Umbrot - 15.12.1978, Blaðsíða 13

Umbrot - 15.12.1978, Blaðsíða 13
Þessi mynd er tekin á Formentor. Jóna Vilhjalmsdóttir og Hendrik Steinsson. fengi öll þau efni, sem hann þarfnaðist. 1 km frá Valdemosa er klaustrið La Cartuja, en í dagfcy þar minja- safn. Klaustur hefjjffifttaðið þarna frá tímum Máw^Pn flestar klausturbyggingajra^^ sem nú standa eru frá 18Wld, þar á meðal klausturkirkjan, sem fyrst er komið inn i. Gengið er um klausturapótekið, sem nú er i fyrrverandi kapellu, en meðalaflöskurnar og áhöldin eru ekta, en munkarnir ráku fullkomna lyfjabúð. Það sem dregur fólk mest að klaustrinu er rómantíkin. Þarna dvöldu sum sé tónskáldið Chopin og franska skáldkonan George Sand tæpa 2 mánuði veturinn 1938- 1939, Chopin var þá orðinn brjóst- veikur og kom til Mallorca til að leita sér lækninga í hinu heilnæma loftslagi. Mallorcabúar tóku þeim vægast sagt illa, af því að þau voru ekki gift og fengu þau ekki inni í Palma af þeim sökum. George Sand skrifaði bók um framkomu eyja- skeggja í þeirra garð og er það 'fagur vitnisburður. En eyja- skeggjar láta sem þeir viti ekki um þennan vonda vitnisburð því þeir nota sér óspart sölutæknina út á nöfn þessara frægu persóna og alls- staðar var einhverju verið að pranga inn á fólt. Sagt er að ®M#in hafi samið sínar fegurstu prelodíur í Valdemosa. í klaustrinu er flyginn tónskáldsins, handrit af verkum hans og ýmsir aðrir munir, sem hann lét eftir sig. Þá má einnig sjá þar helgrimu Chopin. 1 klaustrinu má einnig sjá dýrmæt málverk, handrit og prent- smiðju, en prentsmiðja var rekin af munkunum í klaustrinu heilli öld áður en prentlistin fluttist til íslands. Klausturgarðurinn er einnig mikið augnayndi og eru laufskálar hans og limgerði haganlega gerð. Áfram er ekið norður til strandar og síðan til austurs með Costa Brava Malloríuina. Þessi strönd er einhver tilkomumesta sjón, sem völ er á við Miðjarðar- hafið. Síðan liggur leiðin framhjá bænum Deya, sem stendur við veginn á hæð með ótal stöllum, þar sem ræktaðar eru sítrónur, appelsínur og tómatar. Deya er einn elstu bæjanna á Mallorca. Fannst mér all hrikalegt að sjá húsin nánast hangandi utan í fjalls- hlíðinni og varð einni konunni að orði ,,Að nokkrum skyldi detta í hug að byggja hér hús.“ Aætlað var að borða hádegisverð í Puerto de Soller, sem er hafnar- bær Soller. í Soller búa um 15 þús. manns. Bærinn stendur í frjósömum dal, þar sem vaxa m.a. appelsínu, möndlu, fíkju og sítrónutré. Há fjöll umlykja dalinn og þaðan sést hæsti tindur eyjar- innar, Puig Mayor, 1445 m hár. Frá Soller til hafnarbæjarins eru um 5 km. Puerto de Soller er mjög fallegur staður og þarna neyttum við einnar bestu máltíðar, sem við fengum á Mallorca. Á bakaleiðinni var komið við i Son Alfabia og arabísku garðarnir skoðaðir. Þarna keyptum við okkur svaladrykki búna til úr ávöxtum, sem uxu i görðunum. Stalst ég til að tína 2 epli þarna í garðinum og flutti þau með meðr heim til íslands. Urðu nokkrar umræður þarna meðal karlmannanna um Evur nútímans, sem tíndu sín epli sjálfar og hina einu sönnu Evu, sem egndi Adam til þess að ná 1 eplið fyrir sig forðum . . . A SJÓ. S.B.K. sótti um styrki til Mallorcaferðarinnar og fékk jákvæðar undirtektir. Eins voru gjaldeyrisyfirvöld okkur vinsam- leg. Gátum við því boðið ferða- hópnum upp á eitt og annað til tilbreytingar. Varð úr að bjóða fólkinu í skemmtisiglingu á sunnudegi. Lagt var af stað kl. 10 að morgni frá Can Pastilla og siglt með skemmtiferða- bát (sem hét Jumbo II). Veður var yndislegt, sólskin, logn og hiti. Siglt var meðfram ströndinni, sem er mjög falleg og út Palmaflóann. Voru veitingar fram bornar um borð. Stansað var á lítilli eyju, Ile de Mar eða Sjóeynni og þar snæddi hópurinn máltíð úti á' svölum veitingahúss, sem starfrækt er við miklar vinsældir þarna. Að máltíð lokinni hélt fólkið til lands og var gengið eftir göngubrú upp á ströndina. Náttúrufegurð er mikil þarna við ströndina, sem heitir Camp