Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 13
14.4. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 vatni. Bara ekki. Klíníkin hefur ekkert að gera með þau réttindi sjúklinga sem Alþingi skapaði. Það er okkur sem þjóð óásættanlegt að fara þannig með almannafé að við veljum lausn sem er dýrari og skapar notandanum, þ.e. sjúklingn- um, augljóst óhagræði. Átaksverkefni síðustu þriggja ára hefur ekki skilað því sem lagt var upp með, þ.e. að útrýma biðlista í liðskiptaað- gerð. Það var markmið átaksverkefnisins. Það er ríkinu dýrt að láta þennan sjúklingahóp bíða, en oftast er það sjúklingnum sjálfum dýrast í formi skertra lífsgæða sem á stundum sjúkling- urinn nær ekki að vinna tilbaka nema að hluta eftir aðgerðina,“ segir hann. „Það eru rannsóknir sem sýna tengsl á milli óeðlilega langs biðtíma og lélegri árangurs að- gerðar. Það er því flestum ljóst að tímabundinn samningur um þennan þátt heilbrigðisþjónust- unnar væri heillaskref fyrir þennan sjúklinga- hóp þannig að upphaflegu markmiði átaksverk- efnisins mætti ná innan fyrirsjáanlegrar framtíðar. Samningur yrði síðan óvirkur ef bið- tími opinberu sjúkrahúsanna væri orðinn ásættanlegur. Við verðum að temja okkur þá hugsun að hagsmunir sjúklingsins komi fyrst,“ segir Hjálmar. „Það er glórulaust af ríkinu að leggja það á sjúklinginn að fara út í aðgerð og eiga svo erfiða heimferð í væntum. Þetta veldur því einnig að ekki er samfella í þjónustunni og það setur sjúklinginn í erfiða stöðu. Hann er að fara í stóra aðgerð, mætir út, hittir skurðlækninn og hann sker samdægurs, eða daginn eftir. Hvað ef sjúk- lingi líst ekki á hann? Svo þegar hann kemur heim og eitthvað kemur upp á hefur hann enga möguleika á að hafa aftur samskipti við sinn skurðlækni. Hann er í allt öðru landi,“ segir Hjálmar og bendir á að í sumum löndum séu ekki notaðir sams konar gervi- liðir og á Íslandi. Ef eitthvað kemur upp á er því erfitt fyrir íslenska lækna að hjálpa til. „Þá eru ekki til réttu verkfærin, ekki til vara- hlutir. Hvað ætlar þú að gera þá?“ Keyrði sjálfur rútuna Hjálmar segir þrjá heilbrigðisráðherra hafa haft þetta mál á sínu borði, Kristján Þór Júl- íusson, Óttar Proppé og núverandi ráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. „Ekkert af þeim leysti þennan hnút. Við höf- um haft óbreytt verð frá upphafi eða 1.200.000 krónur á aðgerð, hvort sem um er að ræða lið- skipti á mjöðm eða hné. Úti, ef reiknaður er ferðakostnaður og aðgerðin, er þetta í kringum tvær milljónir ef við miðum við Svíþjóð. Tæp- lega helmingi dýrara,“ segir Hjálmar sem fór eitt sinn sjálfur til Svíþjóðar með fimm sjúk- linga. „Ég fór út og keyrði sjálfur rútuna. Við vorum ekki með fimm fylgdarmenn heldur var ég skráður sem fylgdarmaður auk tveggja hjúkrunarfræðinga sem fylgdu með. Þannig spöruðum við tvo fylgdarmenn. Þegar ég reiknaði þetta allt saman var útkoman sú að ég hefði getað gert níu og hálfa aðgerð í stað fimm ef ég hefði bara keyrt rútuna í Ármúla 9, í stað þess að enda í Suðvestur-Svíþjóð,“ segir hann. „Ef maður tekur þetta enn lengra og hugsar um ríkisbókhaldið þá kostar það tvær milljónir að fara út með öllu; aðgerð, ferðakostnaður og fylgdarmaður. Þegar ríkið leggur til þessar tvær milljónir fyrir aðgerð úti fær það til baka flugvallaskattinn. Það er engin önnur skatt- heimta sem kemur til baka af þeim peningum. Þegar þú leggur 1,2 milljónir í Ármúla 9, eða hvaða stað sem það væri, þá koma til baka í fyrstu umferð skatta strax um 500 þúsund krónur. Virðisauki af öllum vörum sem notaðar eru í aðgerðina plús tekjuskattur. Þá sér maður að þetta er enn meiri munur. Fyrir utan það þá eigum við að halda þekkingunni í landinu. Og þetta er bara peningahliðin en ekki sú hlið sem snýr að líðan sjúklinganna,“ segir hann. „Svo er auðvitað fáránleikinn fullkomnaður með því að sjúklingarnir sem fara út enda í einkafyrirtæki úti,“ segir Hjálmar. „Flestir hafa farið í aðgerð á einkasjúkrahús- inu Capio Movement í Halmstad í Suðvestur- Svíþjóð sem er hluti af risastórri samsteypu og þetta er minn gamli spítali,“ segir Hjálmar og tekur fram að hann eigi ekkert í þeim spítala sjálfur og hafi enga hagsmuni af því að senda fólk þangað. Tveir biðlistar í gangi Hjálmar telur afar mikilvægt að áformin séu skýr, þannig að óvissu um hvert framhaldið er sé eytt án tafar. „Þegar fólk kemur hingað í viðtal og ákvörð- un hefur verið tekin um aðgerð fær það strax að vita hvaða dag aðgerðin verður gerð. Þegar fólk fer á biðlista fer allt líf fólks í bið. Það kemur upp kvíði og óvissa og fólk veit ekki hve lengi það þarf að bíða.