Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 11
Hvers vegna er það svo að fimmti hver hjúkrunarfræð- ingur er farinn í önnur störf fimm árum eftir útskrift? Nú þegar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar 100 ára afmæli er tíma­ bært að líta um öxl og horfa fram á við. Þegar ég fæddist fyrir rúmri hálfri öld var móðir mín, sveita­ stúlka að norðan, í vanda því ekki var fæðingarorlof eins og nú tíðk­ ast, en hún þurfti til vinnu. Þá var gott að eiga móðursystur að sem gat hjálpað til en hjúkrunarkonan Rósa Guðmundsdóttir sem var hætt störfum vildi gæta mín, þar duttum við báðar í lukkupottinn. Rósa var fædd á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal 1899 og f lutti suður til Reykjavíkur og fékk vinnu á Landspítalanum. Hana langaði að læra hjúkrun en það var bara hægt erlendis svo hún fór að ráðum lækna spítalans og beið þar til Hjúkrunarskóli Íslands var stofnaður og útskrifaðist með fyrsta árgangi þaðan. Hún var ein­ stæð og barnlaus en framsýn og fannst gaman að annast mig sem barn og við urðum mestu mátar. Hún keypti saumavél til að sauma dúkkuföt úr sínum gömlu kjólum, handa mér, hún kenndi mér að hjóla en ég efast um að hún hafi kunnað það sjálf. Við ferðuðumst með strætó og tókum skiptimiða til að skoða hverfi borgarinnar þar sem helstu byggingar voru skoð­ aðar og styttur bæjarins kynntar fyrir mér. Við fórum í messu í Hallgrímskirkju á sunnudögum og tókum leigubíl í Grasagarðinn. Þegar ég var á unglingsaldri var farið í hringferð um landið sem var ógleymanleg. Alltaf var hún stolt af sinni menntun og starfi sínu sem hjúkrunarkona. Hún lagði mikla áherslu á hollt mataræði og hreyf­ ingu, útvarpsleikfimin og passíu­ sálmalestur í Ríkisútvarpinu var ómissandi í hennar dagskrá. Þegar ég sjálf f lutti suður til að nema læknisfræði vildi hún að ég skildi mikilvægi hjúkrunar og sam­ starf þessara mikilvægu stétta heil­ brigðiskerfisins. Hún hvatti mig til dáða við krefjandi nám á sama tíma og hún útskýrði fyrir mér að fræði okkar væru stöðugt að breytast og að ristillinn væri spegill sálarinnar. Að horfa á heilbrigði mannsins sem endalausa áskorun þar sem for­ varnir skipta öllu. Að skilja og bera virðingu fyrir endalokum lífsins sem bíða okkar allra og mikilvægi hjúkrunar á þeim enda ævinnar er ekki síður göfugt verkefni. Þegar hjúkrunarfræðingur var orðið hennar starfsheiti fussaði hún og sveiaði og sló sér á lær en á hennar hurð og legsteini stendur: Rósa Guðmundsdóttir hjúkrunarkona. Því er það mikilvægt nú á þessum tímamótum þar sem saga Félags hjúkrunarfræðinga er rifjuð upp á Árbæjarsafni að horfa einnig fram á við. Á hugann leita margar spurn­ ingar sem ég finn að hún frænka mín spyr einnig: Hvers vegna er það svo að fimmti hver hjúkrunarfræð­ ingur er farinn í önnur störf fimm árum eftir útskrift? Það hlýtur að vera eitthvað að fyrst svo stór hluti háskólamenntaðrar stéttar velur sér annan starfsvettvang eftir langt og dýrt nám. Getur verið að þetta unga fólk hafi valið nám í stað þess að velja starf ? Getur verið að við séum ekki að hlúa nógu vel að jafn mikilvægri stétt og hjúkrunar­ fræðingar eru? Góður hjúkrunar­ fræðingur þarf að vilja snerta fólk og hlusta á fólk þar sem það er. Hvers vegna hafa svo margar af mínum bestu samstarfskonum ákveðið að fara af gólfinu og vinna við verkefnastjórnun og gæðamál? Vinna dagvinnu við skrif borðið en hætta að sinna sjúklingum? Verð­ um við ekki að bregðast við þessum atvinnuflótta heillar stéttar? Því er þriðji hver f lugþjónn með