Umbrot - 15.12.1978, Blaðsíða 12

Umbrot - 15.12.1978, Blaðsíða 12
Á síðastliðnu vori kom fram sú hugmynd innan stjórnar Sambands borgfirskra kvenna, hvort sambandið ætti að beita sér fyrir ferðum aldraðra til sólarlanda. Samþykkt var að leggja mál þetta fyrir aðalfund S.B.K., sem haldinn var i júní s.l. Var lagt fyrir fundinn tilboð frá ferðaskrifstof- unni Sunnu um ferðir til Mallorca í október og nóvember. Málið fékk góðar undirtektir á fundinum og var samþykkt að gera könnun á vilja aldraðra í héraðinu og hér á Akranesi, til slíkrar ferðar. Þriggja kvenna nefnd var kosin á aðalfundinum til þess að vinna að framgangi máls þessa, ásamt stjórn S.B.K. Þá var og samþykkt að fela stjórninni að leita fjárstuðnings, þar sem hans væri helst að vænta. Málefni aldraðra eru ofarlega á baugi 1 þjóðfélaginu. Eðlilegt verður að teljast að margt eldra fólk kviði ferðalögum til framandi landa og kjósi því fremur að ferðast saman í hóp, þar sem meiri þjónusta er innt af hendi, en þegar fólk ferðast á eigin spýtur, en strax Árla morguns sunnudaginn 1. októben lagði ferðahópur af stað héaðn frá Akranesi 1 langferðabíl frá Sæmundi og var stansað á Akranesvegamótunum til þess að taka nokkra ferðalanga, sem létu aka sér ofan úr héraðinu á móts við bilinn. Nokkrir ferðafélaganna voru þegar komnir til Reykjavíkur. Stansað var á Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík og bættust þar fleiri í hópinn. Hvassviðri var og mikil rigning. Eftir rúmlega 4ra stunda flug var lent i Palma og var verður þá sæmilegt. Hópnum var ætluð gistin i nýjum ibúðum, sem nefnast Helios, á Arenalbaðströndinni, (í daglegu tali kallað Can Pastilla), skammt frá Palma. íbúðirnar voru teknar i notkun sl. vor. Þær eru bjartar og rúmgoðar með stórum svölum, er snúa í vestur og nýtur þar aðeins síðdegissólar og þótti það mörgum miður. Sól er orðin það lágt á lofti þegar fram í október er komið að síðdegissólar nýtur varla í eins ríkum mæli og um hásumar. þangað þorðum við aldrei að fara, hvorki á nóttu eða degi. DREKAHELLARNIR Lagt var af stað í tveim áætlunar- bílum frá Sunnu með farþega, sem bjuggu yfir á Magaluf, sem er bað- strönd gegnt Arenal, hinum megin við Palma og með farþega frá Arenalströndinni. Edkið var eftir Es Pla sléttunni í yndislegu veðri, sól og blíðu, þvert yfir eyjuna, beint i austur. Lands- lagið er ekki stórbrotið, en búsældarlegt. Á leiðinni sáum við ógrynni af trjám, sem á vaxa möndlu’-, appelsínur og fleiri ávextir. Þarna á sléttunni ku vera tré sem bera ávöxt sem kallaður er Jóhannesarbrauð í höfuðið á Jóhannesi skírara. Kjarninn i brauðinu heitir karat og var notaður áður fyrr á vogarskálar til að vigta gull og þess vegna er talaö um að gull sé þetta og þetta margra karata. Ekki má gleyma vindmyllunum, sem setja sterkan svip á landið þarna. Stansað var í Algaida, sem er 22 km frá Palma og komið þar í I næturklúbbnum ES FOGUERO fékk einn karlmaður á hverju boi ði það hlutverk að sneiða niður steikina fyrir borðfélagana. Hér er það Sófus Emil Hálfdánarson sem fengið hefur þetta vandasama hlutverk. MACDALENA INCIMUNDA'RDOTTIR: MOLAR ÚR MALLORCAFERÐ í upphafi fóru 2 sambandskonur með hópnum, en greinarhöfundur fór hins vegar ekki fyrr en tæpri viku síðar (eða 6. okt.) og þá i hóp aldraðra frá Langholtssókn