Umbrot - 15.12.1978, Blaðsíða 15

Umbrot - 15.12.1978, Blaðsíða 15
Barnasagati; P Syngjandi jólatré Barnasagan Syngjandi jólatré úr bókinni Jól dýranna eftir Kathryn Jackson. Út eru komnar nokkrar bækur eftir þennan höfund og nú síðast bókin Myndskreyttar vísnasögur. tJtgefandi er bókaútgáfan Örn og Örlygur. Lítill hjartarkálfur kom brokkandi heimleiðis um snævi drifinn skóginn. — Augu hans ljómuðu á þeirri dýrð, er hann hafði séð. Honum var hlýtt og létt um hjartað eins og ævinlega, þegar hann kom að hlið móður sinnar. Jólaskór Efni: karton, heftari, málning eða litir. Klippið út jólaskó eftir teikning- unni, stækkið eftir þörfum. Klippið upp í hliðina, sem merkt er a, b og c. Heftið a og b saman, leggið siðan c yfir og heftið. Heftið d og e saman, og leggið f yfir. Athugið að mála eða lita skóinn áður en hann er heftaður saman. Skreytið með glimmer og bómull. Skórinn er siðan settur í gluggann, þegar jólasveinarnir fara á stjá 11. desember. — Mamma, hrópaði hann. — Ég fór inn í borgina og gægðist inn um glugga á húsi. Ég sá tré inni í stofunni — glitrandi og ljómandi tré — með stjörnum á greinunum. Og það var alþakið geislakúlum, sem vörpuðu ljóma um alla stofuna. Mamma hans kinkaði hægt kolli og varð líka björt í augum. — Þetta hefur verið jólatré, sagði hún alúðlega. — A jólunum ber fólk falleg tré inn í stofu og skreytir þau með ljósum, leikföngum og glitrandi smáhlutum. — Jólatré? hvíslaði litli hjartarkálfurinn. — Mig langar til að hafa jólatré líka, mamma. Hindin krafsaði hægt og hugsandi í snjóinn. En hvað hana langaði mikið til að gleðja barnið sitt og gefa því jólatré. Eftir nokkra umhugsun kom henni ráð í hug. — Komdu með mér, sagði hún. Hún fór með kálfinn sinn lengra inn í skóginn og sýndi honum lítið og fagurgrænt tré, sem stóð eitt sér í litlu rjóðri. — Líttu á. Við skulum setja berjaklasa, gómsæt aldin og ljúffeng lauf á greinarnar. Þau hófust þegar handa, og litli kálfurinn hjálpaði móður sinni eftir megni. En þótt tréð væri þakið þessu sælgæti, ljómaði það ekki eins og tréð í borginni. — Höfum ekki áhyggjur af því, sagði hindin. Sjáum hvað setur til morguns. Þá komum við hingað aftur og lítum á tréð. Eftir litla stund var hjartarkálfurinn kominn heim í laufskýlið sitt og lagstur þar við hlið móður sinnar. Brátt sofnaði harin vært í kyrrum, snæþöktum skóginum. En þegar birti að morgni og sólin kom upp, vakti mamma hann. Þau læddust síðan hljóðum skrefum um skóginn að litla rjóðrinu, þar sem jólatréð þeirra stóð, og gægðust milli greina. Litli hjartarkálfurinn horfði stórum augum opin- mynntur á það, sem við honum blasti. Þarna stóð jólatréð hans með snjókerti og ísnálar á hverri grein, glitrandi og ljómandi í sólskininu, og sló jafnvel rauðum, bláum og grænum bjarma á skrautið. Og á greinunum sátu litfagrir fuglar, sem gæddu sér á jólasælgætinu á trénu og sungu af hjartans list. — Gleðileg jól — gleðileg jól, sungu þeir hástöfum á þessum bjarta jólamorgni. Þeir þögnuðu aóeins sem snöggvast, meðan þeir stungu upp í sig beri. Hjartarkálfurinn rak snoppuna í háls móður sinnar og hvíslaði: — En hvað þetta er fallegt jólatré. Það er miklu fallegra en tréð í borginni. Fuglarnir sungu af kæti, og hindin horfði á í sælli móðurgleði. Brátt söfnuðust skógardýrin að til þess að horfa á jólatréð og hlusta á jólasálma fuglanna. Fró Barnaskóla Akraness Barnaskóli Akraness var settur í. sept. Kennsla hófst samkvæmt stundaskrá þann 13. sept. Skólinn starfar nú í eo bekkjardeildum og eru nemendur 746. Kennarar eru 35 auk skólastjóra. Skólaritari er Ingibjörg F. Hjartar. Barnaskóli Akraness starfar nú á þremur stöðum í bænum, í skóla- húsinu við Vesturgötu, í skóla- húsinu við Skólabraut og í kjallara íþróttahússins. Húsverðir skólans