Umbrot - 15.12.1978, Blaðsíða 21

Umbrot - 15.12.1978, Blaðsíða 21
Æ skulýdsnefnd Eftir bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar síðastliðið vor tók til starfa ný nefnd á vegum bæjarins, svokölluð Æskulýðsnefnd. Kom hún í stað æskulýðsráðs. Nokkrar breytingar urðu á nefndinni við nýskipan þessa, en er þó helzt að nefna að í stað fulltrúa hinna frjálsu félaga í bænum skipa hana nú eingöngu fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka, sem sæti eiga í bæjarstjórn hverju sinni. Fulltrúar eru fimm, 2 frá Sjálfstæðisflokki, og einn frá hverjum hinna. Nefndina skipa nú: Guðný Jóns- óttir (S), sem er formaður; Þórður Björgvinsson (S), Andrés Ólafsson (F), Georg Janusson (Abl.) og Sigurbjörn Sveinsson (A), sem jafnframt er ritari hennar. í viðtali við Guðnýju Jónsdóttur kom fram að nefndin er að miklu leyti enn í mótun, til dæmis er erindisbréf ekki fullsamið, en þó er aðalmarkmið hennar að sjálfsögðu hið sama og áður, þ.e.a.s. að reyna að ná til sem flestra unglinga í bænum með fjölbreyttu æskulýðs- starfi. Það kom í ljós, að núverandi Æskulýðsnefnd fór þess á leit við Bæjarráð að fá til afnota gamla Elliheimilið við Kirkjubraut, og var það samþykkt. Áleit Guðný að það væri heppiilegra til æskulýðs- starfsemi en íþróttahúsið við Vesturgötu, sem einnig kom til greina í þessu sambandi. Aðspurð um það, hvort íþrótta- húsið hefði ekki getað enzt lengur en Elliheimilið, sagði Guðný, að ending skipti ekki öllu máli, heldur að fá inni fyrir starfsemina, og geta hafizt handa sem allra fyrst. Teikning, er Jón Runólfsson gerði, mun verða notuð við endurskipulag á húsinu, en mikilla breytinga er þörf. Haft hefur verið samband við formenn nemendafélaganna við Fjölbrauta- og Grunnskólann um að nemendur tækju virkan þátt i uppbyggingu hússins, sem þeim er ætlað síðar meir. Nemendur hafa Rœtt við Guðnýju Jónsdóttur, formann nefndarinnar. brugðizt vel við, og virðist vera grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Komið hefur til tals að efna til einhvers konar hugmyndasam- keppni meðal unglinga í bænum í þessu sambandi. Guðný sagði, að að Karl Þórðarson knattspyrnumaður, sem er rafvirki að atvinnu, hefði samþykkt að taka þátt i þessu starfi með krökkunum. Hún lýsti ánægju sinni með það, og taldi að þeir kynnu að meta slíkt. I húsinu er gert ráð fyrir, að unglingar geti átt athvarf, meðal annars fyrir klúbb- starfsemi af ýmsu tagi. Þá er gert ráð fyrir að á efri hæð hússins verði aðstaða fyrir leiktæki og spil margs konar, jafnvel fyrir leik- sýningar í einhverjum mæli, svo og tónlist eftir því sem við á hverju sinni. Þess má geta í sambandi við skipulag á húsinu, að fullt tillit er tekið til fatlaðra, þar sem engir þröskudlar verða eftir breyting- una. Guðný sagði, að þetta nýja æsku- lýðsheimili hefði tekið stóran hluta af tíma nefndarinnar hingað til, en að sjálfsögðu væru önnur mál í deiglunni. Þar mætti nefna Þrettándabrennu, sem Æskulýðs- nefnd er framkvæmdaraðili að, þegar hefur verið haft samband við félög í bænum að þau standi fyrir þvi að hlaða bálköst og sjá um söng og álfadans. Svör hafa ekki borizt enn, en þau eru væntanleg upp úr mánaðarmótum. Guðný taldi einnig nauðsynlegt að efla annað æsku- HLAUPVÍDD SEX Sýningum Skagaleikflokksins á leikriti Sigurðar Pálssonar, HLAUPVÍDD SEX er nú senn lokið og er það miður, en þó að nokkru skiljanlegt, þegar tillit er tekið til þeirrar viðtöku, sem leikritið hefur hlotið. Ég sá verkið á næstsíðustu sýningu hér í bænum, þar sem leikhúsgestir voru aðeins 26 talsins. Sýningin kom mér mjög á óvart, og slíkt hið sama gerðu leikararnir. Framsögn var mjög góð, og heyrðist skýrt og greinilega hvert orð, er sagt var. Hreyfingar voru