ásamt fleirum. Útbúinn var kynningar- bæklingur og sendur til hvers ibúa á Akranesi, í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslum, sem var 67 ára eða eldri. En hvers vegna Mallerca? Eyjan er vel þekkt af okkur íslendingum og er fjölsóttasta sólskinsparadís í Evrópu. Náttúrufegurð er þar mikil og þjóðlifið litrikt og frá- brugðið þvi, sem við eigum að venjast. I október er hitinn venju- lega eins og íslenskur sumarhiti verður mestur eða 20-30°. Auk þess er boðið upp á þátttöku í skipu- lögðum skoðana- og skemmti- ferðum. Mallorcaferð var og talin það ódýrasta, sem hægt var að bjóða upp á. Mallorca er stærst Baleareyj- anna, sem liggja undan austur- strönd Spánar. Fleiri þekktar eyjar tilheyra eyjaklasanum, s.s. Menorca, Ibíza o.fl. Þær mynda eitt hérað og er höfuðborgin Palma de Mallorca, eina meiriháttar borgin á eyjunum, með um 275 þúsund ibúa, í daglegu tali kölluð Palma. Frá Palma er um það bil 10 klst. sjóferð til Barcelona eða 1/2 tima flug. Á Mallorca búa um hálf milljón manna. íbúarnir eru náskyldir Katalóniumönnum og tala kata- lónska mállýsku, en spænskan er hins vegar kennd í öllum skólum. FORMENTOR. Fyrsta skoðunarferð hópsins var farin í fyrstu vikunni til Formentor, sem er nyrsti oddi Mallorca, en mér er tjáð að leiðin út á Formentorskagann sé einhver sú fegursta á Mallorca. Milli höfðans og Puerto du Pollensa er frægasta hótel eyjarinnar, Hótel Formentor. Þar hefur búið fyrirfólk á borð við Churchill, Aga Kahn, Rainier fursta af Monaco og hans frægu frú, svo að eitthvað sé nefnt. Fram á höfðanum er viti og þaðan frábært útsýni til flóanna tveggja suðuraf og ofan i klettavíkurnar fallegu á Formentor. Tjáðu ferða- félagarnir mér, að ég hefði misst af miklu að vera ekki komin til þess að fara með þeim i þessa ferð, en ljósmyndir frá þessari ferð segja mér meira en nokkur orð um fegurð staðarins. A SÍGAUNAMARKAÐI Árla morguns hinn 7. október fóru nokkrir ferðafélaganna á Sigaunamarkaðinn i Palma, sem ávallt er haldinn á laugardags- morgnum frá kl. 6 og fram að hádegi. ÁO eyjum milli umferða- akreina er komið fyrir litrikum varningi og hann boðinn veg- farendum. Má þar kaupa allt sem nöfnum tjáir að nefna. Konurnar höfðu sérstaklega gaman af þessari verslunarferð og þóttust margar gera mikil og góð kaup. Rétt hjá er Barrio San Antonio, sem er fremur illa ræmt næturlífshverfi og leðurverksmiðju, sem kom mér fyrir sjónir sem einn alls herjar markaður, þvi að alls staðar er verið að reyna að selja ferðafólkinu eitthvað. Vorum við vöruð við að kaupa nokkuð sem héti, þvi að yfir- leitt væri ódýrara að versla í Palma. Ákveðið var að borða í Porto Cristo, sem er sextiu og þrjá km austur af Palma, en skoða Dreka- hellana fyrst. Hellarnir eru gríðarstórir, um 2 km langir og þykja einstaklega fallegir dropasteinshellar, 23 m fyrir ofan sjávarmál. Þeir voru þekktir þegar i fornöld. Ibúar nær- liggjandi byggðalaga leituðu fylgnis i þeim, er hætta steðjaði að. í lok 19. aldar uppgötvuðu menn þá aftur, er franski visindamaðurinn Martel rannsakaði þá. Neðan- jarðarstöðuvatnið í hellunum er hið stærsta sem vitrað er um í heiminum, en það er 177 m langt, 50 m breitt og 5-12 m djúpt. Heitir það í höfuðið á Martel. Seldur er aðgangur að hellunum og þegar niður er komið eru