Umbrot - 17.12.1976, Blaðsíða 19

Umbrot - 17.12.1976, Blaðsíða 19
Karl Benediktsson: Það er Þessi fyrirsögn kom mér í hug þegar ég las grein Jóhanns Ársælssonar í síðasta blaði Um- brots þar sem hann segir frá samþykkt bæjarstjórnar um eftirgjöf fasteignagjalda af fél- agsheimilum hér í bæ, á aðra milljón króna. Ég var reyndar búinn að heyra frá þessu sagt áður, en trúði ekki að það gæti skeð á meðan margir bæjarbúar eiga í erfiðleikum að greiða þenn an síhækkandi skatt og fá jafn- vel tilkynningu frá lögfræðingi um að greiða strax, að öðrum kosti verði þetta innheimt með dráttarvöxtum og þá á kostnað eiganda. Bæta síðan gráu ofan á svart með því að taka af vinnulaunum án þess að tala við viðkomandi aðila, gefa síðan kvittun sem hljóðar upp á „önnur gjöld“. Af hverju ekki kvittun fyrir fasteignagjaldi þegar ekki er um aðrar skuldir að ræða? Eru þeir hræddir við að þeir séu að gera það sem ekki má? Ég segi eins og er að svona vinnubrögð skil ég ekki og svo er með fleiri. Að gefa eftir gjöld af eignum sem notaðar eru til fundahalda og skemmt- ana og sum húsin eru lokuð fyrir almenning, en leggja sí- hækkandi fasteignagjöld á menn sem hafa með mikilli vinnu og erfiði komið upp húsaskjóli yfir sig og sína og eru margir kannske með þungar skulda- byrðar til að standa undir af þeim sökum. Væri ekki mannlegra af bæjar- stjórn að deila þessari rúmu milljón niður á þá bæjarbúa sem eiga í erfiðleikum ef bæj- arsjóður er þess þá umkominn að fella þetta niður. Er svipuð gjafastarf- semi á öðrum sviðum? En mér dettur í hug í fram- haldi af því sem hér hefur verið sagt. Er svipuð gjafastarfsemi til á öðrum sviðum hjá Akranes- bæ? Jú, og það í miklu stærri stíl. Við skulum athuga hvað er að gerast við höfnina. Ég hef áður minnst á gjöld af vörubílum sem nota þá aðstöðu sem skap- aðist með þessari 100 milljóna kr. bryggju, sem er með sama háttarlagi og nokkurs konar frí höfn, fyrir ákveðinn hóp manna og félaga á kostnað hafnarinnar og þar með gjaldendur bæjarins, eins og ég skal sína fram á hér á eftir. f stað þess að láta reyna á það hvort þeir sem þessa að- stöðu nota vilja greiða til hafn- arinnar eða ekki, ef þeir meta það ekki þess virði, lofa þeim þá að fara fyrir Hvalfjörð. Það er engu að tapa fyrir Akrnes- höfn. 19. nóv. 1975 segir einn af stjórnarmönnum Skallagríms að á fyrstu 80 dögum eftir að ferju margur ör á annarra fé bryggjan var tekin í notkun hafi farið með Akraborg 10268 bílar, þar af 1058 vörubílar. Nú, rúmu ári síðar hafa farið nær 40000 eftir því sem sagt var frá í Mbl. 14. ágúst s.l. Ef hlutföll væru lík því sem þá var þá ættu vörubílar að vera í kring- um 4000, sem mér þætti ekki ótrúlegt. Ef þessir vörubílar greiddu til hafnarinnar, þó ekki væri nema sem svaraði % af fargjaldi eins mans fyrir bíl, þá myndi það gera í kringum 800 þúsund kr. það sem af er þessu ári fyrir hafnarsjóð, sem er þó gjöf en ekki gjald, svo dæmi sé nefnt, og skila fylgibréfi yfir vöru- þunga gagnvart vörugjaldi. Menn geta varla ímyndað sér hvað hér er um mörg þúsund tonn að ræða af alls lags vör- um sem hafa farið um