de Mar. Ferðafólki var heldur farið að fækka þarna um þetta leyti, en er jafnan fjölsótt að sumrinu. I PALMA. Eins og áður greinir hélt hópurinn til á Can Pastilla, sem er 11 km austur af Palma, en strætisvagnar ganga allan daginn til og frá borginni. Palma er byggð á stað þeim, er hin forna Palmarina stóð, en hennar mun fyrst vera getið í heimildum árið eitt þúsund fyrir Krists burð. Borgin stendur á suðurströnd eyjarinnar við Palmaflóann. Sunna bauð til bæjarferðar einn góðviðrisdaginn, sem var laugar- dagur. Venjulega er „bæjarferða- fólki“ boðið að koma á Sígauna- markaðinn, en þar sem flestir höfðu komið þangað var því sleppt af okkar fólki. Skoðuð var dómkirkjan La Seo. Hún gnæfir yfir alla borgina og af mörgum álitin mesta prýði hennar. Jakob I. konungur Mallorca sór við nafn heilagrar guðsmóður að byggja henni kirkju. Hafist var þegar handa við kirkjubygginguna árið 1230 og var hún ekki fullgerð fyrr en um 1601. Kirkjubyggingin er 121 m að lengd og 44 m há. A henni eru 34 turnar og öll er hún þakin lista- verkum bæði að utan og innan, auk margra listmuna innan dyra. Yfir aðalaltarinu er Serkennileg lylsing, en hun á að tákna þyrni- kórónu Krists. Þá gat að líta geysi- stóran silfurkertastjaka, sem var að mig minnir 650 kg að þyngd og um 2 1/2 m á hæð. Við hlið aðalaltars- ins var annað minna altari, sem var mjög fallegt. Þar voru listaverk smíðuð úr olívuviði 'lögð gulli. Gat þar að líta m.a. heilaga kvöld- máltíð. I gamla borgarhlutanum innan hinna fornu borgarmúra, er ásamt dómkirkjunni mikið af gömlum, fallegum byggingum og minjum frá þeim tíma er Rómverjar og Arabar réðu ríkjum þar. Þarna eru göturnar þröngar og skuggsælar og þegar litið er til himins finnst manni að húsin hallist saman yfir göturnar. Palma hefur stækkað ört. Um aldamótin bjuggu þar sextíu og tvö þúsund manns, en í dag búa þar um 275 þús. manns. Þá var hafist handa um að rífa niður borgar- múrana, sem byggðir voru umhverfis borgina á 17. öld, þar sem þeir hindruðu eðlilegan vöxt hennar. Múrinn er þó ennþá óskertur að mestu, það er að segja meðfram sjónum. Nú hefur verið lögð breiðgata á rústum múrsins og umlykur hún 5 km svæði af gömlu borginni. Aðalgatan í Palma í dag er Paseo Generalissimo Franco og er hún i daglegu tali kölluð Borne. Þarna eru kaffihús, leikhús, bankar o.fl. stofnanir. Fólkið situr í skugga pálmatrjánna og virðir fyrir sér mannlífið. Við efri enda Borne er dýrasta og fínasta verslunargatan í Palma, Jakobs III. strætið. Þar er „Gallerið", sem allir íslendingar leggja leið sína í. í bæjarferðimni skoðuðum við Bellver kastalann, sem gnæfir yfir Palma, á 114 m hárri hæð. Hann er umkringdur furtrjám. Eina leiðin að honum er Calle de Bellver, sem liggur upp af Comilla torgi. Þetta er stutt leið, en ákaflega falleg. Og hvergi er útsýnið yfir Palma fegurra en úr hæsta turni kastalans, sem kallaður er „Lotningarturninn“. Við þrjár frá S.B.K. reyndum eftir megni að liðsinna þátt- takendum í ferðinni og fórum með þeim í verslunarferðir inn í Palma. Flestir vildu versla eitthvað, bæði fyrir sig sjálfa og eins til þess að færa vinum og venslamönnum, þegar heim væri komið. Alls staðar nutum við framúrskarandi góðrar þjónustu. Skemmtilegt fannst okkur að ganga eftir göngu- götunum, þar sem aðalverslanirnar voru, svo sem Calle del Sindicato, San Miguel o.fl., sem öllum eru kunnugar, er til Palma hafa komið. Einn ferðafélaganna óskaði eftir þvi að fá aðstoð við að komast á málverkasýningu í Palma. Varð úr að ég færi með honum. Tókum við strætisvagn til borgarinnar, eins og við gerðum yfirleitt. Þekktur spánskur málari, Miro að nafni, var með heildarsýningu á verkum sínum í byggingu, sem heitir La Lonja. Byggingin er afbragðsfalleg og stílhrein gotnesk bygging frá fyrri hluta 15. aldar, reist af frægasta arkitekt Mallorca, Guillem Sagrera, sem strandgatan fyrir framan bygginguna heitir í höfuðið á. Inni er aðeins einn stór salur og loftið er