langbekkir fyrir fólkið til þess að sitja á. Þegar allir eru sestir eru ljósin slökkt. Það er spenna í loftinu! Þá heyrist leikin ljúfleg tónlist á fiðlur og selló og sitja tónlistarmennirnir i upplylstum bát, sem róið er hægt og rólega eftir vatninu. Alls voru leikin þrjú lög, m.a. Söngur Sólveigar eftir Grieg. Þegið hefði ég að fá meira af þessari yndislegu músik. Kona ein, sem ekki var í okkar tióp, sagði við mig: ,,Ég kom hingað fyrst fyrir 19 árum og áhrifin voru stórkostleg og í timans rás hef ég magnað endurminninguna svo mjög, að ég held það hafi verið rangt af mér að fara núna“. Já, fyrstu áhrifin eru ávallt sterkust og flest okkar höfðu ekki komið þarna fyrr. En það var erfitt fyrir aldraða og þá sem voru með skerta hreyfi- getu að ganga hinar mörgu tröppur að vatninu, en góður vilji var hjá samferðafólkinu að rétta okkur hjálparhönd. Er lokið var við að skoða hellana var sest að matarborði i Porto Cristo, sem er lítið fiskiþorð með fallegri hönf, sem gerð er af náttúrunnar hendi. í Porto Cristo var okkur sagt, að taka brauðafgangana með okkur því að nú skyldi haldið í dýragarðinn, Africu Safari, sem er sá eini sinnar tegundar á Spáni, en i garðinum ganga laus yfir 350 dýr frá Afríku. Má þar sjá sebradýr, nashyrninga, strúta, giraffa og margs konar litskrúðuga fugla, svo að eitthvað sé nefnt. Bílnum var ekið gegn um garðinn og henti fólkið brauðinu út um gluggana til hýranna. Ekki varð mér um sel, er einn fílanna, sem við vorum að gefa brauð, rak ranann inn um gluggann og að andlitinu á mér og frussaði yfir okkur. Fyrir'" utan dýragarðinn er veitingahús og fengu flestir sér drykk til að svala þorstanum, því að glaðasólskin var og mikill hiti. Siðan var haldið sem leið liggur til Manacor, sem er næst stærsti bærinn á Mallorea með um 25 þús. íbúa. Þar eru framleidd húsgögn, ofin teppi og smiðað silfur, en þekktastur er staðurinn fyrir fram- leiðslu á gerviperlum, sem seldar eru ferðamönnum og einnig fluttar til annarra landa og var fólkinu boðið að skoða eina perluverk- smiðjuna, en þær eru opnar fyrir ferðamenn alla virka daga á verslunartíma og eru mjög fjöl- sóttar. VALDEMOSA. í siðustu viku okkar á Mallorca bauð Sunna upp á ferð til Valdemosa, sem er 2000 manna bær, um 17 km fyrir norðan Palma í fjallaskarði um 430 m yfir sjávar- máli, með fögru útsýni. Ekið er sem leið liggur norður eftir Es Pla. Þar sáum við alls staðar möndlutré, uns eftir voru u.þ.b. 10 km að olífutrén tóku við, þegar lagt var á brattann. Fjall- garðurinn, Sa Muntanya, er hrika- legur, svo að ekki sé meira sagt og gengur viða þverhniptur í sjó fram. Vegurinn til Valdemosa er svo glæfralegur að nokkur úr hópnum urðu eftir heima á hóteli, þar sem þau vildu ekki leggja slika ferð á sig. í langferðabílnum sagði Þorsteinn, fararstjóri Sunnu á Mallorca, frá hinum kyngimagnaða krafti olívunnar. Olívan hefur inni að halda öll efni, sem líkaminn þarfnast og hefði sérlega góð áhrif á karlmennskuþróttinn og hvatti sterkara kynið i bílnum alfarið til þess að kaupa sér olívur og hafa með sér heim. Benti hann einnig á að yrðu farþegar orðnir auralitlir svona undir ferðalokin, þá skyldu þeir kaupa sér olivur og borða þetta 5-10 stk. á dag og likaminn Ffa kvöldvöku. 12

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.