Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 12
Ursula von der Leyen, fyrrum varnarmálaráðherra Þýska-lands, verður fyrsta konan til þess að taka við embætti for- seta framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, þann 1. nóvem- ber. Framkvæmdastjórnin skrifar frumvörp til laga, fylgir ákvörð- unum eftir, stendur vörð um sátt- mála ESB og heldur utan um dag- legan rekstur Evrópusambandsins. Hinn verðandi forseti hefur sett fram metnaðarfulla og hvetjandi áætlun til næstu fimm ára. Hún hefst með loforði um að tryggja að minnst helmingur framkvæmda- stjóra ESB, sem tilnefndir eru af aðildarríkjunum, verði konur. Evrópusambandið er fordæma- laus saga velgengni, sem sam- einar álfu sem áður var sundruð af átökum, þar sem 28 aðildarríki deila fullveldi sínu þegar það á við. Í dag njótum við góðs af sterkum sameiginlegum markaði, við- skiptum án landamæra, frelsi til ferðalaga, rannsókna og atvinnu. Nú á dögum búa 500 milljónir Evr- ópubúa við frelsi og velmegun, frá Ríga til Limassol og frá Aþenu til Lissabon. Evrópska leiðin Margir taka þeim lífsgæðum sem við njótum sem gefnum. En þó er deginum ljósara að enn einu sinni verðum við að taka afstöðu og berjast fyrir Evrópu. Við stönd- um frammi fyrir lýðfræðilegum breytingum, hnattvæðingu, hraðri þróun í átt að stafrænu starfsum- hverfi, og síðast en ekki síst lofts- lagsbreytingum. Það hefur verið brugðist við þessum áskorunum á mismunandi hátt á heimsvísu. Sumum ríkjum er stýrt með vald- boði, önnur kaupa sér hnattræn áhrif og gera samfélög háð sér með því að fjárfesta í höfnum og vegum. Enn önnur einangra sig. Von der Leyen sagði á Evrópuþinginu í vik- unni, að Evrópusambandinu hugn- aðist enginn þessara valkosta. Við veljum fjölþjóðlega samvinnu, við viljum sanngjörn og góð viðskipti, við stöndum vörð um alþjóða- kerfið og að það sé bundið lögum og reglu því við vitum að það er okkur öllum í hag. Við viljum gera hlutina á evrópskan máta. Loftslagsmál í fyrsta sæti Brýnasta viðfangsefni samtímans er verndun jarðar. Nýi forsetinn hefur kynnt nýja græna áætlun um umhverfismál fyrir Evrópu, þar sem að Evrópa verður fyrsta kolefnishlutlausa heimsálfan í heiminum fyrir árið 2050. Von der Leyen skorar á ESB að draga úr losun koltvísýrings um 50% ef ekki 55% fyrir árið 2030. Evrópu- sambandið mun leiða alþjóðlegar samningaviðræður í þeim tilgangi að auka loftslagsmetnað f leiri stórra hagkerfa fyrir 2021. Þessi aukni metnaður kallar á umfangs- mikla f jármögnun. Almannafé nægir ekki til. Von der Leyen leggur til Fjárfestingaáætlun sjálf bærrar Evrópu, og að breyta hluta af Fjár- festingarbanka Evrópu í Loftslags- banka. Það myndi losa um 1 trillj- ón evra af fjárfestingum næstu tíu árin. Hún mun þar að auki kynna til sögunnar sérstakan landamæra- kolefnisskatt til að koma í veg fyrir að fyrirtæki feli mengun sína með því að f lytja hana til landa utan Ev rópu s a mba nd si n s . Ev rópa hefur þörf fyrir sterkan efnahag sem þjónar fólkinu. Lítil fyrirtæki munu ef last vegna aukins aðgengis að fjármagni á innri markaði Evr- ópusambandsins. Í velferðar-mark- aðshagkerfi Evrópusambandsins verður markaðurinn að mæta hinu félagslega og tryggja að við missum ekki