Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Qupperneq 29
Taylor og Andy Warhol. Um ljós-
myndir Galella sagði Warhol:
„Í mínum huga er góð ljósmynd sú
sem er í fókus, af frægri manneskju
að gera eitthvað venjulegt. Þetta
snýst um að vera á réttum stað á
röngum tíma, þess vegna er Ron Ga-
lella eftirlætisljósmyndarinn minn.“
Ýmist velkomnir og
óvelkomnir
Britney Spears er með þekktari
dæmum um stjörnur síðari tíma sem
hafa þolað mikið áreiti. Frægast
var þegar tónlistarkonan átti
við andlega erfiðleika að
stríða, fékk taugaáfall
en fékk samt ekki frið.
Eftir að hafa útskrifað
sjálfa sig af meðferð-
arstofnun var hún elt
af papparössum sem
mynduðu hana þar
sem hún stöðvaði bif-
reið sína og var greini-
lega í miklu uppnámi.
Hún endaði á að ráðast á
bifreið ljósmyndaranna og berja
með regnhlíf. Áfram var hún mynd-
uð. Á þeim tíma höfðu margir áhyggj-
ur af því að örlög Britney Spears
yrðu þau sömu og Díönu; pappa-
rassar myndu enda á að valda dauða
hennar.
Meðan sumir nærast og byggja af-
komu sína á athygli ljósmyndara nær
hvar og hvenær sem er, svo sem Kim
Kardashian og systur hennar, eru
aðrir sem hafa lýst því hvernig
papparassar eru stórt vandamál.
Leikkonan Emma Watson sagði frá
því í Variety að ef einhver almennur
borgari póstaði mynd af henni á sam-
félagsmiðlunum, þar sem hún situr á
veitingastað eða annars staðar, væru
papparassar fljótt búnir að sigta út
hvar hún væri og mættu á staðinn.
Hún reyndi sem mest að fela sig.
Í seinni tíð hafa þrjár frægðar-
konur fengið dæmdar skaðabætur
vegna mynda sem papparassar tóku
af þeim; Sienna Miller, Amy Wine-
house og Lily Allen.
Börnin heilögust
Sama hversu lítið eða mikið stjörn-
urnar skeyta um myndatökur pappa-
rassa eiga þær þó það flestar sameig-
inlegt að reyna að vernda börn sín.
Það gerir það eflaust að verkum að
tímarit og dagblöð hafa borgað sín
hæstu verð fyrir stakar ljósmyndir af
einmitt börnum leikara, tónlistarfólks
og annars frægðarfólks. Í Kaliforníu-
ríki hafa verið sett lög sem gera
myndatökur af börnum stjarnanna
ólöglegar nema með leyfi foreldr-
anna.
Þetta eru ekki þó alltaf myndir frá
papparössum sem blöðin kaupa held-
ur selja foreldrar stundum sjálfir
myndir af þeim og fá greitt í eigin
vasa. Þannig seldu Brad Pitt og
Angelina Jolie bandaríska tímaritinu
People og breska Hello! myndir af
tvíburum sínum Knox Leon og Vivi-
enne Marcheline fyrir samtals 15
milljónir dollara.
En það er ekki bara keppni um að
mynda börnin sem fædd eru heldur
líka þau sem eru á leiðinni. Eitt fræg-
asta dæmið um slíkt, með óvenjuleg-
um afleiðingum, er þegar Grace Kelly
Mónakóprinsessa reyndi að fela
stækkandi óléttukúlu sína fyrir ljós-
myndurum árið 1956. Hún notaði til
þess handtösku sína og birtist mynd
af því í Life tímaritinu. Í kjölfarið
urðu slíkar töskur strax
þekktar sem „Kelly-töskur“
og hafa alla tíð síðan
notið ómældra vin-
sælda í tískuheim-
inum. Taskan er
hönnun Hermés,
upphaflega frá
1892 en hefur
nokkrum sinnum
verið endur-
hönnuð. Árið
1972 var henni
formlega gefið
nafnið „Kelly bag“.
Díana prinsessa var hund-
elt af papparössum alla tíð
en á flótta undan þeim lést
hún í bílslysi árið 1997.
Taskan sem Kelly
ætlaði að skýla sér
bak við í myndatöku,
öðlaðist heimsfrægð.
Nokkrum sinnum hefur komið til
handalögmála. Fræg er senan þegar
leikarinn og Herra heimur 1955;
Mickey Hargitay, réðst á ljósmyndar-
ann Rino Barillari árið 1963.
