Umbrot - 17.12.1976, Síða 2
Félags-
heimili
og
fundar-
hús
Þessa fyrirsögn má finna í
blaðinu Akranes í janúar 1947.
Þar er rætt um að fyrirhugað
sé að reisa félagsheimili og
fundarhús hér á Akranesi og
meðfylgjandi mynd er birt með.
Það virðist hafa verið stórhug-
ur í mönnum árið 1947 og hefði
þetta áreiðanlega verið stór-
glæsilegt hús á þessum árum.
En margt fer öðruvísi en ætlað
er og ekki hefur þetta hús
litið dagsins ljós enn, árið 1976.
Til fróðleiks birtum við grein
ina frá árnu 1947:
„Alllengi hafa uppi verið ráða
gerðir um byggingu slíks húss,
sem hér um ræðir. Þar vakir
fyrir mönnum stórt og vandað
hús fyrir alla félagsstarfsemi í
ibænum, sameiginlegt fundar-
hús fyrir bæjarbúa og skemmti-
staður. Fyrir þessu er mikill og
almennur áhugi. Ef endanlega
er hægt að byggja þetta hús og
búa það út samkvæmt kröfum
og þörfum allra aðila — að bæn
um meðtöldum, — er ekki að
efa, að hér er á ferðinni eitt
hið mikilsverðasta metnaðar-
og menningarmál fyrir bæjar-
félagið í heild. Allt, sem í al-
mennum nauðsynjamálum sýnir
félagsþroska og samvinnuvilja
til að leysa mikilsverð vanda-
"SUföOKHLVO'
Þetta hótel vár teiknað af
Ormari Þór Guðmundssyni fyr-
ir u.þ.b. 10 árum. Hótelinu
hafði verið valinn staður á Jað-
arsbökkum, nánar tiltekið þar
sem bamaleikvölhirinn er nú.
Einhverra hluta vegna dagaði
þessi framkvæmd uppi, en ó-
neitanlega hefði verið gaman
ef þetta. hótel hefði verið tU í
dag, því þá værum við laus við
þetta vandræða hótel sem nú
er rekið á Akranesi og við hefð-
n m með góðri samvisku getað
boðið vinum og vandamönnum
í mat á góðum veitingastað.
Vonandi taka einhverjir fram
takssamir menn og konur sig
til og hrinda þessu verki í
framkvæmd sem allra fyrst, því
þetta er að verða lífsspursmál
fyrir Akranes.
mál, eða stórhuga framfaara-
mál, er undirstaðan fyrir þró-
un og þroska bæjanna. Tillögu-
uppdrættir að þessu húsi liggja
nú fyrir, og bendir allt til að
þetta megi leysa með sameigin-
legu átaki allra aðila. Nú er að-
eins að ganga til verks, og láta
hendur standa fram úr ermum.
Fljótlega verða allir aðilar
sem hér eiga hlut að máli kvadd
ir til að taka til athugunar og
afgreiðslu tillöguuppdrátt þann
er hér liggur fyrir. Ef til vill
erum við of seint á ferð með
slíkt stórvirki sem þetta, þó
æskilegt sé og nauðsynlegt. En
lengi verður sá málsháttur í
n’okkru gildi, að „mikið má ef
vel vill.“ Sjálfsagt er hugsan-
legt að byggja þetta hús í á-
föngum, þannig að allir aðilar
sameiginlega komi því undir
þak, en hið innra verði það full-
gert smátt og smátt.
Myndin sýnir ekki nema nokk
urn hluta byggingarinnar, en
þar er gert ráð fyrir stærri og
minni fundarsal og veitinga-
stofu, auk fjölmargra herbergja
fyrir hin ýmsu félög. Á neðstu
hæð í annarri álmunni er hugs-
uð stór lesstofa og bókasafns-
herbergi. Að baki þessarar
byggingar er svo hugsaður
miklu stærri fundarsalur, sem
síðar mætti byggja.“
Teikninguna af húsinu gerði
Óskar Sveinsson arkitekt.
ÁÆTLUN AKRABORGAR
HEILSUBAÐ UM HÁTÍÐISDAGANA:
Þetta orti Theódór Einarsson bensínsölumaður er hann Ferðir falla niður á jóla- og nýársdag.
sá myndina af Jóhannesi Jónssyni, sem birtist á öðrum stað í blaðinu. Aðfanga- og gamlaársdag 2 ferðir frá Akranesi: Kl. 8,30 og 13,30.
Hann bakaði áður brauð til að sefa blessað fólkið á þessum stað. En stjórnar nú krönum í sturtu klefa og stórkostlegt veitir heilsubað. 2. dag jóla frá Akranesi kl. 13,30 og frá Reykjavík kl. 15,30.
AFGREBÐSLAN.
2