Umbrot - 17.12.1976, Page 15
Það er ekki skrítið þótt það þrífist ekki fiskbúðir
á Skagairam.
*
Prestur í sveitaþorpi í Danmörku hafði háð langa
og stranga baráttu gegn bjórkránni á staðnum.
Baráttan var ójöfn og að lokum greip prestur
til örþrifaráða í örvæntingu sinni. Hann setti upp
skilti við kirkjudyrnar með eftirfarandi áletrun:
„Áfengið er versti óvinur mannkynsins“.
Lárus skósmiður sá skiltið og var á báðum átt-
um þegar !hann fór næst á krána. Upp úr hádeginu
kom hann reikull í spori út af kránni, fullur og
með tvær bjórflöskur í vasanum. Hann sá prest-
inn sem stóð álengdar:
— Góðar fréttir séra minn.
Tíu óvinir felldir og tveir teknir til fanga, hikk.
*
Kallaðu svo á hann í símann.
„KETILSBÆR”
Eftirfarandi bréf hefur borist til blaðsins frá Ó.S.:
„Mér finnst ég hafi séð það í Umbroti að gefa þyrfti nýja
íþróttahúsinu nafn. Ég er því alveg sammála, mér finnst
það mikið skemmtilegra og tilhlýðilegra.
Við höfum ekki gert mikið að því hér á Akranesi að
minnast okkar kristnu landnámsmanna, Þormóðs og Ketils
Bresasona, engir staðir eru hér við þá kenndir. En Þórleifur
Bjaranason rithöfundur jók mjög á hróður þeirra með sín-
um snjalla leikþætti „Ljós í holti“ á Þjóðhátíðarári 1974.
Mér kom því í hug að kalla mætti íþróttahúsið nýja
„Ketilsbæ“. Mér finnst það all veglegur minnisvarði land-
námsmanninum okkar.
(Lag: Nú er glatt í hverjum hól)
Komdu nú í Ketilsbæ,
komdu* að æfa í vetur.
Komum öll í Ketilsbæ
keppum, æfum betur.
Það er svo gaman að koma í Ketilsbæ,
koma þar að æfa og keppa í Ketilsbæ.
Koma þar að æfa og keppa í Ketilsbæ.
iBÚÐ TIL SÖLU
Til sölu fullfrágengin 3ja herbergja
íbúð við Sóleyjargötu
Fast verð — Greiðsluskilmálar
Óskum starfsmönnum og viðskiptavinum
gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Trésmiðja Guðmundar Bjarnasonar
Merkigerði 18 — Sími 1523 — Akranesi
15