einnig mjög eðli- legar, jafnvel þegar leikendur „þvædlur um sviðið misjafnlega á sig kornnir." Skal nú vikið að einstökum flytjendum og frammistöðu þeirra. Halldór Karlsson komst vel frá hlutverki eiginmannsins, sem aldrei fær tækifæri til að gleyma að hann kvæntist til fjár. Ölína Jóns- dóttir á hrós skilið fyrir Kötlu sina Brímdal, sem hún túlkaði vel. Kvikindisskapur hennar gagnvart eiginmanninum varð vart dulinn, enda frúin oft ekki með sjálfri sér sökum sjérrýdrykkju. Guðfinna Rúnarsdóttir lék Vilborgu dóttur þeirra KÖtlu og Ketils, og gerði það vel. Hún var yfirstéttardúkkan, sem foreldrarnir vernduðu. Katrín vinkona hennar Brynjólfs ætlaði sér að verða leikkona. Ekki hefði hún Katla Brímdal liðið sinni dóttur slíkt. En Daðey Ölafsdóttir skilaði hlutverki sínu vel, sérstaklega eftir að hún var komið í „ástandið." Halldóra Hafdís Arnar- dóttir gerði einnig hlutverki Stellu ágæt skil, sérstaklega þegar hún varði Bretaroluna sína, sem enginn annar kunni að meta. En eftir- minnilegust stúlknanna var þó Margrét Þorvaldsdóttir í hlutverki Nínu. Hún fór á kostum á sviðinu á stundum, til dæmis þegar hún mætti á æfingu hjá Katrínu Brynjólfs fyrir yfirmanna- skemmtunina. Nína vissi hvernig átti að ná hylli yfirmannanna, og gekk að lokum fram af hinum og var rekin af æfingunni með vel völdum orðum. Þær Rakel Árnadóttir og Guðríður Haralds- dóttir fóru með minni hlutverk, en komust mjög þokkalega frá þeim, þó fannst mér vanta meiri kraft í túlkun Guðríðar, en hún átti að tala fyrir munn þeirra landsmanna, er á móti hersetunni voru. Aðrir flytj- endur fóru með minni hlutverk, en ég vil þó minnast á Friðrik Adolfs- son í hlutverki Hitlers, Friðrik var ótrúlega líkur Foringjanum. Þorvaldur Þorvaldsson leikstýrði verkinu. Mér finnst ganga krafta- verki næst hvað vel hefur tekist. Ég sé ekki ástæðu til að kaupa hingað leikstjóra, þegar á staðnum eru menn og jafnvel konur, sem geta tekið slíkt að sér. Mér finnst full ástæða að óska Þorvaldi og hans fólki til hamingju með sýninguna, og vonandi fylgja fleiri slíkar í kjölfarið. Eitthvað annað en gæði eða gallar verksins hljóta að skýr-\ U'_?gar undirtektir, en fall er fararheill. H lýðsstarf í bænum, og að nefndin hefði farið fram á, að þeir aðilar og félagasamtök, sem styrki hlytu á vegum bæjarins til æskulýðs- starfsemi, skiluð skýrslum þar að lútandi til nefndarinnar, svo að hægt væri að ganga úr skugga um, að þeir fjármunir, sem veittir væru, færu í þá starfsemi sem ætlazt væri til. Þá telur nefndin brýnt, að ráðinn verði æskulýðs- fulltrúi fyrir bæinn, sem jafnvel verði umsjónarmaður hins nýja æskulýðsheimilis, en ekkert mun þó afráðið í þeim mefnum. Guðný sagði að lokum, að hún vonaði að bæjarbúar sýndu nefndinni skilning og hvettu börn sín til að taka þátt í starfi hennar, æskulýðsnefnd væri til þeirra vegna, en þau ekki vegna hennar. Guðný kvað samstarfið innan nefndarinnar hafa gengið mjög vel, og var mjög ánægð með samstarfs- menn sína. H A VERTÍÐ FYRIR 55 ARUM @ Á þessum árum voru margir bátar frá vestfjörðum gerðir út frá Sandgerði. Á þeim var línan beitt um borð áður en farið var í róðour. Það hefur ekki verið heiglum hent að fara úr koju á dekk til að beita, kannski í hörku frosti og næðingi, því þar var ekki um neitt skjól að ræða. Þann tíma sem bátar héaðn réru frá Sandgerði, sem var venjulega til páska, voru landmenn af tveim bátum 8 menn með sömu ráðskonu. Voru verbúðir með sama fyrir- komulagi og á minni bátunum. í landlegum var sama vinna hjá landmönnum eins og á bátum yfir- leitt, en hjá sjómönnum kom til forfæring á fiski í lestinni. Það varð að nota hverja smugu, venjulega voru þessir bátar fylltir í 5-6 róðrum og það var farið heim