menntun hjúkrunarfræðings en í f lugi er líka unnið um nætur og á rauðum dögum? Hvers vegna fáum við ekki fólk til vinnu á nýjum hjúkrunar­ heimilum, og hvers vegna þurfum við endalaust að loka rúmum á háskólasjúkrahúsinu því ekki næst að manna vaktirnar hjúkrunar­ fræðingum? Það eru samkeppnis­ próf í hjúkrunarfræði en samt skilar þetta fólk sér ekki til vinnu að námi loknu. Er í lagi að eiga yfir höfði sér dómsmál þegar þú ert að gera þitt allra besta í vinnu þar sem vantar alltaf á vaktina? Gæti verið að álagið sé of mikið og launin of lág? Lilja Alfreðsdóttir menntamála­ ráðherra hefur nú komið því í gegn að fimmta árið í námi kennara sé launað, og þá hefur aðsókn í námið aukist til muna. En þurfum við fimm ára háskólanám til að kenna börnum okkar að lesa og skrifa? Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis­ ráðherra hefur nú gefið út heilbrigð­ isstefnu sem er gott og gilt þó mjög margt vanti í það plagg. En við skul­ um ekki gleyma því að það verður ekkert heilbrigðiskerfi á Íslandi án hjúkrunarfræðinga og lækna. Við verðum að gera betur og hlúa að jafn mikilvægri stétt og hjúkrunar­ fræðingar eru. Til hamingju með aldarafmælið, kæru hjúkrunar­ fræðingar, án ykkar getum við ekki eflt íslenskt heilbrigðiskerfi. Þorum að eiga þetta samtal og leysa þenn­ an vanda saman. Hvar eru hjúkrunarfræðingarnir? Ebba Margrét Magnúsdóttir formaður læknaráðs Landspítala Sterkt og gott samband Nánar á vodafone.is/fyrirtaeki Eitt símtal og málið er leyst Vodafone sinnir tæknilegum þörfum okkar hratt og örugglega Að undanförnu hefur verið áberandi kenning um að v ið inn leið ing u þr iðja orkupakkans verði íslenska ríkið skuld bundið til að leyfa lagn ingu sæstrengs sem f lytur raf orku til ann ars rík is. Þar að auki hefur verið haldið fram að reyni ís lenska ríkið að standa í vegi fyr ir því að sæ­ streng ur verði lagður muni annað­ hvort Eftirlitsstofnun EFTA höfða samn ings brota mál gegn íslenska rík inu fyrir EFTA­dómstólnum eða höfðað verði mál fyrir íslenskum dómstól sem leiti álits EFTA­dóm­ stólsins um samningsbrot. Það mál muni tapast og íslenska ríkinu gert að greiða skaðabætur þar sem orka hefur verið skil greind sem vara (síðan fyrsti orkupakkinn var inn­ leiddur) og EES­samningurinn ger i ráð fyr ir frjálsu flæði á vör um inn­ an EES­svæðisins. Þessar kenningar eru firra. Ekkert í orkupakkanum Þriðji orkupakkinn fjallar ekki um skyldu aðildarríkj a EES til að koma á eða leyfa sam teng ingu um flutn­ ing orku sín á milli, m.ö.o. hann fjallar ekki um sæstrengi sem flytja raforku. Synjun eða höfnun orku­ pakkans hefur því engin bein áhrif á hvort lagður verði slíkur sæstrengur eða ekki. Ein meginstoð EES­samningsins er frjálst f læði vöru. Þrátt fyrir að rafmagn sé skilgreint sem vara leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að sérhvert ríki eða einkaaðili á EES­ svæðinu geti lagt sæstreng hingað til lands og tengst íslenska raforku­ kerfinu án þess að íslenska ríkið ráði neinu þar um. Túlkunarreglur þjóðaréttar Í þessu samhengi verður að hafa í huga að EES­samningurinn er milliríkjasamningur. Í 31. gr. Vínar­ samningsins um milliríkjasamninga (e. Vienna Convention on the Law of Treaties) frá árinu 1969 eru að finna helstu túlkunarreglur þjóðaréttar. Ísland er ekki aðili að samningnum en er bundið af umræddu ákvæði þar sem það telst þjóðréttarvenja. Í 1. mgr. 31. gr. kemur fram megin­ reglan að milliríkjasamningur skuli túlkaður í góðri trúi í samræmi við hefðbundna merkingu orðanna sem koma fyrir