Umbrot - 17.12.1976, Blaðsíða 7
Stuðla að velferð og
vellíðan aldraðra
og sjúkra
1 október sl. stóð Akranes-
deild Rauða Kross Islands fyrir
stofnun sjúkravinadeildar með
samþykki Rauða Kross Islands.
Formaður var kosinn Þóra Ein-
arsdóttir, Bakkatúni 22.
Höfuðmarkmið deildarinnar
er að stuðla að velferð og vel-
líðan aldraðra og sjúkra. Mun
deildin starfa í tengslum við
elliheimilið og sjúkrahúsið.
Öldruðum og sjúkum í heima
húsum er hér með bent á þá
sjálfboðaliðaþjónustu sem fyrir
hendi er og eru þeir hvattir
til að notfæra sér aðstoð sjúkra
vinanna. Er þeim bent á að setja
sig í samband við Ingibjörgu
Þorkelsdóttur í síma 1173 og
Margréti Ármannsdóttur í síma
1905, en þær hafa umsjón með
spjaldskrá deildarinnar og veita
jafnframt allar upplýsingar.
Væntanlega verður skýrt nán
ar frá sjúkravinadeildinni og
starfsemi hennar í næsta blaði.
Lyf jadeildin...
SPRENGINGIN
í HARALDARHÚSI
Ákveðiö að endurbygga húsið
Eins og alþjóð mun kunnugt
skemmdist húsið að Vesturgötu
32 á Akranesi mikið aðfaranótt
27. nóv. sl. er mikil sprenging
varð þar. Þessari frásögn hafa
verið gerð ýtarleg skil í fjöl-
miðlum og því verður þún ekki
tíunduð hér. Það sem fyrst og
fremst er nú fjallað um er það
hvort húsið verður byggt upp
eða ekki.
í samtali við Harald Sturl-
augsson kom fram að ákveðið er
að hef ja endurbyggingu á hús-
iniu eins fljótt og kostur er.
Giskað hefur verið á að kostnað
ur við þá framkvæmd gæti orð-
ið á bilinu 30-40 Mkr. Brunabóta
mat hússins var hins vegar ekki
nema 16 Mkr.
Þá bað Haraldur blaðið að
koma á framfæri þakklæti til
þeirra fjölmörgu Akumesinga
sem sýndu vinarhug og hjálp
þegar mest á reyndi.
Sr. Björn Jósson geröi að umtals-
efni í ræöu sinni í kirkjunni 5. des.
sl. m.a. sprenginguna aö Vesturgötu
32. Sr. Björn sagöi m.a.:
„. . . Og nú kem ég aö því krafta-
verkinu, sem um þessar mundir stend-
ur okkur Akurnesingum næst og gnæf-
ir áreiöanlega hæst í hugum okkar um
þessar mundir. En þar á ég viö spreng-
inguna í Haraldarhúsi og hina dásam-
legu björgun mæögnanna tveggja út
úr þeim voöa. Eða vill einhver draga
í efa, aö þar hafi kraftaverk átt sér
stað? Vonandi enginn. Og það eru
svo stórkostlegir atburöir, sem þar
gerðust, aö yfir þaö ná engin orö.“
Síðan segir sr. Björn: ,,Er ekki
þessi atburður í sjálfu sér sterk og
voldug predikun til okkar allra? Hvar
værum viö stödd án Drottins helgu
kærleikshandar? Finnst þér ekki sem
þarna sé einnig til þín talað? Finnst
þér ekki ástæöa — rík ástæða til aö
þakka Og finnst þér ekki, sem þú
sért sjálfur í skuld viö Drottinn þinn?
Þetta heföi getað veriö heimili þitt —
eöa heimili mitt, sem um heföi verið
að ræöa. Finnur þú ekki — skynjar þú
virkilega ekki kall Guð til þín í þess-
um atburöi? Þú ert ekki bara hlut-
laus áhorfandi. Það er ætlast til ein-
hvers af þér. Þaö er ætlast til þess af
okkur öllum, fyrst og fremst, aö viö
föllum fram í auðmýkt og færum
lifandi Drottni heita, brennandi þakk-
argjörð.
