Umbrot - 17.12.1976, Side 21
Aðbúnaður aldraðra
í algjöru lágmarki
Oddfellowreglan gefur
HÖFÐA stórgjöf
Aðbúnaður eldri borgara í
bænum er vægast sagt mjög
bágborinn. Álítur Umbrot að fá-
ir geri sér fyllilega grein fyrir
hversu aðbúnaðurinn á Elliheim
ili Akraness er í raun og veru
lélegur.
Þetta stendur að vísu til
bóta, þar eð bygging nýs elli-
heimilis að Höfða er nokkuð
langt á veg komin og standa
jafnvel vonir til að hægt verði
að taka vistheimilið í notkun á
næsta ári. Það heyrir framtíð-
inni til, en hvernig er ástandið
í dag?
Þegar komið er inn á Elli-
heimil Akraness er margt sem
stingur í auga. Verður minnst
á nokkur atriði til að vekja
almenning til umhugsunar um
aðbúnaðinn.
Það má fyrst nefna, að marg-
ir vistmenn eru legusiúklingar
og eiga erfitt með að hreyfa
sig. Biöllur eru þó ekki til,
nema ein og er hún staðsett á
miðium gangi á efri hæð (bjall
an var sett upp í sumar). Þetta
þýðir, að ef vistmaður á efri
hæð veikist skyndilega, þarf
hann að staulast fram úr rúm-
inu og fram á gang, til að geta
náð í aðstoð. Það sér hver mað-
ur hversu bagalegt þetta er fyr-
ir vistmennina.
Á neðri hæð heimilisins hafa
vistmenn enga bjöllu. Fyrir
nokkru vissi Umbrot til þess að
vistmaður, sem er á herbergi
með tveimur öðrum, veiktist
að næturlagi og gat sig hvergi
hrevft. Varð hann að vekja
herbergisfélaga sinn til að ná í
gæslukonu í næsta herbergi.
Hvernig fer fyrir þeim sem eru
einir og hafa enga biöllu?
Ef flvtia barf vistmann af
efri hæð í siúkrabörum, þá verð
ur að bera hann í fanginu eða
á annan hátt niður stigann, þar
eð stiginn er of þröngur fyrir
siúkrabörur. Önnur leið er sú,
að fara með siúkrabörur niður
brunastiga utan á húsinu. Þarf
þó nokkra lagni við það, þar eð
stigapallur er afar lítill.
Ef litið er á heilbrigðishliðina
kemur ýmislegt miður fallegt í
liós. t.d. eru brír vistmenn í
mjög litlu herbergi inn af eld-
húsin (að vísu er borðstofa á
milli). Þarf því að fara með
saur- og þvagílát, hrákadalla
og allt óhreint tau í gegnum
eldhúsið.
Gengið er inn í þvottahúsið
um eitt vistherbergið, annars
þurfa starfsstúlkurnar að fara
út með þvottinn og inn í þvotta
húsið utanfrá. 1 umræddu vist-
herbergi er mikill hluti af líni
vistheimilisins geymt og verð-
ur vistmaður því skiljanlega fyr
ir miklu ónæði.
Eitt baðker er á efri hæð. Eru
aðstæður til böðunar afskaplega
erfiðar, þar eð baðkerið er fast
upp að vegg, en slíkt er mjög
bagalegt, þegar baða þarf lítt
sjálfbjarga vistmenn. Að vísu
er sturta á neðri hæð.
I sumar er leið komu hráka-
dallar inn á heimilið og varð
þar af mikil bót, því áður voru
kopparnir notaðir til þeirra
hluta svo og annarra, sem þeir
eru ætlaðir til.
Brunavarnir vistheimilisins
eru einnig afar bágbomar, ekki
síst þegar tekið er tillit til þess,
að húsið er forskalað timbur-
hús, með timburstiga upp á efri
hæð og timburstiga utan á hús-
inu, sem á að vera neyðarútgang
ur. TVö lítil handslökkvitæki em
á staðnum, þriggja punda (1,4
kg.) Kæmu þau varla til með
að duga nema í nokkrar sekúnd-
ur. Á leiðarvísi með tækjunum
stendur, að tækin skulu athuguð
árlega. Á miðum á tækjunum
stendur ártalið 1967, í dag er
1976.
Reykskynjarar eru ekki til.
