Umbrot - 17.12.1976, Blaðsíða 9
Bæj ar st j órnin
„á rúntinum”
11. október bauð Magnús
Oddsson, bæjarstjóri, bæjar-
stjóm (aðal- og varafulltrúum)
í kynnisferð um bæinn, en með
þessu hyggst bæjarstjóri gefa
bæjarfulltrúum tækifæri til að
kynnast betur af eigin raun
þeim framkvæmdum sem unnið
er að á vegum bæjarins,
Leiðsögumenn vom auk bæj-
arstjóra starfsmenn frá Verk-
fræði- og teiknistofunni, bæjar-
tæknifræðingur og rafveitu-
stjóri.
1 þessari ferð, sem er önnur í
bæjarstjóratíð Magnúsar vora
ef tirtaldir staðir heimsóttir:
Akraneshöfn — ekið um olíumal
argötumar — Grjótnámið — Að
veitustöð rafveitunnar við Borg
artún — Dvalarheimilið Höfði
— Sjúkrahúsið — íþróttahúsið
— Gagnfræðaskólinn og Bjama
iaug.
Blm. Umbrots fékk tækifæri
til að fara þessa ferð og því
var upplagt tækifæri að leggja
fyrir nokkra fulltrúa spurning-
una: „Hvað finnst þér um svona
ferðir á vegum bæjarstjóra og
ætti að fara þær oftar“?
Guðjón Guðmiundsson:
— Þetta er tvímælalaust hár-
rétt stefna sem bæjarstjóri hef-
ur tekið. Stærsti kosturinn við
þessar ferðir er sá að maður
kemst í beina snertingu við það
sem bærinn er að gera á hverj-
um tíma. Ég tel þetta mjög til
bóta og virðingarvert framtak
af bæjarstjóra að koma þessu á.
Já, ég er á því að svona ferðir
þyrftu að vera oftar, helst
tvisvar til þrisvar á ári.
Guðmundur Vésteinsson:
Ég held að það sé mjög já-
kvætt fyrir bæjarfulltrúa að sjá
hvernig þessar framkvæmdir
ganga fyrir sig og á hvaða stigi
þær eru hverju sinni, og það
hjálpar mönnum að átta sig á
hvernig málin raunverulega
standa.
Þessar ferðir em mjög gagn-
legar og sjálfsagt mætti gera
meira af slíku, en auðvitað eru
því takmörk sett hve oft er
hægt að gera svona hluti.
Daníel Ágústínusson:
— Ég tel að þessar ferðir séu
ákaflega þýðingarmiklar. Þama
fá bæjarfulltrúamir tækifæri til
að kynnast því hvað verið er að
gera í bænum og sjá hverjar
verða breytingar á framkvæmd-
um bæjarins á tilteknum tíma.
Þessar ferðir eru einnig stór-
fróðlegar og nauðsynlegar fyr-
ir bæjarfulltrúa, því með þessu
móti geta þeir enn betur gert
sér grein fyrir hvernig þau mál
standa sem búið er að ræða
fram og aftur í bæjarstjórn.
Ég tel að bæjarstjóri eigi sér-
stakar þakkir skyldar af hálfu
bæjarstjórnar að hafa haft for-
ystu fyrir því að gefa þessum
aðilum tækifæri til að sjá hvað
hefur skeð því hér er mjög mik-
ið að sjá og það hefur verið
gert ákaflega mikið í sumar eins
og t.d. Dvalarheimilið, gatna-
gerðin og höfnin og hér í íþrótta
húsinu.
Ég tel að heldur ætti að
fjölga slíkum ferðum, því mér
finnst skipta ákaflega miklu
máli að bæjarfulltrúar fylgist
sem allra best með þessum
málum. Þeir em önnum kafnir
og fara yfirleitt ekki á þessa
staði nema þeir séu kallaðir
svona saman.