En ætlast þá Guð ekki einnig til
þess, aö við tökum saman höndum og
sameinumst í því aö hjálpa þeim, sem
í dag eru okkur á þennan sérstaka
hátt lifandi vitnisburöur um stórkost-
legt kraftaverk — til þess að Haraldar-
hús, stolt Akranesbæjar rísi á ný, eins
og útliti, á sama staö? Það væri bless-
að — og veröugt verkefni bæjarfélags-
ins okkar að hafa forgöngu í því“.
prentanir frá Braga Þórðarsyni og
Elínu Þorvaldsdóttur.
Fyrr á þessu ári var lokið viö inn-
réttingu heilsugæslustöövar í tveim
herbergjum tengdum læknamiðstöð
sjúkrahússins. Tók hún þá þegar til
starfa.
Einnig hefur veriö reist kyndistöö,
sem mun þjóna sjúkrahúsinu ásamt
íþróttahúsinu og barnaskólanum. Nú
er unnið að tengingu katla við veitu-
kerfi húsanna.
Vertakar og umsjónarmenn þeirra
framkvæmdar sem nú er tekin í notkun
hafa veriö: Bjarni Egilsson og Bragi
Magnússon, er hafa veriö fastir starfs-
menn viö bygginguna, ásamt Sveini
Þórðarsyni og Þóröi Árnasyni, og séö
um allan frágang trésmíði innan húss,
jafnframt því að vera tengiliöir viö
aðra verktaka.
Raflagnir önnuöust Sigurdór Jóhanns
son og Ármann Ármannsson. Pípulagn-
ir: Hafsteinn Sigurbjörnsson. Múrverk
og flísalagnir: Arnór Ólafsson. Máln-
ingu: Málningarþjónustan hf. Dúklagn
ir: Ríkharður Jónsson. Smíði innrétt-
inga: Húsverk hf. Blikksmíði: Þorgeir
og Ellert hf. og Guömundur Hallgríms
son.
Hönnun verks hefur veriö í höndum
Stefáns Þorsteinssonar raftæknis, er
hefur hannað raflagnir, og Verkfræöi-
og teiknistofunnar sf. á Akranesi, er
séð hefur um allar aðrar teikningar
og aðalumsjón. Umsjón fyrir hennar
hönd með verkinu hefur verið í hönd-
um Jóns Runólfssonar og Jóhannes-
ar Ingibjartssonar. Innkaupastofnun
ríkisins annaðist innkaup að mestu.
Yfirlæknir lyflækningadeildar Sjúkra
húss Akraness er Guömundur Árnason.
Þess má aö lokum geta aö nú er
rúm fyrir alls 96 sjúklinga á sjúkra-
húsinu. —I
FISHER PRICE veit að
barn lærir best af því
sem það hefir gaman af
*
Fisher price leikföngin eru sterk, litrík, falleg og ná strax athygli
barnsins. Lœrdómurinn að meShöndla þau, kemur af sjálfu sér.
Þau spila, klingja og gefa nóg rúm fyrir ímyndunarafl barnsins,
en þaS byrjar mjög snemma.
BarniS lœrir fljótt af Fisher price leikföngum, aS þekkja liti, aS
kringlótt fólk á aS fara í kringlótt sœti, einnig hvernig á aS láta
hluti fara upp, niSur og í hring. En fyrst og fremst lœrir barniS
aS nota eigiS afl og huga.
Þessi heimsfrœgu leikföng fáiS þér hjá okkur, auk annarra
vinsœlla leikfanga, t.d. Barbíe og Big Jim dúkkurnar, LEGO
kubbanan, Matchbox bílana, bátanna og dúkkurnar, auk fjölda
annarra leikfanga.
VerzliS þar sem úrvaliS er bezt.
OPIÐ LAUGARDAGINN 18. DES. TIL KL. 22!
^ VERSLUNIN
DINNh.
Kirkjubraut 5 — Sími 1986
7