Umbroti var þó tjáð, (i október)
að þetta stæði til bóta, því að
koma ættu tvö ný tæki, en þau
era ekki komin enn er þetta er
ritað (viku af desember).
Svona aðbúnað býður Akra-
neskaupstaður eldri borgurun-
um upp á og er eflaust margt
ótalið enn, sem betur má fara.
Þessi grein er á engan hátt
ætlað að kasta rýrð á það starf
sem starfsfólk elliheimilisins
vinnur, heldur einungis að vekja
athygli á þeim hörmulega að-
búnaði sem starfsfólki og vist-
mönnum er búin.
Bæjaryfirvöld hljóta því að
sjá sóma sinn í að setja þann
kraft í framkvæmdir .og f jár-
öflun við nýja elliheimilið að
Höfða, sem dugar til þess, að
það megi taka til starfa á næsta
ári og til þess, að þessi smánar-
blettur verði þveginn af bænum.
—Þ.
1 tilefni af 10 ára afmæli
Rebekkustúkunnar nr. 5, Ás-
gerðar, sem var 29. október
sl. og 20 ára afmælis Oddfellow
stúkunnar nr. 8, Egils, sem var
11. nóvember sl. hafa stúkurn-
ar gefið Elliheimilinu að Höfða
sem nú er í byggingu, gjafa-
bréf, að upphæð kr. 1,3 millj.
til kaupa á kvikmyndasýninga-
vél, litasjónvarpi og píanói. Af-
hending gjafabréfsins fór fram
í húsakynnum Oddfellowa að
Kirkjubraut 56 á afmælisdegi
st. Egils, 11. nóv. sl. að við-
stöddum yfirmönnum st. Eg-
ils og st. Ásgerðar og stjóm
húsbyggingarnefndar Elliheim-
ilisins.
Ölafur Guðjónsson, yfirmað-
ur st. Egils fór þar nokkrum
orðum um störf Oddfellowa hér
á landi og sagði m.a.: „Eitt _af
stefnumálum Oddfellowreglunn
ar er að vinna að líknarmálum.
Fyrir síðustu aldamót geng-
ust danskir Oddfellowar fyrir
því að safna fé til byggingar
sjúkrahúss fyrir holdsveika,
en sá hræðilegi smitandi sjúk-
dómur var þá töluvert útbreidd
ur, því um síðustu aldamót er
talið að hér á landi hafi verið
237 holdsveikisjúklingar. Með
dugnaði og fórnfýsi tókst þeim
að safna fé til byggingar sjúkra
hússins og 27. júlí 1898 var
holdsveikraspítalinn í Laugar-
nesi við Reykavík vígður og af-
hentur íslensku þjóðinni til eign
ar. Einnig má minna á Copal-
tækið sem Oddfellowreglan á Is
landi gaf fyrir nokkmm ámm
og var stórgjöf á síhum tíma.“
Að lokum sagði Ólafur:
„Það kann að vera að það
þyki ekki mikið sem Oddfellow-
reglan hefur lagt fram til líkn-
armála, en hafa ber það í huga
að til þeirra gjafa, sem regl-
an hefur gefið, er safnað innan
þröngs hóps, eða einungis með-
al reglúsystkina.“
Því næst afhentu þau Ólafur
Guðjónsson og Ástríður Þórð-
ardóttir yfirmaður Ásgerðar,
gjafabréfið, en við því tók fyrir
hönd Höfða Jóhannes Ingibjarts
son form. bygginganefndar húss
ins. Þakkaði hann þessa höfð-
inglegu gjöf og sagði að hún
mundi vissulega verða til að
stytta aldraða fólkinu stundir
sem kæmu til með að dvelja á
Elliheimilinu í framtíðinni.
Myndin er tekin þegar afhend-
ing gjafabréfsins fór fram.
„ til x
SUOURSy
meo
sunnu
Hótel og
íbúöir í
sérflokki
fararstiórar
Sunnuverta
örygg' °2
þjónustu
lhe<insóknit
Kanaríeyjaferðir
ISUNNUI
Þúsundir ánægðra viðskiptavina velja SUNNUFERÐIR ár eftir ár.
FERflASKRIFSTOFAN SUNNA LÆKJARGDTU 2 SÍMAR 16400 12070
Umboðsmenn á Akranesi:
Sveinn Guðmundsson og Kristján Sveinsson
21