Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 6
399 kr.pk. Jiffy pop Hri sta hristahrista www.kronan.is UMHVERFISMÁL „Þegar þú ferð að kynna þér nánar hvað er að baki þessari virkjun, peningarnir á bak við þetta, þá sérðu að það er ekkert verið að hugsa um að orkuvæða heimili fólks, heldur er bara verið að reyna að græða peninga,“ segir dr. Steve Carver, prófessor við Háskól- ann í Leeds í Bretlandi, sem kominn er hingað til lands til þess að kort- leggja óbyggð og ósnortin víðerni. Carver kom til landsins fyrir til- stilli náttúruverndarsamtakanna Ófeigar í kjölfar framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, en Carver mun næstu mánuði vinna að því að meta og kortleggja víðerni frá Hornströnd- um að Steingrímsf jarðarheiði. Undirbúningur við kortlagning- una hefur staðið yfir í um hálft ár og stefnir Carver á að ljúka vinnu sinni í október. „Í svona vinnu eru notuð kort, gervihnattamyndir, GPS og f leiri tæki. En að koma hingað og kynn- ast svæðinu er ómetanlegt,“ segir Carver í samtali við blaðamann sem fékk að slást með honum í för að Hvalá og er ítarlegt viðtal og umfjöllun að finna á frettabladid.is. Carver bendir á að Ísland eigi tæplega 43 prósent af allra villtustu víðernum Evrópu og að svo hátt hlutfall sé hvergi annars staðar að finna í álfunni. „Þetta eru mjög áhugaverðar tölur og Ísland hefur þá ábyrgð að vernda sín víðerni. Ekki bara fyrir Ísland, heldur fyrir allan heiminn,“ segir hann og bætir við að peningar megi ekki alltaf trompa náttúruvernd. „Í grunninn snýst þetta bara um peninga og ég er bara alls ekki sam- mála þeirri leið. Ef það er verið að nota landið og eyðileggja það í þeim tilgangi að bæta líf fólks, þá er hægt að sýna því skilning að einhverju marki, en mér finnst ekki í lagi að eyðileggja landið til þess eins að græða meiri peninga. Það eru aðrar leiðir en að eyðileggja þessi víðerni, og ef mér tekst að finna betri lausnir en þessa þá er ég glaður,“ segir hann. „Um leið og þú hefur eyðilagt víð- erni sem þessi – verður ekki aftur snúið.“ Snæbjörn Guðmundsson, stjórn- armaður Ófeigar, tekur undir orð Carvers. „Náttúruáhrifin yrðu ein- faldlega mjög slæm. Það væri verið að taka ár úr farvegi sínum, það væri verið að taka rennsli mikil- fenglegra fossa og fossaraða og væri verið að færa til heilu árnar úr far- vegum sínum yfir í vatnasvið ann- arra áa,“ segir Snæbjörn. „Víðernin eru þannig að gildi þeirra felst í hversu ósnortin þau eru, felst í náttúruminjunum en líka í sögu- og fornminjum. Og eftir því sem þau eru stærri þeim mun stærri heild eru þau fyrir lífríkið á svæðinu og fyrir vistkerfi svæðanna. Ófeigs- fjarðarheiði til dæmis drekkur í sig vatn, snjó og úrkomu sem fellur á heiðina, og lífríkið við sjávarströnd- ina þar þrífst á þessu vatni og nær- ingarefnunum sem það flytur.“ Sif Konráðsdóttir, stjórnarfor- maður Ófeigar, segir að vel sé hægt að finna aðrar leiðir til þess að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. „En það er bara enginn að því, því það er enginn peningur í því. Þeir sem stjórna umræðunni vilja þessa virkjun, enda græða þeir ekkert á því að þetta vandamál sé leyst með öðrum hætti. Einfaldasta lausnin er varaaflstöð á sunnanverðum Vest- fjörðum, til dæmis eins og sú sem er í Bolungarvík, og hringtenging innan Suður-Vestfjarða,“ segir Sif. sunnak@frettabladid.is Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagn- ingu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum. Steve Carver og Snæbjörn Guðmundsson við Hvalárfoss. Vatnsmagn í fossinum mun minnka verulega. MYND/GARPUR ELÍSABETARSON Sif Konráðsdóttir, stjórnarfor- maður Ófeigar. HEILBRIGÐISMÁL Samtökin Blái naglinn skora á Katrínu Jakobsdótt- ur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að koma að kjarnsýrurann- sóknum með fjármögnun. Jóhannes V. Reynisson, formaður félagsins, segir um tímamótarannsóknir að ræða sem gagnist bæði körlum og konum. Jóhannes vill ekki nefna hvaða upphæð yrði ásættanleg á þessu stigi en samtökin sjálf hafa sett 7,5 milljónir í verkefnið. Vonast hann einnig eftir stuðningi frá almenn- ingi og fyrirtækjum. Samkvæmt bréfi sem Jóhannes sendi eru kjarnsýrurannsóknir á blóðvökva ný aðferð til að greina krabbamein snemma með mæl- ingu breyttra DNA- og RNA-sam- einda úr hinum ýmsu líffærum. Ef verkefnið yrði að veruleika færu rannsóknirnar fram á Landspítal- anum. „Þetta er algjör bylting,“ segir Jóhannes. „Þessar rannsóknir lúta ekki aðeins að krabbameini heldur öðrum sjúkdómum líka.“ Þá efast hann ekki um að rannsóknirnar myndu skila tilætluðum árangri. „Það er ekkert gert í þessum málum fyrir okkur strákana. Þegar kemur að konum er aðallega litið til leg- og brjóstakrabbameins. En það eru miklu fleiri líffæri í líkamanum, bæði hjá konum og körlum,“ segir Jóhannes. Aðspurður um viðbrögð segist Jóhannes vera nýbúinn að kynna þetta fyrir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og að átakið sé rétt að fara af stað. – khg Vill að ríkið komi að kjarnsýrurannsóknum Jóhannes V. Reynisson. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fleiri myndir frá Ströndum er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS Nánar er fjallað um málið á frettabladid.is 3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 1 -C 3 9 0 2 3 8 1 -C 2 5 4 2 3 8 1 -C 1 1 8 2 3 8 1 -B F D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.