14.4. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
TÓNLIST Selena Gomez snýr aft-
ur á stóra sviðið 25. apríl næstkom-
andi en þrír mánuðir eru frá því
leik- og söngkonan steig fram og
talaði opinskátt um taugaáfall sem
hún fékk á síðasta ári. Selena
Gomez mun koma fram á svokall-
aðri WE Day hátíð í Los Angeles en
það er í fyrsta sinn sem hún kemur
fram frá því í október á síðasta ári.
Taugaáfallið má rekja til mikils
álags vegna nýrnaskipta sem hún
fór í 2017 og lupus-sjúkdómsins
sem hún hefur glímt við.
Mætir aftur á sviðið
Selena Gomez hefur talað opinskátt
um veikindi sín.
BÓKSALA 3.-9. APRÍL
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 GullbúriðCamilla Läckberg
2 KastaníumaðurinnSören Sveistrup
3 Stórar stelpur fá raflostGunnhildur Una Jónsdóttir
4 LasarusLars Kepler
5 UppljóstrarinnJan-Erik Fjell
6 MoldrokMons Kallentoft
7 Íslenskar þjóðsögur: úrval
8 Húðflúrarinn í AuschwitzHeather Morris
9 Stóri maðurinnPhoebe Locke
10 MatthildurRoald Dahl
1 MatthildurRoald Dahl
2 Emma öfugsnúnaGunilla Wolde
3
Emmu finnst gaman
í leikskólanum
Gunilla Wolde
4 Tumi fer til læknisGunilla Wolde
5
Bók um tré
Piotr Socha/Wojciech
Grajkowski
6 Tumi bakarGunilla Wolde
7
Harry Potter og
viskusteininn
J.K. Rowling
8 Hvar er Depill?Eric Hill
9
Risasyrpa – sögur úr
Andabæ
Walt Disney
10 VitinnRóbert Marvin
Allar bækur
Barnabækur
Glæpur við fæðingu eftir Trevor Noah í þýðingu
Helgu Soffíu Einarsdóttur, er nýkomin út en bókin er
sú sjöunda í áskriftarröð Angústúru. Uppistandarinn
og stjórnmálaskýrandinn Noah, sem margir þekkja
úr bandarísku sjónvarpsþáttunum The Daily Show
segir í bókinni frá óvenjulegri ævi sinni í skugga að-
skilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku en samband
móður hans og föður af ólíkum hörundslit var á
þeim tíma refsivert.
Emma öfugsnúna og þrjár aðrar nýjar bæk-
ur um krakkana Emmu og Tuma hafa nú ver-
ið endurprentaðar en JPV gefur út að nýju
hinar vinsælu barnabækur eftir Gunillu
Wolde sem komu fyrst út fyrir um fjórum
áratugum. Margir fullorðnir þekkja bækurnar
úr sinni barnæsku enda nutu þær mikilla vin-
sælda. Hinar bækurnar sem nú koma út eru
Tumi fer til læknis, Emmu finnst gaman í leikskólanum og Tumi
bakar.
ÁHUGAVERÐAR BÆKUR
Ég hlusta mikið á hljóðbækur,
bæði fyrir svefninn, þegar ég fer
út að hlaupa og svo þegar ég ek
langar vegalengdir, en inn á milli
gríp ég líka í prentuð eintök.
Lestrarefnið er úr öllum áttum
og er þar einnig
talsvert af námsefni
núna þar sem ég er
í diplómanámi á
meistarastigi í op-
inberri stjórnsýslu í
HÍ.
Núna er ég í fag-
inu Stjórnsýsluréttur og gríp því
reglulega í skýringarrit Páls
Hreinssonar, Stjórnsýslulögin.
Kaupthinking er einnig á nátt-
borðinu og áhuga-
vert að sjá hve vel
Þórði Snæ Júlíus-
syni tekst upp með
að skrifa um þessi
mál á mannamáli
en nær samt um
leið að draga fram
alvarleikann í mál-
inu.
Svo er ég að
hlusta á yndislega
sögu, Britt-Marie
var hér, eftir Fre-
drik Backman.
Hrikalega
skemmtileg týpa sem aðal-
persónan er; snögg upp á lagið og
með svör á reiðum höndum.
Í bland hef ég svo verið með
Útkalls-bækurnar á Storytel, hef
alltaf haft gaman af fréttatengdu
efni, og bækur Ragnars Jónas-
sonar og Camillu Läckberg und-
anfarið, þetta er skemmti- og
fræðiefni í bland.
ALDÍS HILMARSDÓTTIR ER AÐ LESA
Skemmtun og fræði
Aldís Hilmars-
dóttir er fram-
kvæmdastjóri
hjá Íbúðalána-
sjóði.
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com