Umbrot - 17.12.1976, Blaðsíða 17

Umbrot - 17.12.1976, Blaðsíða 17
Skagaleikflokkurinn Á sviði Þióðleikhússins Undanfarið hefur Skagaleik- flokkurinn sýnt leikritið Pún- tila bóndi og Matti vinnumað- ur eftir Bertolt Brecht. Leik- ritið sviðsetti Guðmundur Magnússon leikari, en Emilía Árnadóttir hefur verið aðstoð- arleikstjóri. Frumsýning var í Bíóhöllinni fimmtudaginn 21. október sl. Sýningin einkennd- ist af léttum og góðum leik, gáska og gleði. Strax varð ljóst að áhorfendur kunnu að meta þetta leikhúsverk og túlkun þess. Þeir skemmtu sér vel og hylltu leikendur og leikstjóra á verðugan hátt í lok sýningar. Síðan hefur Skagaleikflokkur- inn sýnt þetta verk hér á Akra- nesi og víðar við ágætar undir- tektir. Það er gleðiefni hvað þetta unga leikfélag, sem stofnað var hér á Akranesi fyrir u.þ.b. þrem árum hefur náð langt á þeim skamma tíma sem það hef- ur starfað. Þessi góði árangur er vafalaust mikið því að þakka að jafnan hafa fengist hæfir leikstjórar til að sviðsetja verk hjá Skagaleikflokknum. Sama er að segja um leiðbeinendur á framsagnar- og túlkunarnám- skeiðum, sem forráðamenn fé- lagsins hafá af framsýni geng- ist fyrir. Síðast en ekki síst er þetta að þakka hæfileikum og áhuga leikendanna sjálfra, því þeir hafa lagt hart að sér og lagt sig fram. Sama er að segja um þá sem að baki hafa staðið og stutt félagið með ráðum og dáð. Þrátt fyrir þennan ágæta ár- angur er því ekki að neita, að nokkurn ugg bar ég í brjósti varðandi sýningu Skagaleik- flokksins í Þjóðleikhúsinu hinn 6. desember sl. Á sviði Þjóð- leikhússins sjást yfirleitt ekki aðrir en þrautþjálfaðir atvinnu leikarar og þar eru áhorfendur vanir því að sjá margt af því besta sem sýnt er á leiksviði hér á landi. Strax í upphafi sýningarinn- ar varð mér samt ljóst áð allur kvíði var ástæðulaus. Leikend- ur skiluðu hlutverkum sínum sérstaklega vel, töluðu og sungu skýrt, svo vel heyrðist um allt þetta stóra hús og hlutu frábærar viðtökur leikhúsgesta að sýningu lokinni. Óhætt er að fullyrða að með þessari sýn- ingu hefur Skágaleikflokkur- inn skipað sér í röð bestu á- hugamannaleikfélaga á landinu. Anton Ottesen leikur Puntila óðalsbónda af þrótti og með tilþrifum. Þorvaldur Þorvalds- son Matta vinnumann og er túlk un hans með ágætum. Sama er að segja um leik Vöku Har- aldsdóttur í hlutverki Evu, Jóns Þ. Leifssonar í hlutverki sendi- ráðsfulltrúans, Sigurðar Guð- jónssonar í hlutverki prófasts, Gerði Rafnsdóttur í hlutverki Lænu, Hrannar Eggertsdóttur í hlutverki Sprútt Emmu, Hall- dórs Karlssonar í hlutverki dómarans, Kristínar Ingólfs- dóttur í hlutverki Finnu og Gunnhildar Júlíusdóttur í hlut- verki prófastsfrúar. Söngur Gerðar Rafnsdóttur, Gísla Ein- arssonar og Hrannar Eggerts- dóttur tókst með ágætum. Sama er að segja um leik annarra leikenda, þótt þeir séu ekki tald- ir upp hér. Ég ræddi við Þjóðleikhús- stjóna, Svein Einarsson, um þessa sýningu nokkru síðar. Hann hafði setið á aftasta bekk í sal og tók hann sérstaklega fram hve texti og túlkun hefði komið vel til skila. Hann sagði það einsdæmi að áhugafélag sýndi í Þjóðleikhúsinu og var hann mjög ánægður með hve vel hefði til tekist, bæði með sýninguna, aðsókn og undir- tektir leikhússgesta. Þess má geta að öll vinna við þessa sýningu var unnin í sjálf- boðavinnu, bæði frá hendi Skagaleikflokksins og starfs- fólki Þjóðleikhússins. Aðgangs- eyrir rann til greiðslu læknis- kostnaðar Guðmundar Magnús- sonar leikara, sem sviðsetti leik ritið hér á Akranesi. Guðmund- ur varð fyrir alvarlegu slysi erlendis skömmu eftir frum- sýninguna. Þótt sýningu þessa bæri að með sérstökum hætti, er mikil viðurkenning fólgin i því að Skagaleikflokknum var boðið að sýna á sviði Þjóðleikhússins Þorvaldur