Umbrot - 17.12.1976, Blaðsíða 3
Ólafur Guðbrandsson, bæjarfulltrúi:
Hugleiðingar um smábátahöfn
Það hefur oft verið talað um
það, að eigendur smábáta hér
á Akranesi eigi í erfiðleikum
með báta sína hér í höfninni og
er það rétt. Þeim hefur ekki
verið sköpuð nein séraðstaða,
ekkert sérathafnapláss með báta
sína, engin sér bryggja til at-
hafna og ekkert sérstakt legu-
pláss. Yfirleitt liggja þessir bát-
ar við svokallaða bátabryggju
að norðanverðu og þá einkum
efst, þar sem stærri bátar hafa
ekki flot. Þama hefur oft verið
mjög þröngt og hreinasta mildi
hvað sjaldan hafa orðið þarna
stórtjón á þessum bátum. Sjálf-
sagt er það vegna sérstakrar
árvekni eigendanna, sem oft
hafa þurft að vaka yfir bátum
sínum allan sólarhringinn, ef
veður er slæm.
Orsök þess, að hér er engin
sérstök smábátahöfn, er að sjálf
sögðu sú, hvað hér er erfitt
hafnarstæði. Hvað aðalhöfnin er
opin og hve erfitt hefur reynst
að koma á kyrrð í aðalhöfninni.
Allar framkvæmdir hér við höfn
ina frá fyrstu tíð hafa verið
mjög fjárfrekar og eru það ekki
síður í dag. Með tilkomu fleiri
togara og hinna stóru fiskiskipa
sem hér eru, hefur þörfin orðið
enn brýnni til að bæta aðal-
höfnina. Sér í lagi að reyna að
minnka þá miklu hreyfingu, sem
í dag er í höfninni.
Síðast liðið sumar var byrjað
að setja grjótvörn utan á hafn-
argarðinn og verður því verki
haldið áfram næsta sumar. Einn
ig er fyrirhugað að lengja hafn-
argarðinn með sprengdu grjóti.
Það er álit sérfróðra manna, að
með slíkri grjótvöm megi
minnka hreyfingu í höfninni til
mikilla muna. Vonandi geta þá
hin stærri skip legið við þá legu
kanta, sem til þess hafa verið
ætlaðir, án þess að verða fyrir
tjóni, eins og oft hefur komið
fyrir á undanförnum árum.
Útgerð og fiskvinnsla hafa
verið, og era, enn í dag hér á
Akranesi aðalatvinnuvegurinn
og verður eflaust svo enn um
langa framtíð. Afkoma fólks
byggist að miklu leyti á útgerð
og fiskvinnslu. Þótt breyting
hafi orðið á fiskimiðum okkar
og aflann þurfi að sækja á f jar-
lægari mið nú, en áður var,
þá hafa útgerðarmenn hér
fylgst vel með, nýtt sér tækni
og þekkingu sem fyrir hendi er
í dag. Einnig stækkað skip sín,
svo þau geti sótt á hin fjarlæg-
ari mið.
En á sama tíma og toguram
Hugmynd að smábátahöfn. Einnig sést fyrirhuguð staðsetning
Nótastöðvarinnar.
fjölgar og fiskiskipin stækka,
þá rís hér einnig upp önnur út-
gerð í ríkum mæli og fer þeim
útgerðarmönnum -ört fjölgandi.
Þar á ég við smábátaeigendur,
svonefnda grásleppukarla. Þess-
um bátum hefur fjölgað mjög
ört á síðustu áram, og er ekki
fjarri lagi að þeir hafi verið á
milli 50 og 60 á síðastliðnu
sumri. Þetta era ekki skemmti-
snekkjur eða sportbátar, nei
þetta eru bátar af ýmsum. gerð-
um og stærðum, sem allir eiga
það sameiginlegt að afla verð-
mæta úr sjónum, sjálfum sér
bæjarfélaginu og öðram auk-
inna tekna og þjóðinni allri auk-
ins dýrmæts gjaldeyris. Mun
láta nærri, að þessir bátar hafi
aflað á síðastliðnu sumri 234
tonn af grásleppuhrognum upp
úr sjó og seldist hvert kíló á
kr. 206, svo verðmætið upp úr
sjó er nálægt kr. 48 milljónum
og hefur þótt muna um mmna.