sjónar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Velferð og sanngirni „Félagsleg Ev rópa“ verður að standa undir nafni: Tryggja sann- gjörn laun fyrir alla; nýtt Atvinnu- leysisbótakerfi Evrópu; stóraukið fjármagn til Erasmus+; tryggja að börn hafi aðgang að grundvallar- réttindum eins og heilsugæslu og menntun. Þar að auki mun von der Leyen þrýsta á um herferð gegn kynbundnu of beldi. Von der Leyen lagði áherslu á að hún muni standa fyrir sanngjarnri skattlagningu, svo tæknirisarnir greiði í samræmi við gróða sinn í Evrópu. Þar sem sótt er að grunngildum Evrópu- sambandsins, heitir nýi forsetinn því að beita öllum tiltækum ráðum til að tryggja að ríki þess virði lög og reglu. Í innf lytjendamálum hefur von der Leyen heitið nýju samkomu- lagi um fólksf lutninga og hælis- leitendur svo stemma megi stigu við ólögmætum fólksf lutningum, berjast gegn smyglurum og man- sali, vernda rétt hælisleitanda og bæta aðstöðu f lóttamanna. Hún stefnir að því að f lýta fyrir mönnun Evrópsku landamæra- og land- helgisgæslunnar. Hún lagði áherslu á að NATO verði ávallt hornsteinn varna Evrópu. Evrópa mun halda áfram samvinnu við Bandaríkin, en um leið styrkja evrópska stoð varnarmála, með því að byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst í samvinnu Evrópulanda á því sviði. Lýðræði og samráð Til að auka lögmæti evrópsks lýð- ræðis hefur nýi forsetinn ákveðið að semja löggjöf þegar meirihluti þingmanna Evrópuþingsins krefst þess. Von der Leyen vill líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í upp- byggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með ráð- stefnu um framtíð Evrópu sem hefst árið 2020 og stendur yfir í tvö ár. Undanfarna áratugi hefur Evr- ópusambandið stækkað, þroskast og ef lst, með 500 milljónir íbúa, þar af yfir 200 milljónir sem kusu í Evrópuþingskosningunum í maí. Evrópa hefur áhrif og vill taka ábyrgð á sjálfri sér og umheim- inum. Viðfangsefni Ursulu von der Leyen næstu fimm árin verður að leiða þetta einstaka og öf luga verk- efni til farsællar framtíðar. Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann sendiherra ESB á Íslandi Evrópusambandið er for- dæmalaus saga velgengni, sem sameinar álfu sem áður var sundruð af átökum, þar sem 28 aðildarríki deila full- veldi sínu þegar það á við. Þann 27.7. sl. ritaði Hafdís Gunnarsdóttir, for maður bæjarráðs Ísafjarðar, grein í Fréttablaðið um Hvalárvirkjun í Árneshreppi undir yfirskriftinni „Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar“. Í greininni kemur fram að Hval- árvirkjun sé lykilatriði í uppbygg- ingu raforkukerfis á Vestfjörðum. Vísað er til þess að um sé að ræða „grjótharða staðreynd“ fengna frá Landsneti. Þetta er rangt. Upp- bygging raforkukerfis á Vestfjörð- um felst fyrst og fremst í að styrkja dreifikerfið og þá helst með því að leggja línur í jörð til að forða þeim frá vályndum veðrum. Það er næg orka framleidd á Íslandi til að sjá Vestfjörðum fyrir rafmagni. Það er staðreynd málsins og merkilegt að „okkar færustu sérfræðingar“ skuli ekki vita betur. Það er reyndar svo að „sérfræðingar“ hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Í því samhengi er hægt að minna á innf lutning á minki til