Umbrot - 15.12.1978, Blaðsíða 9

Umbrot - 15.12.1978, Blaðsíða 9
Skýrsla tœknideildan Framkvœmdir við íþróttavöllinn í síðasta blaði Umbrots óskar rit- stjóri blaðsins eftir því að tækni- deildin alti honum í té ailar upp- lýsingar varðandi mistökin á íþróttavellinum. Þótt ekki sé í grein ritstjórans nánar tiltekið, hvað við sé átt, þá lít ég svo á, að hann óski eftir upplýsingum um framkvæmdir við íþróttavöllinn síðast liðið ár og þann þátt, sem tæknideildin á í þeim. Áður en lengra er haldið, vil ég hér gera stuttlega grein fyrir stjórnskipulagi íþróttavallarins. íþróttasvæðunum stjórnar fimm manna vallarstjórn, sem kosin er af bæjarstjórn og íþróttabandalagi Akraness til fjögurra ára. Verkefni íþróttavallarnefndar ein sog hún er nefnd, eru m.a.: Að hafa umsjón með íþróttasvæðum og tilheyrandi húsakynnum, og líta eftir að þau séu á hverjum tíma í sem beztu ásigkomulagi. Að gera tillögu um ráðningu gæzlumanns og starfs- fólks eftir þörfum og setja þeim starfsreglur. Að gera tillögur til bæjarstjórnar um hvernig varið skuli fjárveitingum þeim, sem árlega eru á fjárhagsáætlun. Eftir að tillögur íþróttavalla- nefndar um framkvæmdir, hafa verið samþykktar af bæjaryfir- völdum, eru ýmist vinnuflokkar bæjarins, eða aðrir aðilar fengnir til að framkvæma þær. Síðast' liðið sumar kom t.d. hingað vinnuflokkur úr Reykjavík til að tyrja hluta af æfingarsvæðinu innan við malarvöllinn. Sem forstöðumaður tæknideildar, ber ég að sjalfsögðu ábyrgð á þeim verkum, sem unnin eru á hennar vegum og þeim mannafla er undir hana heyra, þar með taldir vinnu- flokkar bæjarins. 20. maí 1977 skoðaði Björn Kristó- fersson, garðyrkjustjóri, á vegum íþróttanefndar ríkisins, völlinn , og segir í skýrslu hans að völlurinn sé vel grænn og þurr, en viðgerð, sem fór fram haustið 1976, fremur óslétt. (Starfsmenn á vegum bæjarins voru ekki fengnir til þeirrar viðgerðar.). Björn skoðaði völlinn aftur 12. október 1977 og segir i skýrslu hans þá: „Völlurinn ber umtalsverð merki eftir notkun sumarsins en þó ekki alvarleg sár. Æskilegt tel ég, að dreifa sandi á hann til að auka slitþol og á hér hið sama við og víðast annarsstaðar að notkun er greinilega meiri en slitþolið leyfir. Ber því nauðsyn til að auka eftir mætti styrkleikann og einn liður í því er að dreifa sandi á völlinn, því það ásamt áburðargjöfinni eru veigamikil skref í þá átt, þar sem i okkar rakasömu veðráttu verður sandlaus jarðvegur meyr og viðkvæmur í þeim miklu vætutímí- bilum, sem við gjarnan fáum hér á Suðurlandi yfir sumartímann. Notkun vallarins í sumar var all- mikil, leiknir 20 knattspyrnuleikri en auk þess 3-4 æfingar á viku frá miðjum maí og fram í september. Með tilliti til vætusams sumars er þetta algjör hámarksnotkun og væri æskilegt við slíkt tíðarfar að úr væri dregið sem að sjálfsögðu er ekki gott þar sem aðeins er um einn grasvöll að ræða á staðnum.“ íþróttavallarnefnd samþykkti á fundi sínum 4. október 1977, a6 láta sandbera völlinn og var það í fullu samræmi við ályktun Björns Kristóferssonar, enda var völlurinn blautur og illa farinn eftir síðasta leik sumarsins, sem var leikurinn á móti Brann 28. sept. 1977. Öskað var eftir því við starfsmenn bæjarins, að þeir önnuðust sand- dreifinguna og var rætt um að nota sand úr bökkunum á Langasandi eins og áður hafði verið gert. Var einnig rætt um að setja allt að 2 cm lag yfir völlinn til að jafna um leið úr ósléttum. Að hálfu stjórnar vallarins var lögð á það rík áherzla, að verk þetta yrði unnið fyrir áramót. Ekki er unnt að komast með vinnutæki út á grasflöt eins og á iþróttavellinum, þar sem þykkt vatnssósa mólag er undir, nema í þurrkum á sumrin eða i miklum frostum á vetrum, því var fyrsti verulegi frostakaflinn notaður til verksins og sandinum ekið inn á völlinn. 