Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 18
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Kristófer Pálsson frá Hálsi við Grundarfjörð, áður til heimilis að Tröð í Fróðárhreppi, lést þann 27. júlí á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Útför Guðmundar verður auglýst síðar. Þórunn Sigurrós Kristinsdóttir Hjörtur Guðjón Guðmundsson Vineta Karimova Sædís Helga Guðmundsdóttir Ólafur Marinósson Skarphéðinn Magnús Guðmundsson Þórdís Bjarney Guðmundsdóttir Kristinn Þorbergur Sigurjónsson Martha Castilla ` Noriega Samúel Guðmundur Sigurjónsson Ragnheiður I. Þórólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Brynhildur Jónsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 25. júlí. Útför hennar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 6. ágúst kl. 13.00. Guðný Jóna Gunnarsdóttir Haraldur Þráinsson Hulda Maggý Gunnarsdóttir Ingvar Björn Ólafsson Björn, Brynhildur, Þráinn, Birna Ruth, Sóley, Gunnar Sær og langömmubörn. Okkar elskulegi Sigurður Björnsson frá Kleppustöðum, lést á hjúkrunarheimilinu Fellsenda 27. júlí. Útför hans fer fram frá Hólmavíkurkirkju föstudaginn 2. ágúst kl. 15. Aðstandendur. Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, Valey Jónasdóttir kennari á Siglufirði, lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar 28. júlí. Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 10. ágúst klukkan 14. Arnþór Þórsson Brynja Baldursdóttir Óðinn Gunnarsson Una Agnarsdóttir Jóhanna Gunnarsdóttir Arnbjörn Eyþórsson Jökull Gunnarsson Ásta Sigfúsdóttir Ingibjörg Gunnarsdóttir Björn Tryggvason barnabörn og barnabarnabörn. Elsku pabbi minn og afi okkar, Helgi Sigurður Hólmsteinsson sjómaður frá Raufarhöfn, lést þann 25 júlí sl. Útför hans fer fram frá Raufarhafnarkirkju þann 8. ágúst kl. 14. Aðalbjörg Jóhanna Helgadóttir Védís Kolka Jónsdóttir Helgi Leó Jónsson Hrafnhildur Ása Svavarsdóttir Frænka okkar, Anna Kristín Jónsdóttir áður til heimilis að Þangbakka 10, lést á Hrafnistu, Rvk, þann 12. júlí sl. Hún verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju föstudaginn þann 2. ágúst nk. kl. 13.00. Við aðstandendur og systkinabörn viljum hér með þakka starfsfólki góða og hlýja umönnun. Nánustu aðstandendur, Margrét Ólöf Héðinsdóttir, Guðrún Rósa Michelsen, auk systkinabarna og ættingja. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Gústafs Óskarssonar kennara, Réttarheiði 43, Hveragerði. Kristbjörg Markúsdóttir Ólafur Jón Ragnheiður Helga Ósk Hans Áróra Óðinn tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær og yndislegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi okkar, Sigurður H. Dagsson Asparhvarfi 17b, Kópavogi, lést á Landakoti 25. júlí sl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju 6. ágúst klukkan 13.00. Ragnheiður Lárusdóttir Bjarki Sigurðsson Kolbrún Franklín Dagur Sigurðsson Ingibjörg Pálmadóttir Lárus Sigurðsson Anna María Ragnarsdóttir og afabörnin. Fyrir 25 árum kom Val- mar Väljaots hingað til lands frá Eistlandi. Hann er organisti á Akureyri og spilar með hljómsveitum. Valmar Väljaots er organisti í Glerárkirkju á Akureyri en spilar einnig með hljóm-sveitum; Hvanndalsbræðr-um og hljómsveitinni Killer Queen sem spilar Queen-tónlist. Svo varð hann nýlega meðlimur í hljómsveitinni Angurvær. Vill engan stimpil Blaðamaður náði tali af honum á Akur- eyri og hafði orð á því að það væri ekki mjög organistalegt að spila Queen-tón- list. „Ég er ekki organisti, ég er tónlistar- maður. Ég vil ekki fá neinn stimpil á mig,“ svarar Valmar sem kom hingað til lands frá Eistlandi fyrir 25 árum. „Fyrsta hljóðfærið sem ég lærði á var fiðla og ég kom til Íslands til að verða fiðlukennari í tónlistarskólanum á Húsavík í eitt ár. Ég var beðinn um að vera lengur og sam- þykkti það, en síðan ári seinna var aug- lýst eftir organista á Húsavík. Afi minn spilaði á orgel í kirkju og mér fannst ég vera að taka við af honum þegar ég fékk starfið. Síðan þá hef ég einnig starfað sem skólastjóri, tónlistarkennari og organisti, fyrst á Laugum, svo í Mývatnssveit og nú síðustu árin á Akureyri.