landsins og þann óbæt- anlega skaða sem hann veldur í náttúru Íslands. Eða innf lutning á erlendu sauðfé til landsins á sinni tíð. Þá fjölluðu sérfræðingar um hætturnar og vanmátu herfilega. Lausn á orkuskorti? Það er ekki orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Það er merkilegt að verða vitni að þeim hræðsluáróðri sem nú fer fram að orkuskortur sé yfirvofandi. Gerir fólk sér grein fyrir að um og yfir 80% af öllu raf- magni sem framleitt er á Íslandi fer til þriggja stórnotenda?! Sú nýting orkuauðlinda sem fram fór á tuttugustu öldinni var barn síns tíma. Tími stórvirkjana með þeirri eyðileggingu sem þær hafa á umhverfi sitt er liðinn. Hins vegar ætti að styðja og styrkja byggingu smávirkjana allt að 2 MW þar sem það er hægt. Slíkar virkj- anir hafa jákvæð áhrif í nærum- hverfinu og bæta raunverulega af hendingaröryggi raforku. Auk þess að skapa landeigendum á svæðinu tekjur. Dæmi er t.d. virkj- un í Hvestudal í Arnarfirði. Yfir- völd hafa sofið á verðinum varð- andi fyrirgreiðslu til smávirkjana en einblínt þess í stað á stalínískar risavirkjanir sbr. Kárahnjúka- virkjun og er það miður. Hér skal ekki gert lítið úr af- hend ingaröryggi og truf lunum á rafmagni á Vestf jörðum og áhr if um þeir ra á at v innu líf, þvert á móti. Að halda því fram að Hvalárvirkjun sé „eina raun- hæfa lausnin við þessu vanda- máli“ er hins vegar fjarri sanni. Til þess að koma orku frá Ófeigs- firði til Vestfjarða þarf að styrkja dreifikerfið, annars mun ekkert brey t ast í af hendingarör yg g i raforku á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár ein og sér mun engu breyta varðandi af hendingaröryggi raf- orku á Vestfjörðum. Það er ólíðandi hvernig raforkuöryggi Vestfjarða hefur verið vanrækt og þá fyrst og fremst vegna úr sér genginna línu- lagna. Þar er við Landsnet og Rarik að sakast. Bæði þessi fyrirtæki eru í opinberri eigu og því er það eig- andans, íslenska ríkisins, að setja fjármagn í uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. R ammaáætlun er v issu lega ónýt. Það þarf ekki að virkja meira í landinu með stórvirkjunum með óbætanlegum skaða fyrir náttúr- una. Þess vegna er rammaáætlun ónýt. Þess vegna má Hvalárvirkjun ekki komast áfram. Fyrir nokkurn mun. Virkjun Hvalár á að af lýsa sem allra fyrst og viðurkenna þarf gagnsleysi rammaáætlunar. Þegar rammaáætlun er farin að skaða náttúruna eins og gæti orðið í Ófeigsfirði þá er ljóst að hún er ónýt. Tækifæri fyrir Árneshrepp? Í niðurlagi greinarinnar eru þessi orð: „Það (fólkið í Árneshreppi, innskot höf.) veit að Hvalár- virkjun er ekki að fara að bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni.“ Fyrri hluti þess- arar setningar er mergur málsins. Hvalárvirkjun mun ekki gera neitt fyrir Árneshrepp. Og þau rök að Hvalárvirkjun muni hafa áhrif á heilsársbúsetu í Árneshreppi eru röng. Hér skal það áréttað, Hvalár virkjun mun ekki hafa nein áhrif varðandi hvort fólk kýs að lifa og starfa í Árneshreppi. Ef af Hvalárvirkjun verður mun rafmagnið verða f lutt frá Vest- fjörðum en ekki inn á þá. Það þarf enginn að efast um það. Hér skal minnt á, illu heilli, að HS orka sem er eigandi Vesturverks, er einka- fyrirtæki. Í því samhengi er hollt