Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Page 15
’Fjórum dögum fyrir fyrir-hugaða aðgerð fékk ég tölvu-póst frá sjúkrahúsinu úti þar semþeir segjast ekki treysta mér til að fara í aðgerð vegna þess að ég væri á blóðþynningu, með of háan blóðþrýsting og fleira var ekki í lagi sem virtist vera bein afleiðing mikillar biðar. Í tvö ár var hinn 71 árs Sigurður Sigmanns-son með stigversnandi verki í hné. Undirþað síðasta gat hann varla stigið í fótinn og gekk sárkvalinn við hækjur. Hann er einn af mörgum Íslendingum sem lenda á löngum bið- listum; fyrst eftir viðtali við lækni og svo eftir aðgerð. Á meðan var líf hans í biðstöðu, lífs- gæðin minnkuðu, hann þurfti að hætta að vinna og hinn stöðugi verkur minnti sífellt á sig. Sig- urður gafst að lokum upp á biðinni og borgaði sjálfur aðgerð á Klíníkinni; aðgerð sem hann vill fá endurgreidda. Hann tekur fram að þetta snú- ist fremur um réttlæti en peningaupphæðina. Bein í bein Saga hans er líklega svipuð sögum margra ann- arra. Árið 2016 fór Sigurður að finna til í hægra hné og fór hann í aðgerð í Orkuhúsinu í október 2017 en þá var gerð tilraun til að bjarga hnénu. „Það mistókst og var þá talað um að þyrfti að skipta um helming af hnénu. Svo beið ég og beið því ég fékk ekki tíma hjá lækni fyrr en í sept- ember 2018. Og það var bara tími í viðtal á Landspítalanum,“ segir Sigurður sem beið því í tæpt ár eftir þessu viðtali. Á meðan versnaði hnéð og líðanin til muna. „Í viðtalinu hjá lækni á Landspítalanum var mér sagt að það þýddi ekkert að setja hálft hné held- ur þyrfti að setja upp heilt því þetta var orðið svo slæmt. Þetta hafði verið bein í bein í neðri hluta hnésins en á þessu ári sem ég beið var þetta orðið bein í bein á efri hlutanum líka. Það var allt brjósk horfið þegar ég loks fékk viðtalið og myndatökuna,“ segir Sigurður sem segist hafa upplifað mikla verki og mjög skert lífs- gæði. „Mitt áhugamál er golf en ég hef ekki getað spilað golf í tvö ár. Ég var kominn á tvær hækj- ur. Þarna var mér sagt að ég þyrfti að bíða í hálft ár í viðbót eftir aðgerð. En af því að lögin eru þannig að ef fólk þarf að bíða í meira en þrjá mánuði þá má sækja um að fara til útlanda og ég ákvað að gera það.“ Langa biðin og blóðtappi Til þess að sækja um aðgerð erlendis átti Sig- urður að skila vottorði til Sjúkratrygginga Ís- lands (SÍ) og fá þeirra samþykki fyrir að greiða ferðina og aðgerðina erlendis. Sigurður sendi Árna Þór Finnssyni lögfræð- ingi hjá SÍ eftirfarandi skilaboð í tölvupósti: „Er eitthvað að frétta af því hvenær hægt sé að fá að fara út í aðgerð? Ég er orðinn svo slæmur að ég get varla stigið í fótinn. Hef aldrei verið svona bólginn.“ Árni svarar honum að senda þurfi sjúkra- skrár frá læknum sem komið hafa að málinu og byrjar Sigurður það ferli með því að fara á bæklunardeild LSH í Fossvogi til að fá gögn þaðan, en þar var honum sagt að þau gætu ekki útvegað honum þau gögn. Þetta svar kom t.d. frá yfirlækni bæklunardeildar Landspítalans: „Því miður hefur verið tekin sú ákvörðun hér að fylla ekki út þessi vottorð, né hafa milligöngu í þessum málum. Hins vegar hafa ritararnir okk- ar sent staðfestingu á biðtíma og ég skal sjá til að það verði gert.“ Sigurður segist ekki skilja hver hafi fyrir- skipað að læknar þar mættu ekki skrifa upp á þessi vottorð. Þannig þurfti Sigurður sjálfur að ganga á milli lækna til að fá uppáskrifað vottorð um að hann væri með ónýtt hné og tók það nokkurn tíma, eða um mánuð. Það tókst þó um síðir að fá þau gögn. Einnig þurfti hann að út- vega sjúkrasögu frá Gauta Laxdal lækni í Orku- húsinu sem hann gerði. Það skal tekið fram að öll þessi gögn voru fyrir hendi hjá Sjúkratrygg- ingum Íslands. Sigurður hafði þá samband við Árna hjá SÍ, sem leiðbeindi honum áfram en Sigurður þurfti þá sjálfur að sækja sín gögn og koma þeim til þeirra. Sigurður útskýrir málið. „Þetta var langt ferli; frá því að ég sótti um og þar til að ég átti að fara út. Í ágúst fékk ég blóðtappa í hnésbótina út af þessari bið. Hnéð hafði bólgnað svo mikið og ég var með mikinn bjúg. Ég var settur á blóðþynningu vegna blóð- tappans. Áður þurfti ég að fara hálfsmánaðar- lega að láta tappa vökva af hnénu en eftir að ég var settur á blóðþynningu var það ekki hægt. Mér var að vísu ekki sagt það, fór til læknis sem tappaði af og þá fór að blæða inn á liðinn. Ekki var það til að bæta hlutina.