Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 22
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Undanfarin ár hefur Inni-púkinn verið haldinn á skemmtistöðunum Gaukn-
um og Húrra en mun nú færa sig úr
Kvosinni yfir á Grandann þar sem
hann fer samtímis fram á Mess-
anum og Bryggjunni Brugghúsi.
„Það verður gaman að sjá
hvernig það þróast þegar hátíðin
er komin á nýtt svæði með þessar
glæsilegu bryggjur sem við ætlum
að nýta á skemmtilegan hátt,“ segir
Ásgeir Guðmundsson, einn skipu-
leggjenda Innipúkans.
Ætlunin er að vera með úti-
svið þar sem verður dagskrá alla
helgina samhliða Innipúkanum.
Dagskráin á útisviðinu kallast Úti-
púkinn og er aðgangur að henni
ókeypis.
„Útisviðið er glæsilegra núna en
það hefur nokkurn tímann verið,
sem er tiltölulega þversagnakennt.
En alveg frá því við tókum við
Innipúkanum hefur hann verið
dálítið þversagnakenndur og
hrokafullur. Að vera innipúki með
útisvið. Þetta er í raun algert bull,“
segir Ásgeir og hlær.
Aðaldagskráin er þó innan dyra
í samræmi við nafn hátíðarinnar.
Á meðal listamanna sem koma
fram á Innipúkanum eru Auður,
Daði Freyr, Hildur, Be tween
Mountains, Vök, dj. f lugvél og
geimskip, Frikki Dór, Joey Christ,
Moses Hightower, Kælan mikla,
Jónas Sig og sjálfur Bjartmar Guð-
laugsson.
Að venju verður einnig boðið
upp á gamalreynda púka-dag-
skrárliði eins og árlegan lista- og
fatamarkað.
Reykjavík er skemmtileg
„Hátíðin sem slík er náttúrulega
stofnuð til höfuðs útihátíðum. Til
að bjóða Reykvíkingum og þeim,
sem taka þá skynsamlegu ákvörð-
un að vera í Reykjavík um versl-
unarmannahelgina, upp á gott
partí. Reykjavík er svo skemmtileg
þessa helgi þegar allir ákveða að
fara í útilegu. Þá er borgin tiltölu-
lega róleg en svo er brjálað partí
hjá okkur,“ segir Ásgeir.
Hann segir að Innipúkinn sé
eina tónlistarhátíðin sem fari fram
þessa verslunarmannahelgi. „Við
viljum meina að útihátíðir séu
ekki tónlistarhátíðir. Þannig að
það er langskynsamlegast að vera í
Reykjavík um helgina, fara á Inni-
púkann og sofa svo í eigin rúmi.
Eða allavega einhverju rúmi.“
Ásgeir segir að Innipúkar hvetji
fólk til að endurskoða það
aðeins að verslunar-
mannahelgin sé
einhvers konar
ferðahelgi.
„Þetta er
einmitt sú
helgi sem
þú átt
að vera í
Reykjavík
og leyfa
öðrum
að fylla
tjaldstæðin
á einhverjum
tryllings-
hátíðum. Þú
átt að vera með
okkur í kúltúrnum í
Reykjavík. Við bjóðum upp
á flennidagskrá, bæði á föstudag,
laugardag og sunnudag.“
Á Útipúkanum sem haldinn er í
samstarfi við Red Bull á Íslandi eru
einungis kvenlistamenn. Ásgeir
segir að upphaflega hafi það verið
tilviljun. „Við og Einar
hjá Red Bull vorum
komnir langt með
að bóka dag-
skrána þegar
það kom í
ljós að þar
var enginn
strákur,
allavega
ekki sís
strákur.
Okkur
fannst bara
viðeigandi
að halda því
þannig, og sýna
fram á að það
er sko ekkert mál
að skipuleggja heilu
tónlistarhátíðirnar og heilu
sviðin úti um allt með einungis
kvenlistamönnum.“
Ásgeir segir að þau hjá Innipúk-
anum gefi lítið fyrir þau svör sem
talsmenn flestra útihátíða landsins
hafa gefið undanfarin ár, þegar
ítrekað er tilkynnt mjög karllæg
dagskrá og jafnvel dagskrá þar sem
eru einungis karllistamenn, að
erfitt sé að finna nógu marga kven-
listamenn.
„Við höfum undanfarin ár, frá
því við tókum við Innipúkanum,
verið með svo gott sem jafnt hlut-
fall kven- og karllistamanna. Við
sýnum núna fram á það að í þriggja
daga dagskrá, þar sem hæfir og
góðir listamenn eru valdir í hvert
slott, er ekkert mál að fylla heilt
svið eingöngu með konum.“
Ásgeir segir að lokum að það sé
hörð stefna Innipúkans að vera
leiðandi afl þegar kemur að því að
skipuleggja viðburði og skemmt-
anir um verslunarmannahelgina.
„Við ætlum að vera fyrirmynd en
ekki eftirbátar.“ Hann bætir við
að undanfarin ár hafi selst upp á
Innipúkann og því um að gera að
tryggja sér miða í tíma.
Innipúkinn
leggur áherslu
á jafnt kynja-
hlutfall meðal
listamannanna
sem fram koma
á hátíðinni.
Framhald af forsíðu ➛
Tónleikadagskrá Innipúkans:
Föstudagur
Between Mountains
Friðrik Dór
Jónas Sig
Kælan mikla
Valdimar
Joey Christ
Laugardagur
Blóðmör
Dj flugvél & geimskip
Hildur
Matthildur
Moses Hightower
Vök
Sunnudagur
Auður
Bjartmar Guðlaugsson
Daði Freyr
Sprite Zero Klan
Sturla Atlas
Una Schram
Dagskrá Útipúkans
BRÍET (live)
GDRN (live)
SVALA (live)
DJ aggalá
DJ Battlestar
Dj Katla
DJ Motherfunker
DJ Mokki
DJ Vala
JFDR (DJ-set)
SAKANA (DJ-set)
Sólveig Matthildur (DJ-set)
Dj Sunna Ben
Vök (DJ-set)
Þóra Sayaka (DJ-set)
Innipúkinn verður með útisvæði
á bryggjunum við Messann og
Bryggjuna brugghús.
Það er langskyn-
samlegast að vera í
Reykjavík um helgina,
fara á Innipúkann og
sofa svo í eigin rúmi.
Frá Innipúkanum 2018. Lista-
mennirnir í ár verða engu síðri.
2 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RFERÐALAGIÐ
3
1
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
1
-B
4
C
0
2
3
8
1
-B
3
8
4
2
3
8
1
-B
2
4
8
2
3
8
1
-B
1
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K