Umbrot - 15.12.1978, Blaðsíða 11

Umbrot - 15.12.1978, Blaðsíða 11
í ELDhúsinu SÆNSK JÖLASKINKA. 1 léttsaltað og léttreykt svíns- læri, blaðlaukur, steinselja, lár- viðarlauf, timian og vatn. 1 msk. síróp 5 msk. frekar súrt sinnep 1 msk. sinnepsduft. 1 msk. kartöflumjöl 2 eggjarauður, brauðmylsna. 1. Látið kjötið í vatn, ásamt blaðlauk, steinselju, lárviðarlaufi og timian. Sjóðið við vægan hita í 50 mín. fyrir hvert kg. 2. Látið kjötið kólna í soðinu. 3. Þerrið kjötið og leggið það í ofnskúffu. 4. Hrærið saman sírópi, sinnepi, sinnepsdufti, kartöflumjöli og eggjarauðum, smyrjið því yfir kjötið og stráið brauðmylsnu yfir. 5. Látið kjötið inn-í 200°C heitan ofn um 15 mín. eða þar til það er orðið gulbrúnt. 6. Berið skinkuna fram með kartöflum, rauðkáli, hálfsoðnum eplum og hrásalati. HNETUHRINGUR MED ANANAS. 6 eggjahvítur 250 g flórsykur 250 g heslihnetukjarnar 1 msk edik. 100 g hjúpsúkkulaði, ananas. 1. Stífþeytið eggjahvíturnar, blandið helmingnum af flór- sykrinum og ediki saman við. Þeytið. 2. Blandið afganginum af flórsykrinum og hökkuðum hnetukjörnum varlega saman við. 3. Látið í vel smurt hveitistráð hringmót, leggið álþynnu yfir. 4. Bakið við 160°C í 45 mín., takið álþynnuna af og bakið áfram í 10-15 mín. 5. Bræðið hjúpsúkkulaðið í vatnsbaði og hellið yfir kökuna þegar hún er orðin köld. 6. Berið kökuna fram með ananasbitum. HRÁSALAT. 150 g hvítkál (smátt skorið) 150 g gulrætur (rifnar á rifj.) 150 g ananasbitar. Þessu þrennu er blandað saman. 1/4 dl ananassafi safi úr 1 /2 sítrónu. Ananassafanum og sítrónusafanum síðan hellt yfir salatið. MOKKAÍS. 6 eggjarauður 6 msk flórsykur 1 msk kaffiduft 3 msk romm 1 /2 tsk vanilludropar 1/2 I rjómi Súkkulaði og valhnetur. 1. Þeytað eggjarauður og flór- sykur saman. Bætið kaffidufti, vanilludr. og rommi saman við. 2. Þeytið rjómann og hrærið honum varlega saman við eggjahræruna. 3. Hellið í mót og frystið. 4 Skreytið ísinn með rifnu súkkulaði og söxuðum valhnetu- kjörtunm, þegar hann er borinn fram. Skemmti- legir tónleikar 18. þau Laugardaginn nóvember héldu Ágústa Ágústsdóttir sópransöngkona og Halldór Vilhelmsson bariton, tónleika i Fjölbrauta- skólanum á Akranesi. Jónas Ingimundarson lék með á píanó. Efnisskráin var mjög fjölbreytt, bæði einsöngs- og tvísöngslög. Tónleikarnir tókust í alla staði mjög vel og voru flytjendur margsinnis kallaðir fram í lokin og fluttu þeir mörg aukalög. Þremenningarnir hafa farið nokkuð víða um landið með þessa tónleika og er ástæða til að þakka þeim fyrir þetta framtak til menningarmála og fyrir það hugrekki sem þau sýna, því ekki eru slíkir tónleikar alls staðar vel sóttir og er það miður. „Gætu allar tekið þátt í fegurðarsamkeppni” Allir Akurnesingar kannast við hann Theódór Einarsson. Theódór hefur samið margar revíurnar og gamanvísurnar gegnum árin, og enn fæst hann við þessa iðju. S.l. tvö ár hefur hann unnið sem bensíntittur (afgreiðslumaður) hjá Skaganesti og það var einmitt í eitt skiptið sem ég var að taka þar bensín að ég átti stutt spjall við Theódór. — Theódór. Hve lengi ert þú búinn að vinna hér við bensínaf- greiðslu? — Ég er búinn að vinna hér í tvö ár. Það er ágætt að vinna hérna og þetta er eins og hvert annað verslunarstarf, en við slík störf hef ég unnið í 26 ár, þó ekki samfleytt, og ég kann vel við það. — Þú hefur margt kvenfólk í kringum þig hérna? — Já, þær eru margar sem vinna hérna, elskurnar, og þær eru sko alls ekki til að skammast sín fyrir, gætu allar tekið þátt í fegurðarsamkeppni hvar sem væri í heiminum, enda hefur ein þeirra komist í kynni við slíkt. — Kemur ekki margt fólk hingað? — Hingað kemur fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins og maður kynnist mörgum. Mér er óhætt að fullyrða, að það hefur komið hingað fólk úr öllum heimsálfum. — Hefur fólk aldrei orð á því að bensínið sé dýrt? — Jú blessaður vertu. Það tala margir um hvað bensínið sé dýrt, en samtalið endar oftast á því að spurt er hvað það kostar. Já, það eru margir sem ekki vita hvað líterinn kostar. — Theódór. Skeður ekki stundum eitthvað spaugilegt hér hjá þér? — Jú, það gerist margt skemmtilegt hér og margar skrítlur verða til, en það er best að láta þær liggja á milli hluta. En þó er ein sem ég get ekki þagað yfir. í sumar kom hér maður á bíl, sem merktur var P-númeri. Hann spurði mig hve langt væri á næstu Esso-stöð. Ég benti honum á hvar hana væri að finna. Hann sagðist nú vera á síðasta bensíndropanum , en vonaðist nú samt til að hafa nóg bensín til EOsso-stöðvarinnar. Svo ók hann af stað, en hafði ekki farið langt, er bíllinn stöðvaðist; Það var drengur í bílnum með manninum og hann var sendur til mín með brúsa og fékk hann 4 lítra af bensíni. En hvort hann hefur losað Shell- bensínið af bílnum áður en hann tók Essobensínið veit ég ekki. Ef til vill gengur bíllinn fyrir Shell- dropanum enn? Á BÖRN OG FULLORÐNA Nýkomið: PARTNER flauelsbuxur Peysur, blússur, lúffur, vettlingar, sokkar, sokkabuxur, sjöl og slæður, sængur, koddar, værðarvoðir Einnig úrval af jóladúkum Hannyrðaverslun Margrétar Sigurjóns Barngóð kona óskast til að gæta tveggja drengja, 6 og 9 ára frá kl. 9-12,30 f.h. frá jaaúarbyrjun.. Upplýsingar í síma 2326 í> Akurnesingar athugið Það er yðor hagur að vers/a í yðar eigin bœjarfélagi Kaupmannafélag Akraness 11

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.