1 slíku veðri frýs sandurinn mjög fljótt saman og sú varð einnig raunin og var því ekki um annað að ræða en bíða með að dreifa úr honum þar til um vorið. Að síðar fengnum upplýsingum serfræðinga í grasrækt, bá er talin hætta á köfnun grass eftir 3 mánuði t.d. undir ís og er talið að það sé ein af orsökunum fyrir kali í túnum. Eftir á að hyggja hefði því átt að setja sandinn á völlinn mun seinna, eða í febrúar og hefði þurft að hafa jarðýtu til að jafna úr sandinum jafnóðum og honum var ekið inn á völlinn. Eins og fram kemur í bréfi Björns Kristóferssonar dags. 14. júni 1978, þá mun vorið 1978 hafa verið öllum gróðri sérlega óhagstætt og víða kal í grasi og svo var einnig á íþróttavellinum. Eftir að skemmdirnar á íþrótta- vellinum komu í ljós, var mikið þingað um málið og margir sér- fræðingar komu hingað til að athuga málið og sýndist sitt hverjum og var ýmist rætt um kal, köfnunar- eða saltskemmdir, og voru spárnar um völlinn misjafnar, töldu sumir að alls ekki yrði hægt að leika á honum í sumar og að hann yrði að drullusvaði eftir fyrsta kappleik. Veðrátta í sumar var nokkuð hagstæð og smátt og smátt greri völlurinn upp, hann var mun stinnari og þurrari en þau tvö sumur á undan, sem ég fylgdist með honum og ég heyrði haft eftir knattspyrnumönnum að þeim þætti mjög gott að leika á vellinum her, en helstu gallar hans væru þó ósléttur í yfirborðinu. Grasvöllurinn á Akranesi var fyrsti knattspyrnuvöllurinn hér á landi, sem var tyrfður og var það gert 1956, eða fyrir röskum tuttugu árum. Síðan er margbúið að gera við hann enda völlurinn mjög gljúpur og oft blautur. Gras- völlurinn var á sínum tíma byggður eftir þeirra tíma kröfum um þykkt moldarlag undir þökunum, nú hefur þetta breytzt og moldarlagið á nú að vera sem þynnst. Seinnipart sumars var ákveðið að skipta um gras á vellinum og slétta hann. Um verklýsingu sáu Björn Kristófersson, garðyrkjustjóri og Narfi Hjörleifsson, verkfræðingur. Þorsteinn Einarsson, íþróttafull- trúi, óskaði eftir því að vinnuflokkur á vegum bæjarins undir stjórn Guðmundar Jónssonar sæi um verkið og hefur verið unnið eftir nákvæmri fyrirsögn þeirra, og hafa þeir lýst ánægju sinni með verkið. Nú er eftir að ganga frá sand- fyllingu samskeyta á þökum og verður það gert strax og veður leyfir. Völlurinn er nú þannig upp- byggður að undir þökurnar var sett EO cm þykkt lag af sandi, sem ekið var úr fjörunni við Höfn í Mela- sveit, alls um 220 bilhlöss. Einnig voru boraðar um 100 holur, allt að 4 metra djúpar, og fylltar með steinum, er vonast til að með þessu náist að þurrka völlinn vel. Er það von mín, að með þessu átaki takist að gera völlinn verulega góðan, en ekki ætla ég að þakka mér það, heldur þeim er lögðu á ráðin um framkvæmd verksins og þeim starfsmönnum bæjarins er að verkinu unnu og vil ég fullyrða, að það var gert af mikilli samvisku- semi. Rétt er að geta þess að lokum, að grasvöllur, sem notaður er jafn mikið og grasvöllurinn hér á Akranesi, þarf mun betri upp- byggingu, hægt þarf að vera að breiða yfir hann plastdúk á vorin, tilsvarandi og í Kópavogi. Þetta má einnig leysa með því að útbúa fleiri grasvelli, þannig að hægt sé að minnka notkunina á vellinum og taka alveg af honum æfingar. En umfram allt þarf þó að fá fastan mann, til að sjá um og gæta íþrótta- svæðisins allt árið, svo einhver sérþekking og reynsla fáist í meðferð hans. Akranesi í nóvember 1978 Reynir Kristinsson. Gróska í blaðaútgáfu Mikil gróska virðist vera í blaða- útgáfu í Fjölbrautaskólanum. Umbrot hefur fengið send tvö blöð sem þar eru gefin út. Fyrra blaðið heitir ,,ÁGLÁP“ og er gefið út af nemendafélagi Fjölbrautaskólans. í ritsjórn eru: Árni Þór Vésteinsson, Ingvar Víkingsson.