og losað. Þessir bátar höfðu góð Iegu- færi til að liggja við, en það sköpuðust oft érfiðleikar þegar mikið brim var með suðvestan eða vestan roki, vegna þess að þrengsli voru mikil. Vestfjarðabátar lágu fyrir bógakkerum og voru oft á reki og urðu því oft að Ietta þegar þeir voru að raka á þá sem lágu fyrir góðum legufærum. Ég man eftir því að bátur sem lá fyrir góðum legufærum sprengdi keðjuna þegar hannan rak á hann með þeim afleiðingum að hann varð að keyra upp í sand því sund voru ófær og ekkert annað að gera. Þaó kom fyrir að báta ræki á land. Það var verst þegar stórstreymt var og eyrin fór í kaf. Eftir páska fóru þessir stóru bátar sem kallaðir voru á útilegu vestur að jökli. Þá voru landmenn teknir um borð. Tekið var um borð það sem tilheyrði svo sem ískassi til geymslu á síld. Hann var tvöfaldur og settur mulinn ís og salt i tóma- rúmið með því hélst síld óskemmd, einnig tekið salt, olía, lina og ábót. Olía var á trétunnum, oft tekin með þeim hætti að þær voru settar í sjóinn og tengdar saman með kaðli og róið með þær um borð á Iett- bátnum. Á þessum árum var hér engin bryggja nema í Steinsvör sem nú er horfin og fór þar fram öll upp- og útskipun fram undir 1926 að bryggjur komu i Lambhúsasundi. Þegar lagt var upp í Jökultún sem var 6-7 tíma sigling var oft byrjað að binda á þegar komið var vestur fyrir skaga. Þegar voru eftir 3-4 tímar á miðin var byrjað að beita línuna, 12-14 bjóð sem oft voru lögð í tveim köstum. Þegar því var lokið voru hífð upp segl og látið hala sem kallað var, en seinna fóru menn að leggjast uppundir Stapavík, þegar háátt var, en í sunnanátt var farið vestur á Skarðsvík. Það voru mikil viðbrigði að liggja fyrir akkeri frá því sea áóur var, menn hvíldust betur, þar til byrjað var að draga línuna. Þá fóru sumir að stokka upp eða beita. Línan síðan lögð og gert að fiskunum. Þetta endurtók sig, þar til báturinn var fullur. Upp úr mánaðarmótum apríl-maí varð sú breyting á að tekin voru 10-12 síldarnet og farið út í Jökul- djúp. Það var farið eftir lit sjávarins eða súlukasti þegar net voru lögð því ekki voru dýptar- mælar þá til að finna lóðningar, og látið reka fyrir nóttina. Ef síld fékkst var strax byrjað að beita. Ef fékkst meiri síld en þeir töldu sig þurfa, var flaggað, sem þýddi að síld væri til sölu, og selt það sem var umfram eigin þarfir. Síðan var ískassinn fylltur. Það kom fyrir að farið var i land á Stapa og sóttur snjór ef ís var búinn. Það var oft mikið fiskirí, fyrst þegar nýrri síld var beitt. Það var eins og áður, allur fiskur flattur í salt. Sá sem þvoði fiskinn varð að ausa öllum sjó í fiskþvottinn með fötu sem var erfitt verk. Sa sem stóð næturvakt hnýtti á, þó menn væru slæmir í höndum. Menn báru oft á hendur tólg og sváfu með óróna sjó- vettlinga, með því var höndum haldið mjúkum svo menn voru ekki eins sárhentir, þegar næst var út til að draga. Vatn var af skornum skammti svo menn gátu ekki þvegið sér túrinn út nema um hendur og þá úr sjó. Fæði var eins og áður segir mjög einhæft. Menn sváfu i fötum, það var hvergi hægt fyrir menn að leggja neitt frá sér nema í kojuna eða undir borðið. Þar voru sjóstig- vél sett og eins niður í bekki. Þegar heim kom var fiski skipað upp, ot tekið það sem þurfti út í næsta túr, og farið út eins fljótt og hægt var. Það sem hér hefur verið sagt, sem ég veit að er ekki nógu gott, vona ég að gefi samt litla mynd af því hvernig vinnutilhögun og fyrir- komulag var við þessar veiðar fyrir rúmri halfri öld og mér fannst að ekki mætti með öllu falla í gleymsku. Laglientur og áhugasainur maður óskast Gler og Málning sf. Skólabraut 25 N ) ) S s ) s s s s 1 I s s s 21

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.