borið uppi af sex snúnum súlum, sem líkjast helst pálmum, er teygja saman greinar sínar undir hvelfingunni. Mikill lögregluvörður eða her- vörður var í kring um bygginguna og inn í anddyri hússins, þar sem svo mörg verðmæt málverk voru þarna til sýnis. Núna í september s.l. var grein um Miró í Lesbók Morgunblaðsins eftir Braga Ásgeirsson. Talið er að Miró sé þekktastur núlifandi list- málara og gangi næst Picasso að frægð. Voru bækur með eftir- prentunum á verkum Miros til sölu í La Lonja, og hlotnaðist mér ein slik að gjöf frá ferðafélaga okkar. Fyrstu árin, sem Sunna bauð Mallorcaferðir, var gist inn í Palma við áðurnefnda strandgötu og kölluðu íslendingar hana jafnan Skúlagötu. Er þetta ein glæsileg- asta strandgata Spánar, prýdd tvöfaldri röð döðlupálma. í NÆTURKLÚBBUM. Þið hafið þó ekki farið með fólkið i næturklúbba? spurði ungur maður mig mjög undrandi, er heim var komið. Jú, auðvitað fórum við öll og skemmtum okkur konung- lega. Fyrst var farið á vegum Sunnu í klúbbinn Es Foguero. Það eru aðeins 2-3 ár síðan byrjað var að starfrækja þennan klúbb og er hann geysilega eftirsóttur. Þarna dansar einn þekktasti Flamengo- dansari Spánar. Sex menn léku á fiðlur og gengu um á milli gestanna. Boðið var upp á fleiri frábær skemmtiatriði. Þá var einnig farið i hina frægu grísaveislu, sem haldin er í Son Amar, gömlum herragarði. Þar var boðið upp á bæði kjúklinga og svínakjöt, sem er heilsteikt yfir opnum eldi. Þá var boðið upp á vín með matnum, eins og hver vildi. Boðið var upp á mjög góð skemmti- atriði þarna og síðan dansað af miklu f jöri. Einn félaganna bauð nokkrum okkar i næturklúbbinn Los Paraquas. Ekkert þak er á húsi klúbbsins, en þegar inn er komið er sest við borð undir stórum trjákrónum og i miðjum garðinum er senan. Þarna voru sýndir Flamengodansar af mikilli list og loks sungu hinir velþekktu Los Paraquas, sem íslendingum eru að góðu kunnir, bæði síðan þeir sungu hér á landi fyrir nokkrum árum og eins heyrist oft í þeim i íslenska útvarpinu. Síðast var dansað undir stjörnubjörtum himni. KVÖLDVÖKUR Að góðum og gömlum islenskum sið voru haldnar nokkrar kvöld- vökur fyrir ferðahópinn og var notast við íbúð annars fararstjóra okkar. Var lesið upp, sagðar skrýtlur, farið með gátur og mikið var sungið. Hellt var upp á íslenskt kaffi og boðið upp á lummur, sem ein úr hópnum bakaði. Einnig var smakkað á spænsku bakkelsi. Kvöldvökurnar voru okkur öllum til ánægju og juku á kynnin meðal ferðafélaganna, sem margir höfðu aldrei sést fyrr en við upphaf ferðarinnar. Dögunum eyddi fólkið að sjálfsögðu að eigin geðþótta. Flestir fóru fyrri hluta dagsins á ströndina, fóru í sjóinn eða létu sólina ylja sér. Aðrir satu „heima" í garði og nutu veðurblíðunnar'. Fólk heimsótti hvað annað í íbúðirnar. Aðrir spiluðu brigde. Margri voru með bækur og blöð að heiman og íslensku blöðin lágu frammi inni á hótelinu, þar sem snætt var. Áætlað var að halda heimleiðis sunnudaginn 29. okt. kl. 15, en á laugardag var okkur tjáð að mæta ætti út á flugvöll kl. 3 um nóttina. S.B.K. bauð hópnum til kvöld- verðar síðasta kvöldið á nýju veitingahúsi út á Arenalströndinni. Að kvöldverði loknum lögðu nokkrir sig, er heim var komið, en öðrum var ekki svefnsamt. Undir morgun var lagt af stað áleiðis heim til tslands með spænskri flugvél. Flughöfn var þó íslensk, en flugfreyjur og flug- þjónn spænsk. Er til Keflavíkurflugvallar var komið, beið okkar langferðabifreið frá Sæmundi, eins og um hafði verið samið, áður en lagt var upp í ferðina. Flutti bifreiðin okkur heim að dyrum hvert og eitt, sem það vildum þiggja og silaði ferða- löngunum heilum heim. Hvernig veðrið hafi verið er til tslands kom? Auðvitað rigning, hellirigning. Sum okkar hefðu þegið að vera lengur í sólskins- paradísinni Mallorca, þó að sólar nyti ekki alla daga, en flestum finnst það besta við að fara að heiman að koma heim aftur. 13

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.