Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 2
Veður Fram yfir hádegi í dag er búist við austan hvassviðri syðst á landinu. Víða léttskýjað á morgun, en þoku- loft við austurströndina og hlýtt áfram. Hiti 15 til 23 stig, en 10 til 15 austanlands. SJÁ SÍÐU 20 VERÐ FRÁ 219.900 KR. NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 KVENNAFERÐ ÚÚ Á EL PLANTIO GOLF RESORT 8. - 15. OKTÓBER Á KONU M.V. 4 KONUR Í ÍBÚÐ FLOGIÐ MEÐ ICELANDAIR ALLT INNIFALIÐ Stoltar sigla seglskútur Þó svo að skútuöldin sé löngu liðin þá heilla skúturnar enn sæfarendur sem vilja leyfa vindinum að drífa sig áfram. Alls voru um fimm seglskútur á ferð fyrir utan Reykjavíkurhöfn í gær og var um að ræða íslenskar skútur sem sigldu stoltar í veðurblíðunni. Í bakgrunni má sjá öllu stærra skip, skemmtiferðaskipið MSC Preziosa, sem tekur fjögur þúsund farþega, en það liggur við Skarfabakka þangað til síðdegis í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÓMSMÁL Dómari hefur fallist á beiðni Seðlabanka Íslands um flýtimeðferð á máli bankans gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Í málinu krefst Seðla­ bankinn ógildingar á niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsinga­ mál sem úrskurðaði fyrr í mánuðin­ um að Seðlabankanum væri skylt að afhenda blaðamanninum umbeðin gögn um námsstyrk bankans til fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins árið 2016. Ari óskaði fyrst eftir upplýsingum frá Seðlabankanum um námsstyrk sem bankinn veitti Ingibjörgu Guðbjar t sdóttur, f y r r verandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftir­ litsins, í nóvember í fyrra, fyrir átta mánuðum. Seðlabankinn synjaði beiðninni með vísan til undanþágu­ reglna í upplýsingalögum. Synjunin var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem komst að þeirri niðurstöðu að bankanum væri skylt að af henda umbeðin gögn. Bankinn óskaði í kjölfarið eftir því að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað meðan skylda bankans til að afhenda gögnin yrði borin undir dómstóla, eins og heimilt er sam­ kvæmt upplýsingalögum. Nefndin féllst á þá beiðni í síðustu viku. Frestun réttaráhrifa er bundin því skilyrði að málinu sé vísað til dóm­ stóla innan sjö daga og að óskað sé eftir flýtimeðferð fyrir dómi. Lögmaður bankans sendi Hér­ aðsdómi Reykjaness slíka beiðni á mánudag og féllst dómari á þá beiðni í gær. Í kjölfarið var réttarstefna gegn Ara gefin út. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag í næstu viku. – aá Mál Seðlabanka fær flýtimeðferð Már Guðmundsson, fráfarandi seðlabankastjóri. FJÖLMIÐLAR Afstaða, félag fanga, hefur kært blaðamann DV til siða­ nefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011. Notkun Gunnars á stefnumóta­ appinu Tinder hefur verið grund­ völlur ítrekaðrar umfjöllunar DV um Gunnar í júlímánuði en í kæru Afstöðu eru sérstaklega gerðar athugasemdir við vinnubrögð Ágústs Borgþórs Sverrissonar og framsetningu fréttar hans frá 19. júlí síðastliðnum. Meðal þess sem Afstaða gerir athugasemdir við er að Ágúst Borg­ þór hafi setið fyrir Gunnari Rúnari fyrir utan áfangaheimilið Vernd og falast eftir viðtali, ítarlegar útlitslýs­ ingar á Gunnari, birtingar mynda sem teknar voru úr ‚launsátri‘ eins og segir í kærunni; birting heimilis­ fangs nánustu fjölskyldu Gunnars þangað sem Gunnar venji komur sínar, auk umfjöllunar um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður þeirra. Byggt er á því í kærunni að Ágúst Borgþór hafi gerst sekur um brot gegn 3. gr. siðareglna blaðamanna sem kveður á um að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Hann skuli sýna fyllstu tillitssemi í vanda­ sömum málum og forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sárs­ auka eða vanvirðu. Í kærunni er kvartað undan því að Ágúst hafi virt bæði lög og regl­ ur að vettugi þegar hann sat fyrir Gunnari fyrir utan Vernd og falaðist eftir viðtali við hann án leyfis Fang­ elsisstofnunar, eins og skylt er. Þá hafi Ágúst sýnt tillitsleysi með nákvæmri lýsingu á klæðaburði Gunnars, hárgreiðslu og öðrum þáttum í útliti hans og borið saman við útlit hans árið 2009. Ljóst sé að Gunnar hafi ekki kært sig um slíka umfjöllun enda hafi hann neitað fyrrgreindri beiðni um viðtal. Útlit Gunnars hafi ekkert fréttagildi og umfjöllun þar að lútandi sé ein­ göngu ætlað að svala forvitni til­ tekins hóps. Ljósmyndir af Gunnari við vinnu sína, sem teknar voru án hans vit­ undar, hafa að mati Afstöðu heldur ekkert fréttagildi né heldur upp­ lýsingar um heimilisfang móður Gunnars eða bíl hennar en birtar voru myndir af honum í DV. Þá eigi veikindi bróður Gunnars og fjöl­ skylduharmleikur úr fortíðinni ekkert erindi til almennings; um viðkvæm og persónuleg málefni sé að ræða og gæta verði sérstaklega að einkalífsvernd aðstandenda Gunn­ ars, sem beri enga ábyrgð á gjörðum hans. adalheidur@frettabladid.is Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Félag fanga hefur kvartað undan Ágústi Borgþóri Sverrissyni til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Umfjöllun um einkahagi Gunnars og fjölskyldu hans sögð bæði tillitslaus og óvönduð. Ágúst Borgþór Sverrisson hefur starfað á DV um árabil. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Siðareglur blaðamanna 3. gr. Blaðamaður vandar upp- lýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur sak- lausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. LANDBÚNAÐUR Kristján Þór Júlíus­ son, sjávarútvegs­ og landbúnaðar­ ráðherra, hefur falið ráðgjafarnefnd um inn­ og útflutning landbúnaðar­ vara að endurmeta þörf á innflutn­ ingi lambahryggja. Nefndin lagði til við ráðherra í síðustu viku að innflutningsvernd á lambahryggjum yrði afnumin tíma­ bundið vegna yfirvofandi skorts. Nú hafa hins vegar borist nýjar upplýsingar frá framleiðendum og ber nefndinni að skila niðurstöðu í málinu í vikunni. Til stóð að tímabundna heimildin yrði í gildi frá 29. júlí til 30. ágúst. Bæði Samtök verslunar og þjónustu og Félag atvinnurekenda (FA) gagn­ rýndu seinagang í málinu. FA sendi erindi til Samkeppnis­ eftirlitsins þar sem farið var fram á rannsókn á háttsemi afurðastöðva. Telur FA að búinn hafi verið til innlendur skortur með of miklum útflutningi á lægra verði en íslensk­ um verslunum standi til boða. – sar Endurskoða þörf á innflutningi 3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 1 -9 C 1 0 2 3 8 1 -9 A D 4 2 3 8 1 -9 9 9 8 2 3 8 1 -9 8 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.