Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 8
SAKAMÁL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2019
Þ
að getur margborgað sig að mæta í
afmælisveislur. Að því komst þýski
rannsóknarblaðamaðurinn og kvik-
myndagerðarmaðurinn Boris
Quatram í byrjun síðasta árs. Í
slíkri veislu hjá sameiginlegum vini var honum
skipað til borðs við hliðina á Ingvari Þórðarsyni,
kvikmyndaframleiðanda ofan af Íslandi. Þeir
voru lítillega málkunnugir og fóru að spjalla
saman.
„Ingvar fór að spyrja hvað ég væri að fást við
og fljótlega barst talið að gömlu óleystu saka-
máli á Íslandi, Geirfinnsmálinu, sem ég hafði
aldei heyrt minnst á. Málið vakti strax áhuga
minn, ekki síst eftir að Ingvar benti mér á, að
þýskur afbrotafræðingur, Karl Schütz hefði
verið fenginn til landsins til að aðstoða við rann-
sókn málsins,“ segir Boris gegnum símann frá
Berlín.
Boris hafði aldrei heyrt Schütz getið en fór í
framhaldinu að grennslast fyrir um hann. „Það
var ekki auðvelt að afla upplýsinga um Schütz
hérna í Þýskalandi; hann hefur verið hálfgerður
huldumaður en kom þó að mjög stórum málum
á áttunda áratugnum, eins og Der Spiegel-
málinu og Baader-Meinhof-málinu, sem bæði
vöktu athygli langt út fyrir landsteinana.“
Neistinn var tendraður og Boris las allt sem
hann komst yfir á ensku um hvarf Geirfinns
Einarssonar og dómsmálið sem stofnað var til í
kjölfarið, auk þess sem Ingvar útvegaði honum
þýðingar úr íslensku. „Þessi ráðgáta heillaði
mig. Það var að vísu ekki búið að sýkna hina
dæmdu í Hæstarétti á þessum tíma en samt lá í
loftinu að dómsmorð hafði verið framið. Allir
sem ég talaði við voru sammála um það. Fyrir
vikið var freistandi að hefja mína eigin rann-
sókn; fara til Íslands og sjá að hverju ég myndi
komast.“
Þegar hér er komið sögu lá fyrir að Boris ætl-
aði sér að gera heimildarmynd um málið. Hófst
þá leitin að sögumanni eða manni til að vera í
forgrunni myndarinnar og leiða rannsóknina
áfram. „Hvers vegna gerir þú það ekki sjálfur?“
spurði Ingvar sem áfram var með í ráðum og er
framleiðendi myndarinnar ásamt Júlíusi Kemp
fyrir Neutrinos Productions í Þýskalandi og
Kvikmyndafélag Íslands.
Til að byrja með þótti Boris það ekki góð hug-
mynd enda er hann vanari að vera fyrir aftan
tökuvélina en framan hana. Eftir að hafa hugs-
að sig vandlega um ákvað hann hins vegar að slá
til enda mælti margt með því að hann tæki hlut-
verkið að sér; hann var kominn vel inn í málið og
talar þýsku sem kom í góðar þarfir vegna að-
komu Karls Schütz.
Hitti allt að átta manns á dag
Boris flaug í fyrsta skipti til Íslands í júlí á síð-
asta ári í þeim tilgangi að setja sig betur inn í
málið. Hann hitti gríðarlega marga í þeirri heim-
sókn, allt að átta manns á dag, til að fá sem besta
tilfinningu fyrir framhaldinu. „Það sló mig strax
að allir Íslendingar þekkja til þessa máls enda
þótt hálf öld sé að verða liðin frá því að Geirfinn-
ur hvarf. Ungir sem aldnir. Nóg er að nefna
hann á nafn og þá tendrast fólk upp. Allir þekkja
söguna og hafa skoðun á málinu án þess að vita
fyrir víst hvað gerðist. Þetta er fáheyrt með
sakamál; alltént eigum við ekkert svona mál í
Þýskalandi – sem hvert mannsbarn þekkir. Auk
þess að rannsaka málið sjálfur var mér í mun að
halda þessu til haga, þessum brennandi áhuga
íslensku þjóðarinnar á máli sem legið hefur á
henni sem mara. Geirfinnsmálið hefur augljós-
lega djúpa þýðingu fyrir íslensku þjóðina.“
Svo er það landið sjálft. „Ég hafði ekki í ann-
an tíma komið til Íslands og féll strax kylliflatur
fyrir landinu; þvílík náttúrufegurð. Það er í
raun alveg sama hvar maður stillir myndavél-
inni upp, alls staðar er fallegt. Þessi áhrif lang-
aði mig að hafa í myndinni líka. Sterk saga,
sterkt myndefni.“
– Hvað finnst þér sjálfum um lögreglurann-
sóknina og niðurstöðu dómstóla?
