Fréttablaðið - 18.06.2019, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Símaveski,
heyrnartól, snúrur
og allt fyrir
símann.
Símaveski.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind
AKUREYRI Hestamaður á Akureyri
slasaðist fyrir skömmu þegar laus
hundur fældi hest undan honum.
Nokkur viðlíka slys hafa orðið á
fólki á undanförnum árum í hest-
húsahverfum og á reiðleiðum við
Akureyri en lausaganga hunda er
bönnuð í bæjarlandinu.
Sigfús Ólafur Helgason, fram-
kvæmdastjóri hestamannafélagsins
Léttis, segir sorglegt að slys verði af
þessu tagi. Hann staðfestir að kona
hafi slasast við tamningar inni í
svokölluðu tamningagerði í hest-
húsahverfinu sunnan Glerár fyrir
skömmu. Ástæða þess var að inn
í gerðið kom laus hundur. Tamn-
ingahrossinu hafði þá orðið bylt
við og stokkið til hliðar með þeim
afleiðingum að tamningamaðurinn
datt af baki.
Sigfús staðfestir einnig að þetta
slys sé ekki það eina á síðustu árum
þar sem lausir hundar hræða hross.
„Það er sorglegt að menn virði
ekki þessa einföldu lögreglusam-
þykkt, að lausaganga hunda sé
bönnuð í bæjarlandinu,“ segir
Sigfús. „Það er líka afar leiðinlegt
að hestamenn sjálfir brjóti þessa
reglu. Við höfum auðvitað ekkert á
móti hundum en við verðum bara
að virða þessar reglur sem okkur og
öllum bæjarbúum eru settar.“
Ljóst þykir að hundar sem ganga
lausir í hesthúsahverfinu séu í eigu
annarra hestamanna í hverfinu. Því
eru það hestamennirnir sjálfir sem
valda því að slysahætta er meiri á
reiðleiðunum vegna þessa. Töluvert
hefur verið kvartað undan þessu
undanfarin ár með litlum árangri.
„Þetta er sorglegt, ég á bara eitt
orð yfir þetta. Það er búið að ræða
þetta á fundum margsinnis og gefa
út tilkynningar um að lausaganga
sem þessi sé bönnuð,“ segir Sigfús.
– sa
Hundar valda slysum á hestamönnum norðan heiða
Hestamenn á Akureyri kvarta undan lausagöngu hunda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
REYKJAVÍK Þeir sem nýta sér þjón-
ustu í miðborginni gera það flestir
á matsölustöðum, kaffihúsum,
börum og skemmtistöðum. 97,5
prósent þeirra sem nýta sér þjón-
ustu í miðborginni einu sinni til
þrisvar í mánuði nýttu sér þessa
þjónustu á síðustu tólf mánuðum
en 71,3 prósent sama hóps nýttu sér
þjónustu verslana á svæðinu. Þetta
kemur fram í nýrri könnun sem
Zenter rannsóknir gerðu á afstöðu
borgarbúa til göngugatna.
Lokað var fyrir bílaumferð á
göngugötum borgarinnar 1. maí
síðastliðinn og undanfarin ár hefur
verið opnað fyrir umferð aftur 1.
október. Samþykkt hefur verið í
borgarstjórn að gera göngugötur
varanlegar í borginni og mun sú
breyting fara fram í áföngum. Fyrsti
áfanginn verður svæðið frá Þing-
holtsstræti að Klapparstíg.
Í könnuninni kemur einnig fram
að nær helmingur svarenda er
hlynntur göngugötum í miðborg-
inni, 18,2 prósent hafa ekki myndað
sér afstöðu og 32,7 prósent eru and-
víg göngugötunum.
Því oftar sem fólk nýtir sér þjón-
ustu miðborgarinnar, því hlynntara
er það lokun gatnanna. 75 prósent
þeirra sem nýta sér þjónustu í mið-
borginni einu sinni í viku eða oftar
eru hlynnt lokununum á meðan 58
prósent þeirra sem segjast aldrei
nýta sér þar þjónustu eru andvíg.
Þeir sem hlynntir eru göngugöt-
unum segja f lestir skemmtilegri
stemningu helstu ástæðuna, eða 28
prósent. Því næst nefnir fólk minni
bílaumferð, aukið mannlíf og loft-
gæði. Þeir sem eru andvígir varan-
legri lokun gatna í borginni nefna
langflestir, eða 29,4 prósent, veðrið
sem ástæðu þess, því næst er nefnt
skert aðgengi og skert aðgengi fyrir
hreyfihamlaða.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir,
formaður skipulags- og samgöngu-
ráðs, segir að vel verði hugað að
aðgengi á göngugötunum og þá sér
í lagi aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
„Laugavegurinn verður endurgerð-
ur og við lyftum yfirborði götunnar,
þá er betra aðgengi inn í verslanir.
