Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 4
DÝRAVERND Erpur Snær Hansen,
for stöðu maðu r Nát t ú r u stof u
Suðurlands, hefur ekki áhyggjur
af því að skotveiðar ferðamanna
ógni íslenska lundastofninum.
The Icelandic Hunting Club hefur
staðið fyrir túristaveiðum á lunda
og haturspóstum rignt yfir fyrir-
tækið fyrir vikið. Erpur segir stór-
vandamálið vera sölu veitingastaða
á lundakjöti.
Lundastofninn hefur verið á
niður leið frá því að mælingar
hófust árið 1995. Árið 2005 var
botninn í ungaframleiðslunni
og 2008 var markvisst dregið úr
veiðum. „Árið 2011 drápust allar
pysjurnar í einu, 130 þúsund dýr.
Það var alveg ótrúlegt að sjá þetta,“
segir Erpur.
Erpur segir skotveiði litla við
Ísland og þá aðallega veitt á sjó úr
öðrum stofnum en þeim íslenska.
Stóra vandamálið séu veitingastað-
irnir sem kaupi lundakjöt. Tekur
hann undir þá gagnrýni sem leið-
sögumaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirs-
son setti fram á Grillmarkaðinn
og Fiskmarkaðinn í fyrra. „Þegar
stofnar eru á niðurleið verða veiðar
ósjálf bærar í sjálfu sér,“ segir hann.
„Þetta er alvöru stærðargráðan.“
Samkvæmt stjórnarsáttmála
er stefnt að endurskoðun laga um
villidýraveiðar. Erpur telur þó
að það gæti verið vandkvæðum
bundið að friða lundann þar sem
þetta er hlunnindaveiði.
Það eru hins vegar góðar fréttir
líka að sögn Erps því að stofninn
hefur verið að stækka í ár. Vegna
sólarinnar er mikið af seiðum í
sjónum, vorblómi þörunga byrjaði
snemma sem gengur upp fæðukeðj-
una. Hann segir stefna í besta árið
á þessari öld. – khg
Lundaveiði fyrir veitingastaði er vandamálið
Þegar stofnar eru á
niðurleið verða
veiðar ósjálfbærar í sjálfu
sér.
Erpur Snær Hansen líffræðingur
EITT LANDSINS
MESTA ÚRVAL
AF PERUM
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
UTANRÍKISMÁL Stefnt er að því að
fjölga gistirýmum á öryggissvæð-
inu á Keflavíkurflugvelli um allt að
300 á næstu árum. Utanríkisráðu-
neytið fól Landhelgisgæslunni að
vinna deiliskipulag og var tillaga
birt þann 19. júní síðastliðinn.
Er svæðinu skipt upp í vestur- og
austursvæði og er gistiaðstaða á
báðum svæðum. Á vestursvæðinu
er áætlað að koma fyrir allt að
1.000 manns í skammtímagistingu
í gámarými. Á austursvæðinu er nú
þegar gistiaðstaða fyrir 200 manns
í átta gistihúsum í tímabundinni
dvöl. Gert er ráð fyrir að hægt verði
að bæta við fjórum húsum. Verði
hvert þeirra með gistiaðstöðu fyrir
um 70 manns.
Aðspurður hvers vegna farið sé í
þessa miklu uppbyggingu á svæðinu
segir Sveinn Guðmarsson, upplýs-
ingafulltrúi utanríkisráðuneytisins,
að núverandi rými hafi verið of lítið
og óhentugt. „Oft er fjöldi erlends
liðsaf la vel umfram 200 en það
kemur fyrir að fjöldinn fari vel yfir
400,“ segir Sveinn. „Sumir hóparnir
koma hingað með stuttum fyrir-
vara. Viðvera erlends liðsafla hefur
aukist síðastliðin ár, til dæmis vegna
aukinna umsvifa í tengslum við kaf-
bátaeftirlit.“ Segir hann að æskilegt
sé að hermenn dvelji innan öryggis-
svæðisins, við loftrýmisgæslu og
æfingar. Þegar ekki hefur verið til
pláss hafi þessir hópar þurft að
gista á hótelum á Suðurnesjum eða
á höfuðborgarsvæðinu.
Sterkur orðrómur hefur verið um
að Bandaríkjamenn endurveki her-
stöð sína hér á landi í ljósi stöðunn-
ar í alþjóðamálum. Kínverjar hafa
sýnt Íslandi mikinn áhuga og boð-
ist til þess að fjárfesta í innviðum
í tengslum við opinbera verkefnið
Belti og braut.
Herforinginn Richard Clark, sem
heimsótti Ísland í fyrra, sagði að
Bandaríkjaher greiddi 14,5 millj-
ónir dollara, eða rúmlega 1,75 millj-
arða króna, fyrir innviðauppbygg-
ingu á Keflavíkurflugvelli það ár og
sagði Ísland „gríðarlega mikilvægt“.