“ Ef ég þyrfti á aðgerð að halda og færi til læknis á Landspítalanum, hvað þyrfti ég að bíða lengi eftir aðgerð? „Ég sé mjög reglulega bréfin sem Landspít- alinn sendir á sjúklingana. Það er send tilvísun frá heimilislækni eða öðrum sérfræðingum inn á Landspítala og oftast tekur það einn til þrjá mánuði að senda sjúklingnum bréf um að tilvís- unin sé móttekin. Ég fylgdist vel með þessu á síðasta ári. Í upphafi árs komu sjúklingar til mín sem sýndu mér bréf sem í stóð: Við höfum móttekið tilvísun þína. Frá og með dagsetningu þessa bréfs áttu von á að vera kallaður í viðtal eftir 4-6 mánuði. Þannig var það á fyrri hluta 2018. Um sumarið voru þetta 6-8 mánuðir og um haustið voru þetta 8-10 mánuðir. Þetta var bara biðin eftir við- talinu og þá er viðkomandi ekki enn þá kominn á biðlista fyrir aðgerð. Það er einnig misskilningur að það sé einn biðlisti á Landspítalanum, hann er alls ekki einn. Það er biðlisti hvers læknis; sumir hafa langa biðlista en aðrir styttri. Ég hef heyrt ótrúlegar sögur, til dæmis af fólki sem hefur verið á bið- lista hjá lækni sem hefur síðan hætt. Viðkom- andi þarf þá vinsamlegast að byrja upp á nýtt hjá öðrum lækni og virðist þannig Landspít- alinn firra sig ábyrgð á stöðu sjúklingsins, sem er algjörlega út úr korti.“ Litið á mig sem vandræðagepil „Ég hefði aldrei trúað því þegar ég ákvað að flytja heim að hlutirnir myndu vera svona, og kannski er maður bara svo barnalegur, en ég hélt í alvörunni að ég væri að koma heim til að hjálpa til. En í staðinn er litið á mann sem vand- ræðagepil fyrir að vera að hrista upp í kerfinu,“ segir hann. „Það er ekki létt að sitja fyrir framan fólk sem er gjörsamlega örvilnað í sinni stöðu og hefur ekki möguleikann á að fara út og er að reyna að skrapa saman pening til að geta komið hingað í aðgerð af því það getur ekki beðið leng- ur. Þetta er fólk sem búið er að borga sína skatta og vinna hörðum höndum og ríkið getur ekki gert neitt. Ég held að fæstir skilji hvað við erum að senda fólk út í,“ segir hann. „Ég segi oft tvær sögur svo hægt sé aðeins að skilja þetta, þó svo maður geti svo sem aldrei sett sig í þessi spor fullkomlega. Ímyndaðu þér einstakling sem er í kringum sextugt og er með grunnskólamenntun og hefur unnið allt sitt líf erfiða líkamlega vinnu. Svo bregst mjöðmin eða hnéð. Þú getur ekki sinnt áfram þessari erfiðu vinnu. Þá ferðu á bið í eitt til tvö ár og færð sjúkradagpeninga. Hvaða líkur heldur þú séu á því að fólk komist aftur út á vinnumarkaðinn? Þær eru nánast núll. Þá er þetta fólk komið á örorkulífeyri fyrir aldur fram og svo á mjög lé- legan ellilífeyri af því það tapar þessum síðustu árum,“ segir hann. „Hin sagan er um ekkju á áttræðisaldri sem er við góða heilsu og býr ein. Svo fer mjöðmin og hún bíður í eitt til tvö ár eftir aðgerð. Á þeim tíma minnkar hreyfigeta hennar þannig að hún getur ekki lengur séð um sig sjálf og endar inni á hjúkrunarheimili. Hún hefði kannski getað séð um sig sjálf í fimm til tíu ár í viðbót ef hún hefði komist innan eðlilegs biðtíma í aðgerð,“ segir Hjálmar og spyr hvers konar rugl þetta sé. Blaðamanni verður fátt um svör. Morgunblaðið/Ásdís ’Ég hef aldrei heyrtnein rök sem haldavatni. Bara ekki. Klíníkinhefur ekkert að gera með þau réttindi sjúklinga sem Alþingi skapaði. Það er okkur sem þjóð óásætt- anlegt að fara þannig með almannafé að við veljum lausn sem er dýrari. Sjúkratryggingar Íslands hafa tek- ið saman upplýsingar varðandi ferðir utan í liðskiptaaðgerðir.  Árið 2018 fóru 25 manns í lið- skiptaaðgerðir erlendis.  Heildarkostnaður var 44.862.302 á árinu 2018, meðalt. 1.794.492 á aðgerð.  17 manns hafa nú þegar sótt um að komast utan í liðskipta- aðgerð á árinu 2019.  Flestir fara til Norðurlanda. Aðgerðir erlendis

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.