Svo erum við líka að fjölga stæðum
fyrir hreyfihamlaða upp við göngu-
götuna. Við ætlum að reyna að bæta
aðgengi á alla vegu.“
Aðspurð um niðurstöður könn-
unarinnar segir Sigurborg þær
koma heim og sama við upplifun
hennar á hversu margir leggja leið
sína í miðborgina. „Við sjáum þetta
eftir að lokanir hófust, það eru svo
margir að koma niður í miðbæ á
göngugötuna, svo þessar niður-
stöður haldast í hendur við það sem
við sjáum.“
birnadrofn@frettabladid.is
Fleiri sækja í veitingahús og
bari en verslanir í miðbænum
Flestir þeirra sem nýta sér þjónustu miðborgarinnar fara á matsölustaði, kaffihús, bari og skemmtistaði
samkvæmt nýrri könnun. Helmingur svarenda er hlynntur göngugötum en þeir sem eru andvígir setja
veðrið og aðgengi fyrir sig. Formaður skipulagsnefndar segir að vel verði hugað að aðgengi fyrir alla.
Fjöldi fólks lagði leið sína á þann hluta Laugavegs sem nú er göngugata á 17. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
UMHVERFISMÁL Alexander Tikh-
omirov, sem varð landsfrægur
fyrir að festa Land Cruiser jeppa í
aur, í Bjarnarf lagi í Mývatnssveit,
fyrr í mánuðinum hefur nú birt
myndband af Íslandsferð sinni þar
sem hann sést gera ýmsa ólöglega
eða óæskilega hluti.
Í myndbandinu sést Tikh omirov
meðal annars keyra utan vega,
leggja ólöglega á þjóðvegi eitt og
ganga á afgirtum svæðum. Bæði á
svæði sem verið er að vernda fyrir
ágangi og á afgirtu hverasvæði.
Einnig birtir Alexander mynd
af því þegar hann á í orðaskiptum
við lögregluna vegna utanvega-
akstursins og þegar grafa kemur
akandi til þess að ná bílnum upp.
Um 25 þúsund höfðu hor ft
á my ndbandið þegar Frétt a-
blaðið fór í prentun og það á
einungis tveimur dögum. Mynd-
bandið gefur afar skakka mynd
af því hvernig ber að umgangast
íslenska náttúru og aksturslagi
á vegum landsins. Landeigendur
í Mývatnssveit hafa gert tveggja
milljóna króna fjárkröfu á hendur
Tikhomirov vegna skemmdanna
samkvæmt fréttastofu Vísis. Tik-
homirov hlaut einnig sekt fyrir
utanvegaaksturinn upp á 450 þús-
und krónur. – vá
Utan vega aksturinn ekki eins dæmi
Alexander Tikhomirov festi jeppa sem hann var með á leigu þegar hann ók
utan vegar við Mývatn. MYND/LÖGREGLUSTJÓRINN Á NORÐURLANDI EYSTRA
SAMFÉLAG Í ávarpi sínu á Austur-
velli í gær lagði Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra áherslu á þá
umbyltingu sem orðið hefði á öllum
sviðum á Íslandi frá lýðveldisstofn-
un. Hún sagði samfélagið meðal
þeirra fremstu í heimi þegar kæmi
að jöfnuði og velsæld. Standa þyrfti
vörð um og tryggja undirstöður
hins frjálslynda lýðræðis.
Umhverfismál og staða barna
og ungmenna voru henni ofarlega
í huga.
Í ávarpinu lagði Katrín áherslu á
erindi Íslands í alþjóðasamfélaginu
og sagði mikilvægt að standa með
sjálfum sér og gæta að landi, tungu
og menningu. „En líka að muna að
við erum fullvalda þjóð og getum
sem slík átt samskipti við hvern sem
er á jafnræðisgrundvelli. Við varð-
veitum ekki fullveldið með því að
flýja undan öðrum því þá er hættan
að fyrir okkur fari eins og Bjarti
í Sumarhúsum sem fór úr einum
næturstað í annan verri. Mætum
öðrum þjóðum á jafnræðisgrund-
velli en tryggjum um leið hagsmuni
almennings í landinu,“ sagði for-
sætisráðherra. – ds
Áhersla á
alþjóðamál
Mætum öðrum
þjóðum á jafnræðis-
grundvelli en tryggjum um
leið hagsmuni almennings í
landinu.
1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
8
-0
6
-2
0
1
9
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
3
B
-E
6
B
4
2
3
3
B
-E
5
7
8
2
3
3
B
-E
4
3
C
2
3
3
B
-E
3
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
1
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K