að rif ja upp örlög Guggunnar. Þegar hún var seld með kvóta frá Ísafirði var því lofað af kaup- endum að hún yrði aldrei f lutt frá Ísafirði með kvótanum. Við vitum öll hvernig það fór. Neikvæð áhrif Hvalárvirkjunar Ingólfur Bruun leiðsögumaður og náttúru­ unnandi For yst u fól k r ík isst jór na r-innar hef ur lýst mik lum áhyggjum sínum yfir því að útlendingar eigi jarðir á Íslandi og boðar aðgerðir gegn þessum útlenska yfirgangi. Þó hafa engar fréttir borist af því, að útlenskir jarðeigendur fari illa með landið á jörðum sínum. Að vísu hafa ein- hverjir af hent íslenskum bændum jarðir sínar til búskapar og jafn- vel ekki tekið gjald fyrir leiguna, auk þess ráðist í framkvæmdir til þess að vernda og styrkja búsvæði fiska á vatnasvæðum jarða sinna. En Landsbankinn í eigu ríkisins og einn stærsti jarðeigandi lands- ins beitir þeirri stefnu að gera ekki nýja leigusamninga um jarðir sínar og setur bújarðir frekar í eyði. For- ystufólk ríkisstjórnarinnar gerir engar athugasemdir við það. En á sama tíma afhenda íslenskir stjórnmálamenn heilu f irðina útlenskum eldisrisum sem eru á f lótta frá heimaslóðum vegna skelfilegrar reynslu af fiskeldi sínu þar. Íslenskir firðir eru af hentir útlendingunum ókeypis til þess að stunda fiskeldi í opnum sjókvíum. Eldinu fylgir mikil mengun. Talið er að tíu þúsund tonna eldi mengi á við skolpfrárennsli 150 þúsund manna borgar. Þá er útlending- unum leyft að dæla í eldiskvíarnar alls konar eitri til þess að deyfa lús og sjúkdóma – en mega ekki gera það heima hjá sér. Útlenskir eldisrisar eru þar með að breyta au st f i r sk u m og ve st f i r sk u m fjörðum í rotþrær. Forystufólki ríkisstjórnarinnar virðist líka það vel og af hendir þeim heilu firðina með bros á vör, spyr ekki einu sinni heimafólkið álits, en lofar innilega hið útlenska framtak. Og kærir sig kollótt um, þó reynslan af eldinu á heimaslóðum útlensku eldisris- anna sé skelfileg fyrir villta laxa- stofna og náttúruna – núna eins og tifandi tímasprengja fyrir íslenskt lífríki. Traustið í stjórnmálum á í vök að verjast. Gæti það verið vegna þess að tvískinnungurinn er alls- ráðandi? Það er sagt eitt í dag og allt annað á morgun. Lýðskrumið virðir engin siðræn mörk. Allt er gott, ef það býr til fjárgróða og ein- hverjum boðin vinna um stund, þó afkomu þúsunda Íslendinga í sveit- um landsins sé ógnað með því að menga dýrmæt gæði. Þá má nátt- úruverndin sín lítils og skiptir engu máli hverrar þjóðar eignarhaldið er. Það opinberar tvískinnungur forystufólks ríkisstjórnarinnar í orði og verki um ítök útlendinga á sjó og landi á Íslandi. Tvískinnungur Gunnlaugur Stefánsson Heydölum Virkjun Hvalár á að af- lýsa sem allra fyrst og viðurkenna þarf gagnsleysi rammaáætlunar. Þegar rammaáætlun er farin að skaða náttúruna eins og gæti orðið í Ófeigsfirði þá er ljóst að hún er ónýt. Lýðskrumið virðir engin siðræn mörk. Allt er gott, ef það býr til fjárgróða og einhverjum boðin vinna um stund, þó afkomu þúsunda Íslendinga í sveitum lands- ins sé ógnað með því að menga dýrmæt gæði. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 1 -9 7 2 0 2 3 8 1 -9 5 E 4 2 3 8 1 -9 4 A 8 2 3 8 1 -9 3 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.