Umbrot - 17.12.1976, Blaðsíða 24
UMBROT
Þessi 'mynd var tekin þegar síðasta tbl. UMBKOTS kom út. Sýnir
hún hin áhugasömu sölubörn blaðsins. Það er einmitt m.a. þeirra
dugnaður hve blaðið selst vel og færum við þeim hér kærar þakkir
fyrir, um leið og við óskum þeim gleðilegra jóla.
Fádæma kæruleysi
Sl. sumar var boðinn út sá
hluti Innnesvegarins sem tengj-
ast á í Esjubraut. Lægstbjóð-
andi var Jón Björgvinsson og
fékk hann verkið. Samkvæmt
samningi átti hann að ljúka því
15. september. I dag er 17. des-
ember og ekki er þessu verki
enn lokið.
Reynir Kristinsson bæjar-
tæknifræðingur sagði í samtali
við blaðið að verktakinn hefði
verið að vinna úti á landi en
væri nú kominn í bæinn aftur og
hyggðist nú byrja af fullum
krafti aftur í veginum.
Reynir var inntur eftir því
hve háar dagsektimar væm.
Sagði hann að ekki hefði verið
getið um dagsektir í útboðinu,
en hefði það verið, þá hefði
þeim verið beitt.
Upphaflegur kostnaður var á-
ætlaður 2y2 milljón, en væntan-
lega hefur hann hækkað síðan,
því liðnir em tæpir 4 mánuðir
frá samningsgerð.
Blaðið leggur ekki mat á hvor
aðilinn á meiri sök á þessum
seinagangi, en engu að síður er
þetta fádæma kæruleysi.
Lyfjadeildin
afhent til notkunar
Upphaflegur byggingakostnaður sjúkrahússins á-
ætlaður 22 Mkr — Er nú orðinn 220 Mkr.
Sl. föstudag var A-deild, eöa lyflækn
ingadeild Sjúkrahúss Akraness af-
hent til notkunar. Viðstaddir athöfn-
ina voru stjórn sjúkrahússins, bygg-
inganefnd, bæjarstjórn, landlæknir,
verktakar o. fl.
Sigurður Ólafsson, forstöðumaður
sjúkrahússins, bauð gesti velkomna.
Jóhannes Ingibjartsson, form. bygg-
inganefndar tók næst til máls. það
kom fram hjá Jóhannesi að á þessari
deild er rými fyrir 30 sjúklinga, ásamt
setustofu og nauðsynlegum þjónustu-
herbergjum. í þessum áfanga eru jafn-
framt bókasafn sjúklinga og lækna. Pá
kom fram að kostnaðaráætlun fyrir
byggingu alls sjúkrahússins í upphafi
(fyrir um 14 árum) var 22 Mkr., en
frá upphafi og til dagsins í dag er
kostnaðurinn orðinn 220 Mkr., þar af
á þessu ári 58 Mkr.
Það sem eftir er að vinna við sjúkra-
húsið er áætlað að muni kosta um 100
Mkr
Eftir þessar upplýsingar afhenti Jó-
hannes formanni sjúkrahússstjórnar,
Ríkharði Jónssyni deildina til umsjón-
ar. Ríkharður óskaði yfirlækni og
starfsfólki til hamingju með þennan
áfanga.
Aðrir sem tóku til máls voru Daníel
Ágústínusson, forseti bæjarstjórnar,
Magnús Oddsson, bæjarstjóri, og Ólaf-
ur Ólafsson, landlæknir, en hann flutti
jafnframt kveðju frá Matthíasi Bjarna-
syni heilbrigðisráðherra sem ekki gat
verið viðstaddur.
Sigurður Ólafsson skýrði frá því að
sjúkrahúsinu hefðu borist tvær gjafir
fyrr um daginn. Tvær málverkaeftir-
prentanir frá í>0rkeli Kristinssyni og
Guðrúnu Ármannsdóttur og þrjár eftir
Frh. á bls. 7
BÆJARBROT
Bæjarritari í árs leyfi
Ásgeir E. Gunnarsson, bæjarritari,
hefur fengið leyfi frá störfum í eitt
ár., frá áramótum að telja, Ásgeir
flyst til Isafjarðar og mun starfa að
áætlunargerð hjá Fjórðungssambandi
Vestfirðinga.
