttu á Þorragötuna. Þar fór vel um þau og var gaman að sjá hvað barna- börnin undu sér vel þar. Alltaf var til „ömmu-cheerios“ og kassi með blöðum, litum og leikföng- um var tekinn fram sem börnin gátu dundað sér endalaust við að leika með. Frá Hellishóli, sumarbústað þeirra hjóna á Laugarvatni, man ég góðar stundir. Vöfflurnar og pönnsurnar, myndirnar á veggj- unum, kamínan og pallurinn vekja góðar minningar. Alltaf var pláss fyrir mann við mat- arborðið þegar ég átti leið hjá. Kaffiboð og lambaveislur voru haldin af þvílíkri prýði á milli þess sem klippt voru tré eða grasið slegið. Gróskumeira og gróðursælla land hef ég ekki áð- ur séð. Gott var að gista í vill- unni eða fá að tjalda í lautinni. Allt var kyrrt og allt varð hljótt Miður dagur varð sem nótt Sorgin bjó sig heiman að Englar himins grétu í dag, í dag (KK) Ástvinum votta ég samúð mína. Jón Ari Ólafsson. Við kveðjum í dag Hebbu Herbertsdóttur, fjölskylduvin eins lengi og við munum. Hún var eiginkona Gunnars Zoëga móðurbróður okkar og stór hluti af fjölskyldu okkar alla tíð. Hún sýndi okkur systkinum ávallt mikla elsku og lét sig varða upp- eldi okkar og framtíð. Þegar pabbi okkar Gunnlaugur féll frá, alltof ungur að árum, tóku Gunn- ar og Hebba mömmu upp á arma sér og voru hennar bestu vinir og ráðgjafar alla tíð og ræktuðu jafnframt vináttu og tengsl okk- ar barnanna. „Gunnar og Hebba“ varð eins konar hugtak og þau fylgdu nánustu fjölskyldu okkar í gleði og sorg í gegnum allt lífið. Gunnar passaði upp á litlu systur sína Áslaugu, móður okkar, frá unga aldri og þau hjón stóðu ætíð saman á þeirri vakt. Þegar Gunnar féll frá árið 2017 studdu Hebba og mamma hvor aðra og voru fundvísar á eitt- hvað skemmtilegt að gera. Hebba var sérstaklega glæsi- leg kona, glaðlynd og félagslynd. Það var ekkert almennilegt partý nema Hebba væri til stað- ar með sinn glaðlega smitandi hlátur, enda aufúsugestur hvar sem hún kom. Ekki skemmdi þegar hún bauð til veislu og sett- ist við píanóið og „spilaði og söng“ ... og allir tóku undir. Hebba og mamma störfuðu lengi saman hjá Sýslumanninum í Reykjavík og þar þróaðist ein- stakur vinskapur samstarfs- kvenna. Hópurinn hittist enn, þótt allar séu nú hættar störfum, sumar fyrir áratugum síðan. Það var dýrmæt vinátta fyrir mömmu og Hebbu og samveran þeim báðum til mikillar gleði og eitthvað til að hlakka til í hverj- um mánuði. Hebba naut þeirrar gæfu að vera nokkuð frísk fram á síðasta dag. Það var henni líkt að vera nýkomin heim úr sólarlandaferð, njóta samvista með nánustu fjöl- skyldu og búa sig til heimfarar í eigin bíl þegar hún kenndi sér meins og lést stuttu síðar. Hún kvaddi eins og alltaf: með stæl! Hugheilar samúðarkveðjur til Gylfa, Gunnars Más og fjöl- skyldna við fráfall kærrar móð- ur, tengdamóður og ömmu. Hjá okkur systkinum lifa ljúfar minningar um góða vinkonu. Geir, Páll, Helgi og Hólmfríður. Hebba Herbertsdóttir Sigrún móður- systir talaði sjálf alltaf um sig sem frænku og ég held að ég hafi ekki einu sinni vitað hvað hún hét fyrr en ég var á unglingsárunum, hún var bara Frænka. Þegar ég var lítil var oft komið við hjá Frænku þegar fjölskyldan átti erindi á Akureyri. Ég var nú ekki alltaf ánægð með það því það þýddi alltaf langt stopp því alltaf þurftir Frænka að bjóða upp á kaffi og með’í, og við erum ekkert að tala um neitt eðlilegt magn af kaffi- brauði. Og svo var spjallað og spjallað, ekki alveg það sem krakki hafði í huga þegar farið var í bæjarferð. Með aldrinum fór ég þó að leggja leið mína til hennar sífellt oftar bæði