Jóhann Ársælsson:
— Þetta er mjög skemmti-
legt til kynningar á verkefnum
bæjarins og gefur bæjarstjóra
og þessum embættismönnum
sem em í kringum framkvæmdir
og annað, möguleika á að kynna
málin betur fyrir bæjarfulltrú-
um og varafulltrúum. Ég tel að
svona ferð sé jafnvel ennþá mik
ilvægari fyrir varafulltrúann.
Ég tel að það ætti að gera
Hin nýja kennarastofa í gagnfræðaskólanum. (Ljósim. UMBROT)
svona lagað oftar, og ef til vill
á ekki að fara á svona marga
staði í einu eins og gert hefur
verið í dag. Það væri betra að
fara oftar og skoða færri staði.
Rannveig E. Hálfdánardóttir:
— Mér finnst þessar ferðir
mjög sjálfsagðar. Þetta er í
fyrsta sinn sem mér er gefinn
kostur á að fara slíka ferð og
ég er afskaplega ánægð með það
að mega vera með.
Fyrir mig sem varafulltrúa er
þetta afskaplega mikils virði að
geta séð með eigin augum allar
þessar framkvæmdir á vegum
bæjarins og að fá skilmerkileg-
ar upplýsingar frá þeim aðilum
sem sjá um verkin. Það verður
að segjast eins er að maður er
í alltof lítilli snertingu við þessi
mál, og maður hefur ekki nógu
og einmitt þess vegna eru svona
góð tækifæri til að fylgjast með
ferðir alveg bráðnauðsynlegar
og mættu gjarnan vera oftar.
Inga Jóna Þórðardóttir:
— Ég kann mjög vel að meta
svona ferðir. Maður á miklu hæg
ara með að setja sig inn í hin
ýmsu mál sem unnið er að á
vegum bæjarins því þarna fær
maður útskýringar frá þeim
mönnum sem vinna við viðkom-
andi verkefni. Og er það mjög
jákvætt. — Já að sjálfsögðu er
ég meðmælt fleiri slíkum ferð-
um. Tvisvar á ári er lágmark.
Jóhanna Karlsdóttir:
— Já, mér finnst ferðin gagn-
leg fyrir mig. Maður gefur sér
ekki oft tíma til að líta á fram-
kvæmdir á vegum bæjarins og
ekki heyrist heldur mikið talað
um þessi mál almennt í bænum
og því er þetta mjög gagnlegt.
Það kemur að mínu áliti mjög til
greina að gefa bæjarbúum al-
mennt kost á að skoða þessar
framkvæmdir og þá á ákveðnum
tímum því ég er viss um að þá
myndu alls konar sögusagnir
og getgátur sem ganga á milli
fólksins hverfa. — Allavega
ætti svona ferð að vera árlegur
viðburður og jafnvel tvisvar á
ári.
Bjarnfríður Leósdóttir:
— Þetta er búin að vera
mjög ánægjuleg ferð og ég hefði
ekki trúað að það væri svona
myndarlegt hjá okkur hér í bæn
um. Margar framkvæmdir komn
ar á lokastig og mjög glæsileg-
ar. Já, þessi ferð hefur náð til-
gangi sínum að öllu leyti og
þær mættu vera fleiri. Jafnvel
mætti fara með fleiri hópa til
að sýna hvað gert hefur verið,
því gjarnan er það svo að við
höldum að allt sé vont sem bæj-
arstjórn gerir, en slikar ferðir
afsanna það rækilega. I.
brauða, baðar bæjarbúa.
(Sjá nánar bls. 2.
UMBRQT
ttgefandi: UMBROT sf.
Blaðstjórn og ábyrgðarmenn:
Guðjón Siffurðson, auj;l.stj.
Indriði Valdimarsson, Sigurvin
Sigurjónsson, Þórður Klíasson
Blm. I»órdís Arthursdóttir
Auglýsingasími: 1127.
Pósthólf 110.
Gíróreikn. nr.: 22110.
Verð kr. 100.
Setning og prentnn:
Prentverk Akraness hf.
9