í honum í samhengi við og í ljósi markmiðs og tilgangs hans. Það er afar langsótt að finna skyldu til lagningar sæstrengs í hefðbund­ inni merkingu þeirra orða sem koma fyrir í ákvæðum EES­samningsins um frjálsa vöruflutninga enda ekk­ ert minnst á slíka skyldu. Það sem meiru skiptir hér er að í c) lið 3. mgr. 31. gr. kemur fram að við túlkun milliríkjasamninga verði að taka tillit til hverrar þeirrar þjóðréttarreglu sem er í gildi á milli samningsaðila. Hafréttarsamningur SÞ Öll aðildarríki EES­ samn ings­ ins (sem og ESB sjálft) eru aðilar að haf rétt ar samn ingi Sam ein uðu þjóð anna frá 1982. Taka verður því tillit til hans í þessu samhengi. Af 311. gr. haf rétt ar samn ingsins leiðir að almennt skulu ákvæði ann arra samn inga, sem að ild ar ríki haf rétt­ ar samn ings ins eiga aðild að, að vera í sam ræmi við haf rétt ar samn ing­ inn. M.ö.o. hafréttarsamningurinn trónir á toppnum í alþjóðakerfinu að því er varðar þær reglur er gilda á hafinu enda stundum kallaður stjórnarskrá hafsins. Sæstrengir Hafréttarsamningurinn er helsta réttarheimild þjóðaréttar um sæstrengi. Í 79., 87. og 112. gr. hans kemur fram að öllum ríkjum sé heim ilt að leggja neð an sjáv ar­ strengi og ­leiðsl ur á land grunnið og á úthaf inu í sam ræmi við nán ar til greind skil yrði. Það rík ir því tölu­ vert frelsi varð andi lagn ingu neð an­ sjáv ar leiðslna og ­strengja. Það eru yf ir leitt einka að ilar sem not færa sér þessi rétt indi. Þrátt fyrir orðalag haf­ réttarsamningsins um að umrædd réttindi tilheyri ríkjum þá er litið svo á að skýra skuli orðalagið á þann veg að það taki jafnframt til einkaaðila í viðkomandi ríki. Slíkur skilningur birtist m.a. í helsta skýringarritinu við samninginn. Hafa verður í huga að hið lög fræði­ lega land grunns hugtak er annað en hið nátt úru vís inda lega. Land­ grunns hug takið í skiln ingi þjóða­ réttar hefst utan land helgi ríkja, þ.e. oft ast 12 sjó mílum frá svoköll uðum grunn lín um. Í 4. mgr. 79. gr. haf rétt­ ar samn ings ins kemur bein línis fram að ekk ert, í þeim hluta samn ings ins sem fjallar um land grunn ið, hafi áhrif á rétt strand rík is ins til að setja skil yrði vegna strengja eða leiðslna, sem ná inn í land eða land helgi þess. M.ö.o. ríki ræður því hvort lagður er sæstrengur inn fyrir landhelgi þess. Þessi regla leiðir af fullveldisrétti strandríkja í landhelginni. Engin sæstrengjaskylda Af túlkunarreglum þjóðaréttar leiðir að skýra verður ákvæði EES­ samningsins um frjálst f læði vöru til samræmis við ákvæði hafréttar­ samningsins. Það þýðir að megin­ reglan um frjálst f læði vöru leiðir ekki til þess að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að heimila lagningu sæstrengs sem flytur rafmagn hing­ að til lands. Íslenska ríkið getur því ekki orðið skaðabótaskylt af því að synja rétti sem er ekki til staðar. Það er útilokað. Að halda öðru fram er nýlunda í sögu alþjóðasamskipta. Réttur Íslands til að heimila eða hafna lagningu sæstrengs inn fyrir landhelgina stend ur óhagg aður hvað sem þriðja orku pakk anum eða öðrum ákvæðum EES­samningsins líð ur. Sæstrengjasteypa Bjarni Már Magnússon prófessor við lagadeild HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttar- stofnunar HR M.ö.o. ríki ræður því hvort lagður er sæstrengur inn fyrir landhelgi þess. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 3 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 8 1 -9 C 1 0 2 3 8 1 -9 A D 4 2 3 8 1 -9 9 9 8 2 3 8 1 -9 8 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.