“ Spurður hvernig honum líði á Akureyri segir hann: „Akureyri er besti staðurinn fyrir mig, ég vil ekki fara suður. Ef ég færi suður færi ég til Keflavíkur og úr landi. Ég hef allt sem ég þarf á Akureyri. Hér er skíðabrekka, hér er hægt að veiða fisk, hér er golfvöllur og það tekur ekki langan tíma að fara frá stað A til B. Svo er ég búinn að vera hér svo lengi og kominn með nýja fjölskyldu, af hverju ætti ég að fara?“ Saknar hann aldrei Eistlands? „Það kemur mjög sjaldan fyrir. Ég er búinn að vera hér í 25 ár og Ísland er fyrir löngu orðið heimaland mitt. Eftir þennan langa tíma væri skrýtið ef mér fyndist það ekki. Föðurland mitt er Eistland og móðurmálið mitt er eistneska, en það eru tíu ár síðan foreldrar mínir dóu og ég lifi lífi mínu hér.“ Neitaði að skjóta úr byssu Sem ungur maður var Valmar í sovéska hernum. „Það jákvæða við það var að ég áttaði mig á því hversu heimilismaturinn hennar mömmu var góður. Í hernum var allt hræðilegt og þar fóru tvö ár af lífinu til einskis. Ég var ungur maður, nýbúinn að klára skóla og var í toppformi í hljóð- færaleik. Í hernum neitaði ég að skjóta úr byssu og komst upp með það. Þetta var ekki skapandi tími. Í hernum voru menn með lítið vasadagatal og krossuðu yfir hvern dag, þeir voru að telja niður. Stundum er ég spurður hvort íslenskir strákar ættu að fara í herinn. Svar mitt er: Alls ekki, en það er fínt mál að fara í björgunarsveitaræfingar í þrjá mánuði.“ Spurður um andrúmsloftið í Eistlandi á æskuárum hans á tímum kommúnism- ans segir hann: „Mín kynslóð átti ekki óhamingjusama æsku, þrátt fyrir sam- félagsaðstæður. Alls ekki. Það ríkti hins vegar mikið hatur í garð Sovétríkjanna. Það var allt harðlæst í landinu og maður þurfti að kunna „réttu“ svörin. En svo opnaðist margt 1988 og ég fór að ferðast ótrúlega mikið með kór og hljómsveit- um. Ég hef ekki lengur jafn mikla þörf á að ferðast mikið því ég sá svo margt þá. Eistlendingar fögnuðu sjálfstæði á sínum tíma en mikið vorum við f ljót að fara undir Brussel, þótt margt jákvætt hafi fylgt því. Samt er Eistland að missa ungt fólk úr landi.“ Undirbýr tónleika Þessa dagana er Valmar að undirbúa tón- leika með Hvanndalsbræðrum á Græna hattinum á Akureyri 1. ágúst og á sama stað verða tónleikar 2. ágúst með Killer Queen. Síðan heldur Killer Queen til Vestmannaeyja og spilar á Þjóðhátíð 3. ágúst. Valmar spilar á fjölmörg hljóðfæri, aðallega á píanó, fiðlu og harmoniku en kann eitthvað á gítar, mandólín og básúnu. Með Hvanndalsbræðrum spilar hann á fiðlu og harmoniku og leikur á píanó með Killer Queen. „Ég hef alltaf verið tugþrautarmaður í tónlist. Tug- þrautarmaður er ekki heimsmeistari í hástökki en getur stokkið tiltölulega hátt og líka varpað kúlu. Stundum finnst mér ég ekki kunna neitt en ég er maður sem bjargar sér,“ segir hann. kolbrunb@frettablaðdid.is Tónlistarmaður án stimpils „Akureyri er besti staðurinn fyrir mig,“ segir Valmar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 3 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 1 -C D 7 0 2 3 8 1 -C C 3 4 2 3 8 1 -C A F 8 2 3 8 1 -C 9 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.