Umbrot - 17.12.1976, Blaðsíða 12
Jólahald í öðrum löndum:
„Þrír kommgar koma ofan af
fjöllum og færa bömum gjafir”
Um gjörvallan hinn kristna
heim er fæðing Frelsarans hald
in hátíðleg. Einnkenni þjóða og
siðir eru breytilegir og því hef-
ur jólahaldið þróast með nokkuð
mismunandi hætti meðal þeirra.
Hér á Akranesi er búsett fólk
af erlendum uppruna og leitaði
UMBROT til þriggja þeirra:
Marianne Hallgrímsson frá
Noregi, Hildar Guðmundsson
frá Þýskalandi og Henry Llor-
ens frá Spáni, til að forvitnast
um jólahald í heimalöndum
þeirra.
Noregur
Þar eð Island byggðist frá
Noregi, að því talið er, þótti
Umbroti ekki fjarri lagi að fá
að vita hvernig frændur vorir
halda jólin hátíðleg í dag, 1100
árum síðar.
Umbrot heimsótti því frú
Marianne Hallgrímsson að Deild
artúni 3, þar sem hún býr ásamt
eiginmanni sínum Hallgrími
Hallgrímssyni og tveimur dætr-
um 3 og 5 ára. Meðan við
ræddum um jólin og jólahald
snæddum við ljómandi góð epli
úr garði foreldra Marianne í
Noregi.
— Til að byrja með, Mari-
anne, hvaðan úr Noregi kem-
urðu?
— Ég kem frá litlu þorpi, sem
heitir Sande, í Vestfold, skammt
fyrir sunnan Osló.
— Hvernig er jólaundirbún-
ingnum háttað í þínu heima-
landi ?
-— Undirbúningurinn hefst á
því, að í nóvember er jólagrís-
inni slátrað. Hver fjölskylda
kaupir lifandi grís og slátrar
sjálf. Úr löppunum er búin til
sviðasulta og einnig er búin til
lifrakæfa og yfir jólin er lítið
annað en svínakjöt borðað.
Þetta er fyrsti vísirinn að jóla-
undirbúningnum.
I byrjun desember fara börn
in að setja sokka út í glugga í
von um að fá gott í sokkinn.
Reyndum við alltaf að setja sem
stærstan sokk til að fá sem
mest, ætli börn setji ekki sokka-
buxur út í glugga nú til dags.
— Hvernig er með hreingern
ingar, bakstur og annan undir-
búning?
— Hreingerningarnar ganga
alveg út í öfgar. Það er allt
þrifið hátt og lágt, meira að
segja eru kjallaraveggirnir
þvegnir. Þetta þrifnaðaræði
gengur miklu lengra en hérna.
Tilstandið í kringum bakstur-
inn er svipað, nema hvað við
bökum lítið af tertum, heldur
meira aaf smákökum, jólakök-
um úr pressugeri og piparköku-
hús fyrir börnin. Heima brugga
flestir jólaöl.
— Hvernig er með skreyting-
ar, hafið þið til dæmis útiskreyt
ingar?
— Heima tíðkast ekki að
hafa jólaskreytingar utan á hús-
unum. Aftur á móti erum við
með grenigreinar með slaufum
á útidyrunum. Það er einnig
siður fyrir hver jól að binda
kornöx saman og festa við
spýtu og setja fyrir framan úti-
dyrnar. Það er hjátrú samfara
þessu þannig, að ef margir fugl-
ar koma strax að korninu þá
mun næsta ár verða gott upp-
skeruár, en ef kráka sést ná-
lægt, þá boðar það slæma upp-
skeru.
Inni skreytum við líkt og hér
og við náum í jólatrén út í
skóg, það er nóg af jólatrjám
alls staðar.
— Eru Grýla og Leppalúði
einnig til í Noregi?
— Nei þau búa einungis á ís-
landi. Við höfum jólasveina, en
þeir heita ekki sérstökum nöfn-
um.
— Hvernig eru jóladagarnir
hjá ykkur?
— Á aðfangadag byrjar há-
tíðin kl. 6. Þá eru borðuð svína-
rif og medisterbollur úr svína-
kjöti og annað hvort ís eða
möndlugrautur á eftir. Síðan eru
tekin upp jólakort og gjafir.
Hinir jóladagarnir eru mjög
svipaðir og hér gerist.
Eitt finnst mér leiðinlegt við
jólin hér, það er hvað allir eru
lesandi yfir öll jólin. Það er
ekki hægt að tala við nokkurn
mann. Heima er meira spilað,
farið í leiki eða rabbað saman.
— Hvemig er nýja árinu
fagnað?