höfnina með þessum hætti svo til dag- lega og ekki tekinn inn eyrir í vörugjöld og í leiðinni er þver- brotin reglugerð og gjaldskrá hafnarinnar sem kveður svo á að taka skuli vörugjöld af öllum vörum, sem um höfnina fara. Ég ætla að nefna hér nokkur dæmi til að sína mönnum hvað er að gerast þó þeir menn sem þessum málum eiga að stjórna virðast ekki gera sér grein fyrir því, þó skattgreiðendur hafi kjörið þá með það fyrir augum að gæta hagsmuna bæjarins og fyrirtækja hans. Flutningur á áburði, fiskimjöli og bygginga- efni Á sl. vori voru flutt fleiri hundruð tonn af áburði í nær- liggjandi sveitir og jafnvel vest- ur í Dali, vörugjaldsfrítt til hafn arinnar. Áður var áburður flutt ur með skipum og kom fyrir að Ferja II var leigð í þessa flutn- inga og þá greidd vörugjöld eftir galdskrá. Sjávarafurðir svo sem saltfiskur, skreið og mest allar niðursuðuvörur svo tugum eða jafnvel hundruðum tonna skiptir hafa verið fluttar með sama hætti. Á síðustu vikum hafa verið flutt með fyrrgreindum hætti í kringum 140 tonn af fiskimjöli sem ætti að gera fyrir hafnar- sjóð 51.520 kr., ef allt væri eðli- legt, en tapast með nýju aðferð- inni, mjölið síðan sett í skemm- ur í Reykjavík og væntanlega greidd þar vörugjöld til Reykja- víkurhafnarinnar við afskipun svo það má segja að hjálpar- höndin nær orðið til margra. I vor og sumar hefur sama skipið komið 6 sinnum og lestað frá 20-80 tonn af mjöli í ferð, síðast nú í september, og greiddi sín gjöld til hafnarinnar, sem eru kr. 20.040.— í ferð eða samtals 71.560 kr., sem er þá tap Akraneshafnar miðað við að þetta magn hefði farið í einni ferð, svo glöggt dæmi sé nefnt. En upp í þetta kemur sparnað- ur á pappír og fyrirhöfn við innheimtu, og bæjarbúar eru búnir að fá sitt fyrirfram með ilminum af hinni svokölluðu peningalykt, svo það má segja að fátt sé svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott, eða hvað finnst ykkur? Þá hefur verið flutt mikið magn af byggingarefni svo sem timbur, járn og fleira. Það er orðið óþekkt fyrirbrigði að ótoll afgreiddar vörur komi með skip- um eins og áður var og þá greidd gjöld til hafnarinnar eftir fylgiskjölum eins og vera ber og svo gjöld skipanna að auki. I vor var beðið um pláss fyrir skip sem átti að losa sér 70 tonn af vörum en vegna þrengsla í höfninni þennan dag var ekki hægt að taka skipið. Það endaði með því að vörurnar voru fluttar að mestu með Akra borg og þá með sama hætti og áður er lýst, enda komnir til sögunar stórir aftanívagnar með sama lit og Eimskip hefur á sínum tækjum í Reykjavík. Og nú er röðin komin að freð- fiskinum. Það fóru nokkuð hundruð kassar nú seinni part nóvember sem áttu að fara í Hofsjökul. Hér ætla ég að láta staðar numið að sinni, þó af nógu sé að taka og láta þetta sem hér hefur verið talið nægja, ef það gæti gefið bæjarbúum vísbend- ingu um hvað hér er á ferðinni. Það er ekki óeðlilegt að þeir menn og félög sem það geta, noti sér þessa gjafastarfsemi fyrst hún er fyrir hendi, sér til stórhagnaðar, sem m.a. kemur fram í þyngra hlassi þegar veg- ir eru slæmir sem gefur þúsund ir kr. á