Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Page 4
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2019
Eru Börsung-
ar í Messi?
Þetta er lélegasta Barcelona-liðsem ég hef séð lengi,“ fullyrtiskeleggur sparkskýrandi,
ættaður úr Húnaþingi, við mig í vik-
unni, eftir að hafa séð þá Börsunga
leggja Manchester United í Leik-
húsi draumanna í Meistaradeild
Evrópu. „Sko,“ hélt hann áfram.
„Rakitić og Arthur. Það eru menn-
irnir sem eru komnir í staðinn fyrir
Iniesta og Xavi – og standa þeim
langt að baki.“
„Alveg sammála. Og skilja ekki
Barcelona-hugmyndafræðina ná-
lægt því eins vel,“ bætti annar skel-
eggur sparkskýrandi við, ættaður úr
Breiðholtinu.
„Svo er Suárez ekki sami maður-
inn og hann var; orðinn gamall. Hafi
Barcelona einhvern tíma verið eins-
manns-lið, þá er það núna,“ gall þá í
málshefjanda. Og þá var hann ekki
að tala um Sergio Busquets. Með
fullri virðingu fyrir þeim ágæta
manni. Og öllu hans fólki.
Eflaust taka ýmsir undir með
þessum spekingum. Skarð Neymars
hefur aldrei verið fyllt í einni ógur-
legustu framherjaþrennu heims-
sparksins. Svo má rifja upp liðið, þar
sem hinn fjallhressi Samuel Eto’o og
Thierry Henry léku við hlið Lionels
Messi. Og svo var þar um tíma Ron-
ald nokkur -inho. Er nokkur búinn
að gleyma honum?
Gætu unnið þrefalt
En rykkjum nú aðeins í dragbeislin.
Þetta „lélega“ lið þeirra Börsunga
vann góðan sigur á United í átta liða
úrslitum meistaradeildarinnar og
mun að óbreyttu krúsa áfram í und-
anúrslit. Nema Óli Gunnar eigi þá
aðra kanínu í hatti sínum; úr sama
goti og þá sem hann sýndi heiminum
í París í síðustu umferð. Það er eng-
in leið að lesa í sólskinsbrosið á
Norðmanninum.
Og hvernig er staðan heima fyr-
ir? Jú, Börsungar eru með ellefu
stiga forskot á Atlético Madrid á
toppi deildarinnar, þegar aðeins sjö
leikir eru óleiknir, á tímabili þar
sem erkifjendurnir í Real Madrid
hafa verið með allt lóðbeint niðrum
sig.
Börsungar ruddu Real einmitt
úr vegi á leið sinni í úrslit
Konungsbikarsins, þar sem
Valencia bíður þeirra lok maí.
Þrennan er því vel í kortunum
ennþá.
Já, svona getur knattspyrnan ver-
ið skrýtin skepna.
Lionel Messi. Leiðin
liggur víst aðeins upp á
við úr þessu. Eða hvað?
AFP
Allt leikur í lyndi hjá hinu víðfræga knattspyrnu-
liði Barcelona sem er þungvopnað á þrennum
vígstöðvum á þessu vori. Ekki er sveitin þó að
heilla alla sparkspekinga með framgöngu sinni.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Ég hef alltaf átt dýr. Býsna marga ketti ogeinu sinni átti ég meira að segja hund.Ég hef þá kenningu að gæludýr geri fólk
betra og jafnvel mest óþolandi fólk hefur fengið
prik í minni bók ef það á gæludýr. Sérstaklega
ketti. Ég held að við hjónin höfum mest átt fjóra
ketti í einu og fannst það fullkomlega eðlilegt
ástand.
Kettir eru nefnilega svo meiriháttar dýr. Þeir
eru sérstakir. Stundum glaðir og gæfir en
stundum sérlundaðir og félagsfælnir. Alveg
eins og fólk. Það er sennilega það sem er
skemmtilegast við þá. Þeir hafa sinn sérstaka
karakter.
Litlikisi er þannig. Við fengum hann óvart,
eftir að dætur okkar ráfuðu inní íbúð á Dalvík
fyrir sex árum og gengu þar inná læðu með
kettlinga sem hún hafði gotið nokkrum dögum
fyrr. Þær féllu strax fyrir þeim eina ljósa í
hópnum og við sömdum um að við myndum fá
hann þegar hann væri tilbúinn.
Svo kom hann. Pínulítill og úfinn. Upphófust
hinar hefðbundnu umræður um nafn. Sumar
hugmyndirnar voru dálítið undarlegar. Dóttir
okkar var hörð á að hann ætti að heita Jón
Hólm Bergmann. Við hættum reyndar við það
þegar við áttuðum okkur á að hann myndi
sennilega alltaf verða kallaður Jón HB. Þannig
að hann var bara kallaðir litli kisi, til aðgrein-
ingar frá hinum ketti heimilisins. Svo bara fest-
ist það við hann.
Hann týndist þegar hann hafði verið hjá okk-
ur í nokkrar vikur. Óð út, eins og hann væri
heimsborgari, fríkaði út og endaði uppí Katt-
holti. Kom svo heim næsta dag með skottið milli
lappanna, í orðsins fyllstu merkingu og fór varla
útúr húsi eftir það. Ég held að ég geti fullyrt að
síðan hafi hann ekki farið lengra en tíu metra
frá húsinu, og þá bara ef Svanhildur var úti með
honum. Yfirleitt lét hann sér nægja að reka
trýnið útum gluggann og þefa af heiminum.
Svo er hann náttúrlega stórundarlegur. Sefur
helst alltaf ofan á ástkærri eiginkonu minni,
frekjast í fangið á henni þegar hún er að vinna
og drekkur helst bara úr baðkarinu. Annars
reynir hann helst að ná átján tíma svefni til að
geta staðið undir þessum vöktum í stofuglugg-
anum. Þar situr hann og horfir á fólkið og
fuglana. Það er sennilega aðalstarf hans.
En nú er hann týndur aftur. Og það er hræði-
legt. Við höfum leitað útum allt. Dreift aulýs-
ingum, gengið um götur um allan bæ með harð-
fisk í poka, kallandi á hann. Það er mögulega
ekkert sérlega svalt að ganga kallandi um göt-
ur, lyktandi eins og Kolaportið en það skiptir
ekki máli. Við verðum að finna hann.
Við höfum fengið mikla hjálp frá fólki sem
gerir sér grein fyrir því að það er stórmál að
týna ketti. Allir eru boðnir og búnir að hjálpa til,
líta inní bílskúra og opna kjallara. En það hefur
engu skilað.
Ég hef misnotað samfélagsmiðla, logið mig
inní Facebook-hópa til að getað birt auglýsingar
og talað um þetta í útvarpsþættinum mínum.
Og ég er ekki hættur!
Það er mögulega að renna uppfyrir ykkur
núna að ég er algjörlega samviskulaus þegar
um hagsmuni kattanna minna er að tefla. Þetta
er semsagt í raun bara ein stór auglýsing um
týndan kött. Og þetta er mynd af honum.
Ég skammast mín ekki neitt!
’Það er mögulega ekkert sér-lega svalt að ganga kallandium götur, lyktandi eins og Kola-portið en það skiptir ekki máli.
Við verðum að finna hann.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Leitin að Litlakisa
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.