Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 7 6 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Bæjarhátíðarskraut! Vatnsheldar fánalengjur ofl. Sendum samdægurs ✿ Könnun Fréttablaðsins Hvernig vilt þú að íslenska ríkið hagi eignarhaldi á bönkum? n Kaupi alla eignarhluti 6,9% n Óbreytt eignarhald 36,8% n Auki eignarhald 16,5% n Selji alla eignarhluti 5,1% n Dragi úr eignarhaldi 34,8% BAN K A M ÁL Álíka marg ir er u fylgjandi því að íslenska ríkið haldi eignar haldi sínu á bönkum óbreyttu og að dregið verði úr því, eins og stjórnvöld stefna að. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. „Í sjálfu sér koma þessar niður- stöður mér ekki á óvart. Þetta er svona í samræmi við þá tilfinningu sem maður hefur,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja tæp 37 pró- sent að eignarhald ríkisins í bönk- um eigi að vera óbreytt en tæp 35 prósent vilja að dregið verði úr því. Þá vilja 16,5 prósent að ríkið auki eignarhald sitt í bönkum. Loks vilja tæp sjö prósent að ríkið eign- ist alla eignarhluti í bönkunum en rúm fimm prósent að ríkið selji alla eignarhluti sína. Í dag fer ríkið með alla eignarhluti í Íslandsbanka og 98,2 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Sam- kvæmt stefnumörkun stjórnvalda er gert ráð fyrir að ríkið haldi 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum en selji alla eignarhluti sína í Íslands- banka. Óli Björn viðurkennir að hann hefði viljað sjá meiri stuðning við það að ríkið drægi sig út úr starf- semi fjármálafyrirtækja að mestu eða öllu leyti. „Það er þá bara verk að vinna og menn þurfa þá að fara í þá umræðu. Ég hins vegar skil auð- vitað fólk sem hefur efasemdir um að það sé rétt að gera það.“ Nokkuð stór hluti svarenda, eða 27 prósent, sögðust ekki vita hvern- ig haga ætti eignarhaldi ríkisins á bönkum. Í aldurshópnum 18-24 ára var hlutfallið 58 prósent og 44 pró- sent meðal kvenna. Að mati Óla Björns væri áhuga- vert að sjá svör fólks við spurning- unni hvort ríkið eigi að vera að taka fjárhagslega áhættu af rekstri fjár- málafyrirtækja. „Þá gæti fólk velt því fyrir sér hvort ríkið ætti að vera að binda fleiri hundruð milljarða í fjármálafyrirtækjum sem gætu nýst í öðrum innviðum.“ Könnunin var f ramk væmd 24. -29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könn- unarhóp Zenter rannsókna en nánar er fjallað um málið á frétta- blaðið.is. Svarhlutfallið var 51 pró- sent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. – sar Tæp 37 prósent vilja óbreytt eignarhald ríkisins á bönkum Formaður efnahags- og viðskiptanefndar hefði viljað sjá meiri stuðning við það að ríkið dragi sig út úr starfsemi fjármálafyrirtækja. Samkvæmt nýrri könnun vilja álíka stórir hópar að ríkið haldi óbreyttu eignarhaldi á bönkum og að dregið verði úr því. Fáir vilja að ríkið fari með alla eða enga eignarhluti. Þetta er svona í samræmi við þá tilfinningu sem maður hefur. Óli Björn Kára- son, formaður efnahags- og við- skiptanefndar Það hefur verið líf og fjör í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum það sem af er árinu. Mikil sprenging hefur verið í fjölda heimsókna þetta árið. Hugsan- lega leikur veðrið þar stórt hlutverk. Þessi fjögur ungmenni nutu lífsins í Fjölskyldugarðinum í gær og létu ekki bleytuna á sig fá. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SAMFÉLAG Nærri því helmingur landsmanna hyggst ferðast innan- lands um verslunarmannahelgina samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fretta- bladid.is. Mestur ferðahugur er í unga fólkinu en 65 prósent fólks á aldrinum 18-24 ára hyggjast leggja land undir fót um helgina, en ein- ungis 35 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55-64 ára. – bdj / sjá síðu 8 Fjórir af tíu í ferðalag um helgina 3 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 8 1 -9 7 2 0 2 3 8 1 -9 5 E 4 2 3 8 1 -9 4 A 8 2 3 8 1 -9 3 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.