eru þeir Jonas Helgason og Bjarni Bjarnason. Skólastarfið: Sem fyrr segir hófst kennsla ekki fyrr en 13. sept. vegna þess að skólahúsnæðið var ekki tilbúið til notkunar. Bar þar að sama brunni og oft áður að vinna við viðhald húsnæðisins hafði dregfist úr hömlu. Þennan tíma notuðu kennarar til undirbúnings og skipulagningar á skólastarfinu. Nú í haust hófst kennsla í 7. bekk við skólann áður voru þar 1. til 6. bekkur. Húsnæðisvandi skólans var mikill fyrir og ekki minnkaði hann við það að heill árgangur eða 96 börn bættust vfð. Sú lausn var valin að afhenda barnaskólanum húsnæði það við Skólabraut er áður hýsti iðnskóla. Kennsla hófst þar síðar en í öðrum deildum skólans vegna þess að ekki var hugsað fyrir því í tima að börnin þyrftu borð og stóla í kennslustofurnar. Daglegur starfstími skólans er frá kl. 8.00 til 17.00. Nokkrar breytingar urðu á stundaskrá frá því sem áður var. Frímínútur árdegis voru styttar í 5 mín. úr 10 mín. og matartími lengdur úr 20 mín. í 30 mín. Boreytingar þessar eru gerðar vegna kjarasamninga. 1 haust fékkst leyfi fræðslustjóra til þess að ráða skólaritara i'fullt starf. Ekki fékkst samþykki bæjar- yfirvalda til þess að ráða gangavörð og gegnir furðu hve lengi er hægt að þæfa mál um þetta við skóla sem telur 746 nemendur. Vísir að deild fyrir nemendur sem eiga í sérstökum erfiðleikum við nám er nú við skólann, kennari er Svandís Pétursdóttir. Almenn stuðingskennsla við nemendur væri mun meiri ef ekki kæmi til skortur á kennurum. Kennsla fer fram með líkum hætti og hin síðari ár. Til nýjunga má þó telja að nemendum 3. bekkjar er boðið upp á námskeið í leirmunagerð. Leiðbeinandi er Margrét Jonsdóttir. Félagsstörf: I því sambandi má geta þess að í 6. og 7. bekk eru haldin bekkjar- kvöld einu sinni í mánuði og undir- búa nemendur ásamt kennurum skemmtiatriði o.fl. sem fram fer á þessum kvöldum. Auk þess fá nemendur 7. bekkjar aðgang að dansleikjum sem 8. og 9. bekkur Grunnskólans halda í húsi Fjöl- brautarskólans. Þá er starfandi kór við skólann og æfa nemendur af kappi m.a. vegna fyrirhugaðrar Finnlandsferðar. Heilsugæsla: Skólahjúkrunarkona er Jóna Guðmundsdóttir. Hún er í skólanum alla skóladaga og er það ómetanlegt fyrir skólann. Skóla- læknar eru þeir Reynir Þorsteins- son og Guðbrandur Kjartansson. Þeir eru til viðtals í skólanum á miðvikudögum kl. 9 árdegis. Skóla- tannlæknir er Ingjaldur Bogason. Varðandi heilsugæslu við Barnaskóla Akraness er þess Ijúft að geta að fyrir fáum árum gaf Kiwanisklúbburinn Þyrill skólanum tæki til augnprófunar. Þetta tæki hefur margsannað gildi sitt. Nú í haust gáfu Kiwanismenn svo skólanum tæki til heyr- prófunar. Með þessum gjöfum og reyndar fleirum sýna Kiwanis- menn sérstakan hlýhug og skilning á þörfum skólabarna. Vill skólinn fyrir hönd barna á Akranesi þakka þessar höfðinglegu gjafir. Annað: Breytingar urðu nokkrar á starfsliði skólans frá síðasta ári. Þorgils Stefansson lét af sörfum sem yfirkennari við skólann eftir langt og gifturíkt starf í þjónustu æskunnar á Akranesi. Varð þar skarð fyrir skildi. Vill skólinn nota þetta tækifæri og þakka af alhug störf hans við stofnunina. Nýir kennarar við skólann eru Kristin Gísladóttir, Jóhanna Stefansdóttir, Ragnheiður Þor- grímsdóttir, Guðjón Kristjansson, Guðni Björgúlfsson og Lars Anderssen. Yfirkennari var ráðinn Rögnvaldur Einarsson. Njáll Guðmundsson skólastjóri veiktist i byrjun sept. og sótti síðan um veikindafrí til áramóta og var Rögnvaldi Einarssyni yfirkennara falin skólastjórn á meðan og Jón Karl Einarsson settur yfirkennari sama tíma. Söluverðlaun UMBROTS Söluverðlaun í nóv. hlutu Guðjón Harðarson Garðabraut 9, og Re- bekka Sigurðardóttir, Stekkjarholti 4. 15

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.