Umbrot - 17.12.1976, Blaðsíða 5
Koma engin skaðleg efni úr
reykháfi Sementsverksmiöjunnar?
Rœtt við dr. Cuðmund Cuðmundsson, framkvœmdastjóra
Hinn mikli skorsteinn Sem-
entsyferksmiðju ríkisins setur
óneitanlega mikinn svip á Akra-
nesbæ, þótt deila megi um feg-
urðarauka af honum. Að öllu
jöfnu stíga miklir, ljósir reykja
bólstrar upp af honum, svo að
Akumesingar vita vart „hvaðan
á sig stendur veðrið“, í orðsins
fyllstu merkingu, þegar af ein-
hverjum orsökum hættir að
rjúka úr ferlíkinu.
Til að fá vitnesku um efna-
samsetningu reyksins og hvort
í honum séu skaðleg efni, sneri
Umbrot sér til dr. Guðmundar
Guðmundssonar efnafræðings,
annars af framkvæmdastjórum
Sementsverksmiðjunnar.
— Er Sementsverksmiðjan
búin einhverjum hreinsitækjum
til að skilja mengandi efni frá
verksmiðjureyknum, og ef svo
er, hvernig er þeim búnaði hátt
að?
— Þegar verksmiðjan var
tekin í notkun fyrir 18 árum
síðan var settur upp fullkominn
hreinsiútbúnaður (rafsíur) eins
og hann gerðist best í þá daga.
Þessi tæki hreinsuðu þá um 95
% óhreininda úr reyknum. Þessi
hreinsitæki verksmiðjunnar
voru þá hin fullkomnustu í hér-
lendri verksmiðju og er vafa-
samt, hvort önnur betri eru í
notkun annars staðar enn í dag.
Þannig eru t.d. enn engin hreinsi
tæki í Straumsvík.
— Samræmast þessi tæki
þeim kröfum sem gerðar eru í
dag um mengunarvamir?
— Engin íslensk reglugerð er
til um þessi mál enn sem komið
er, en samkvæmt þeim kröfum
sem gerðar eru á hinum Norður
löndunum, er krafist betri
hreinsunar en hreinsitækin hér
framkvæma, eða um 97% hreins
unar fyrir eldri verksmiðjur. 1
sumar mældist hreinsigeta tækj
anna okkar um 91% og eru þau
því nokkuð undir þessu norræna
marki.
— I viðtali við Umbrot 4.
júní 1976, segir þú að unnið sé
að því að fá danskan sérfræðing
til rykmælinga hjá verksmiðj-
unni. Hverjar urðu niðurstöður
þeirra rannsókna?
— Þessi danski sérfræðingur
kom hingað í sumar og fram-
kvæmdi sínar mælingar með
tækjum, sem fengin voru að
láni frá Danmörku, en engin
slík tæki eru til hérlendis. I ljós
kom, að reykurinn úr háa skor-
steininum er samansettur úr
vatnsgufu, koltvísýring og ryki.
Rykið er mest megnis brennt
kalk, gjall, steinryk og sölt ým-
isskonar, og er gjallið helst vara
samt hvað mengun viðkemur,
en hin efnin eru fremur óþrif
en hættuleg.
— I skýrslu frá Rannsóknar
stofnun Iðnaðarins kemur fram
að búast megi við brennisteins-
mengun frá verksmiðjunni. Á-
hrifin eru afar skaðleg fyrir önd
unarfæri manna og annarra
dýra og svo gróðurs. Þá koma
einnig fram tærandi áhrif vegna
efnisins í mannvirkjum. Leiddu
rannsóknirnar í sumar eitthvað
nýtt í ljós varðandi þetta efni
í reyknum?
— Já, m.a. efna sem mæld
voru, var brennisteinn og kom í
ljós að enginn brennisteinssam-
bönd voru í reyknum. Sýnin sem
rannsökuð voru, voru tekin þar
sem reykurinn fer út í skor-
steininn, þannig að fullyrða má,
að enginn brennisteinn er í
reyknum. Við sementsfram-
leiðslu losnar brennisteinninn
úr olíunni, sem notuð er við
gjallframleiðslu. Hér í verk-
smiðjunni er notuð brennisteins
snauð olía (svartolía) og það
litla sem hún inniheldur af
brennisteini, binst öðrum efnum
og berst því ekki út í reykinn.
I skýrslunni, sem þú vitnar
til, er byggt á erlendri reynslu,
en þar er gjarnan notuð mun
brennisteinsauðugri brennslu-
olía, og því var m.a. gert ráð
fyrir brennisteinsmengun frá
verksmiðjunni hér.
— Við ákveðin veðurskilyrði
má finna brennisteinsfnyk,
sem stafar af reyknum frá verk
smiðjunni. Er þetta þá ekki
brennisteinn ?