„Það er alveg ljóst að eitthvað fór verulega
úrskeiðis. Því dýpra sem ég gróf þeim mun fleiri
þversagnir fann ég. Hvernig er hægt að reka
mál með þessum hætti þegar ekkert lík er til
staðar, enginn morðvettvangur og ekkert til-
efni? Bara játningar sem fengnar voru fram
með mjög vafasömum hætti og flestir geta verið
sammála um í dag að voru falskar. Það er í raun
magnað hvernig átt var við minni þessa unga
fólks og það sannfært um að það bæri ábyrgð á
glæpnum. Farið er yfir þetta í myndinni, meðal
annars með Gísla Guðjónssyni, réttarsálfræð-
ingi í Lundúnum, sem hefur sérhæft sig í fölsk-
um játningum. Ég ræði líka við aðstandendur
hinna dæmdu og tvö þeirra sjálfra, Guðjón
Skarphéðinsson og Erlu Bolladóttur. Þau sam-
töl höfðu djúpstæð áhrif á mig. Saga þessa fólks
er átakanleg, svo ekki sé meira sagt. Það var
ekki bara gæsluvarðhaldið og fangelsisvistin
heldur ekki síður viðtökurnar þegar hin dæmdu
komu aftur út í samfélagið. Þau voru útskúfuð.
Síðan hefur svona lagað ekki bara áhrif á hin
dæmdu heldur einnig fjölskyldur þeirra og ást-
vini. Það er svo margt rangt við það sem þarna
átti sér stað og greinilegt að réttarkerfið virkaði
ekki eins og það átti að gera. Það var mjög
hryggilegt fyrir mig að komast að þeirri niður-
stöðu en um leið hvati til að halda vinnu minni
áfram,“ segir Boris og bætir við að stórfurðu-
legt sé að Erla hafi verið skilin eftir þegar hinir
voru sýknaðir í fyrra.
Var lögreglan spillt?
Hann staldrar áfram við rannsókn lögregl-
unnar. „Svo virðist sem íslenska lögreglan hafi á
sínum tíma ekki haft neina burði til að rannsaka
svona stórt mál. Menn voru einfaldlega of ungir
og óreyndir. Það er annar möguleikinn. Hinn er
sá að lögreglan hafi vísvitandi beint rannsókn-
inni inn á ranga braut og þar af leiðandi fengið
ranga niðurstöðu. Var lögreglan spillt við rann-
sókn Geirfinnsmálsins? Og hverjum var þá ver-
ið að hlífa? Því get ég ekki svarað með vissu en
sem blaðamaður get ég heldur ekki útilokað
þennan möguleika. Við rannsókn eins og þá sem
ég stunda í myndinni er þó brýnt að halda sig
við staðreyndir. Það er í raun mottó myndar-
innar. Það er nefnilega auðvelt að tapa sér í
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Hví kólnaði slóð elskhugans?
Skandall, glæný heimildarmynd í fjórum hlutum um Geirfinnsmálið, kemur inn í Sjónvarp Símans Premium á þriðjudaginn.
Höfundur hennar, þýski blaða- og kvikmyndagerðarmaðurinn Boris Quatram, segir í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðs-
ins, mörgum spurningum ósvarað og veltir fyrir sér hvers vegna maður sem lögregluskýrslur staðfesta að hafi haldið við eig-
inkonu Geirfinns hafi ekki verið rannsakaður betur. Við gerð myndarinnar fann Boris þennan Íslending í Þýskalandi.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’ Það er alveg ljóst að eitthvaðfór verulega úrskeiðis. Þvídýpra sem ég gróf þeim munfleiri þversagnir fann ég.
Hvernig er hægt að reka mál með
þessum hætti þegar ekkert lík er
til staðar, enginn morðvett-
vangur og ekkert tilefni?