Áætlað er að þessi upphæð fari upp
í 57 milljónir dollara, eða rúmlega
6,8 milljarða króna, árið 2020.
Þrátt fyrir þessi stórauknu umsvif
Bandaríkjanna segir Sveinn að
engin eðlisbreyting hafi orðið frá
því sem verið hefur hvað varðar við-
veru erlends liðsafla á Íslandi. „Þær
framkvæmdir sem eru fram undan
Segir fjölgun gistirýma ekki
þýða varanlega veru herafla
Á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar er gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun gistirýma fyrir erlendan
liðsafla. Hávær orðrómur hefur verið um endurkomu bandaríska hersins en upplýsingafulltrúi utanrík-
isráðuneytisins segir framkvæmdirnar ekki til marks um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi.
Öryggissvæði Keflavíkurflugvallar samkvæmt tillögum að nýju deiliskipulagi. MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
14,5
milljónir dollara greiddi
Bandaríkjaher fyrir innviða-
uppbyggingu á Keflavíkur-
flugvelli árið 2018. Árið
2020 er stefnt að því að talan
verði 57 milljónir dollara.
á vegum Bandaríkjahers eru ekki til
marks um að varanleg viðvera hans
hérlendis standi til,“ segir Sveinn.
„Liðsaf li á vegum Bandaríkjahers
hefur verið hér á landi af og til frá
árinu 2008 við loftrýmisgæslu og
önnur varnartengd störf.“ Þegar
átt sé við tímabundin gistirými sé
algengast að erlendur liðsafli dvelji
hér í nokkra daga og allt upp í fjórar
vikur. Aðeins fámennur hópur á
vegum sjóhersins dvelji hér lengur
en í einn mánuð.
kristinnhaukur@frettabladid.is
1 Vilj a skemm a rekst ur inn: „Eig and inn er sjálfs elsk ur
hræsn ar i“ Eigandi Hótels Djúpa-
víkur getur ekki lengur orða bund-
ist vegna nei kvæðra um mæla
and stæðinga Hvalár virkjunar á
samfélagsmiðlum.
2 Fundu lík dóttur sinnar í ferða tösku Foreldrar sam-
félagsmiðlastjörnunnar Ektarinu
fundu lík hennar í ferðatösku í
íbúð hennar.
3 Sjal Meg han vekur undrun: Búið til í lág launa verk smiðju
Breska götublaðið Daily Mail
þjarmar nú að Meghan og Harry
fyrir að hafa notað teppi sem
búið er til í láglaunaverksmiðju á
Indlandi.
4 Maður lést um borð í vél Icelandair Bandarískur
ríkisborgari varð bráðkvaddur
um borð í vél Icelandair á leið til
Chicago á sunnudaginn.
5 Þriggja barna faðir sem hrinti drengnum fyrir lest Maður-
inn, sem hrinti átta ára dreng og
móður hans fyrir lest í Frankfurt í
gær, er þriggja barna faðir sem er
búsettur í Sviss.
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
Þær framkvæmdir
sem eru fram undan
á vegum Bandaríkjahers eru
ekki til marks um að varan-
leg viðvera hans
hérlendis
standi til.
Sveinn H. Guð-
marsson, upplýs-
ingafulltrúi
Dáti á heræfingu á Keflavíkurflugvelli árið 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
LÍFEYRISMÁL Öllum stjórnarmönn-
um og varamönnum Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna, LIVE, var birt
stefna VR í gær eftir að f lýtimeð-
ferð fékkst samþykkt í málinu
hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.
Fjármálaeftirlitinu og Lífeyris-
sjóðnum hefur einnig verið birt
stefnan.
Fu l lt r ú a r áð V R a f t u rk a l l-
aði umboð stjórnarmanna líf-
eyrissjóðsins fyrr í sumar vegna
vaxtaákvörðunar. Telur FME að
aðgerðir VR hafi vegið að sjálf-
stæði stjórnarinnar.
„Það er ver ið að hnek k ja
ákvörðun sem FME beindi bara
að Lífeyris sjóði verzlunarmanna
en hefði í raun átt að beina líka að
VR,“ segir Daníel Isebarn, lögmað-
ur VR. Nauðsynlegt sé að LIVE sé
aðili að málinu til að dómurinn
bindi lífeyrissjóðinn.
Daníel segir að sótt hafi verið
um f lýtimeðferð vegna þess að
þetta sé næststærsti lífeyrissjóður
landsins og meðan óljóst sé hverj-
ir réttir stjórnarmenn hans séu sé
lífeyrissjóðurinn í uppnámi. – vá
Stefna öllum
í stjórn LIVE
3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
1
-A
F
D
0
2
3
8
1
-A
E
9
4
2
3
8
1
-A
D
5
8
2
3
8
1
-A
C
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K