ein og með fjölskyld- unni minni og alltaf var hlaðið borð af heimabökuðu kaffibrauði. Síðustu tíu árin eða svo hafa heimsóknirnar verið ansi tíðar og símtölin mörg. Þegar Frænka hætti að keyra bíl sjálf fórum við að fara saman í berjamó og í heimsóknir út á Dalvík. Hún var alltaf hamingjusömust í berjamó í fjallinu sínu, sagðist bara alveg geta hugsað sér að drepast uppi í fjalli. Ég lofaði henni þá að ég myndi rúlla henni niður hlíðina. Það er orðið langt síðan Frænka treysti sér í berjamó síðast en ég efast ekki í eina sekúndu að hún er nú þegar búin að finna sér laut í sumarlandinu og liggur þar með fötuna sína, kaffi á brúsa og kleinur í poka. Frænka var ein af þessum sterku, duglegu og hjálpsömu konum sem voru vanar að gera Sigrún Jónsdóttir ✝ Sigrún Jóns-dóttir fæddist 1. júlí 1927. Hún lést 13. mars 2019. Útför hennar fór fram 22. mars 2019. hlutina sjálfar og á sinn hátt. Sumir segja að það sé þrjóska en ég held að það sé stoltið og sjálfstæði íslensku alþýðukonunnar sem hafi einkennt hana. Elli kelling náði þó í skottið á henni og hún þurfti að fá sífellt meiri heimilisaðstoð. Fyrir nokkrum árum réði hún mig í vinnu – á hverjum mánu- degi í um tvö ár mætti ég upp í Einilundinn og þreif fyrir hana. Ég gerði mikið grín að þessum þrifum og sagðist vera að þurrka ósýnilegt ryk því sjaldnast var nú eitthvað að þrífa. Frænka var bara svo mikill snyrtipinni að það þurfti alltaf allt að vera spikk og span og það gat sko ekki hver sem er þrifið almennilega. Stund- um fórum við í bæjarferð og þær enduðu nánast undantekningar- laust á kaffihúsi þar sem Frænka splæsti í kaffi og köku. Okkur þótti marengskakan best. Ég fékk mörg símtöl sem byrj- uðu á – Freydís mín, máttu vera að því að líta aðeins til mín. Mér var það ljúft og skylt að hjálpa Frænku við að halda sjálfstæði sínu sem lengst hvort sem það við heimilisþrif, innkaup eða annað, en í vetur sem leið tók hún ákvörðun um að nú gæti hún ekki búið ein lengur, enda orðin rúm- lega níutíu og eins. Hún hafði alltaf sagt við mig að hún ætlaði ekki á elliheimili fyrr en hún væri búin að halda upp á níræðisaf- mælið sitt. Ég tók nefnilega af henni loforð fyrir nokkrum árum um að bjóða mér á kráarkvöld þegar hún flytti á Hlíð. Við náð- um einu kvöldi saman. Takk fyrir samfylgdina og vin- áttuna, elsku Frænka. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin en ég á eftir sakna þín. Freydís. Kær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERGLIND MAGNÚSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. mars. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 4. apríl klukkan 13. Heimir Baldursson Sigríður Hafdís Baldursdóttir Hlynur Hringsson Bára Baldursdóttir Huldís, Viggó, Eva og Ingvar Emil Ástkær faðir okkar, bróðir, afi og langafi, BJÖRN JÓHANNSSON rekstrartæknifræðingur, er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hugheilar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks 13G við Hringbraut, heimahjúkrunar og starfsfólks Heru fyrir góða umönnun og hlýju í okkar garð. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Birna Dís, Ingunn Hafdís og Anna Hjördís Elsku hjartans faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL BREKKMANN ÁSGEIRSSON frá Grundarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 30. mars. Útförin verður auglýst síðar. Ásdís Svala Pálsdóttir Magnús Daðason Páll Th. Pálsson Markan Alfa Lind Markan barnabörn, barnabarnabörn, systur og aðrir aðstandendur hins látna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.