— Það er eins og hér. Hátíð-
in byrjar kl. 6 með svínakjöts-
máltíð, síðan er horft á sjón-
varp fram til kl. 12 þá er nýja
árinu fagnað með flugeldum,
blysum og þess háttar, en þó
ekki með brennum.
— hafið þið álfabrennur á
þrettándanum ?
— Nei, þær tíðkast ekki. Á
þrettándanum gerist ekkert ann
að en að jólaskrautið er tekið
niður.
— Heldur þín fjölskylda
norsk eða íslensk jól?
— Siðimir em mjög likir, þó
er margt norskt við undirbún-
ing jólanna hjá mér, en aftur á
móti borðum við rjúpur á að-
fangadagskvöld.
Þýskaland
Umbrot lagði leið sína inn að
Vogabraut 32 einn eftirmiðdag,
til að spjalla við frú Hildi Guð-
mundsson um jólahald í heima-
landi hennar, Þýskalandi. Prú
Hildur (hét Hiltmd áður en hún
fékk íslenskan ríkisborgararétt)
er gift dr. Guðmundi Guðmunds-
syni og eiga þau þrjú börn.
— Hvaðan frá Þýskalandi
kemur þú?
— Ég kem frá litlum bæ,
sem heitir Waiblingen. Hann er
skammt frá Stuttgart.
— Hvenær hefst jólaundirbún
ingurinn í heimalandi þínu og
hvernig er honum háttað ?
— Jólaundirbúningurinn
hefst alltaf á því, að 3. des.
(dagur St. Barböm) tökum við
inn greinar af kirsjuberja-
ferskju, epla- eða möndlutrjám
til að hafa þær útsprungnar á
jólunum, þær setja mikinn jóla-
svip.
Það tekur þrjár vikur fyrir
þessar greinar að springa út inni
í húsum á þessum tíma. Það
vildi þó svo undarlega til, að
þegar ég átti mitt fyrsta barn
sprungu greinarnar ekki út fyrr
en nóttina áður en barnið fædd-
ist eða 9. jan., hvað svo sem
hefur valdið þvl.
Það næsta við ólaundirbúning
inn er það, að 6. des kemur St.
Nikulás, jólasveinninn okkar í
heimsókn til barnanna. Hann
færir þeim smágjafir og tekur
af þeim loforð um að vera þæg
og góð. Ef St. Nikulás kemur
ekki sjálfur í heimsókn, þá er
hægt að setja skó út í glugga, í
von um að hann fari framhjá
og sjái skóinn. Þetta er einungis
þennan dag, 6. des. Það þýðir
ekkert að hafa skóinn út í
glugga aðra daga.
— Er það ekki rétt að þið
séuð mikið með aðventukransa ?
— Jú, við höfum grenikransa
með rauðum kertum og rauðum
slaufum. Hér hef ég séð þá með
hvítum, gulum og grænum kert-
um, heima voru aðeins notuð
rauð kerti.
Á aðventusunnudögum kemur
fjölskyldan saman, sungin eru
jólalög, farið í leiki eða föndr-
að til jólanna.
— Hvernig er með bakstur og
annan undirbúning?
— Við erum mikið með smá-
kökur, en ekki með tertur.
Heima er ekki lögð eins mikil
áhersla á hreingerningar og
jólafötin eins og hér er gert.
Heimilin eru skreytt með
greingreinum og öðru jóla-
skrauti. Á jólatrjánum eru höfð
logandi kerti, þótt brunaverð-
irnir séu lítt hrifnir af slíku
uppátæki.
— Hvernig er aðfangadags-
kvöld hjá þjóðverjum?
— Á aðfangadag er unnið
til kl. 12. Oftast nær er farið í
kirkju kl. 6. Sá siður er hafður
á heima, að stofunni er lokað
hálfri til einni viku fyrir jól og
er hún ekki opnuð fyrir börnin
fyrr en kl. 6 á aðfangadag. Það
er verra að framfylgja þessu í
dag þar eð stofurnar eru það
mikið opnar.
Á aðfangadagskvöld er ekki
hafður sérstakur hátíðamatur,
heldur einungis betri súpa og
snarl. Seinna um kvöldið er bor-
ið fram kaffi og smákökur.
Fjölskyldan skiptist á gjöfum
eins og hér, en sá siður að dansa
í kringum jólatré þekkist ekki.
— Hvernig er jóladagurinn ?
— Á jóladaginn er aftur á
móti borðaður betri matur,
jólagæs eða eitthvað þess hátt-
ar. Mikið er um fjölskylduboð
þennan dag. Yfir jóladagana
fer fólk almennt í kirkjur og
hlustar á oratoríur og helgi-
leiki.
Annar dagur jóla er frídag-
ur og fólk hefur það rólegt.
12