“ Ekki treyst í heimferð „Þegar ég var búinn að fá leyfi frá Sjúkratrygg- ingum Íslands til að fara út fékk ég uppgefnar nokkrar sjúkrastofnanir erlendis sem SÍ hefur samning við og þar fór dálítill tími í undirbún- ing. Mig vantaði smá leiðbeiningar við þetta ferli og leitaði ég til heimilislæknisins sem vildi allt fyrir mig gera en var sjálfur ekki kunnugur ferlinu. Hann hafði þess vegna samband við bæklunarlækninn Hjálmar Þorsteinsson hjá Klíníkinni sem þekkti þessi mál og bað hann að aðstoða með ferlið. Hjálmar sendi beiðni til SÍ um aðgerð erlendis fyrir sjúkling en til vara að fá að gera þetta sjálfur á Íslandi en því var synj- að í bréfi dagsettu 12. nóvember 2018. Hann er ekki með neinn samning við Sjúkratryggingar Íslands,“ segir Sigurður að sér hafi verið tjáð í bréfinu. Þessu svari til Hjálmars Þorsteinssonar fylgdi einnig blað með samþykki fyrir aðgerð og greiðsluþátttöku SÍ fyrir aðgerðinni erlendis. Úr varð að Sigurður ætti að fara til Stokkhólms í aðgerðina þann 17. desember 2019. „Ég fékk svo leyfi til að fara út og pantaði flugmiða sjálfur, beiðni var komin frá Sjúkra- tryggingum Íslands og mér var útvegað hótel rétt hjá spítalanum í Stokkhólmi. Beiðnin var komin út og ég átti bara eftir að ná í dagpeninga fyrir mig og konu mína, en hún átti að koma með sem aðstoðarmaður. Fjórum dögum fyrir fyrirhugaða aðgerð fékk ég tölvupóst frá sjúkrahúsinu úti þar sem þeir segjast ekki treysta mér til að fara í aðgerð vegna þess að ég væri á blóðþynningu, með of háan blóðþrýsting og fleira var ekki í lagi sem virtist vera bein af- leiðing mikillar biðar. Þeir vildu ekki taka ábyrgð á aðgerðinni,“ segir Sigurður sem var að vonum svekktur. Spítalinn í Stokkhólmi bauð honum að koma í mars, fjórum mánuðum síðar. Í huga Sigurðar var óhugsandi að bíða degi lengur. Finnst þetta óréttlátt „Þá sendi ég tölvupóst upp á Landspítala og ég fékk aldrei svar. Ég hringdi og fékk heldur ekki svar,“ segir hann og segist hafa hreinlega gefist upp. Hann ákvað þá að leggja út fyrir þessu sjálfur og þiggja aðgerð hjá Klíníkinni. „Ég hafði þá samband aftur inn í Klíníkina til að fá ráð um hvað ég gæti gert því þetta var orðið það slæmt að ég gat ekki beðið lengur. Hjálmar bauðst til þess að gera þetta sjálfur og við hjónin tókum þá ákvörðun að það væri best,“ segir Sigurður sem fékk að komast strax að í aðgerð og fór í hana þann 10. desember 2018. Í tölvupósti til Sjúkratrygginga þann 5. des. ritar Sigurður: „Ég hef reynt að hafa samband við Hjört á Landspítalanum og spyrja um tíma hjá honum en fæ engin svör. Því hef ég ákveðið að þiggja aðgerð hjá Hjálmari á Klíníkinni og fer í hana á mánudagsmorgun. Þetta hef ég ákveðið vegna þess að ég get ekki beðið öllu lengur. Ástandið hjá mér versnar bara og versnar. Mér finnst þetta mjög óréttlátt og er mjög ósáttur við þetta ömurlega kerfi.“ „Það var í raun búið að samþykkja rétt hans til að leita sér hjálpar, og mátti hann velja sjálf- ur hvert hann vildi fara. En Klíníkin er í raun eina sérfræðistofnunin á landinu sem er í banni,“ segir kona Sigurðar, Magnea Henný Pétursdóttir. „Þetta er búið að vera hryllilegur tími og ekki bara fyrir hann heldur fyrir alla fjölskylduna.