Auk þess stunda svo sumir þess
ara báta einnig annan veiðiskap,
sem er talsverður, þó að sá
veiðiskapur verði ekki gerður
að umtalsefni hér.
Stóran hluta af þessum 234
tonnum af hrognum hafa báta-
eigendur orðið að bera á sjálf-
um sér í land vegna aðstöðu-
leysis í höfninni og hefur það
aldrei þótt til fyrirmyndar, að
erfiðasti hluti sjóferðarinnar
væri löndunin á aflanum. Þess
vegna þarf að bæta aðstöðu
þessara báta í höfninni, bæði
hvað löndun snertir og einnig
legupláss. En hvar á slík að-
staða að vera? Er til pláss í
höfninni fyrir slíka þjónustu?
Fyrri spurninguna geta menn
eflaust deilt um og ekki óeðli-
legt þó menn grein'i eitthvað á
um staðarval slíkrar hafnar. En
ég held að sá ágreiningur sé
mjög lítill. En seinni spurning-
unni held ég að allir geti svarað
játandi.
Þessi mál hafa nokkuð verið
til umræðu undanfarið, bæði
hjá bæjarstjórn og hafnarnefnd.
Held ég að allir þessir aðilar
skilji þá nauðsyn, að úr þessu
verði áð bæta fyrr en síðar.
Enda er smábátahöfn með flot-
bryggju komin inn á fjögurra
ára áætlun hafnarinnar, en því
miður ekki fyrr en á árinu 1978.
En þó að við hér heima skiljum
þörfina fyrir slíka höfn, þá út-
heimtir það fjármagn og það all
veralegt, og til að afla þess
fjármagns þarf að sækja undir
stjórn hafnarmála og fjárveit-
ingavaldið. Stjórn hafnarmála
hefur ekki verið jákvæð í þessu
máli fram til þessa og jafnvel
talið að þessir litlu bátar væra
bara afþreyingartæki og þess
vegna yrði bætt aðstaða fyrir
þá að bíða. En eins og ég gat
um hér fyrr í þessu spjalli, þá
hafa orðið nokkrar umræður um
þessi mál, og að framkvæði bæj-
arstjórans, Magnúsar Oddsson-
ar, hefur Verkfræði- og teikni-
stofunni sf. á Akranesi verið
falið að gera teikningar að hug-
myndum að smábátahöfn, og
ætla ég að láta eina slíka teikn
ingu fylgja hér með. Ég vel
þessa teikningu vegna þess, að
mér finnst hún bera af öðram
hugmyndum, sem komið hafa
fram. Fyrst og fremst fyrir það,
hvað hún rúmar marga báta
(eða 45), einnig fyrir það hvað
þessi hugmynd veitir bátum gott
skjól. Einnig er sett fram hug-
mynd að verbúðum, sem mikil
þörf er á.
Ég er ekki fylgjandi bráða-
byrgðalausn í þessu máli sér
í lagi ef bátunum yrði ekki
tryggt það skjól sem þarf, til
þess að verja þá í slæmum veðr-
um.
Ég vonast til, að bæjarstjórn
og hafnarstjóm geti sameinast
um þá tillögu, sem hér er talað
um. Einnig þarf að fá þessa
hugmynd viðurkennda af hafnar
yfirvöldum landsins.
Bæjarstjórinn, Magnús Odds-
son, hefur átt margar viðræður
við hafnarmálastjóra um þetta
mál og veit ég að hann sækir
það með auknum þunga, og með
þeim rökum að erfitt verður að
standa á móti.
Sportvörur
til jólagjafa
Iþróttagallar — Æfingatöskur
Adidas fótbolta- og innanhússkór
Svefnpokar — Tjöld
^ VERSLUNIN
CEMNNhp
3