Bæjarstjórn hefur ráðið Hauk Sig-
urðsson til að gegna starfi bæjarritara
í fjarveru Ásgeirs. Haukur er ísfirð-
ingur en hefur starfað sem viðskipta-
fræðingur í Vestmannaeyjum.
UMBROT býður Hauk'velkominn til
starfa'hjá Akranesbæ.
Mótmæltu gatnagerðargjaldi
110 íbúar við Brekkubraut, Grund-
artún, Melteig, Sóleyjargötu og Still-
holt sendu bæjarstjórn bréf fyrir
stuttu þar sem greindi frá því að þeir
myndu ekki greiða gatnagerðargjald
sem þeim ber samkvæmt samþykkt
bæjarstjórnar frá því í sumar.
Miklar umræður urðu á bæjarstjórn-
arfundi um þetta mál og fannst bæjar-
fulltrúum sérstaklega athyglisvert að
þeir sömu aðilar sem óskað höfðu
eftir því að Brekkubraut yrði steypt
í sumar voru nú ofarlega á lista yfir
þá sem neituðu að greiða gjaldið, þrátt
fyrir að þeim. var kunnugt um tilveru
gjaldsins áður en þeir fóru fram á
að gatan yrði steypt.
Tveir sóttu um gjaldkerastöðu
Tvær umsóknir bárust um stöðu
bæjargjaldkera:
William Mc. Dougall, Efstasundi 76
Reykjavík.
Gunnar Sigurðsson, Brekkubraut 17
Akranesi.
Á fundi sínum 29. nóvember frestaði
bæjarstjórn ákvarðanatöku í þessu
máli.
Merkurtún til sölu
Hallgrímur Hallgrímsson, fasteigna-
sali hefur boðið Akranesbæ til sölu
3.000 fermetra spildu úr Merkurtúni.
Bærinn mun hafa áhuga á þessu máli
og er það í athugun.
Byggðasjóður lánaði
Byggðasjóður samþykkti fyrir stuttu
að veitá Akraneskaupstað lán til gatna-
gerðar að fjárhæð kr. 5,3 millj. til
4ra ára með 12% vöxtum.
í framhaldi af þessu hefur verið
ákveðið að vextir af skuldabréfum
vegna gatnagerðargjalda árið 1976
skuli vera 12%
Þakkarávarp
Kvennadeild slysavarnafélags Akra-
ness sendir bæjarbúum alúðarþakkir
fyrir fjárframlög til slysavarnarmála.
Nú síðast við hlutaveltu deildarinn-
ar, þann 14. nóv. sl.
Verslunin Bjarg
stækkar um helming
Um síðustu mánaðamót tók
verslunin Bjarg í notkun mið-
hæð hússins að -Skólabraut 21
og jók þar með rými verslunar-
innar um helming. Á miðhæð-
inni er eingöngu verslað með
húsgögn og þar kennir margra
grasa. Á neðri hæðinni er versl-
að með herrafatnað, hljómburð-
artæki og plötur. Eftir stækk-
unina er úrvalið af þessum hlut
um mun fjölbreyttara en áður
var.
Innréttingar allar eru mjög
smekklegar og hefur breyting-
in tekist mjög vel í alla staði.
I samtali við Örlyg Stefáns-
son verslunarstjóra kom fram
að hann hyggst bjóða lista-
mönnum að halda sýningu á
verkum sínum í versluninni.
Nú þegar er einn listmálari,
Hjálmar Þorsteinsson með sýn-
ingu í Bjargi. Hjálmar sýnir
þar 8 olíumálverk og 15 vatns-
litamyndir. Hjálmar er óþarft
að kynna. Hann er Akurnesing-
um öllum kunnur fyrir list sína.
Hjálmar hefur áður sýnt tví-
vegis á Akranesi og einu sinni
sýndi hann á Akureyri. Sýning-
in í Bjargi verður opin a.m.k.
til áramóta.
Það er skemmtileg nýbreytni
að bjóða upp á sýningar sem
þessa og greinilegt að fólk kann
vel að meta hana.
Umbrot óskar eigendum versl
unarinnar til hamingju með vel
heppnaða breytingu og einnig
óskar blaðið Hjálmari til ham-
ingju með sýninguna.