Þorvaldsson og Krist ín Ingólfsdóttir. Myndin er tekin á æfingu. og það fyrstum af áhugaleik- flokkum sem starfa nú með krafti víða um land. Fulltrúar frá Þjóðleikhúsinu komu óvænt á sýningu hér á Akranesi og var það vafalaust til að kynna sér gæði sýningarinnar hér áð- ur en af boðinu varð. Full á- stæða er til að halda því á lofti sem vel er gert og í því tilefni eru þessar línur ritaðar. Ég óska svo Skagaleikflokknum til hamingju með góðan árangur og frábæra sýningu á sviði Þjóðleikhússins, sýningu sem Akumesingar mega vera stolt- ir af. Magnús Oddsson. Ragnar Jóhannesson — Kveðja — Skyndikönnun á verðmerkingum Hinn 18. nóv. sl. gerðu nem- endur 5. bekkjar viðskiptakjör- sviðs við GSA, skyndikönnun á verðmerkingum í flestum versl- unum hér í bæ. 1 ljós kom að vörur í matvöruverslunum voru betur verðmerktar en við höfð- um búist við. Hér á eftir kom- um við að nokkrum atriðum sem okkur fannst að bæta mætti. Fyrst lá leið okkar í matvöru- verslanir. I öllum þessum fjór- um verslunum þ.e.a.s. Skagaver, Einarsbúð, Sláturfélaginu og Kaupfélaginu var kaffi, smjör brauð, smjörlíki og gos hvergi verðmerkt. En á þessu mætti gera úrbæt- ur. Er ekki betra fyrir við- skiptavininn að sjá verðið, því að verð getur breyst frá degi til dags. Við litum einnig í aðrar versl anir eins og fram hefur komið. í Eplinu var verðmerkingin væg ast sagt léleg. Af þeim vörum sem í búðinni voru, voru örfáar verðmerkingar, t.d. voru engar buxur verðmerktar, engin jakka föt, engir skór, engin hljóm- flutningstæki og ýmislegt annað smádót sem var þar á boðstól- um. I glugga þessarar sömu verslunar voru verðmiðarnir svo litlir, tölumar svo óskýrar og þar að auki lágu sumar vörurn- ar þannig að útilokað var að sjá verðmiðann frá götunni. Þetta getur varla verið tilgang- urinn. Það er ekki nóg að hafa verðmerkingu á vörunni, ef það er þannig gert að hún sést ekki. Af öðrum verslunum að segja var aftur á móti vel merkt. 1 Bókabúðunum voru allar vörur merktar bæði í glugga og inni í versluninni. I Hannyrðaversl- unum var vel merkt. En aftur á móti í Óðni var ekkert verð- merkt 1 gluggum en allt sem inni var. I Bjargi, Valfelli og Staðar- felli voru flest allar vömr mjög vel merktar. Við vonum að bætur verði gerðar á þessu í verslunum hér, því kaupmenn verða að hafa það í huga, að það er ekki síður þeirra hagur að verðmerk ja vör- una svo að viðskiptavinir geti borið saman verð. Ragnar Jóhannesson fyrrv. skólastjóri gagnfræðaskóla Akraness, er horfin af sjónar- sviðinu, en ekki gleymdur. Hann var dáður af nemendum sínum og samstarfsmönnum, eins og minningagreinar um hann í Morgunblaðinu þann 24. nóv- ember sl. bera með sér, en þá var Ragnar kvaddur í Fossvogs- kirkju, að viðstöddu miklu fjöl- menni. Hann var bæði skáld og lista- maður, og nutu Akurnesingar þeirra hæfileika hans í ríkum mæli, einnig leiklistarhæfileika hans á meðan hann starfaði hér. Hann var virkur og góður fél- agi í öllum félögum, sem hann starfaði í, einnig góður ferða- félagi. Ragnar var einn af þeim áhugamönnum, sem stóðu fyrir útgáfu bæjarblaðs hér á Akra- nesi. Við söknum vinar og þökk- um samfylgdina. Sendum fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur. Kveðja til Ragnars, þegar hann fór frá Akranesi: Við kveðjum þig Ragnar á Rótarývegum, ræðurnar, kvæðin, ljóðin þín góðu. — Fjærveru þína um tíma við tregum, en treystum að sjá þig á sömu slóðum. Haltu áfram að yrkja og vinna, — efla stöðugt veikasta hlekkinn. Sendu Braga til bræðra þinna, það bætir og glæðir fegurðar smekkinn. Hefjum starfið í hærra veldi, — hugsum minna um völd og gróða. Höldum vel lifandi hugsjónaeldi, hamingju vorrar litlu þjóðar. J.Þ. 17

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.