— Nei, þetta er ekki brenni-
steinslykt. Ef þú hefur ein-
hverntíma fundið hina eiginlegu
brennisteinslykt þá finnurðu
strax að þetta er ekki sú sama
Þetta er sama lykt og mynd-
ast, þegar sandur er brenndur
á pönnu.
— Eins og fram kemur hér
að framan, þá hafa erlendir
mengunarstaðlar breyst og orð
ið mun strangari nú á síðustu
árum, og eftirlit með mengunar
hættum verið stórlega hert. Enn
fremur kemur fram, að hreinsi-
búnaði verksmiðjunnar er
nokkuð áfátt, ef miðað er við
þessa erlendu staðla. Hvaða á-
form hafið þið uppi um bættar
mengunarvarnir ?
— Síðastliðin þrjú ár höfum
við kannað á hvern hátt bæta
megi rykhreinsunina. En við
höfum takmarkað fjármagn til
viðhalds á verksmiðjunni, og
þar með talið úrbætur á þessu
sviði.
Framkvæmdaáætlun okkar
hljóðar þannig í stórum drátt-
um, að fyrst á dagskrá er bygg
ing sementsskemmu, sem kem-
ur til með að kosta um 46 Mkr
næst koma framkvæmdir við
Faxabraut, en hún mun kosta
okkur um 23 Mkr. Númer þrjú
á áætluninni er síðan endur-
bygging á rafsíunum, sem þeg-
ar eru hafnar og kosta um 20
milljónir. Ég efa að úr kaupum
á nýjum rafsíum verði á næsta
ári, þar sem hin verkefnin eru
ærið fjárfrek.
— Hvað kostar fullkominn
útbúnaður, sem er samkvæmt
ströngustu kröfum nútímans?
— Samkvæmt tilboðum sem
við fengum fyrir gjallskorstein
inn, kostaði hreinsiútbúnaður
um 42 Mkr. Ofan á þá upphæð
leggjast aðflutningsgjöld og
söluskattur, rúm 80%, þannig
að einungis þessi hreinsitæki
fara upp í 80-90 Mkr. með upp
setningu. Fyrir stærri skorstein
inn kostar rafsía af fullkomn-
ustu gerð um 100 Mkr. Með
uppsetningu má reikna með, að
sá útbúnaður kosti yfir tvö
hundruð Mkr.
— Hafa okkar íslensku upp-
fynningamenn ekki sýnt þessu
neinn áhuga?
— Jú, Jón Þórðarson upp-
fynningamaður á Reykalundi,
hefur verið að vinna að ryk-
hreinsiútbúnaði undanfarin 10
ár. Tæki frá honum var prófað
hér í sumar á stóra reykháfn-
um og gaf það á milli 97 og
99% hreinsun.
Þetta mun verða athugað
nánar og kemur það til með að
verða mun ódýrara en þau er-
lendu, þar eð aðflutningsgjöld
eru þá engin.
— Nú höfum við fjallað nær
eingöngu um reykinn frá stóra
skorsteininum. Þú nefndir þó
annan skorstein, gjallskorstein-
inn. Hvað með hann?
— Úr þessum skorsteini rýk-
ur mestmegnis gjallryk, sem
myndast við kælingu á gjalli.
Þetta ryk hefur valdið okkur
miklum vandræðum og m.a. hef
ur verksmiðjan orðið að greiða
skaðabætur vegna tærandi á-
hrifa þessa ryks á gler og lakk-
húð bifreiða. Á þessum skor-
steini eru ekki rafsíur, heldur
hverfisíur (cyclone). Hreinsi-
geta þessara sía reyndist við
mælingar í sumar vera heldur
betri en rafsíanna við stóra
skorsteininn eða um 93-94%.
Þegar ráðist verður í kaup á
nýjum og fulkomnum ryksíum
munu þær sennilega koma fyrst
við gjallkælinn og síðan við
stóra skorsteininn sagði Guð-
mundur að lokum. —Þ.
Af gefnu tilefni . . .
Af gefnu tilefni vill blaðið
koma þeirri leiðréttingu á fram-
færi í sambandi við hugmyndir
um stækkun lögsagnaumdæmis-
ins, sem frá var skýrt í síðasta
blaði, að það var Daníel Ágúst-
ínusson sem hóf máls á þessu
atriði á umræddum fundi og
tók Kristinn Júlíusson á Leirá
nokkurn þátt í þeirri umræðu
og skýrði frá sínu persónulega
sjónarmiði og talaði hann um
að atriði eins og stuttar vega-
lengdir og meiri samskipti fólks
utan Heiðar við Akranes heldur
en Borgarnes, virtust mæla með
því að þetta mál væri skoðað.
Þá nefndi Kristinn að fleiri
hliðar væru svo á þessu máli,
og þ.á.m. myndi brúin yfir Borg
arfjörð breyta miklu.
Einnig má geta þess hér að
þetta mál mun aldrei hafa
komið til umræðu í hreppunum
fjórum.
Tæki Jóns Þórðarsonar sem tilraunir voru gerðar með hér I suraar.
5