tonn, en það er eins og þar stendur, það er margur ör á annarra fé. Ráðamenn þrasa um laun starfsfólks bæjar- ins. Á sama tíma sem þessi gjafa- starfsemi er í fullum gangi, sitja ráðamenn á samningafund um og þrasa um laun starfsfólks bæjarins, leggja síðan höfuðið í bleyti og brjóta heilann um hvernig hægast muni vera að láta hálfgert vandræðabarn þeirra sem búið er að vera í burðarliðnum nú um nokkurt skeið sjá dagsins ljós. Hér á ég við gatnagerðargjöld á bæjar- búa, en láta á sama tima fyrir- tæki og ýmsa aðila okkur óvið- komandi að miklum meiri hluta nota milljónatuga framkvæmdir fyrir ekki neitt eins og áður er sagt og jafnvel dást að hvað þeir séu vænir að láta sjá sig og þiggja þetta lítilræði. En þá vaknar sú spurning, er nokkur þörf á að vera að ræða um þessa smámuni, kannski 2-3 milljónir króna? Mig langar til að koma aðeins inn á þá hlið málsins hvort ekki væru not fyr- ir þessa peninga, sem þama er um að ræða, ef hirtir væru, í viðhald á hafnarmannvirkjum og aðstöðu fyrir starfsmenn hafnarinnar svo eitthvað sé nefnt sem er í mesta ólestri. Sem dæmi skal ég nefna það að í sumar fór ég þess á leit við hafnarstjóra hvort ekki væri hægt í sambandi við þær fram- kvæmdir sem stóðu yfir að færa vatnslögn á fremri hluta hafn- argarðs, sem hafa verið miklir erfiðleikar með þegar frost eru, undir dekk garðsins eins og reyndar staðið hefur til í mörg ár. Hafnarstjóri tók vel í þetta, en við nánari athugun kom í ljós að það vantaði pen- inga og ekki væri hægt að koma þessu inn í þær framkvæmdir sem yfir stóðu og þar við sat. Til hvers var hafnarverk stjóri ráðinn ef þarf að fela öðrum að gera það sem hann hefir ekki framkvæmt? Það kemur manni einkenni- lega fyrir sjónir að á sama tíma sem það gerist sem áður er lýst skuli nauðsynlegt viðhald og lagfæringar sitja á hakan- um og ef nefnt hefur verið þá er barið sér á brjóst og sagt: Það eru ekki til neinir peningar, eða þetta var ekki á fjárhags- áætlun. En hafi verið talað við hafnarverkstjóra þá hefur svar- ið verið ,,ég hef ekkert fólk í þetta“ enda með síðustu samn- ingum ráðinn yfirhafnsögumað- ur sem m.a. á að sjá um dagleg- an rekstur hafnarinnar og við- hald. Þá vaknar sú spuming, til hvers var hafnarverkstjóri ráð- inn ef þarf að fela öðmm að gera það sem hann hefur ekki framkvæmt? Þess utan standa fyrir dymm að sögn, miklar framkvæmdir við höfnina svo sem lenging grjótfyllingar utan hafnargarðs, viðgerð á sements- bryggju, sem þolir enga bið. Það er verið að setja upp hina marg umtöluðu bílavog sem kost ar mikið fé, þó staðsetning sé að margra dómi ekki góð og gegn vilja hafnarnefndar, en það er önnur saga, sem á kannski eftir að skýrast þegar fram líða stundir. Það þarf að endurnýja hafnsögubát, það vantar stór- bætta aðstöðu í skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts, aðstöðu fyr- ir minni báta og svona mætti lengi telja. Við sjáum til Af því sem hér hefur verið sagt hefði maður haldið að ekki veitti af að taka þau gjöld af flutningum sem um höfnina Frh. á bls. 23 19

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.