Umbrot - 15.12.1978, Blaðsíða 3

Umbrot - 15.12.1978, Blaðsíða 3
Þegar Fjölbrautaskólinn var stofnaður haustið 1977 var ljóst, að hingað myndu sækja skóla- nemendur utan af landi, sem ein- hvers staðar þyrftu samastað í bænum. Fyrsta starfsár skólans tókst að leysa húsnæðisvanda utan- bæjarnemenda með leiguhúsnæði úti í bæ. Á síðastliðnu hausti komu til Akraness 63 nemendur utan af landi. Var þá ljóst að grípa þyrfti til einhverra ráðstafana, og var lausn þeirra fólgin í notkun Kirkju- hvols, sem heimavistar Fjöobrauta- skólans. I heimavistinni búa nú 13 nemendur, sem allir koma utan af landi. Undirrituð fór ásamt Sigur- birni Guðmundssyni hirðljós- myndara í heimsókn nú fyrir skömmu til að kanna hagi heima- vistarbúa. björn. Hún er á 5. önn á uppeldis- braut, tilheyrir sú menntun framhaldsdeildum Gagnfræðaskól- anna, en síðan liggur leiðin annað hvort til höfuðborgarinnar eða á Skagann. Hugrún sagði ekki hafa verið í vandræðum með valið þar. Hún hafði einnig búið á heimavist áður og kvað hverjum og einum það í sjálfsvald sett, hvort hann léti trufla sig eða ekki, sagðist ekki verða fyrir neinum óþægindum sjálf. Hún lét vel af samstarfinu við þær Guðrúnu Jóhannesdóttur, kennara, sem er heimavistarstjóri; — og Guðrúnu Jónsdóttur, serm er matráðskona á vistinni, og sagði, að lögregla staðarins mætti taka þær sér til fyrirmyndar hvað varðar umgegngi við unglinga. Smári Baldursson Við hittum þar fyrstan að máli Smára BOaldurssnn, sem kvaðst upprunninn í Dalasýslunni. Hann stundar nám á rafiðnaðarbraut, og er skólinn hér sá eini utan Reykjavíkur, sem býður upp á líkt nám. Hann hefur áður búið á heimavist og -fannst ekki vera mikið ónæði hér á vistinni. Þá rákumst svið á unga stúlku frá Ölafsfirði, sem kallar sig Hugrúnu Jóhannesdóttur. Hún fékkst ekki með nokkkru móti til að láta taka mynd af sér, en spjallaði fúslega við okkur Sigur- A efri hæð hittum við þrjár blómarósir vestan af Fjörðum, sem hingað eru komnar. Þær heita María Aðalbjarnardóttir, Olga Friðgeirsdóttir og Hjördís Búadóttir. Þeim fannst nokkuð ónæðissamt á köflum, en þó ekki svo að umtalsvert væri. Þó sögðu þær, að á helgum sæktu að heima- vistinni unglingar úr bænum, og gæti þá orðið róstusamt. Þær voru sammála Hugrúnu um lögreglu bæjarins, og kváðu hana heldur um of neikvæða i þeirra garð, og væri það ekki of djúpt i árina tekið. Þær voru mjög óhressar yfir bruna- vörnum í húsinu, sem engar eru; reykskynjari væri bilaður, eitt slökkvitæki til í kjallara, og engir kaðlar, né greiðar útgönguleiðir úr húsinu. Hvöttu þær mjög til úrbóta á þessu sviði. Guðrún Jónsdóttir sér um, að nemendur fái mat sinn og engar refjar. Krakkarnir voru mjög ánægð með matinn, sem þau sögðu bæði mikinn og góðan. Guðrún lét vel af starfinu, en sagði að aðstaða öll mætti vera mun betri. Við Sigurbjörn litum í kringum okkur í eldhúsinu, og samþykktum óðar þau orð Guðrúnar. 1 kjalalra heimavistarinnar býr Guðrún Jóhannesdóttir, kennari, sem er heimavistarstjóri. Hún sagði að sér líkaði starfið vel, en það væri bindandi, þar sem hún þyrfti að vera á vistinni alla daga, og jafnframt að fá manneskju í sinn stað, ef hún færi í burtu. Guðrún sagði, að aðstaða væri ekki nógu góð, og benti meðal annars á 1 borðstofunni María Aðalbjamardóttir, Olga Friðgeirsdóttir og Hjördís Bóa- dóttir (Myndir Sigurbjörn) þvottahús, þar sem þurrkari hefur staðið ótengdur í tvo mánuði, og þvottavél verið biluð mestan hluta vetrar. Þá er baðaðstaða mjög léleg, og komumst við Sigurbjörn að því, að við lokuðumst inni um leið og ein stúlknanna fór i bað. Guðrún tók undir orð krakkanna um lögregluna í bænum, og sagði hana vægast sagt mjög neikvæða í þeirra garð, og hefði það komið i ljós við ófá tækifæri. Guðrún sagði einnig að fólk yrði að athuga, að heimavistin væri heimili þeirra, sem þar byggju, en ekki einhver stofnun, þar sem fólk væri lokað inni á. Húsfundur er haldinn einu sinni í viku, og eru þar tekin til með- ferðar öll mál, sem upp koma hvað varðar heimavistina og íbúa hennar. Húsreglur voru settar 1 upphafi vetrar, og samþykktar á húsfundi í september. Meðal annars er tekið fram í húsreglum, að reykingar eru aðeins leyfðar í setustofu, og að neyzla áfengis og annarra vímugjafa er með öllu bönnuð innan veggja heimavistar- innar. Jafnframt bera íbúar vistar- innar fulla ábyrgð á gestum sínum, þ.e. að þeir hvorki trufli aðra né eyðileggi eða valdi á annan hátt vandræðum. Þessa reglu fóru krakkarnir sjálfir fram á, og báru upp að öllu leyti. Brot á húsreglum geta valdið brottrekstri úr heima- vist og jafnvel úr skóla. Við Sigurbjörn þökkum íbúum heimavistarinnar fyrir greinagóð svör, og móttökur. Að heim- sókninni lokinni vorum við fróðari um margt, og vonum að þetta spjall okkar megi verða til að vekja umræður um aðstöðu þeirra nemenda, sem hingað sækja skóla langt að, f jarri heimilum sinum, og að bærinn og ibúar hans geti tekið þeim vel svo að þeir verði að einhverju rikari þegar þeir hverfa héðan. h sjóleióin er ódvrari reglubundnar hraðferðir Eimskip tryggír viðskiptawnum sinum örugga og Með 24 skipum verður afgreiðslan mun fljótvtrkari, þægilega þjónustu með reglubundnum hraðferðum flutningamir auðveldari og siðast en ekkí sizt þá er til Ameríku og Evrópu. sjóleiðin ðdýrarl HF EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS 3

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.