“ Sparaði ríkinu mikið fé Sigurður sendi bréf til SÍ þann 13. desember, þremur dögum eftir aðgerð, og skrifar: „Nú hef ég loksins farið í þessa blessuðu hnéaðgerð eftir langa og erfiða bið. Aðgerðin gekk vel og lítur þetta vel út að sögn lækna. Þessi bið hefur kost- að mig miklar kvalir og tekið frá mér mikil lífs- gæði í nær tvö ár; vinnuna, áhugamálin og ým- islegt annað. En nú þar sem þetta er búið, vonandi, hef ég aðeins eina bón til þín, eða þar sem þú segir í bréfi þínu: „Ef það er eitthvað frekar sem við getum aðstoðað þig með þá hef- ur þú samband“. Þar sem ég hef nú sparað rík- inu töluvert marga 100 þúsund kalla og þar sem ég hafði rétt á og hafði alla pappíra í höndunum til að fara til Stokkhólms í aðgerð, finnst mér ekkert athugavert við og tel reyndar sjálfsagt (sjálfsögð mannréttindi) að ég fái endur- greiddan reikninginn frá Klíníkinni upp á kr. 1.200.000, sem er líklega helmingi lægri eða rúmlega það, en sá reikningur sem hefði orðið til við Svíþjóðarferð og jafnvel lægri en reikn- ingurinn hefði orðið á Landspítalanum. Ég er nú hættur að vinna (sem ég ætlaði alls ekki að gera strax, en varð), orðinn ellilífeyrisþegi og hef greitt mína skatta og skyldur frá ca. 14-15 ára aldri samviskusamlega, þá finnst mér það ansi hart að þurfa að borga fyrir heilbrigðis- þjónustu sem er svo til lífsnauðsynleg.“ Árni Þór svaraði bréfinu kurteislega og benti á kæruheimild. Sigurður sendi þann 17. desem- ber 2019 kæru til úrskurðarnefndar velferðar- mála þar sem hann kærði SÍ og vill fá endur- greiddan kostnaðinn upp á 1.200.000. Svar kom frá úrskurðarnefndinni þann 7. janúar þar sem kröfunni var hafnað með engum rökum en með ljósriti af reglugerð. Þann 28. janúar sendi lög- fræðingur fyrir hönd Sigurðar kæru til nefnd- arinnar og bað nefndina að taka málið til efnis- legrar meðferðar. Þann 6. mars barst honum svar þar sem beiðninni var synjað á þeim for- sendum að liðskiptaaðgerð á hné sé ekki til- greind í samningum. „Það eru því miður fleiri svipuð tilfelli í gangi og mér finnst allt þetta mál vera réttlætismál þar sem það er ekki sjálfsagt að fólk þjáist bara af því að heilbrigðisráðherra/ráðuneytisstjóri og aðrir mishæfir starfsmenn skýli sér á bak við reglugerðir og lélegar lagasetningar. Hér hefur sjúklingur sparað ríkinu töluvert fé og tekið skal fram að annað eins gott viðmót og frábær vinnubrögð Hjálmars Þorsteinssonar skurð- læknis og annars starfsfólks á Klíníkinni mættu fleiri læknar og starfsfólk annarra sjúkrastofn- ana taka sér til fyrirmyndar,“ segir Sigurður. Brot á jafnræðisreglu Sigurður ætlar ekki að gefast upp á að sækja rétt sinn og hefur ráðið sér lögfræðing. Hann vill að SÍ viðurkenni greiðsluskyldu vegna að- gerðarinnar í Klíníkinni, enda liggi fyrir að SÍ hafi þegar samþykkt greiðsluþátttöku vegna aðgerðarinnar í Svíþjóð sem hafi átt að kosta tvöfalt meira og finnst Sigurði það vera „mann- réttindabrot að hann þurfi að gjalda fyrir erjur milli einstakra aðila í heilbrigðis- og ríkisgeir- anum,“ eins og stendur í kærunni. Telur Sig- urður að hans tilvik sé í raun sambærilegt við dæmi þar sem fólk getur samkvæmt lögum val- ið sér meðferð hvar sem er innan EES- svæðisins og SÍ greiði þá ódýrari kostinn af tveimur. Sjúkratryggingar Íslands hafna alfarið greiðsluþátttöku í tilviki Sigurðar „sem hann valdi af neyð að fara í hérlendis, en sú aðgerð var þó ódýrari en sú sem samþykkt hafi verið að greiða,“ eins og segir í bréfi lögfræðings hans. Enn fremur segir þar: „Umbjóðandi minn telur að hér sé um að ræða brot á jafnræðisreglu og að ekki séu málefnalegar ástæður að baki þess- ari ákvörðun. Hans tilvik er í engu frábrugðið tilviki þar sem sjúkratryggður ákveður að fara í dýrari meðferð erlendis.“ „Ósáttur við þetta ömurlega kerfi“ Sigurður Sigmannsson beið lengi eftir hnéskiptaaðgerð og ákvað loks að fara til Svíþjóðar. Á síð- ustu stundu treystu sænsku læknarnir honum ekki í heimferðina. Sigurður gat ekki beðið lengur og borgaði sjálfur aðgerð á Klíníkinni, sem ekki fær samning við Sjúkartryggingar Íslands. Morgunblaðið/Ásdís Sigurður Sigmannsson segir farir sínar ekki sléttar af bið- tíma eftir hnéskiptaaðgerð. Á meðan hann beið versnaði staðan til muna. Hann er ósáttur við heilbrigðiskerfið og telur brotið á rétti sínum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 14.4. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.