Þorbjörg Skúladóttir og Heiðrún Hannesdóttir. Ágláp er 24 fjölritaðar síður í A-4 broti. Hitt blaðið ber nafnið„Blað hins kúgaða minnihluta í skólanum“ og er það gefið út af nemendum í 8. og 9. bekk Grunnskólans. 1 ritnefnd eru: Ásdís Kristmundsdóttir, Birgir Hermannsson, Eðvarð R. Lárusson, Jón Guðmundsson, Kristján Helgason, Lúðvík Karlsson, Pétur Björnsson og Steinunn E. Þórðardóttir. Ábyrgðarmaður er Páll G. Pálsson. Þetta blað er 27 fjölritaðar síður I A-4 broti. Bæði þessu blöð flytja marg- ■ víslegt efni og er óskandi að nemendur skólans haldi þessari útgafu áfram. Kvöldvaka bindindis dagsins Sunnudaginn 26. nóv. sl. var haldin kvöldvaka í Akraneskirkju á vegum kirkjunnar og st. Akurblóms í tilefni bindindisdags- ins. Avörp fluttu: Sr. Jón Einarsson í Saurbæ’ Ríkharður Jónsson, málaram., Guðbrandur Kjartansson, læknir og Ari Gíslason æðsti templar st. Akurblóms. Einnig söng kirkjukórinn undir stjórn Hauks Guðlaugssonar. Kvöldvakan var vel sótt og tókst hún í alla staði mjög vel. Kóramót ó Selfossi Laugardaginn 1. nóvember fór karlakórinn Svanir til Selfoss, til að taka þátt í söngmóti þar ásamt karlakórum Keflavíkur og Selfoss. Kórarnir sungu bæði sjalfstætt og sameiginlega. Kynnir var Guðmundur Daníelsson skáld. Húsfyllir var í hinu nýja iþrótta- húsi Selfoss, um 700 manns, og voru undirtektir frábærar. Að loknum söng var sameiginlegt borðhald og síðan dans. Karlakórinn Svanir er að byrja æfingar fyrir nýtt starfsár, og er þeim sem áhuga hafa á að vera með í kórnum bent á að tala við Hallgrím Arnason formann. Kórinn hefur þörf fyrir fleiri áhugasama unga félaga, til þess að geta sinnt hlutverki sínu. Stjórnandi -karlakórsins er Jón Karl Einarsson. Þorgeir og Ellert hf. Ietum þá ekki þau pólitísku viðhorf villa okkur sýn, þannig að ekki yrði gerð tilraun til þess að reka þessa útgerð, sem var ákaflega glæsileg í sjalfu sér, en hún gekk nú því miður hvergi vel á íslandi. Það voru nú margir sem ráku þessa útgerð af hreinni trú, en við gerðum það nú ekki beinlínis hér, við gerðum það vegna þess að við áttum ekki annarra kosta völ. — Gekk útgerðin strax illa? — Nei. Þetta gekk nú sæmilega fyrstu tvö-þrjú árin en svo fór að draga úr fiskiríinu. Svo var þetta afar erfitt. Olíu varð að sækja inn í Hvalfjörð og ís til Reykjavíkur. Allt þetta tafði, og kom það sér mjög illa. — Hvað varst þú lengi framkvæmdastjóri bæjarútgerðar- innar? — Eg var í rúm tvö ár. Það var skipt um kosningar. Þetta voru pólitískar, ja, ég get nú ekki kallað það veitingar, því maður fékk nú ekki einn eyri fyrir þetta. — Svo það hefur ekki verið það sem setti hana á hausinn? — Nei, það var ekki það sem setti hana á hausinn, það er áreiðanlegt. — Jæj", Þorgeir. Nú fer að líða að lokum þessa spjalls. Nú hefur þú verið mikill athafnamaður alla tíð. Hver er þinn boðskapur til ungra manna í dag, sem eru að leggja út á lífsbrautina? — Eins og ég sagði þér um daginn, að ef ég ætti að lifa lífinu aftur, þá bara gerði ég það. Ég hef ekkert út á það að setja. Hér áður- fyrr byggðist allt á því að fara smátt af stað og spara. Eyða sem allra minnstu í stjórnunina, og ég held að það megi segja þetta enn þann dag í dag. Það kemst enginn áfram með að eyða peningunum áður en þeir eru raunverulega til, og þótt krónan sé ef til vill lítils virði, er hún þó alltaf til þess að hægt sé að byrja með henni. Það er alveg staðreynd, að það byrjar enginn alveg af engu. Ég myndi ráðleggja öllum að reyna frekar, þótt peningarnir séu ef til vill lítils virði, að fara betur með þá, en ekki að eyða þeim í tóma vitleysu. I. Akurnesingar Beztu þakkir færum við bæjarbúum fyrir veittan stuðning á árinu. Kvennadeild SVFÍ Akranesi. 9

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.